Freyja - 01.12.1906, Blaðsíða 49

Freyja - 01.12.1906, Blaðsíða 49
IX. 5. FREYJA Til Hagyröinga. Hagyrðingar hörpu gætið, hvergi falli ryk á streng, slitni eitthvað, brotin bætið, bœtur sæma högum dreng. Haldið þreki þreytist eigi þó að stundum gangi smátt, aldrei sást á einum degi eik í skógi vaxa hátt. Ungir menn með kraft í köglum kveifarskapnum vinnið tjón, berið hníf að vanans vöglum, veitið aftur heila sjón. Revn/.lan sýnir þegar þjóðum, þungur svefn á vald sitt nær: nöldurs mögl í hálfum hljóðum hefir sjaldan valið þær. Þótt ei líti þörf á bótum þeir sem tigna gálga’ og bönd, nóg er til af rotnum rótum, rífið þær með eigin hönd. Sá er aldréi annars byrði eigin herðar lýja fann, hann er öllum einskis viröi alverunni smán er hann. Sá er aldrei sorga gætti seint og snemma fíflskur hlær. horn og klaufir ef hann ætti eðli hans það félli nær. Síðla heflr hæstum bárum heimska þeytt um frónska vör, þá skal drengir, öllum árum áfram knúinn braga knör 145

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.