Helgarpósturinn - 06.04.1979, Blaðsíða 10
10
Föstudagur 6. apríl 1979 —he/garpósturinn._
Brottför
kl.8
/
—N
f; > *
Uppúr páskum er þriöja hljómplata Mannakorns
væntanleg á markaðinn. Ber hún heitið Brottför kl. 8.
Hinar tvær, Mannakorn og I gegnum tíðina hafa gert
mikla lukku og mun láta nærri að samanlagður fjöldi
seldra eintaka þeirra sé i kringum 13 þúsund.
Mannakornin sem taka þátt í brottförinni kl. 8 eru
Magnús Eiríksson sem, auk þess að búa til öll lögin og
Ijóðin leikur á als kyns gítara og syngur, Baldur Már Arn-
grímsson (Bói) sem syngur, spilar á gítar og siðast en
ekki síst, sá um að hljóðupptakan færi fram eftir öllum
kúnstarinnar reglum — Björn Björnsson trommuleikari
— Pálmi Gunnarsson söngvari og leikur hann á bassann í
titillagi plötunnar, en Jón Kristinn Cortes i öllum hinum
— Eyþór Gunnarsson og Karl Sighvatsson sjá um hljóm-
borðsleikinn— Ellen Kristjánsdóttir söngkona og Hall-
dór Pálsson blæs í saxófón og flautur. Upptökumaður
var Jónas R. Jónsson. Fálkinn h.f. gefur út.
band án mikils tilkostnaðar. Það
gæti alveg verið sæmilegt stúdió
og maður gæti hugsað sér að það
jrði rekið i tengslum við tón-
listarskóla. En það er eins með
þessa tónlistarskóla og annað —
þeir eiga vist bara að búa til fólk
sem þjóna á þessum litlu 6 pró-
sentum sem allt opinbert tón-
listarlif snýst i rauninni um.
Þessum 6 prósentum sem sinfóni-
an spilar fyrir og útvarpið sendir
meginhluta dagskrár sinnar út
til. Hér er gerður mikill greinar-
munur á — sem mér þykir al-
sendis óréttlætanlegur. Ég get
ekki séö að sá sem heldur á raf-
magnsbassa sé neitt minni tón-
listarmaður en sá sem heldur á
fiðlu.
Frá eigin brjósti
— En svo við vikjum að öðru.
Nú semur þú sjálfur textana við
lögin þín, — hvernig finnst þér is-
lensk textagerð almennt standa i
dag?
Já, ég leiddist nú úti textagerð
af ilirinauðsyná sinum tima. Það
er þegar fyrsta Mannakomsplat-
an var I smiðum. Þá komst ég i
samband við tvo textasmiði hér i
bæ, en fannst þeir einhvernvegin
ekkihafa sans fyrir hljómfallinu i
lögunum og þar af leiðandi ekki
hægt að syngja texta þeirra nema
Róleg partiplata
— En er eitthvað annað á döf-
inni i hljómplötumálum?
Miglangar mikið til að fara að
gera eitthvað sem er öðruvisi en
það sem ég hef gert hingað til.
T.d. rólega partiplötu, — dunda
við gömul lög eftir aðra sem litið
hafa heyrst og taka svo upp
„live” suðuri Hljóðrita með
góðum kunningjum, — þetta yröi
svona i Willie Neíson-stfl. Mér
finnst vanta slika islenska plötu.
Mig langar lika tii að semja
tónlist fyrir unga fólkið i bransan-
um, ýta dálitið undir það. Sem
veitir ekki af, þvi það virðist allt
leggjast á eitt til að drepa i’ þess-
arri grein t.d. þetta nýja vöru-
gjald sem stjórnin tekur af öllu
þvi sem hljómlist viövikur.
í beinu framhaldi af þessarri
stefnu yfirvalda er ljóst að það
veröur ekki lengur hægt að gera
svona plötu eins og Brottför kl. 8.
