Freyja - 01.12.1909, Qupperneq 34
no
FREYJA
XII 5
a'S snerta nokkuö viö þeim peningum sem áttn aðfara tilheið-
ingjatrúboös. En guö veit hvaö ég hefi liöiö fyrir þetta, og þ6
held ég, aö undir sömu kringumstœöum geröi ég þaö aftur.
María var eina barnið mitt—eina sálin í þessum heimi, sem
elskaði mig, og ég mátti til aö sjá hana áður en hún dó. I 20
ár hefi ég staöið í þessum söfnuöi og nú býst ég við aö verða
rekin. “
,,Þarna stóö hún s.vo skjálfandi af geðshrœringu eins og
Strá fyrir straumi, og rétti fram 15 dala ávísun, eins og hún
byggist við aö einhver kæmi og hrifsaði hana af sér, Gamli 3il-
as Petty var oröinn heldur þungbrýnn og minti mig á Farise-
ana sem œtluðu aö grýta konuna forðun), svo áöur en ég vissi
var ég farin að óska eftir Jesú, til að taka svari ’Lizabetar,
En meðan allir sátu orölausir eins og bjánar, stóö Sally Ann
upp, gekk inn eftir kyrkjugólfinu. staðnœmdist við hlið ’Liza-
betarog yftiöxlum eins og til að bjóða öllum heimi byrginn.
Þá fanst mér við ekki þurfa á Jesú að halda, Sally dygði eins
vel. Ég fann strax hvað þessi hugsun var syndsamleg. En
hvað rœður maður við hugsanir sínará slíkum augnablikum?
,,Sally leit rólega í kringumsig og sagði í ákveðnumróm:
,Verði nokkur rekinn úr söfnuðinum vegna þessara fáu dala,
verður það Jakob en ekki’Lizabeth. Því maður, sem neitar
konunni sinni um fargjald til að komast að dánarbeð einasta
barnsins síns, er of smásálarlegur ræfill til að eig2 heima í
kristnum söfnuði. Mér þætti líka gaman að vita hvers vegna
kona, sem á $goo dali þegar hún giftist manni, sem ekkert á,
þarf að krjúpa honum og grátbæna um svona litla upphœð af
sínu eigin fé, bara af því hún giftist honum! Hvareru pening-
arnir hennar, Jakob?—I lóðinni sem þú keyptir og hesthús-
inu sem þú bygðir vitaskuld! Þú ert svei mér, þokkalegur
kyrkjustólpi! Safnaðarnefndum hefir ekki farið stórum fram
síðan á dögum Súsönnu. Séu þeir ekki sekir um eitt þá er það
annað, —altlágt og smásálarlegt. “
, ,Hvað hún hefði sagt meira er ekki gott að segja, því nú
reisPetty djákni upp, veifaði löngu handleggjunum, eins og
hann ætlaði að fara að biðjast fyrirog sagði: ,, Vilji þessi kona
segja söfnuðinum eitthvað merkilegt um andlega lífsreynzlu