Helgarpósturinn - 06.04.1979, Blaðsíða 21

Helgarpósturinn - 06.04.1979, Blaðsíða 21
—helgarpósturinrL. Föstudagur 6. apríl 1979 21 SYNG NÚ MÍN SÁLARLÚTA „Way down yonder in New Orleans” Ariö 1718 fékk sá ágæti mon- sjúr Jean-Baptieste le Mayne Sieur de Bienville hina prýöileg- ustu pappira uppá þaö, að New Orleans væri orðin borg og hann borgarstjóri. Borgin, sem var afar mikilvæg samgöngumið- stöð við önnur löid tengdist lat- neskum menningaráhrifum karabíska hluta Ameriku miklu fremur en engilsaxneskum kúl- túr. Hún var oft kölluð Paris-sur-Mississippi þar sem andlegt föðurland var ekkert minna en sjálft Frakkland^. Undir suðrænni sól og f góðæri undu heimamenn gjarna við hverskonar gleðskap — meðan þrælarnir sáuumpúlið. Mikil og fjölbreytt músik tilheyröi lffs- mynstrinu og dillaði mann- siápnum frá vöggu til grafar. Flotastöð bandariska sjóhersins var komiðupp i New Orleans — og alltaf voru einhverjar deildir flotans mátulega nýkomnar eða réttófarnar svo að endalaus til- e£ni voru til að halda uppá dag- inn, kvöldið og nóttina í þeim sjóbúðum ásamt aragrúa af áhöfnum kaupskipaflota heims- ins, sem brugðu sér upp fyrir bryggjusporðinn — þvf að hvergi f heiminum þótti sælla að leggja skipi sinu að landi. Jafnvel að morgni dags var borgin engu öðru lik. A þeim tíma dags áttu jarðarfarir hugi manna og hjörtu. Fjölskyldur, fyrirtæki, hagsmunafélög og karlaklúbbar reyndu bókstaf- lega að slá hvern annan út í jarðarfaratiskunni sem varð mikil og listræn keppnisgrein i New Orleans — svona likt og fermingarveislur á Islandi nú á dögum, sem er keppnisgrein — en ólistræn. (Nánar veröur vikið að jarðarfarabransanum i New Orleans siðar). Frelsi litaöra manna (creola) afkomenda Frakka eða Spán- verja og svertingja var með þokkalegasta móti alla^tið, þangað til uppúr þrælastríðinu 1880, að sett voru ný ólög yfir þetta fólk svokölluð Jim Crow-lög, Reglugerðin „Louisi- ana Legislative Code III.” gæti verið frá Suður-Afriku vorra daga, þar sem segir, að allir sem ekki eru snjóhvitir séu vit- anlega kolsvartir. Menntaðir og tiltöluiega vel settir kynblend- ingar sem ávallt höfliu með nokkrustolti litið á sjálfa sig frá Evrópuhliðinni og deilt geði i sambýli við hvfta og veriö áhrifamiklir i leikhúsum, kaba- rettum, óperuhúsum og kon- sertsölum sinfóniuhljómsveita New Orleansborgar sem áheyr- endur og flytjendur (creolar voru yfirleitt mjög listelskt fólk) voru nú drifnir f einum hvelli niðurá neðsta svið mann- legs lífs — i' sambýli viö svert- ingjana. — t þeim suðupotti kraumaði óhamingjusamt mannlifið. „ BASIN STREET IS THE STREET” The District — Stoiyville i gamla franska svertingjahverf- inu var ekki nein kotströnd eða dottandi Búðardalur á árunum milli 1800 og 1900. 