Helgarpósturinn - 06.04.1979, Síða 19
--he/garpOSturínrL. Föstudagur 6. apríl 1979
19
TAKTUR, ÞIND,
BROS, FÓT
í þessum fyrstu skrifum væri
ekki úr vegi aö hugleiöa vitt og
breitt stööu poppsins i dag. En
fyrst: Hvaö er eiginlega popp?
Þetta næringarríka hugtak
hefur reynst æöi tormelt i skil-
greiningu og til annarra hluta
betur falliö aö flestra áliti.
Poppiö hefur legiö i hinum
menningarlega botnlanga, i
friöi fyrir hátiölegum um-
fjöllunum, sem i sjálfu sér er
guösþakkarvert, en á hinn bóg-
inn fengiö allyfirboröskenndan
blæ i menningarvitundinni.
Popþ er eins og flestir vita dreg-
iö af enska oröinu popular —
vinsælt — en ósköp segir þaö nú
litiö um innviöi og uppbyggingu
fyrirbærisins. Samkvæmt þvi er
Stefán tslandi poppari aldar-
innar og einsögnvarakvart-
ettinn alveg meiriháttar.. En
samt hef ég þaö á tilfinningunni
aö ekki sé búist viö skrifum um
þessa ágætu menn i poppþætti.
Popp skaut fyrst rótum i tung-
unni á uppgöngutlmum
Bltlanna* og Rolling Stones á
öndveröum sjöunda áratugnum.
bá ruddi sér til rúms ný og raf-
mögnuö rækni hljóöfæraleiks,
áferö sem ósjálfrátt hefur
tengst hugtakinu popp, vegna
þess hve Bítlarnir og þeirra nót-
ar nutu mikiilar hylli. Siöan þá
hefur margt tónaflóöiö runniö til
sjávar og menn fremja unn-
vörpum popp án þess aö nokkur
þurfi aö vita af því nema
kannski bilskúr útl bæ og and-
vaka nágrannar. Viö erum þvi
komin aö þeirri niöurstööu aö
þrátt fyrir villandi heiti er popp
rafurvædd tónlist i takt.viö tim-
ann. Þessa ódýru skilgreiningu
mun greinarhöfundur hafa bak
....aö nota dósahnifinn á nift-
ursuftuvörur poppsins, grlpa
fyrir nefift og . .
HP-mynd: Friftþjófur.
viö tóneyraö I dálkum sinum.
Einnig mun hann sökum þjóö-
ernis sins halda sér viö grjót-
hólmann fyrst um sinn. Sumsé,
hver er staða islenska popps-
ins I dag?
Til aö byrja meö veröur aö
viöurkenna aö fáar listgreinar
eru jafn háöar duttlungum er-
lendra tiskujöfra. t ljósi þeirrar
staöreyndar stendur poppiö i
dag á glöggum timamótum.
Maöur getur þess vegna varla
reifaö þessi mál án þess aö fá
vægan snert af þvi sem kallaö er
þunglyndi.
Þaö er nefnilega soldiö erfitt
fyrir siðhæröan (meö eöa án
brilljantlns) strák (eöa stelpu)
úti bæ, aö ætla sér aö bæta
heiminn meö einum sann-
færandi tón. Umvörpum berj-
ast' hæfileikamenn og landar
þeirr I bökkum, feimnir við aö
nota dósahnifinn á niöursuöu-
börur poppsins, gripa fyrir nefiö
og viöurkenna eftirtaldar staö-
reyndir um þaö sem gildir i
poppi nútlmans:
I fyrsta lagi: Aö stilla rafur-
magnsapparat I „réttan” takt.
I ööru lagi: Aö hafa þind sem
skilur taktinn.
í þribja lagi: Að eiga rétt bros
i réttum fötum
PÁSKAMYNDIR MEÐ
SAFARÍKARA MÖTI
Kvikmyndahús höfuftborgar-
innarhafa lengi gert sér glaðan
dag á páskunum.ogtekift til sýn-
inga dýrari og vandaöri myndir
en hversdags. Svo er enn i þetta
sinn, þótt bióstjorar séu reyndar
ekki alveg á einu máli um ágæti
páskanna til slíks. Þeir segja
sumir aö þessi hátift frelsarans
trekki ekki nóg.
Háskólabió
Sú dýrasta i þetta sinn er
örugglega Súperman I Háskóla-
blói, einfaldlega vegna þess aö
það er dýrasta mynd sem
nokkru sinni hefur verið gerð.
Richard Donner leikstýrir
myndinni sem byggist aö miklu
leyti á tæknibrellum. Chistoph-
er Reeve leikur ofurmenniö og
þykir takast vel, ekki sist I flug-
inu en auk hans eru Marlon
Brando, Gene Hackman og
Margot Kidder i stórumhlut-
verkum. (Sjá grein á bls. 6).
