Freyja - 01.12.1906, Blaðsíða 21

Freyja - 01.12.1906, Blaðsíða 21
ix. s. FREYJa ii 7 hann fýsti a'5 sjá þá falla sem frömdu móöur rán. En lukkusólin ljúfa nú leiö und heldimm fjöll, 1 var rainmar nornir rjúfa í reiöi virkin öli, og báru frelsisblómin á bál með gleöisöng, j á þrumdi dauöadóminn hin danska Li'kaböng. m. I vesfurátt til viðar rann vetrarsólin hljótt r eö björtu brosi friðar, sem byöi góða nótt. 1-á lá und loga feldi 1 ert landsins blásiö svell og brann í aftaneldi ið alana Sauðafell. A þessum dapra degi \ardarra él þar háð, o sína mestu megi þar missti föðurláð, vor forna trú og frelsi þá fór í sömu gröf, eu háðung, þrælahelsi þaö 1 laut sem konungsgjöf. Ef œttum vér þann Ara á öld sem lifum nú, 1ann kynni kannske fara með kóngsins myrkrahjú, en fugl með slíkum fjöðrum ei finnst hver tímamót, en nœgð af eiturnöðrum er naga lífs vors rót. Því lævís Ulfur elt’ ’ann og öll hans rakti för svo fengiveitt og fellt ’ann að fylkis náðarskör, hann vissi’ að valdiöhóf ’ann og veitti frið og ró, er klœkja vefinn vóf ’ann og veiðigildrur bjó. Og vísis veiðihundar í vargsmóð œddu fram og innan stuttrar stundar þeir stigu’ á ljónsins hramm og sá að fold var felldur er flestum meiri var ‘ og undir öxi seldur, því afbrot nóg hann bar. Hve dapur var sá dagur er dýrð hans þannig sleit og frelsisgeislinn fagur hann fólst í djúpsins reit svo aldrei aftur skín ’ann uin Islands bláu fjöll, ef eitt sinn de}'r og dvín ’ann þá deyja blómin öll. Það fór svo, fyr og síðar hvar frelsið hneig í gröf með vonir bjartar, blíðar —þá beztu jarðlífs gjöf, að kúgun komst til valda og kramdi stórt og smátt svo þar umaldir alda bjó eilíf kvalanátt.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.