Það verður hreinlega of dýrt. Og
það er ekki gott að sjá hvaða af-
ar létt og endar þungt. Efnið er
um lifiö og dauðann. Astina,
hestamennsku og skólann. Við
hittum fyrir islenska útgáfu af
Karorá ferjumanni, —rakan kali i
gúmmiskóm og ekki má gleyma
fúlltrúum þjóðtrúarinnar, álfun-
um I heiðinni. Einnig eru hug-
leiðingar um hvernig best sé að
sigla I gegnum þetta þjóðfélag
san við búum viö án þess að
verða fyrir andlegu stórslysi og
sagt frá einmana konu. Þetta
endar svo allt á Guðsblús einum
miklum. Titillag plötunnar er
_ „instrumental” þ.e. án söngs og
þar er Pálmi i bassasólóhlutverki
og þú mátt til með að skrifa það
hjá þér að mér finnst hann skila
þvi alveg frammúrskarandi vel.
— rætt við Magnús Eiríksson um nýjustu plötu Mannakorns og sitthvað fleira
Sami kjarninn
— Eru mannakornin ekki nokk-
uð önnur nú en áður?
Nei, nei, þetta er alltaf sami
kjarninn en þó smábreyting.
Hlutur Pálma er t.d. heldur minni
en áður ihljóðfæraleiknum ognýr
bassamaður kominn i spilið, Jón
Kristirin Cortes og Ellen
Kristjánsdóttir söngkona kemur
fram sem gestur.
— Var þessi nýja plata lengi i
smiðum ?
Nei, það er ekki hægt að segja
það. Við vorum langt komnir
fyrir jólin og það hefði sosum
verið hægt aö koma henni út þá.
Það hefði hins vegar orðiö á
kostnað vandvirkninnar og þar
sem okkur þótti jólaflóðið
meir en nóg, þá var ákveðið að
platan kæmi út með vorinu. 1
þetta sinn tókum við einnig upp
fleiri lög en komast fyrir á einni
plötu og völdum siðan þau bestu
úr en það höfum við aldrei áöur
verið i aðstöðu til að gera. Ætli við
höfum ekkieytt u.þ.b. 300 timum I
stúdióinu.
Um lifið og dauðann
— Mynda lögin einhverja
heild eða stendur hvert og eitt
sér?
Já, prógrammið hangir nú
saman ef vel er að gáð. Það byrj-
Land undir fót
— Eru Mannakorn farin að
huga að næstu plötu?
Nei,þetta verður siðasta platan
a.mk. ibili. Viðhöfumnú gefið út
plötur nokkuð reglulega og það
liða nokkur ár þangað til við
ráðumst aftur i plötugerð.
Mannakorn munu þó leggja land
undir fót i byr jun sumars og spila
svolitiö fyrir kunningjana.
— Verður þú eitthvað meira
með Brunaliðinu?
Ég gerði nú bara nokkur lög
fyrir fyrstu plötu Brunaliðsins og
hef lítið s pilað með þvi i rauninni.
Og er alveg steinhættur þvl núna.
„Við hittum fyrir islenska útgáfu af Karoni ferjumanni, — rakan kall 1
gúmmiskóm”
leiðángar þetta kemur til með að
hafa en mig grunar aö tónlistar-
tilraunum muni fækka og ein-
göngu verði gefnar út söluplötur
og allt fari að snúast um þær —
menn hætti aöbúa tilannaö en lög
sem þeir halda að seljist og þar
fram eftir götunum.
6 prósentin
— Hefuröu einhverjar hug-
myndir um hvernig mætti snúa
þessarri þróun viö?
Þaö er náttúrulega fyrst og
fremst að fá stjórnvöld til að
hætta að h'ta á tónlist sem lúxus.
Nú, svo er ýmislegt hægt að gera
— t.d. þyrfti að setja upp ódýrt
prufustúdió hér i höfuðborginni
þarsem fólk gæti komiö tónlistar-
hugmyndum sinum inná segul-
meðhrykkjum og skrykkjum. Þá
reyndi ég að gera textana sjálfur.
Og hef gert það siðan.
Hvaö textagerð annarra
varðar, þá verð ég að viðurkenna
að ég hef litið fylgst með henni
uppá síðkastið. En það litla sem
ég hef séð bendir til þess að is-
lensk textagerð sé nú loks á á
réttri leið, — æ fleiri gera tilraun
til aö segja eitthvað frá eigin
brjósti.
— Eitthvaö að lokum Magnús?
Að lokum! Það má náttúrlega
segja aðlokum, að við erum mjög
ánægðir með að hafa komist upp
meðað gera plötur sem innihalda
svotil eingöngu frumsamið efiii
og að fólki hafi likað þær vel. Og
vonum bara að nýja platan falJ.i
einnig i kramið.