1 gleðskaparhverfinu i New Orleans réð ferðinni fransk-spænskt léttlyndi og ótæpur afríkanskur gáski. — Einmitt þarna i Mahogany Hall upphófst fyrir alvöru „jam-sessionin” mikla sem stendur yfir enn. Þó að lyfturnar hjá Lulu væru aðeins fyrir tvo, — spiluðu þeir þarna hver um annan þveran allir þessir gömlu góðu gaurar, sem manni er svo endalaust hlýtt til, svo sem „Big Eye” Nelson, Buddyarnir King Bold- en sem var spámaðurinn en ent- ist illa og Petit sem haföi 20 hljómsveitir eins og Pétur rak- ari á sfnum skærum, Bunk Johnson, sem gleymdist illa en lifði þá alla og fannst um sjö- tugt, hann spilaði menn hissa fram yfir áttrætt. Bechet á horni Bechetstrætis og Armstrongstrætis Dodds bræöurmr Baby og Johnny sem urðu klassik og Krupa og Goodman lærðu sitt af, Freddie Keppard sem varð um siðir frægur fyrir það sem hanngerði ekki, þ.e. að neita að spila inná fyrstu grammófón- plötuna: ,,I didn’t want anyone to steal our stuff” útskýrði kall og hneggjaði i hornið. Kornettistinn Nick La Rocca sem varð heimsfrægur á þver- öfugan hátt, klarinettleikararn- ir Jimmy Noon sem þótti meir en góður og Sidney Bechet sem dó i lukkulegri elli sem heiðurs- borgari Parisar 1959, trombón- spilarinn Kid Ory sem skóp bá- súnustilinn, p.__'séníið Jelly Roll Morton sem laug þvi til, að hann hefði sjálfur fundiö upp jazzinn, þaö fann hann út ein- faldlega með þvi að sleppa öll- um hinum, aftur á móti gerði hann píanóið að jazzhljómsveit- arhljóðfæri, svo var það auðvit- að sjálfur kóngurinn — allt var alveg sér á parti hjá King Oli- ver. — Og svo allir hinir... Arið 1906 gefur súljúfa Count- ess, miss Wille Piazza (sem ekki var kvenrithöfundur) út hina ágætu Blue Book sem er meö eldri feröamannahandbókum þar vestra og visar veginn gegnum klassana i hverfinu alla leiðuppí eigiö hús beint ifangið á Crying Emmu, Gold Tooth Gussie, Bird Leg Noru eða Three Finger Annie og Tender LionThelmu—eða einsogsegir i bláu bókinni „The shot up- stairs, Theshot downstairs, And the shot in the room”. Ennfrem- ur stendur i þeirri bláu „If you have the blues —just ask for the countess”. Loft var að visu lævi blandið á þessum slóðum og lifsháski mikill, (það var tekið sérstak- lega fram, ef menn dóu eðlileg- um dauðdaga), — en það var lika opið hús hjá Lulu dag og nótt þar sem haldið var uppá jólin — árið og öldina út — eða til ársins 1917 — þá kom ný harðsnúin reglugerð. Fljótlega uppúr þvi var Basin Street og Storyville aðeins til i ljúfsárri minningunni. Nokkrar ábendingar um fáan- legar LP með leik ómengaðra New Orleans kappa. 1. Bunk Johnson (trompet) Echos from New Orleans, Storyville 670 203 (með Georg Lewis klarinett o.fl.) 2. Jimmy Noon (klarinett) At the Apex Club, Decca D1 79 235. 3. Doddsbræðurnir (Baby trommur, Johnny klarinett). Johnny Dodds and.Tommy Ladnier, BiographBLP —12024. 