Helgarpósturinn - 06.04.1979, Side 6

Helgarpósturinn - 06.04.1979, Side 6
6 Föstudagur 6. apríl 1979 —he/garpósturinn_ Robert Redford sagði nei takk. - Paul Newman sagði nei takk. - Clint Eastwood sagði nei takk. - Nick Nolte sagði nei takk. - Burt Reynolds sagði nei takk. Á tímabili voru framleiðendur myndarinnar „Superman” að því komnir að gefast upp. Þeir fundu bara alls ekki rétta mann- inn í hlutverk stálmannsins. Christopher Reeve hreppti hlutverk Súpermans út á einstaka flughæfileika slna. TANNLÆKNIRINN FLAUG EKKI OG MISSTI ÞVl AF RULLUNNI Þau voru mörg vandamálin sem framleiöendur kvikmyndar- innar Superman uröu aö glima viö á framleiöslustigi hennar. Þeir voru aö velta miklum pen- ingum milli handanna, aö fást viö sérvitra og óbilgjarna peninga- menn og listamenn. En þaö sem þeir höföu samt hvaö mestar áhyggjur af, til aö byrja meö aö minnsta kosti, var að finnna rétta manninn i aðal- hlutverk myndarinnar, sem verð- ur páskamynd Háskólabiós. Myndin var einkum gerö meö Bandarikjamenn i huga og i þvi landi hefur nánast hver einasta sála sinar eigin hugmundir um þaö hvernig súpermann eigi aö lita út. Þaö var þvi ekki sama hvernig kappinn var. Sá sem leika átti súpermann þurfti aö lita út eins og súpermann. Auk þess þurfti hann helst aö kunna aö leika. Hlutverkiö var krefjandi, og sá sem þaö fengi yröi bókstaflega að vera kvik- myndastjarna. „Súpermannsleg st órstjarna” — þaö var þaö sem þurfti. Og leitin hófst. SA sem var númer eitt á listanum var géökunnur hjartaknúsari, Robert Redford. Alexander Sal- kind, framleiöandi myndarinnar, taldi aö meö réttri föröun og lýs- ingu gæti Redford veriö nógu súp- ermannslegur i hlutverkiö. Og vinsældir hans um allan heim myndu auk þess hjálpa til viö aö ýta á hugsanlega fjárveitendur. En Redford vildi ekki sjá hlut- verkiö. Hann setti upp alltof miklar peningakröfur til aö byrja meö og neitaði siðan tilboöinu af- dráttarlaust, enda var handritið hvergi nærri tilbúiö á þessu stigi — i ársbyrjun 1975. Eftir aö Redford haföi neitaö, sneru framleiöendurnir sér aö Paul Newman. Það var reyndar meö hálfum huga. Kannski var það heldur mikil bjartsýni að ætl- ast til að hinn fimmtiu og tveggja ára gamli Newman gæti leikið þritugan stálmann. Honum var þó sent handrit og sagt að hann mætti velja um tvö hlutverk. Ef hann vildi ekki súpermann sjálf- an, væri til i dæminu aö ræöa um hlutverk Lex Luthor ( sem Gene Hackman endaði i). Paul New- man vildi hvorugt hlutverkiö sjá. SALKIND framleiöandi sagði siöar aö sennilega hafi þaö veriö hiö óklár- aöa handrit og allur rugl- ingurinn I sambandi viö fjármálin sem settiþá Redford og Newman útaf laginu. Eftir aö Newman var úr sög- unni voru allir möguleikar opn- aöir. Næstu átján mánuðina var leitaö og leitaö, og yfir tvö hundr- uð kandidatar skoöaöir. Þaö voru bæöi heimsfrægir leikarar og gjörsamlega óþekktir menn, iþróttamenn, lyftingakappar og jafnvel tannlæknir frá Beverly Hills. Öskadrengirnir i hlutverkiö voru orönir ansi margir: Steve McQueen, Clint Eastwood, Charl- es Bronson, Sylvester Stallone, Nick Nolte, Burt Reynolds, James Caan, Ryan O’Neal, Jon Voight. Neöar á listanum voru svo Perry King, Jeff Bridges, Jan-Michael Vincent, Robert Wagner, og jafnvel söngvararnir David Soul og Kris Kristofferson. SUMARIÐ 1976 var fariði að verða illt I efni. Enginn súpermann fundi.in, og kvikmyndatakan átti að hefjast u*h haustið. Orörómur var á kreiki um aö Salkind gæti ekki fundið mann I hlutverkiö og i ráði væri aö hætta viö allt saman . Og slikur orörómur gerði banka og peningaaðila heldur tortryggna. Þaö var þvi breytt um taktik i hlutverkamálunum. I staðinn fyrir að fá súperstjörnu i aöal- hlutverkiö, var ákveðiö aö fá eina slika i helsta aukahlutverkiö, — Jor El, fööur stálmannsins. Og allir voru sammála um aö aöeins einn leikari kæmi til greina I þaö nlutverk — Marlon Brando. Brando var þvi gert tilboð, — svo gott aö nánast útilokaö var aö hafna þvi. Hann fékk 4 milljónir dala fyrir fjórtán daga vinnu. (Þessi upphæö er 1.3 milljaröar isl. Hann hefur þvi verið með um 100 milljónir á dag. Ef við reiknum meö aö hann hafi unniö lOtima á