Helgarpósturinn - 06.04.1979, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 06.04.1979, Blaðsíða 14
Grétar og hátalarnir stóru I Laugarásbiói. „Hristist ailt og Laugarásbíó setur upp „sensurround”-tæki ,,Við höfum veriö I þvl undan- farna dag aö styrkja hliöar bfós- ins, enda hristist hér allt og skelf- ur”, sagöi Grétar Hjartarson, blóstjóri i Laugarásbiói i samtaii viö Helgarpóstinn. Astæöan fyrir hristingnum er aö nú hafa veriö sett upp ný tæki i bióinu, svoköll- uö „sensurround" tæki. ..Þetta eru 12 stórir hátalar”, sagði Grétar, „átta eru fyrir framan áhorfendur en fjórir fyrir aftan, I hornunum” „Tækni þessi, sem viö höfum kallað alhrif á Islensku, er i aöal- atriðum fólgin i hljóðbylgjum með mjög lágri tiöni, sem hefur þau áhrif á áhorfendur aö þeir finna fyrir hljóðunum um leiö og þeir heyra þau. Hátalararnir sem notaðir eru, eru knúnir með þrem 600 Watta aflmögnurum, en til samanburðar má geta þess að við sýningar á venjulegum myndum er aldrei notast við meira en svona 80 wött”, sagði Grétar. Tækin voru fengín frá Belgiu, og einnig tæknimaður til að setja þau upp. Heildarkostnaðurinn við uppsetninguna er um tvær milljónir, en tækin verða i bióinu i 6 til 8 mánuði. Fjórar kvikmyndir hafa verið gerðar með þessa tækni i huga, „The Battle of Midway”, „Rollercosster”, „Earthquake” Hótel Borg <4 á besta stað í borginni. Föstudagur: Opið til kl. 1 f? Diskótekið Disa — plötusnúður Óskar Karlsson Laugardagur: Lokað v/einkasamkvæmis (hið síðasta í vetur) Sunnudagur: Gömlu dansarnir 9-1. Hljómsveit Jóns Sigurðssonar ásamt söngkonunni Mattý Sími 11440 Hótel Borg Sími 11440 skelfur” og „Battlestar Galactica”, sem verður páskamynd biósins i ár (sjá umsögn i listapósti). 1 bigerð er að endursýna eitthvað af hin- um myndunum áður en tækin fara aftur út, en þær hafa allar verið sýndar i Laugarásbiói áöur. Annars er kvikmyndahúsið að festa kaup á svokölluðu Dolby- kerfi til hljómflutnings, en það bætir mjög hljómburð. Að sógn Grétars vonast hann til að búið verði að koma þvi upp fyrir jólin þegar „The Wizard of OZ” verður væntanlega sýnd. —GA Hresst upp á miðbæjarbraginn Forsvarsmenn Nessy eru meö skemmtilegar hugmyndir I koil- inum, sem gætu oröiö til aö hressa upp á miöbæjarbraginn ef nauösynlegt leyfi fást. t bigerö er aö iáta koma upp á Torginu veg- vlsi fyrir miöbæinn. Þegar liggur fyrir leyfi borgarráös en máliö er nú tilathugunar i umhverfismála- ráöi. Mesta nýlundan er þó aö þeir Nessymenn eru aö gæla viö þá hugmynd aö hressa upp á gamla Rosentahlkjaliarann undir Nýja bió, sem hér áður fyrr var vinsæll samkomustaöur i borg- inni. Þarna er tiivaliö aö koma upp einhvers konar „stúdiói” eöa vinnustofu sem Hstamenn gætu fengiö til afnota gegn þvi aö al- menningi gæfist kostur á aö fylgjast meö vinnu þeirra auk þess aö efna mætti til uppákoma ýmis konar. Hugmyndir Nessy- manna munu einnig vera eitthvaö I þá veru. A.Þ. Föstudagur 6. apríl 1979 _he/garpústurinn_ Franslti matreiöslumaöurinn Eric Paul Calmon — hæstráöandi I Nessy. HP-mynd: Friöþjófur Vestrakjúklingar við Innstræti Nessy er íslenskur veitingastaður í skoskum stíl þar sem franskur kokkur matreiðir kjúklinga á ameriska visu Nýjasti veitingastaðurinn á höfuðborgarsvæðinu er í gamla miðbænum og heitir Nessy. Þetta er heldur huggulegur grillstaður í skoskum stíl, enda er nafn hans sótt í gæluheiti skrímslisins annálaða í Loch Ness vatni og þegar staðurinn opnaði með pomp og pragt var pantaður sekkjarpípuleikari frá Skotlandi, sem þrammaði niður allan Laugaveg til að vekja athygli vegfarenda á staðnum. Nessy er i sundinu, sem liggur úr Austurstræti inn að Nýjabiói, og eigendur veitingastaðarins, þeir Jón i óðali og Bjarni i Brauðbæ, hafa fengið leyfi borgaryfirvalda til að kalla sundið Innstræti. óðalsbóndinn og Brauðbæjarvertinn