4. Jelly Roll Morton (piano). Stompsand Joys, RCA LPY 508. Heinesen fær H.C. Andersen- verðlaunin Færeyska skáldið William Heinesen hlaut bókmenntaverö- laun H.C. Andersen sjóðsins síð- asta mánudag, en einmitt þann dag, 2. april, fæddist hið dáða danska skáld. Heinesen er 79 ára gamall og hefúr verið afkastamikiö og mik- ilsvirt skáld um langt skeiö. Hann hefur verið búsettur i Fær- eyjum mest allan hluta ævi sinn- ar. Ekki aðeins hefur skáldsagna- formið verið honum hugleikið, þvi mörg ljóð eftir Heinesen hafa birst á prenti. Þetta er ekki i fyrsta sinn, sem Heinesen hlotn- ast heiður af þessu tagi, til að mynda hlaut hann bókmennta- verðlaun Norðurlandaráðs árið 1965. H. C. Andersen verðlaunin hafa ýmis nafntoguð skáld hlotið. Má þar nefna Tove Ditlevsen, Tom Kristensen og fleiri. Trend Rafritvélar Japönsk völundarsmíð. Ódýrar, liprar, sterkar og fallegar. Skrifvélin h.f. Suðurlandsbrairt 12. Sími 8 52 77. Pósth. 1232. Til suðurs með Surtnu Sunna býður bestu fdanlegu hótelin og íbúðirnar. Þjónustuskrifstofur með íslensku starfsfólki MALLORCA ibúðahótel: TRIANON, PORTONOVA, VILLA MAR, ROYAL MAGALUF Hótel: GUADALUPE, ANTILLAS/BARBA DOS, HÖTEL 33. Dvalartimi 1-3 vikur. Brottfarardagar: 4. apr. - 6. apr. — 20. apr. - 11. mai 1. júni - 22. júni - 13. júli — 27. júli — 3. ág. — 17. ág. - 24. ág. og 31. ág. - 7. sept. - 14. sept. og 28. sept. - 5 okt. COSTA DEL SOL ibúðahótel: PLAYAMAR, LA CASCADA Hótel: DON PABLO Dvalartimi 1-3 vikur. Brottfarardagar: 11. mai 1. júni - 8. júni - 22. júni og 29. júní 6. júli - 13. júli — 20. júli og 27. júli — 3. ág. - 10. ág. 17. ág. 24. ág. og 31. ág. - 7. sept. - 14. sept. og 22. sept. COSTA BRAVA ibúöahótel: TRIMARAN og ROYAL LLORET Hótal CARIBE Dvalartimi 3 vikur. Brottfarardagar: H.mai 1. júniog22. juni 13. júli — 3. ágúst og 24. ágúst - 7. sept. KANARÍEYJAR Ibúöahótel á PLAYA DEL INGLES: KOOKA, ROCA VERDE, CORONA ROJA og CORONA BLANCA Dvalartími: 18 26. dagar. Brottfarardagar: 11. mai 5. júni 26. júni — 17. júli — 7. ágúst - 28. ágúst - 18. sept. - 9. okt. LONDON Brottför alla laugardaga. Hótel: GLOUCESTÉR, CUMBER LAND, REGENT PALACE og RUSSEL PORTÚGAL ESTORIL Hótel ALBERGARIA VALBOM og LONDRES Ibúðir VALE DO SOL Dvalartimi3vikur. Brottfarardagar: 5 júni - 26. júni 17. júli - 7. ágúst 28. ágúst - 18. sept. GRIKKLAND Hótel FENIX, REGINA MARIS og VRAONA BAY OASIS ibúöir Dvalartimi 2 og 3 vikur. Brottfarardagar: 16. maí 6 júni og 27. júni 18. júli - 8. ágúst og 29. ágúst - 12. sept. ÍSRAEL - GRIKKLAND 17. mai verö hr. 187.000. Dvalartimi3 vikur. KANADA WINNIPEG og VANCOUVER. Brottfarardagar: 3. júni - 3 vikur, 24. júni — 4 vikur. 22. júli - 3 vikur. FARSEDLAR ÚT UM ALLAN HEIM FJÖLSKYLDU OG ONNUR SERFARGJOLD í AÆTLUNAR FLUGI ÖLL ÓDYRUSTU FLUGFAR GJOLDIN STÆRRI FLUGVÉLAR OG ' HAGKVÆMIR HÓTEL- SAMNINGAR LÆKKA FERÐAKOSTNADINN REYKJAVÍK: BANKASTRÆTT 10 - SÍMI 29322. *

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.