Helgarpósturinn - 06.04.1979, Side 24

Helgarpósturinn - 06.04.1979, Side 24
I-helgarpOSturinrL- Föstudagur 6. apríl 1979 Bryndis Schram mátar búninga niöri í Þjóðleikhúsi HP-myndir: Friðþjdfur. Ekki vitum við hvernig Visir fer að, þegar leikritið um prins- sessuna á bauninni kemur á svið Þjóðleikhússins. Gagnrýnandi blaðsins, Bryndis Schram hefur nefriilega gert sér litið fyrir og tekið að sér eitt hlutverkanna í leiknum, svo að varla kemur hún til með að leggja blaði sínu til leikhúspistil eftir þá frumsýn- ingu. Bryndfs hefur ekki leikið í' Þjóð- leikhúsinu frá þvi veturinn 1970 i barnaleikritinu Dimmalimm eftir Helgu Egilsson þvi að haustið eftir flutti hún vestur til Isafjarð- ar, þar sem hún hefur þó reynt að halda sér i æfingu með þvi að leika með Litla leikklúbbnum á ísafirði meðan hún dvaldist þar sem menntaskólakennari og skólameistari á stundum. Hvernig finnst henni aö vera horfin úr áhorfendahópnum upp á sviðið, úr hlutverki gagnrýnand- ans i hlutverki leikarans? ,,Er ekki stundum sagt, að mis- lukkaðir rithöfundar reyni að ná sér niður á kollegum sinum með þvi að gerast bókmenntagagn- rýnendur. Kannski ég sé engu betri,” svarar Bryndis. ,,Ég kom annars inn i leikhúsið aðeins 12 ára að aldri og hvarf þaðan 15 árum seinna. Þetta var stórkost- legur timi en nú finnst mér ég vera hálfgerð boðflenna og tima- skekkja.” —AB Fréttastofu Sjónvarps hefur nú bæst nýr liösauki þar sem er Ingvi Hrafn Jónsson, gamal- reyndur blaöamaður af Morgun- blaðinu, og viðar. Hann verður þar I þrjá mánuöi og leysir af Sonju Diego, sem er i leyfi. Sonja mun verða hjá Efnahagsbanda- lagi Evrópu i Brussel. Ingvi Hrafn sagði í samtali við Helgarpóstinn, að sér litist ágæt- lega á þetta. „Það er mjög skemmtilegt að fást við nýja teg- und fréttamennsku. Vinnan viö Sjónvarpið er aö þvi leyti frá- brugðin vinnu viö dagblöðin, að fyrir sjónvarp þarf að skrifa miklu styttra mál, en um leið gæta þess, að kjarninn komi fram i þvi sem lesið er. Einnig þarf að aðlaga fréttirnar myndefni”. Ingvi Hrafn hefur unnið sjálf- stætt sem blaðamaður siðastliðið ár, og gerir ráö fyrir aö halda þvi áfram eftir að vistinni hjá Sjón- varpinu lýkur. „Ég hef mikinn áhuga á lax- veiðum. Það passar þvi vel fyrir mig aö þetta er búið 30. júni. Ég kemst þá i laxinn i júlí. Annars á ég nú von á því aö ég verði half- partinn i vöðlunum hérna siðasta daginn”, sagði Ingvi Hrafn Jóns- son að lokum. —GB. Þrír framhjólodrrfnir valkostir, allir jafn þýskir! Pa88atinn er “stóri” bíllinn hjá Volkswagen. Sportlegur bíll sem fæst í mismunandi gerðum: 2ja eða 4ja dyra, einnig með stórri gátt að aftan og í “station” útfærslu. Við erfiðu8tu akstursskilyrði bregst hann ekki, hvort heldur í snjó, hálku, rigningu eða miklum hliðarvindi. Ekki 8akar útlitið: Passatinn er glæsitegur vagn, rýmið mikið, frágangur og innréttingar frammúr8karandi vandaðar. BBLF® Golfinn er léttur og lipur í umferðinni. Hugvit8amleg hönnun hans veldur því að innra rýmið er mikið og drjúgt en ytri mál eru miðuð við að smjúga í umferðinni; það stœði finnst vart sem Golfinn smeygir sér ekki inn í. Á vegum úti er Golfinn eins og hugur manns. Hœgt er að breyta honum í aendibíl á svipstundu. Það vekur athygli að Loftleiðir völdu Golfinn af öllum þeim aragrúa bíla, sem bjóðast hér á landi fyrir bílaleigu sína. 52 VOLKSWAGENGOLFNÚíNOTKUNHJÁ BÍLALEIGU LOFTLEIÐA ! Það er eitt að kaupa bíl,annað að reka hann: Þú 8em vilt tryggja þér góða þjónustu, VOLKSWAGENÞJÖNUSTU, velurþví Golf, Derby eða Passat. Einhver þeirra þriggja er bíllinn fyrir þig og þína. Derby sameinar smekklegt útlit, framúrskar- andi ak8tur8eiginleika og þýska natni í frágangi. Aðrir helstu kostir Derbys: Hœð undir lægsta punkt er 22,5 cm. Sparneytinn svo af ber. Farangur8rýmið er óvenju stórt, 515 lítrar. Af þessu má sjá að Derby er tilvalinn ferða- og fjöl8kyldubíll sökum aparneytni, hœðar frá vegi og farangursrými8. • Miðstöð 25% kroftmeirí • Sparneytnir • Framhjóladrifnir • Hóirávegi • Sérhœfð varahluta-og viðgerðaþjónusta HEKIAHF Laugavegi 170-172 Sími 21240 Ingvi Hrafn án vaðlanna á fyrsta degi á skrifstofu sinni hjá sjdn- varpinu. I nýjasta tölublaði timaritsins Sweden Now, sem gefið er út á ensku um sænsk málefni mátti lesa eftirfarandi klausu i slúöur- dálki blaðsins: „Iceland’s For- eign Minister Benedikt Gröndal made an official visit to his colleague Hans Blix and was entertained at one of the gayest parties of this snowiest of wint- ers...” Sem útleggst: „Utanrikis- ráðherra Islands Benedikt Grön- dal kom i opinbera heimsókn til starfsbróður síns Hans Blix (utanrikisráðherra Svia) og hon- um til heiðurs var haldið eitt „glaðværasta parti hingaö til á þessum snjóþunga vetri.” Hið viröulega bandariska stór- blaö The New York Times hefur nýlega gefið út sérblað þar sem kynnt eru ferðalög til Evrópu- landa. Þar er fjallað um öll lönd Stefán. álfunnar og þeim gefin einkunn. Farið er mjög lofsamlegum orðum um Island, og segir aö Bandarikjamenn séu alltaf jafn glaðir að heyra, að við, íslending- ar, höfum Golfstrauminn, sem færir okkur svo gott veður. 1 sama blaði er leitað til ferða- skrifstofumanna og þeir spurðir hvaö þeir hafi upp á að bjóða. Fyrir Islands hönd svarar Stefán J. Richter. Hann nefnir lág flug- fargjöld innanlands og ýmis sér- fargjöld með áæltunarbilum, t.d. hringmiðann. Meö slfitum miða er hægt að feröast hringinn i kringum landiö, ogtaka eins mik- inn tima i það og hverjum hentar. —GB.

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.