Freyja - 01.05.1904, Side 17

Freyja - 01.05.1904, Side 17
VI. io FREYJA 213 MARÍA LITLA. Eimi sinni, ekki alls fyrir löngu voru hjón nokkur auðug mjög, sem áttu sér þrjár dætur, frá 7 til 11 ára gamlar, sú í miðið var 9 vetra. Tvær þeirra, sú yngsta og elsta voru hraustar, kátarogfjör- ugar og uppáhald móður þeirra. En María litla—sú í miðið, var ofboö kjarklítil og grátgjörn. Móðir hennar gat ómögulega liðið þenna veimiltítuskap, því svo kallaði hún það, en vildi að María væri léttúðug og kát, eins og systur hennar. Einu sinni sagði vinn- ukonan húsfreyjunni að hún María væri myrkfælin. ,, Myrkfælin, “ endurtók móðir hennar. ,,Eg skal venja hana af því. “ Og svo lokaði hún Maríu inni í al-myrku herbergi heila nótt, og hversu sem María grét og bað og barði í hurðina og öskraði af angist og skelfing var henni ekki anzað. Morguninn eftir lá hún í yfirliði á gólfinu— hún hafði fengið flog. Lœknirinn var sóttur og hann sagði móður hennar að hún yrði að vera ofboð góð við Maríu litlu, því hún vœri svo ístöðulítil, og það stafaði af taugaveiklun og hjartveiki. ,, Hjart- veiki hefir aldrei verið í minni ætt og ég ætla ekki að venja hana í börnin mín, “ sagði húsfreyjan, ,,eða hví getur hún ekki verið eins og hinar stúlkurnar mínar?" ,,María er eins og viðkvæmt og ilm- ríkt suðurlanda blóm plantað í annarlegri jörð og þess vegna vand- farnara með hana en systur hennar, sem betur samsvara loftslagi því og jarðvegi, sem þær eru til bornar. “ ,,Hvaða vitleysa, lækn- ir, “ svaraði húsfrej'ja. Faðirinn draup höfði sínu og fann til fyr- ir litlu stúlkuna sína, en hann lét konuna ráða uppeldi barnanna og því þagði hann. María fór á fætur seint um daginn og skjögraði föl og magn- þrota út í garðinn, þar sem móðir hennar var að knattleik við hin- ar dœtur sínar, og bað hana fyrirgefningar, á hverju, vissi hún sjálf ekki. Hún vissi að móðir hennar ætlaðist til þess, og þess vegna hlyti hún að vera óvenjulega brotleg í augum hennar. Móðir henn- ar fyrirgaf henni líka á riddaralegan hátt með því að taka í litlu, mögru hendina hennar, eins og vildi hún segja: ,,En berðu þig nú karlmannlegar næst. “ En þreytta hjartað hennar Maríu fann enga fró í þessari fyrirgefningu því í henni var engin fullnœging fyrir hina

x

Freyja

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.