Helgarpósturinn - 06.04.1979, Side 17

Helgarpósturinn - 06.04.1979, Side 17
__helgarpósturinrL. Föstudagur 6. apríl 1979 17 ÚTVALDIR Nú mun búiö aö velja þau sex handritsdrög aö sjónvarpsleikritum sem ákveöiö var aö yröu tekin til frekari vinnslu f framhaldi af námskeiöi þeirra sjónvarpsmanna meö rithöfundunum tólf (minus einn, — Jónas Guömundsson — sem ekki mætti til leiks). Eftir þvi sem Helgarpósturinn hefur fregnaö eru höfundar þessara sex handrita Daviö Oddsson, Böövar Guömundsson, Guölaugur Arason, Pétur Gunnarsson, Steinunn Siguröardóttir og Þorsteinn Marelsson. Munu nú þessir höfundar vinna áfram aö mótun endanlegra sjónvarpshandrita ásamt dagskrárgeröarmönnum sjónvarpsins meö hugsanlega upptöku fyrir augum. HART DEILT UM UPPSAGN- IRNAR í LEIKARAFÉLAGINU Hörkufundur var haldinn i Féiagi islenskra leikara á mánudags- kvöldiö var, þar sem uppsagnir tveggja leikara Þjóöleikhússins, Bjarna Steingrimssonar og Randvers Þorlákssonar voru á dagskrá. Stóö fundurinn langt fram á nótt. Blakey á innlifunaraugnabliki. ART BLAKEY TIL ISLANDS A þessum fundi deildu margir leikarar Þjóöleikhússins og for- svarsmenn leikarafélags hart á Svein Einarsson, Þjóöleikhús- stjóra, fyrir þaö hvernig staðiö hefur veriö aö uppsögnunum leik- aranna tveggja en nokkrir urðu til aö taka málstaö hans, svo sem Helgi Skúlason, Helga Bach- mann, Briet Héöinsdóttir og Guö- rún Stephensen. BARNAGAMAN „Þetta var mjög skemmtilegt. Ég er hoppandi ánægöur yfir þessu”, sagöi Þorkell Sigurbjörnsson tónskáld þegar Helgarpósturinn spuröi hann hvernig þaö væri aö semja tón- verk sérstaklega fyrir börn. En á morgun, laugardag, mun hljómsveit Tónmenntaskóians i Reykjavlk flytja tvö verk eftir is- lensk tónskáld, verk sem voru sérstaklega samin fyrir hljóm- sveitina. Asamt Þorkeli var það Atli Heimir Sveinsson sem lagöi börnunum liö. Aö sögn Stefáns Edelstein, Deilan snýst um þaö aö Þjóö- leikhússtjóri vill hafa samninga viö leikarana tvo lausa en leik- arafélagiö telur uppsagnirnar ólögmætar og krefst þess aö þær veröi dregnar til baka. Þjóöleik- hússtjóri, sem nú dvelst erlendis hefur látiö aö þvi liggja aö hann muni fremur segja af sér störfum heldur en breyta ákvöröun sinni i þessu máli. —AÞ/GA TONSKALDA skólastjóra Tónmenntaskólans eru þetta mjög skemmtileg verk, sem gera óvnejulegar kröfur til krakkanna. Þá veröa og flutt ýmis önnur verk, og ennfremur mun Lúðrasveit Tónmenntaskólans leika. Hljóöfæraleikarar eru frá 8 ára upp að fermingaraldri. Stjórnandi hljómsveitarinnar er Gigja Jóhannsdóttirog stjórnandi lúðrasveitarinnar er Sæbjörn Jónsson. Tónleikarnir eru i Háskólabió og hefjast kl. 14. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. —GB Einn af helstu jazzjöfrum ver- aldar, trommuleikarinn Art Blakey mun væntanlega sækja tslands heim siöar i þessum mán- uöi ásamt hljónvsveit sinni The Jazz Messengers. Blakey og jazz- boðberar hans munu halda tón- leika I Austurbæjarbíói hinn 26. april nk. kl. 9. Art Blakey er um sextugt og hefur staðið i fremstu röö jazzleikara síöustu 30 árin. Hann stofnaði The Jazz Messengers fyrir rétt um 25 árum og i þeirri hljómsveit hafa siðan leikið ýms- ir helstu spámenn