Freyja - 01.12.1909, Síða 9
XIT 5.
EREYJA
105
ráðlagði mér að koma börnunum á barnaheimilið í ílalifax, Ég
shrifaði honum á ný, og gat þess að ég l&ti ékki börnin frá mór.“
,,Hvað gjörði hann þá?“
„Eg fékk ekkert svar,“
,,Og hefir hann aldrei skrifað síðan?“
„Nei.“
Við þögðum bæði nokkra stund. Og mig langaði til að spyrja
liana hvort hún og frændi hennar hefðuekki verið trúlofuð. En ég
kom mér ekki að því. Ég vildi ekki fara lengra út í þetta mál,
því ég fann að henni féll þungt að tala um það.
Eftir það töluðum við um hitt og annað, einkum uin börnin.
Hún sagðist ætla að kenna þeim að lesa íslenzku.áður en hún sendi
þau á barnaskólann, og kvað það vera sitt aðal mark og mið að
hjálpa þeim til að ná góðri mentun
— Hún vann á þvottahúsi fimm daga vikunnar, en kaupið var-
lágt, og hún gat lítið lagt til hliðar, en þó var hún búin að fesla
kaup í húsinu. sem hún bjó í, og hún hafði von um að’geta borgað
það að fullu á tveim árum, ef húnhefði stöðuga atvinnn og
heilsan bilaði ekki. Hún hafði fengið aldraða skozka konu til að
verahjá börnunum á daginn, þá daga sem hún vann í þvottahúsinu
og borgaði henni dollar á viku fyrir það.
Ég spurði Bergljótu, hvort ég mæfti ekki geta um hana við
prestinn og konu tians, því skeð gæti að þau réttu henni hjálpar-
hönd, ef þau fengju að vita um hagi hennar. En hún aftók það
með öllu, og kvaðst ekki æt'ia að þig-gja hjálp annara til að ala
upp börnin, meðan hún hefði heilstt til að vinna. Og ekki vildí
hún heldúr að ég Ieitaði uppi frænda hennar, þegar ég kæmi vest
ur. nún sagðist 'ekki þurfa að skila neinu til hans, né nokkurs
þar vestra, því engan þar varðaði neitt um hafia.
Þegar ég var að fara, gekk hún og börnin með mér út í garð
inn Ég benti henni á hin tíguglegu álmtrö og gat þess, að mér
þættu þau sériega falleg.
„Þau detta þegar minst varir, í einhverju stormviðrirm og
gjöra skaða,” sagði hún,
t[Þan falla ekki áhúsið heidur í lækínn,” sagði ég,
tlEn þau lyfta samt upp húsinu, því stærstu ræturnar liggja
undir það,”
Ég kvaddi hana og börnin, og lagði af stað yfir að prestsetr-
inu. — Og ög sá hana aldrei eftir það.