Freyja - 01.12.1906, Blaðsíða 6

Freyja - 01.12.1906, Blaðsíða 6
I&2 «J*ra fM:> • IX. 5. En því kom ég heim að ég örlög þar á, og eitt af þeirn, Hlaðgerður, var þig að sjá! Og Faxa-haus gróf ég í flaginu hér, en feigð veit ég enginn að sér þó á mér, þó við höfum þuift til þess þriðjung úr öld, að þekkjast og kveðjast og hittast í kvöfd. Hvert atvik mér rifjar upp reikult oggleymt, nú ræð ég að lokum það áður vardreymt. Það kemur sem heiðríkjan, hljóðlát en köld, er hríðina birtir með frosti um kvöld Svo landamöik skýrast —nú lít ég í hug á leiðinni gengnu, hvern einasta bug Nú skil ég hví hönd þín var hvít eins og ull en haldlaus,—Og þetta sem skein eins og gull í silki-þráð glitað, þitt glóbjarta hár, var gefið til sý»is en engum til fjár, þú hefðir ei léð það til liðþurfa manns, í lífshœttu stöddum, í bogastreng hans. Ég sé nú að augun þín svelldoða gljá sem sævar-ós lagður en djúpöldu-blá, og tennurnar-—hviifing úr hafperlum gjör um hláturinn tamda er svaf þér á vör, og heiðslétta ennið og íroðin kinn, var allt saman gjört fyrir spegilinn þinn. Ég sem ekki Ijóð mitt til lýtis um þig, en lestu það fjöldanum rétt tyrir mig. Og hann mun svo innsveitis annast um hitt: Úr óskiftu máli að hver fái sitt. — Sjálf Guðrún varð nunna og iðraðist alls, og ást sína á Kjartani grét eins cg fals.—

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.