nútimajazzins. Blakey hefur hins vegar haft þann háttinn á að skipta nokkuö jafnt og ört um hljóðfæraleikara i hljómsveit sinni en kapparnir sem koma með honum i hljóm- sveitinni hingað til lands hafa þó leikið með honum sl. 2 ár. Þeir eru Dennis Irwin, bassi, James Williams, pianó, Robert Wattson á altósax, David Schnitter tenór- sax og rússneski trompetleikar- inn Valery Ponomarey. Vernharður Linnet, annar jazz- skrifara Helgarpóstsins mun gera nánari grein fyrir Blakey og félögum hans i næsta blaöi. ; — BVS. „Er búinn með annað stykki” — segir Guðmundur Steinsson Leikriti Guömundar Steinsson- ar, Stundarfriöi sem nú er sýnt i Þjóöleikhúsinu var fádæma vel tekiö af gagnrýnendum. ,,Ég get ekki verið annaö en þaö”, sagöi Guömundur þegar Helgarpósturinn spuröi hann hvort hann væri ekki lukkulegur meö viötökurnar. „Annars er þaö náttúrulega mál gagnrýnendanna hvernig þeir skrifa, og ef þeir segja frá eins og þeir sjá hlutina er ekkert viö því aö segja”. „Ég er leikritahöfundur að at- vinnu”, sagði Guðmundur, „ég hef gert það að mínu starfi, og held minu striki hvernig sem við- tökum á þessu stykki hefði veriö háttað”. „Ég er með fleira en eitt i tak- inu”, sagði Guðmundur þegar Helgarpósturinn spurði hvað hann fengist við núna. „Reyndar var ég nú ekki aö ljúka viö Stundarfriö núna daginn fyrir frumsýningu. Ég lauk þvi fyrir þremur árum siöan. Svo tók ég það aftur upp fyrir ári síðan, þeg- ar ég vissi að það yrði tekið til sýninga.” „Ég hef ekki setið auðum hönd- um i þessi ár. Ég er búinn með annað stykki, sem ég hef veriö með i smiðum, og er að vinna i tveim öðrum”. ,,Þó ég vinni ekki hratt lýk ég leikritum hraðar en nemur uppfærslum. Ég er um það bil ár að ljúka v'ð hvert leikrit, þarf yfirleitt að ;era 10 til 15 uppköst. Það má þv 'segja aö um offram- leiðslu sé að ræða miðaö við markaðinn. En hann er nú ekki stór”. —GA Sjá umsögn HP um Stundarfrið á bls 18. HOLLYWOODDRAUMURINN Háskólabió: Sföasti stórlaxinn (The Last Tycoon) Bandarísk. Argerö: 1976. Handrit: Harold Pinter, eftir Ingrid Boulting, Robert Mitchum, Jack Nicholson, Tony Curtis, Jeanne Moreau o.fl. Leikstjóri: ELIA Kazan. Myndin segir frá falli Monroe I Hollywood. Þegar sagan hefst, Stahr, kvikmyndaframleiðanda hefur hann verið ekkjumaður um nokkurt skeið. Kona hans var dáð leikkona, og dauöi hennar liggur þungt á honum. Hann stjórnar kvikmyndaver- inu International World Films með harðri hendi. Með kvik- myndinni vill hann gera eilifan þann draumaheim sem hann lifði i. Stahr hittir unga stúlku, sem likist mjög hinni látnu eigin- konu, og með þessari stúlku vill hann gera drauminn að veru- leika. Stúlkuna sér hann fyrst þar sem hún, ásamt vinkonu sinni, kemur fljótandi á risastóru höfði indverska guösins Siva. fyrir stúlkunni, nema vegna þess að hún er beint framhald af fyrri konu hans. Hann er þvi að eltast við fortiðina, eitthvaö sem ekki er til. Stúlkan yfir- gefur hann og giftist öðrum. Ótal smáatriði I myndinni gefa áhorfendanum visbend- ingu um örlög Monroe Stahr. I upphafi er liking við Hamingju- hjólið. Einn daginn er maður niðri, annan daginn á toppnum og þann þriðja aftúr niöri. Það kemur svo fram siðar að