Freyja - 01.12.1909, Qupperneq 13
XII 5-
FREYJA
109
ég altaf verö þér nœrri.
Ég bý hjá þér, hjá þér, hjá þér!
Hjá þér mín ást, mín ást, hjá þér!
Og gegnum rökkur regintóms
í ráösal eilífðar,
þig frjálsa ég lít sem fyrsta sinn,
í fegurð æskunnar,
Og hljómlist þína heyri ég á
sem hæst gaf flugið mér.—
I söng á vœngjum svana,
ég svíf með þér í bana,
og bý hjá þér, hjá þér, hjá þér!
Hjá þér mín ást, mín ást hjá þér!
Þorsteinn Þ. Þorsteinsson.
Hvernig ég vil vern elskuö.
Eftir M. Wcodhull.
Ef ást ég mœtti kjósa’, ég kýsi þá,
sem kemur mild og blíð og varanlega.
Ég óttast þá, sem bruna í blóðið slær,
því bruninn sá þau feigðarmerki á,
sem ofsafengin eyðilegging nær,
í ösku kaldri vegs-ummerkin ber
—in hœstu gæði horfin skyndiiega.
En gef mér ró, — in dýru daggartár
frá djúpi hjartans, — lífsins helgu þrár
í vinskap þeim, sem aldrei, aldrei deyr,
en einatt þróast —- göfgast meir og meir.
Þá get ég unnað, — notið sjálfur sjálfs,
og sál mín|lifað meira en rétt til hálfs.