Freyja - 01.03.1909, Blaðsíða 21

Freyja - 01.03.1909, Blaðsíða 21
XI. 8. FREYJA x97 bóndinn verið samtaka konunni um að hafa þaS svo. En það var öðru nær. Hann bar slengi, hausa, húSir, íætur ogóverk- aðann fisk inn í eldhúsiS, þaSan barst lyktin og allskonar ó- þverri inn um allt húsiS. ÞaS kom enda fyrir að hmin bar sumt af þessu góSgæli iun í borSstof una og ægði þá öllu sam' an hráum og soðnum mat og heimiliS hafSi fengið á sig orð fyrir óþrifnað. En konan, vesalings litla konan. sem nú var farin að eldast og þreytast, en einusinni hafSi verið tilhalds- stúlka, hafði barist við aS halda þessu heimdi hreinu í mörg ár. Hún var búin aS koma upp hóp af börnum, stúlkurnar flýSu hver á fætur annari hið sóðalega heimili, en drengirnir sömdu sigað siSum föSur síns. MeSan konan var ung, fann hún að og hreinsaði, en bóndinn kvaS óhætt að venja hana af fínheitunum, og í stað þess að hjálpa henni til aS gjöru heimilið huggulegt og hreinlegt, áleit hann skyldu sína að venja þessa hreinlátu konu sína af hcgómaskapnum. Annars var hann allra heiSvirSasti maður. En þetta var bjargföst skoðun hans sem framan af búskap þeirra orsakaSi marga óánoegjustund, nöldur og nudd, því svo var umkvörtun hennar jafnan köhuS og tilraunir hennar til að halda hreinloeti á heimilinu óparfa dekur ogverkleysa. Meðan hún var ung og hraust, hreinsaSi hún þegar á milli varð, en vandist af því eftír því sem aldur og þreyta fengu yfirhönd yfir henni, enda fann bóndi hennar jafnan ráð til að breyta útlitinu áheimilinu furSu fijótt. Heimilið var orSin sönn fyrirmynd í óþrifnaði. Dreng- irnir byggðu upp sitt heimilið hver og sumir þeirra urðu sönn eftirmynd föðursins, móSurunni var kenntum. —Almennings- álitiS. Ég þekkti annað heimili upp til sveita á íslandi (hittvar í bæ og í Ameríku). Hjónin áttu þrjá sonu, tvær dætur, einn uppeldisson, auk þessa höfðu þau mörg vinnuhjú. Þau höfðu < stórt bú og heimili þairra var viðbrugSið fyir þrifnað og reglu- semi utan húss og innan. Bœri gesti aS garði þeirra, sem oft var, sást enginn öðruvísi enn hreinn ogvel klœddur, væru þeir heima á annaS borS, kom það til af þeirri eiustöku reglu, að skifta œfinlega um föt er menn kotnu frá fjósi eða fjárgæ/.lu á vertum og var þaS gjört í framhýsi einu svo engin óhreinindi

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.