Freyja - 01.05.1910, Blaðsíða 21
XIT 9. FREYJA 261
, ,Gjört það glœp aö nota sveat box-í8 svo nefnda til að fá
grunað fólk til að játa sakir á sig eða aðra. — (Sveat box,—
nokkurskonar píningar aðferö og víða notuð enn. Til frekari
skýringar má fara < nálega hvaða enska fjölfrœöis- eða orða-
bók sem. er.)
,,Að í sveitaskólasjórn sé aö minsta kosti helmingur kon-
ur.
,,Lögum um heilnæma fœðu.
,,Lögum um verndun á skógi
,,Þærhafa gengið svo langt, að nú má enginn greiða hér
atkvæði nema hann geti sjálfur lesið nafn umsœkjanda.
Með beztu óskum,
John F. Shafroth—Rikisstjóri.
UPPFYNDINGASAMASTA þjÓÐ í HEIMI.
Sjálfs sveltan, eða hið alkunna „ilunger stríke,“ sem
kvenréttindakonurnar notuðuð svo óspart og var álasað svo
tnjög fyrir er rússneskt að uppruna og mjög gamalt orðið, en
þó oft endurtekið af ýmsum. Sérstaklega hafa pólitííkir Sí-
beríu fangar oft gripið til þess í þeirri vona að lina grimdar-
æöi böðla sinna. Hvað margir hafi dáið af því, vita menn
ekki, en aldrei datt Rússnesku stjórninni í hugaö nota,,maga-
dœluna. “ og er henni þó ekki brugðiö um hjrtagæsku. Hin
uppfyndingasama veglynda Breta stjórn varð fyrst allraþjóða
til að finna upp á þessu þarfa verkfœri og nota það, og það þó
aö á fjórða hundrað enskir læknar mótmæltu þeirri aðferð f
einu og kváðu hana hœttulegri fyrir líf hlutaðeiganda en sjálf
sveltan, þar sem það orsakaði vanalega magakrampa og upp-
sölu og væri í mörgum tilfellum bráðdrepandi.
Þessi lækna úrskurður birtist í ýmsum blöðum í vetur og
ber saman við reynzlu og sögu Lady Lytton prentaða á öðr-
um stað í blaði þessu.
Fangelsunum lýsir Lady Lytton þannig, að á illrœmda
Rússlandi muni tœplega verri vera. Klefarnir séu litlir, loft-
lausir og óþverralegir. Fœði ilt og lítið og vinnan hörð.
Þegarsynir þessarar kynslóðar Iita til baka og sjá eldraun-
irnar sem mæður þeirra gengu í gegnum til að frelsa mannkyn-
ið, munu þeir dæma réttláta dóma, því þeir munu skiljal