Freyja - 01.12.1909, Qupperneq 8
102
FREYJA
XII 5.
,.Já, og faðir þeirra líka,“ Hún sagði þetta í hálfum hljóð-
um, eins og hún vildi ekki að hörnin heyrðu það, og ég sá & svip
hennar að hún vildi sem fæst um þetta tala.
En forvitnin logaði og brann í mér,
.,Þú hefir verið eitthvað skyld öðruhvoru þeirra?1* sagði ég.
„Nei, ég var vinnukona hjá þeim á íslandi,“ sagði hún.
,,D<5u þau bæði 4 fslandi?“
,,Þau dóu bæðí í Halifax — hann stuttu eftir að hann kom
Þangað, en hún fyrir tveimur árum.“
„Komstu með þeim að heiman?“ sagði ég, því ég var ekki á-
nægður enn.
„Já, við ætluðum öll vestur til Manitóba, en komumst ekki
lengra vegna peningaleysis.1'
„Hvað eru mörg ár síðan þú komst, frá íslandi?“
„Það eru fimm ár í haust."
„Langar þig ekki til að fara vestur til Winnipeg?“
„Til hvers er að láta sig langa fil þess, sem maður getur ekks
veitt sér,“ sagði hún og það færðist ángurværðar blær yfir andlit
hennar. „Eg var samt einusinni búin að innvinna mér nóga pen-
inga til að komast vestur, enda ætlaði ég að fara, en þá dó h ú n.“
„Móðir barnanna?“
„Já.“
„Þú hefir hjálpað henni, meðan hún lá, og séð um útforina?“
„Eg eyddi bara peningunum það haust,“
„Og svo hefirðu tekið að þér börnin hennar?“
„Hún bað mig að sjá um að þau yrðu ekki látin á fátækra-
stofnunina, — og mér þótti vænt um börnin.“
„0g svo hefirðu alveg hætt við að fara vestur?“
„Eg hafði ekki lengur peninga til þess.“
„Áttirðu engin skyldmenni í Norðvesturlandinn, sem hefðu
getað hjálpað þér um fargja!d/“
„Eg átti frænda þar,“ sagði hún, og mér sýndist ofurlítiil roði
færast í kinnar hennar um leið.
„Hvað hét hann?11 — „Það gjörirekkert til, hvað hann hét.t‘
„Yar það ungur maðurf^ — „Á mínum aldri,“
„Gat hann ekki bjálpað þér?“
„Ég skrifaði honum, gat um peninga vandræði mín 0g sagði
honum frá munaðarleysingjunum, sem ég hefði tekið að mér.“
„Hverju svaraði hann2“
„Sagðist glaður vilja hjálpa mér til Winnipeg, en ráðlagði