Freyja - 01.05.1910, Side 7

Freyja - 01.05.1910, Side 7
XIT 9. FREYJA 247 röddin venjufremur þýö, en datt uni leið í hug, aö hann fyndi ekki auðveldlega konu sem gengi í spor Nancy hans sáluöu. ,,Hvernig líst þér á þetta, Emilía?“ sagöi nú Caleb og teygði sig eins og hann gat yfir girðinguna. Ég varð hugsi og studdist fram á rekuna. Nú flaug í gegnum huga minn ekki einungis vinnuharka hans við Nancy heldurog grútarskapur hans líka,húnréði engu og hafði aldrei neitl til neins. Sannarlega hefir aumingja Nancy dáið, södd lífdaga sinna í hjónabandinu, þó það væri skamt, þar til guði þóknaðist að lina þjáningar hennar og kalla hana heim til sín. En svo vissi ég að Caleb var mesti dugnaðarmaður og bú- höldur og efnaður vel og gat lifað betur en hann gjörði. Þú vissir, Hanna, að Daníel minn sálaði var aldrei neinn vinnu- garpur eða framtaksmaður, þó hann væri greindur og bók- hnéygður. Það gramdi mig oft hvað alt gekk á afturfótunuin. Ég hugsaði mig um og komst að þeirri niðurstöðu, að enginn maður hefði alla kosti; eitthvað væri að öllum og lélegur mað- væri þó kannske betri enenginn. Ég le.it því upp og framan í Calebog sagði: ,,Við höfum verið nágrannar í herrans mörg ár og þekkjum hvors annars kosti oe ókosti. Og sé þér ant um að við sláum snman, eins og þú sagðir áðan, er ég ekki á móti því. Ég býst við að við gœtum gjört ver,“ Svo er e.kki að orðlengja það. Okkur kom saman um að beztværi áð giftast sem fyrst. Caleb sagði að við yrðum að fylgja nútíðar venjum og ferðast strax eftir giftinguna. Við gætum skroppið til M. þar þyrfti hann að líta eftir sölu á lóð sem hann ætti og gœti giört það um leið. A leiðinni þangað byggi Sigríður Stromp.sem lengst hefði tollað í ráðsmenskunni hjá honum, hjá henni fer.gju þau ókeypis miðdagsverð. Re- bekka systir hans vœri skarnt þaðan og gœti hannséð hana um leið. Ég hafði ekkert á móti þessu því Jón bróðir minn bjó skamt þaðan og ásetti ég mér að taka b:rnin í heimleiðinni, eins og ég líka gjörði, En ekki geðjaðist Caleb að því, áleit sjálfsagt að þau sæu rr.óður s na við og við, en ekki nauðsyn- legtað taka þau alveg. Ég lofrði honum að rausien héltmínu striki. Við vorum gefin saman í heilagt hjónaband, fórum hina fyrirhuguðu ferð og komum he m að ál'ðnum degi.

x

Freyja

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.