Stahr byrjaði sem sendill. Hann rekur einn af leikstjórum sinum, vegna þess að hann kann ekki að fást við skapmikla leik- konu. Sjálfur fellur Stahr á þvi að hann getur ekki aðlagast nýjum aðstæöum i þjóðfélaginu. Handritahöfundar vilja stofna með sér verkalýðsfelag, en hann berst á móti þvl. Aður hafði hann ráðskast með þá aö eigin geðþótta. Kvikmyndir eftir Guöjón Arngrimsson og Guö- laug Bergmundsson. Stúlkan Kathleen (Ingrid Boulting) og Monroe Stahr (Robert de Niro) viö upphaf ástarævintýris sins. En skömmu áöur haföi orðiö jaröskjalfti, sem eyðilagöi vatnstanka i kvikmyndaverinu og orsakaði flóö. Þetta er eins- konar Nóa-flóð I lifi Monroe Stahr, og guðinn Siva er i senn tákn lifsins og eyðileggingar- innar. Stúlkan birtist Stahr eins og væri hún álfkona. Þarna er möguleiki á nýju lifi fyrir hann, en um leið er það upphaf tortim- ingar hans. Hann fellur ekki Allt í kringum hann er þessi falski raunveruleiki Hollywood. Rodriguez er hjartaknúsari kyikmyndaversins, en i veru- leikanum gagnar hann ekki konu sinni, og þessi grimusýn- ing er að ganga frá honum. Monroe Stahr tekst ekki að gera Hollywooddrauminn að veruleika, hann hverfur inn i myrkviði stúdiósins. —GB. Þorpararnir f Vigstirninu. spennandi, og fari aö veröa pirrandi. Og fyrir kvikmyndagerðar- menn held ég að þetta hljóti að vera höfuðverkur. i Vigstirninu, nærtækasta dæminu, er tit- ringurinn t.d. notaöur um of. Myndin er um eltingaleik úti geimnum, og endar, eins og við var aö búast, á mikilli spreng- ingu. Þá hefði ég lika viljað titra almennilega i fyrsta skipti, — á hápunkti myndarinnar. En þá HRISTINGUR Laugarásbíó: Vígstirnið — Battlestar Galactica Bandarísk. Árgerð: 1978. Leikstjóri: Richard Colla Aðalhlutverk: Richard Hatch, Dick Benedict og Lorne Greene. Aldrei fyrr hefur blómynd haft jafn mikil áhrif á magann á mér. Nú er nefnilfega ekki leng- ur nóg að sjá og heyra kvik- myndir — nú a að „fíla” þær lika. Ég hef ekki áður lent I „sensurround” kerfi, og það dró óneitanlega athyglina aðeins frá myndinni á tjaldinu. Maður bara sat og nötraði. Þessi tilraun Laugarásbiós meö „áhrifin”, eins og fyrir- bærið hefur verið skýrt á islensku, er góðra gjalda verö. Það er gaman að prófa. Hins- vegar hef ég þá trú að eftir að hafa séð nokkrar slikar myndir, hætti titringurinn að vera þegar hafði manni verið skakað niöur á stólbrúnina. Vigstirnið er annars þokka- legur afþreyjari, hún likist hins- vegar allmikiö Star Wars, enda munu „FOX”, framleiöendur þeirrar myndar, standa i mála- ferlum við Universal, framleið- endur Vigstirnisins, vegna stulds á hugmyndum. Universal hafa svo á móti kært FOX fyrir það sama, og segja aö þeir hafi tekið hugmyndir i Star Wars úr sjónvarpsþáttum um Vigstirnið, sem urðu til fyrir löngu. Eins og i Star Wars og flestum geimferðamyndum byggist út- koman mikið á vinnubrögðum tæknideiladarinnar. Hér hefur hún staðið sig með prýði. Hins vegar er söguþráöurinn hvorki fugl né fiskur og sumum leikur- unum er vorkunn að stauta sig framur setningunum. Þegar á heildina er litiö, með hristingi og öllu, er myndin þó vel þess virði að sjá hana. -GA

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.