Freyja - 01.05.1904, Síða 18

Freyja - 01.05.1904, Síða 18
214 FREYJA VI. io. sáru meölíöunarþrá hennar, þessu hnngri eftir innilegri vináttu. I þessu kom faöir Maríu og baö konu sína aö ljá sér 5 dali, því hann þyrfti þeirra með, en heföi þá ekki viö hendina sjálfur, svo hún sagöi Maríu að sækja fimm dala gullpening, sem vœri í kampúng sínum inn í svefnherbergi sínu. María fór, en kom bráð- lega aftur skjálfandi af ótta með kampunginn tómann. Móöir hennar varö strax fokvond, sagði hún heföi stolið peningnum, leitaöiívasa hennar og fann þar fimm dala gullpening. ,,Svo þú ert bœöi þjóf- ur og lygari! Faröu nú og dúsaðu ein inni í barnaherberginu þang- að til þú meðgengur og iðrast, “ sagði móðir hennar, og skipaði svo vinnukonunni að bera hana burtu. María reyndi aö afsaka sig meö því að þetta vœri peningurinn, sem faöir hennar hefði gef- ið henni í jólagjöf, en kom engu orði að fyrirgráti og ofstopa móð- ur sinnar, enda var hún þá borin burtu. Um kvöldið fór faðir hennar að vitja hennar og lá hún þáí megnrihitasótt. Hann strauk lokkana frá enni hennar og setti þá að henni ákafan grát. ,,Eg er saklaus, ó, ég er saklaus, “ sagði hún og þreif um hönd föðursíns. ,,Ég held þú sért of hörð viö barnið, hún er ósköp veik, ogsvo gat þetta verið satt um peninginn, “ sagöi hann seinna um kvöldið viö konu sína. Hún kvaö það vitleysu eina, María vœri eins bruðlunar- söm eins og hún vœri lýgin og hrekkjótt, það vœri réttast að flengja hana fyrir ósvífnina. Nei, svo langt sagöi faðirinn aö það skyldi þó aldrei ganga, því slíka hegningu gæti hann ekki liðið. En það end- aði þó svo, að móðir Maríu, hýddi hana um kvöldið með keyrinu sínu, reyndar voru það ekki nema sex högg, en það nœgði, bæði til að sýna að hún meinti það sem hún sagði og að hún kynni að upp- ala börnin sín. Faðirinn sagði ekkert er hann frétti það, en þegar hann um nóttina vitjaði Maríu, var hún horfin. Leit varstrax hafin og fannst hún nokkrum klukkutímum seinna í tjörn einni skammt frá bænum. María var dáin, og þó lokaði móðir hennar sig inni með hana og reyndi með öllu upphugsanlegu móti að lífga hana við, jafnvel löngu eftir að lœknarnir höfðusagt henni að það vœri árangurslaust. Nú hefði hún viljað gefa aleigu sína—jáog líf sitt til að heyra hana gráta. og til að meiga hugga hana og þrengja henni að hjartasínu. Hún gjörði það hvort sem var, en nú var það of seint. Litla,þreytta hjartað þurfti þess ekki lengur með. Gullpeningurinn fannst skömmu seinna. Sagt er að fylgja Maríu hafi liðið um húsið og bent á hann þar til hann fannst.

x

Freyja

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.