hafa ekki áður lagt saman krafta sina, svo aö við vitum til, en ekki mun hafa veitt af samstilltu átaki þeirra til að koma upp starfsemi af þessu tagi i jafn gamalli húsaþyrpingu og er þarna á horni Austurstrætis og Lækjar- götu, þvi að áður þurfti að sigr- ast á alls kyns samþykktum heilbrigðisyfirvalda, bruna- málastjóra, bygginganefndar, skipulagsnefndar, umhverfis- nefndar og hvað þetta nú heitir allt. Innan dyra i Nessy er mat- reiðslumeistarinn Eric Paul Calmon æðstráðandi. Hann er ættaöur frá Suður-Frakklandi en hefur verið búsettur hér sið- ustu sex árin, réðst upphaflega að Hótel Esju en siðan að Óðali, þar sem hann var þar til Nessy opnaði. Eric býst við að dveljast hér enn um sinn, þvi að hann er nú giftur islenskri konu. Eric leggur á það áhersiu i spjalli við okkur Helgarpósts- menn að i Nessy leggi hann áherzlu á sérstaka matreiðslu á kjúklingum, þ.e. á bandariska visu i anda Kentucky Fried Chicken og Southern kjúklings- ins og kalla Nessy-menn kjúkl- inga sina „vestra”. Eric tók fram, að kjúklingarnir sem þafna væri um að ræða væru Helgarrétturinn: Piparsteik í sinnepssósu Eric Paul Calmonlagðiokk- ur til helgarréttinnlogandi píparsteik sem hann kvað hafa gert mikla lukku, og Bjarni i Brauöbæ mælti raun- ar mjög með. Uppskriftin er svohljóðandi: 1 kg. nautalundir eöa nauta- fillet 40 gr. (u.þ.b.) af heiium pipar (gjarnan hvitum) Sterkt sinnep (ósætt) 1/4 l. rjómi Dós af Cream fresh Salt eftir smekk Koniak (9 sentilitrar) Skerið kjötiö i fjóra skammta 250 gr. hvern skammt Berjiö kjötið lítillega en gætið þess þó aö fletja þaö ekki út. Myljið piparinn gróft (ekki í piparkvörn þar sem hún mylur of smátt) og stráið siöan piparnum vel yfir sneiðarnar en þó aðeins aðra hliöina. Steikiö kjötiö á pönnu I smjöri en ávalt fyrst þá hliðina sem piparinn er á. Steikinni er síðan snúið við og steikt hin hliðin. Gætiö þess jafnan að snúa kjötinu áður en piparinn byrjar aö brenna. Saltið eftir smekk. Þegar steikin er nær tilbúin er koniakinu hellt yfir pönn- una og kveikt I þvi þar til það logar en þá er 3/4 af rjóman- um strax hellt yfir. Snúið steikinni nokkrum sinnum en siöa n er hún tekin a f pönnunni. Nú er cream fresh bætt út i sósuna en hún siðan látin siga litið eitt. Bætiö út i sinnepi eftir smekk, afganginum af rjómanum salti ogpipar og þá er sósan tilbúin. Helliö henni að lokum yfir steikina. Berið hana slöan fram meö salati úr þvi grænmeti sem völ er á á hverjum tima. , Uppskriftin er fyrir fjóra. nýir og hefðu aldrei I frysti komið. Verðið á kjúklingunum er á bilinu 1.200 kr. til 3.650, allt eftir *þvi hversu stóran skammt þú færð þér en einnig er hægt að fá fjölskyldubox fyrir 5.500 kr. og samkvæmisbox fyrir liðlega 10 þúsund krónur. Þá er unnt aö fá 5-6 tegundir af venjulegum hamborgurum, sem kosta á frá 750 kr. og upp i 1300 kr. auk Haggis-borgara, sem er gerður eftir leyniuppskrift franska matreiðslumannsins og er hið mesta lostæti. Þá er á boðstól- um djúpsteiktur fiskur, rækju- karfa, hrásalat og ýmsar teg- undir af sósum. Nessy verður væntanlega frekar i sviðsljósinu i næsta mánuði, þvi að þeir Bjarni i Brauðbæ og Jón I óðali hyggjast um miðjan mai fá skoska sekkj- arpípuleikarana aftur til lands- ins en nú kemur hann með lið- safnað, annan pipara til, trommara og dansara, sem væntanlega munu fremja listir sinar á Torginu. Þá hyggjast þeir Nessymenn vera búnir að flikka enn frekar upp á Inn- strætið. En þar til verður Eric Paul Calmon i fullu fjöri innan veggja Nessy með vestra sina og borgara — franskur kokkur i skoskum matsölustað á tslandi, sem sérhæfir sig i ameriskri matreiðslu. Mótsagnakennt? „Já, óneitanlega”, svara Eric, „en hins vegar er þetta ný reynsla fyrir mig og mér finnst að maður eigi að reyna allt/'

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.