Austurbæjarbió
Austurbæjarbió er með fjög-
urra ára gmla mynd á tjaldinu,
Dog Day Afternoon. Þaö var
umtöluð mynd á sinum tlma,
enda um kynvillinga og byggö á
sönnum atburðum. A1 Pacino
þykir fara á kostum i aðalhlut-
verkinu, en Sidney Lumet, leik-
stjóri fékk einnig sinn skammt
af hrósi fyrir vönduö vinnu-
brögð.
Störnubió
Diskó er oröið I Stjornubiói.
Þar er ein mesta aðsóknarmynd
i Bandarikjunum á siöasta ári
komin uppá vegg, „Thank God
it’s Friday”. Henni svipar örlit-
ið til Saturday Night Fever, og
gerist öll á diskóteki. Tónlistin
dúndrar stöðugt, og nokkur
þekkt nöfn eins og Donnai
Summer og The Commodores
láta i sér heyra.
Tónabió
Woody Allen og Diane Keaton
láta gamminn geysa i Tónabiói,
i myndinni sem I fyrra fékk
Óskarsverölaun sem besta
mynd ársins — Annie Hall. Þar
Isabelle Adjani sem Violette, og
Jacques Dutronc sem Francois i,
myndinni „Violette et
.Francois”, sem sýnd verftur á
frönsku kvikmyndavikunni i
Regnboganum.
blandar Allen saman gamni og
alvöru þegar hann lýsir sam-
skiptum sinu við Annie Hall.
Kynferösilegar frústrasjónir
skipa, eins og I flestum fyrri
mynda Woody Allens, stóran
sess.
Regnboginn
Frönsk kvikmyndavika verð-
ur I Regnboganum og hefst
17.apríl. Þar kennir ýmissa
Diane Keaton og Woody Allen I
„Annie Hall”, páskamynd
Tónablós.
grasa og virðist valið miöaö viö
að allir fái eitthvað við sitt hæfi.
Myndirnar eru: „Violette et
Francois” með Isabella
Adjani leikstýrð af Jacques
Rouffio, „3 milliard sans
ascenseur” með Serge Reggi-
ani, Marcel Bozzuffi og leik-
stýrö af Roger Pigaut, „La
Horse” með Jean Gabin leik-
stýrð af Pierre Granier-Defrre,
„Dis moi que tu m’aimes” meö
Mireille Carc, leikstýrö af
Michel Boisrond, „La griffe et
la dent” er dýralifsmynd án
orða gerð af Francois Bel og
Gerard Vienne, „Le crabe-tam-
bour” með Jean Rochefort leik-
stýrö af Pierre Schoendoerffer,
og „Le diamble dans la boite”
einnig með Jean Rochefort og
leikstýrö af Pierre Lary.
Hafnarbió
„Nasty Habits” heitir nýleg
mynd leikstjórans Michael
Lindsay-Hogg sem Hafnarbió
sýnir um páskana. Glenda
Jackson, Melina Mercouri,
Geraldina Page, Anne Jackson
og Sandy Dennis leika aöal-
hlutverki I þessar litt dulbúnu
satiru á Watergate. Hér er þaö
bara embætti abbadlsar sem er
I voöa, en ekki forseta.
Nýja bíó
Nýja bió býður uppá to’nlist
um páskana i myndinni „All
This and World War Two”. Það
mun vera einskonar fantasla
þar sem koma fram meöal ann-
arra Rod Stewart og Elton John.
V>11 tónlistin i myndinni er hins-
vegar eftir Paul Mc Cartney.
Laugarásbió
Hér er þaö geimferðamyndin
„Battlestar Galatica” og
sensurround hristingur sem
áhorfendum er boðið uppá, Sjá
umsöng bls. 17.
Gamla bió
Það nýjasta um páskana er i
Gamla biói, myndin „The
Passage”. Töku hennar var lok-
ið i árslok i fyrra. Myndin er i
flokki hasarmynda, leikstýrt af
J.Lee Thompson og meö
Antnony Quinn, Malcolm
McDowell, Patricia Neal, Kay
Lenz, James Mason og
Christophér Lee I aðalhlut-
verkunum.
—GA
Ný mjög spennandi bandarlsk mynd urnstrlft á milli stjarna. Myndin
er sýnd meft nýrri hljófttækni er nefnist SENSURROUND efta AL-
HRIF á islensku. Þessi nýja tækni hefur þau áhrif á áhorfendur aft
þeim finnst þeir vera beinir þátttakendur i þvi er gerist á tjaidinu.
islenskur texti.
Leikstjóri: Richard A. Colla.