dag, hefur hann haft litl- ar tíu milljónir á tímann!) Ráöning Brandos haföi góö áhrif, aö minnsta kosti á peninga- mennina. Það sýnd' aö hér var ekki á ferðinni nein annars flokks framleiösla. Vissir leikarar setja gæöastimpil á þær myndir sern þeir eru i, og Brando er sennilega þeirra fremstur. Og nú gátu menn sætt sig viö aö finna einhvern óþekktan leikara i Súpermannshlutverkið. Þaö var ekki einu sinni vist að það þyrfti leikara. Framleiöendunum var bent á ólympiumeistarann i tug- þraut Bruce Jenner, og þeim leist vel á. Jenner er dökkhærður, blá- eygur, myndarlegur, og afskap- lega vel á sig kominn likamlega, auk þess sem hann haföi opinber- lega lýst yfir áhuga á kvikmynda- leik. Spurningin var bara hvort hann gæti leikið. Honum var flogiö til Rómar, prófaöur þar lengi, en niöurstaö- an varö sú aö hann kynni ekki að leika. Og nú voru aöstandendur myndarinnar á barmi örvænting- ar. Framleiöandinn Salkind og leikstjórinn Richard Donner sett- ust þvi niður I New York, og hófu brjálæðislega leit aö heppilegum stálmanni. Þeir flettu leikara- skrám, höfðu samband viö alla mögulega og ómögulega umboös- menn. Meöal þeirra nafna sem þeir fengu var Christopher Reeve, sem hafði talsverða reynslu, bæöi á sviöi og I sjón- varpi. Og þeir buöu Reeve, eins og reyndar fjölmörgum öörum á undan honum til hádegisveröar. Hann þótti of mjór og slánalegur, og einnig alltof ungur, aöeins 24 ára. SALKIND og Donner færðu sig til Los Angeles og hófu leitina þar. Og viti menn, eftir nokkra daga höföu þeir fundiö þann sem þeir töldu hinn eina sanna súpermann. Eiginkona Salkind benti þeim á hann, — tannlæknirinn hennar. Fyrst i stað foru framleiöendurnir heldur vantrúaöirog töldusig ekki mega vera aö eyða dýrmætum tima i aö tala við einhvern tannlækni. En þeir slógu til. Tannlæknirinn bankaöi uppá, og inn gekk súpermann. Það fannst a.m.k. bæði Donner og Sal- kind. Maöurinn var geysi- myndarlegur og vel vaxinn. Hann var umsvifalaust tekinn og fluttur i hendingskasti til London, og prófaöur. En öllum til mikilla vonbrigöa kunni hann ekki frekar að leika en tugþrautarmaöurinn Jenner. Og nú voru tveir mánuöir þar til myndatakan átti aö hefj- ast. SALKIND framleiöandi fékk þvi komiö i kring, þrátt fyrir dræmar undir- tektir hjá leikstjóra myndarinnar Richard Donner, aö haft var samband viö Christopher Reeve aftur, og hann boöaður á annan fund. i þetta sinn leist þeim betur á hann, enda kannski ekki eins kröfuharðir og I fyrra skipt- iö. Reeve var sendur til London og stóö sig meö fádæmum I reynslu- upptökum, — aö áliti framleiö- andans aö minnsta kosti. Og hann hafði sitt fram. Reeve varráðinn. Reeve tók til viö udnirbúning- inn af krafti. Hann var tæplega 190 centimetrar á hæö, en heldur mjór. Hann þurfti að bæta á sig vöövum. Og næstu tvo rnánuöi æföi hann reglulega, og borðaði vitamin og próteinbættan mjólkurhristing og heila auka- máltiö á dag. Og á örskömmum tima breyttist hann úr brothætt- um slána i vöövabúnt. j Akvöröun framleiöendanna um' aö ráöa óþekktan leikara I aðal- hlutverkiö var af mörgum talinn hálfgerö uppgjöf. Þeir væru bara aö redda sér út úr vandræö- um meö þvi aö ráöa leikara sem heföi rétta útlitiö, en hyggöust siöan láta Marlon' Brando, Gene Hackman, Ned Beatty, Valerie Perrine, Glenn Ford, Suzannah York og fleiri stórstjörnur bera myndina uppi. Og Reeve geröi sér grein fyrir þessu. ,,Ég ætla að gefa þeim meira fyrir peningana, en þeir búast við”, sagöi Reeve i viötali skömmu eftir aö taka myndar- innarhófst. ,,Ég tek þetta hlutvek eins alvarlega og annaö sem ég hef áöur gert, og ég ætla ekki bara aö „fljóta meö”. Ég ætla ekki aö láta aöra gera allt fyrir mig i þessari mynd”, sagöi Reeve, sem hafði, þegar hann var ráöinn, verið aö leika á Broadway á móti Katherine Hepburn. Myndin Superman hefur yfi.r- leitt fengiö þolanlega dóma gagn- rýnenda erlendis. Og lofsamieg- ustu ummælin hafa þeir yfirleitt notaö á Christopher Reeve, leik- arann sem framleiöendur mynd- arinnar hreinlega „neyddust” til aö taka. —GA (Byggt á,,TheMaking of Super- man eftir David Michael Petrou)

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.