Freyja - 01.12.1909, Blaðsíða 6
102
FREYJA
XII 5.
„Búa ekki Islendingar í þessu húsi?“ sagði ég á ensku.
,,Hví spyrðu að því?“ svaraði hún, nam staðar og hnykiaði
augabrýrnar ofurlítið,
„Þ ú ert ef til vill íslenzk,“ sagði ög á íslenzku, en þó með
hálfum huga.
Það var eins og henni yrði hálf bilt við. Hnyklarnir hurfu
samt úr augabrúnunum ogundrunarsvipur færðist yfir alt andlitið.
„ Jú, ég er íslenzk,“ sagði hún, en ég átti ekki von á því að ég
yrði ávörpuð á íslenzku hér úti á götunni."
Eg sagði henni nú í fám orðum hvernig á því stæði að ög væri
þar í bænum, og hvernig það hefði atvikast að ög hefði orðið þess
var að Islendingar ættu heima í þessu húsi. Hún sagði að sér þætti
vænt um að sjá íslending, en kvaðst ekkert get-a við mig talað að
svo stöddu, því hún væri að fara til vinnu sinnar, en hún bað mig
að heimsækja sig eftir hádegi næsta dag, afþví þá væri sunnu-
dagur og hún yrði heima, Eg þakkaði boðið og höt að koma. Svo
kvaddi hún mig, hélt austur í bæinn og næstum hl jóp við fót.
Um leið og ég gekk fram hjá húsinu, sá ög börnin komu út í
garðinn og gamla konan með þeim.var hún að tala við þau á
ensku.
Eg fór heim á prestsetrið skömmu fyrir hádegið, og var þar
það sem eftir var dagsins, Og svo leið dagur, að ekki kom Dan-
íel heim, Fór ég þá að hugsa, að ég myndi ekki sjá hann áður en
ég færi vestur, Enda varð sú raunin á, En peningana sem hann
átti að afhenda mör, fengum við með góðurn skilum seinna um
sumarið, þegar við vorum komin til Winnipeg. Þó vonir mínar
brygðust, að því er heimkomu Daníels snerti, var ég nú rólegur á
prestsetrinu fram til mánudags, af þvi ég átti von á að fá að tala
við íslenzku konuna daginn eftir.
Eg fór til kyrkju fyrir hádegið á hvítasunnudag, en þegar kl.
var tvö.lagði ég af stað til litla hússins við lækinn, 0g var léttstíg-
ur. Húsið var opið, þegar ég kom þar og stóð hin unga íslenzka
kona í dyrunum og bauð mér inn. í húsinu voru aðeins tvö lítil
herbergi, var annað svefnherbergi og eitt rúm í því, en hitt var
bæði eldhús og borðstofa, Alt varþarfremur fátæklegt, en hreint
og þokkalegt. Enga sá ég þar aðraen konuna og börnin tvö. Gamla
konan var þar ekki þann dag, Ég leit í kring til að vita, hvort ég
sæi nokkuð. er, benti á það, að karlmaður ætti þar heima, en sá
ekkert er bæri þess minsta vott.
Forvitnin brann 0g logaði í mér. Mig langaði einhvervegin
n