Freyja - 01.12.1909, Qupperneq 31

Freyja - 01.12.1909, Qupperneq 31
XII 5- FREYJA 127 ,,Kœri Villi! Eg sendi þér lilta drenginn minn fyrirleik- bróður, Þú mátt engum segja frá því nema pabba þínum og mömmu þinni, aö hann sé minn sonur. En vertu honum góö- ur mín vegna og finnist þér ég veröskulda ást góöra barna, þá segðu honum það. Eg kem ekki framar á 23. götu en vinn héðan af í höll Góðviljans um öll jól, því úr gluggum hennar sjást heimkynni allra góðra barna. ,, Gleðilegra jóla, óskar þér og þínum, þinn einl. Kláus. “ Þegar mamma Villa las bréfið, hrundu nokkur tir niður kinnar hennar og ofan á hendur Villa. ,,Af hverju ertu aðgráta, mamrna?"' spurði hann forviða. ,, Af gleði, sonur minn. I gœr hélt égþigtýndann en nú—, “ ,, En nú hefirðu tvo drengi í staðin fyrir einn, “ sagði Villi og leiddi litla gestinn fyrir inömmu sína. Og gesturinn brosti svo blítt, aö hann sór sig í ættina—Kláus œttina. Villi hefir ekki séð Kláus síðan. En nýr maðurvinnur á Harrisons bankanum. sem John heitir oger svo líkur Kláusi í málrómnum að Villi þarf æfiniega að stanza og tala við hann þegar hann kemur þar enda eru þeir mestu vinir. Einusinni spurði Villi. ,,Hefirðu aldrei komið á 23. strœti, |ohn?“ , .Tuttugasta og þriðja stræti? “ endurtók John, eins og hann væri því ókunnugur. ,,,Ég hefi heyrt það vœri fallegur staður, en aldrei haft tíma til að ferðast þangað né annað. “ ,,Ferðast! 23. st. er hérna í bœnum næst 22. Ave!“ ,,Erþað svo? Þá kem ég þangað einhverntíma þegar ég hefi tíma. “ sagði John auösjáanlega alveg hissa, og þetta vilt i svo fyrir Villa, aðhonum datt það ekki framar í hng, að John og Kláus væru eitt og hið sama. En hann hafði samt fengið á- kveðna vissu fyrir tilveru Kláusar og son hans tilað leika við. I þetta sinn var kærleiksverk Ivláusar endurgoldið með stærra kœrleiksverki á honum sjálfum, gegnum barnslega trúgirni. Saga þessi er lauslega þýdd fvrir yður, börnin mín góð — Ofurlítil jólagjöf, þó hún komi seint Blessunarríks árs óskar yður öllutn \ Vfar einlæg Amma.

x

Freyja

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.