Freyja - 01.05.1904, Qupperneq 15

Freyja - 01.05.1904, Qupperneq 15
VI io. FREYJA 219 ,,Setjum nú svo, a5 stúlkan væri 17 vetra í staö 7, og að ein- hverjum stóra drengnum 23. ára eþa þar yfir tœkist a5 steypa henni á hinu hála tilfinningasvelli ástblindrar œsku, þá vilja hinir drengirnir ekki einusinni lofa henni aö standa upp ef þeir mögulega geta hindrað þa5, og skoða hana sem löglegt herfang hvers sem vera vill, sagSi hún og horfði fast á kafteininn, sem auöscelega var farinn að skilja viö hvaö hún átti, því hann var nú orðinn sót- rauður í framan og eftir þetta kallaði hann hana aldrei, ,,ungfrú mín. “ XX. KAPITULI. Njósnarförin og afleiðing hennar. ,,Ég sendi eftir yður, major Harlow, til að ráðgast við yður um vandasamt og kannske hœttulegt verk. “ ,,Mér vœri sönn ánœgja í að geta orðið yður aö liði, herra ofursti, ‘ ‘ sagði Karl og tók ofan fyrir yfirmanni sínum. ,,Þér hafið heyrt getið um Wilsons flokkinn, major?“ ,, Njósnara uppreistarmannanna? ‘ ‘ ,,Djöful uppreistarmannanna!“ sagði ofurstinn f bræði sinni. ,,Því hafi djöfullinn nokkurntíma búið í manns mynd, þá tryði ég því að hann byggi í þessum manni. “ ,,Já, ég hefi bæði heyrt hans getið og séð hann sjálfur að ég held. “ ,,Ó, er það svo, “ sagði ofurstinn og hýrnaði yfir honum svo litlu, dökku augun hans tindruðu eins og hrafntinnur. ,,Ég vil láta færa mér þenna Wilson fjötraðann, og lifandi, og þér eruð ’einmitt maðurinn til að gjöra það, major. Sá sem verður til þess skal líka fá það vel borgað. “ ,,Ég er reiðubúinn, herra ofursti, “ svaraði Karl. ,,En ég kœri mig ekki um önnur verðlaun en þau, að hafa samvizkusam- lega gjört skyldu mína. “ ,,Sei, sei, maður! Engan barnaskap, þegar um virkileik er að rœða. Það er náttúrlega gott að hafa góða samvizku, en eng- um heilvita manni dettur í hug að neita staðbetri verðlaunum, ef þeirra erkostur, “ sagði ofurstinn.

x

Freyja

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.