Aöaihlutverk: Richard Hatch, Dirk Benedict og Lorne Greene.
Sýnd kl. 5-7.30 og 10.
Hækkaft verft. Bönnuft börnum innan 12 ára.
„Calder í nágrenni Reykjavíkur
55
Um seinustu helgi skaut
skiöakappinn Stenmark upp
kollinum i Bláfjöllum, aöal-goð
disco-menningarinnar Travolta
var sagður á skemmtistaö I
bænum og svo mun hinn látni
myndlistarmaður Calder vera i
nágrenni Reykjavikur, ef
marica má mynd á sýningu
Bjargar Þorsteinsdóttur i Nor-
ræna húsinu.
Þessi mynd er ein af sjö
myndum Bjargar þar sem hún
notar klipp meö f málverkiö, og
er landakort af nágrenni
Reykiavlkur eins konar grunn-
ur í myndinni. 1 öörum
klippi-myndum erBjörgaö gera
tilraunir meö japanskan pappir
og gefur hann myndunum mjög
skemmtilega áferö. Þessar
klippimyndir eru flestar minni
en stærsti hluti myndanna á
sýningunni og á einhvern hátt
skera þær sig úr. _Án þess aö
aörar myndir séu stlfar þá eru
þessar myndir mjög frjálslega
og lifandi unnar.
Málverkin á þessari sýningu
eru á fjórða tug og mörg þeirra
stór. 1 mörgum þessara mynda
fer listamaðurinn á kostum flita
meöferö. Yfir myndunum er
einhver sláandi einfaldleiki sem
ekki næst nema meö mikilli ög-
un. Myndefniö er vlöast svipaö,
ýmis form sem jaöra viö aö
vera hlutlæg. A sýningu sem
Björg var með á sama staö fyrir
fimm árum var ráöandi mynd-
efni ýmis fatnaður, sem settur
var aö hluta til eöa öllu leyti inn
i form svo sem sivalninga, keil-
formum setur maöur strax I
samband við vistarverur fólks,
— þess fólks sem fötin stóöu fyr-
ir. Þessar myndir eru tengdar
hugleiðingum um lifiö ogtilver-
una. Ein þessara mynda er
„Blánótt”. Þótt hún sé mjög
hrein og tær og harmorerandi i
litsetur beygað áhorfandanum.
Niöur efri hluta myndarinnar
þrýstir sér samskonar form og
ML j
Myndlist
eftir Svölu Sigurleifsdóttur.
ur o.s. frv. Björg hefur þróað
áfram þaö sem hún var aö fást
viö þá og nú er svo komiö að föt-
in eru vart greinanleg I sumum
myndanna, horfin með öllu úr
öörum, og frumformin standa
eftir. Þóttfötinséu þvi sem næst
horfin og formin orðin „ómann-
eskjulegri” er þó greinilegt aö
ýmislegt býr i myndunum.
Þyrpingar af pýramidalöguöum
er I þyrpingunni, en i þessari
stööu er þaö sem ógnun öryggi
þyrpingarinnar fyrir neöan.
Grafikmyndirnar eru tvær
' myndaraðir, — önnur I sjö
myndum og nefnast Genesis,
hin tvær myndir og nefnast
Svefnborg. lannari „svefnborg-
inni” eru turnlaga form fyllt
mjúkum skyrtuefnum, en á
BJÖRG VIÐ „Calder
nágrenni Reykjavikur”.
HP-mynd: Friöþjófur.
hinni hvila formin á skyrtunum.
Þessar myndir eru mjög
ljóörænar. í „genesis”
myndarööinni er grunnformiö
kúla. Listamaöurinn notar kúlu-
formiö á margbreytilegan hátt i
myndbyggingunni. Þessar
myndir leiöa hugann aö heims-
vandamálunum, — án þess að
manneskjur séu beint notaöar
sem myndefni fær maöur sterka
tilfinningu fyrir þéttleika fólks,
allt að þvl þrengslum I þeirri til-
veru sem myndirnar fjalla um.
Tækni og handbragö f grafik-
myndunum, svo sem málverk-
inu eru á háu stigi, enda er
Björg vel menntuö i myndlist.
Hún nam fyrst hér heima,
en siöan i Þýskalandi og Frakk-
landi. Þessi sýning er fimmta
einkasýning Bjargar Þorsteins-
dóttur, en aö auki hefur hún tek-
iö þáti i fjölmörgum samsýn-
ingum um allan heim. Þessi
sýning er meö þvi besta sem
sést hefur lengi i Norræna hús-
inu, — svo góö aö kuldinn hér
uppi á klakanum nistir mann
ekki alveg eins langt inn að
beini eftir aöhafa skoöað þessar
myndir.