Helgarpósturinn - 06.04.1979, Blaðsíða 1

Helgarpósturinn - 06.04.1979, Blaðsíða 1
Föstudagur 6. apríl 1979 Sími 81866 Hassparti: „Klfkurnar sjá vanalega um innkaupin á fikniefnunum erlendis og smygla þeim inn tii landsins eftir ýmsum leiöum... „segir einn heimildarmanna Helgarpóstsins. Helgarpósturinn kannar íslenska fíkniefnaheiminn: Þúsundir á skrá fíkniefnalögreglu Forsvarsmenn íslensku fíkniefnalögreglunnar hafa staöfest að þúsundir manna séu á skrá hennar í tengslum viö rannsóknir fikniefnamála. Lögreglan kveðst hins vegar ekki gera sér grein fyrir þvi hversu góða yfirsýn hún hefur yfir fíkniefna- markaðinn. Samkvæmt heimildum Helgarpóstsins er markaðurinn þó ailstór, en fyrst og fremst á sviði hinna vægari efna/ svo sem kannabis/ auk þess sem ofnotkun lyfja ýmis konar er mjög útbreidd. Þótt hinna sterkari fíkni- efna gæti ekki verulega hérlendis enn sem komið er óttast læknar að ekki muni líða á löngu uns þau haldi innreið sína í svipuð- um mæli og í nágranna- löndum okkar, og hvetja til þess að menn haldi vöku sinni. Til dæmis staðfesta læknar að í hverri viku sé fólk tekið til meðferðar á Kleppspítala vegna of- neyslu fíkniefna. Þetta kemur m.a. fram í athugun blaðamanna Helgarpóstsins á islenska fíkniefnaheiminum. SJÁ BLS 2-3 Nýtt blað Nýr formaður Helgarpósturinn og Stein- grimur Hermannsson eiga þao sameiginlegt að standa á tima- mótum. Helgarpósturinn er orð- inn áþreifanlegur og Steingrimur varö uin siðustu helgi formaður Framsóknarflokksins. Stein- grimur, e6a Denni, eins og hann er kaliaður af vinum sinum og ættingjum, varö hinsvegar áþreifanlegur fyrir 51 ári hérna i Reykjavik. t tilefni timmótanna þótti Helgarpóstinum tilvaliö að hitta Steingrlm og færa honum smá glaðning. Steingrfmur er fþrótta- maður góður og það fyrsta sem honum datt i hug þegar hann sá bolinn var: „Þetta er ágætt i bad- minton". Annars óskaði Steingrimur Helgarpóstinum velgengni um leið og hann þakkaði fyrir, og lét þess getið að fjölskyldan hefði sjálfsagt gaman af gjöfinni. Helgarpósturinn óskar Stein- grimi velfarnaðar I nýja starfinu og biður hann i leiðinni vinsam- lega að athuga að þvo ekki bolinn úr mjög heitu , þvi myndin af nafna hans dæmalausa gæti farið af. -GA i Innlendri yfirsýn á bls. 23 er fjallað um formannsskiptin i Framsóknarflokknum. SBVRŒAN wgna óvænöaúígjalda LANDSBANKTNN Banki albri landsmatma

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.