Helgarpósturinn - 02.11.1979, Síða 22

Helgarpósturinn - 02.11.1979, Síða 22
22 Föstudagur 2. nóvember 1979 __helgarpásturinn- | :í' rl ■MjÍ: II i* ■ r ■ DB-mynd Ragnar Th. Stgurðsson. f7mmm þetta eilífa fyllerí og stuð... ff — spjallað við Eyþór Gunnarsson og Friðrik Karlsson i hljómsveitinni Mezzoforte Eyþór: ....þaö fer yfirleitt alltof mikill tfmi i Friörik: „1 tónlistarskólunum hérna kemst ekkert snakk og snatt i stúdióinu”. annaö aö en klassik og aftur klassik...” Viðtal: Páll Pálsson Myndir: Friðþjófur ofl. i næstu viku kemur á markaöinn fyrsta alislenska „bræöslupiatan”. Hún heitir MEZZOFORTE, og aö henni stendur samnefnd hljómsveit. Bræösian (e. fusion, neojazzier tónlistarstefna sem nýtur mik- illa vinsælda i Bandarikjunum, og þar hefur Jakobi Magnússyni oröiö vel ágengt meö plötu sinni Special Treatment, einsog flest- um ætti aö vera kunnugt. Hijómsveitina Mezzoforte skipa Eyþór Gunnarsson hljóm- borösleikari, Friörik Karisson gftarleikari, Gunnlaugur Briem trommari, Jóhann Asmundsson bassaieikari og Stefán S. Stefánsson blásari. Helgarpósturinn hitti Eyþór Gunnarsson og Friörik Karlsson aö máli fyrir skömmu, og átti viö þá eftirfarandi viötal: Vaxandi áhugi fyrir bræöslunni F: „Viö erum búnir aö vera aö þróa þessa tónlist meö okkur f 3- 4 ár. Og viö höfum spilaö hana meö mörgum, en lengst af veriö fjórir þ.e. ég, Eyþór, Gulli og Jóhann. Viö höfum mest komiö fram meö bræösluna á djass- kvöldum hist og her, en einnig reynt aö lauma henni inni pró- grömm þeirra danshljómsveita sem viö höfum spilaö meö.” E: ,,0g þaö var á meöan viö vorum I Ljósunum i bænum, aö Steinar Berg hijómplötuútgef- andi heyröi okkur spila bræösluna, og fannst aö viö ættum aö setja hana á plast.” F: ,,Já, og þetta var upphaflega hugsaö sem tækifæri til aö halda þeim mannskap sem var i Ljósunum saman, halda okkur gangandi. En svo viröist lika vera vaxandi áhugi hérlendis fyrir þessari tónlist, og ein leiöin til þess aö kanna hve mikill hann er, er aö gefa út plötu.” — Eftir hverja eru lögin á plötunni? E: „Okkur alla. Þaö leggja allir eitthvaö aö mörkum. Menn komu meö drög aö lögum, sem siöan voru fullunnin i samvinnu. Þaö er semsagt engin einstefna I lagasmiöum hljómsveitar- innar.Svo á Gunnar Þóröarson eitt lag, sem heitir Kinahverfi, þarsem hann sýnir á sér nýja hliö sem lagasmiöur.” Tækifæri til þroska — Voruö þiö lengi aö taka plötuna upp? E: ,,Nei, viö reyndum aö æfa vel fyrir upptökurnar og notuöum ekki nema 86 tima i stúdióinu. Þaö þykir ekki mikill tlmi, en það er vel hægt aö taka upp plötur á svona stuttum tima. Þetta er bara spurning um undirbúning, þaö fer yfirleitt alltof mikill timi i snakk og snatt I stúdióinu.” — Hvaö finniö þiö svona sér- stakt I bræöslunni? F: „Þessi tónlist gefur hljóö- færaleikurum tækifæri til þroska, og aö nota kunnáttu slna, en ekki aö vera endalaust undirleikarar fyrir söngvara. Tii dæmis er nýbylgjan ekki beint intresant fyrir hljóöfæra- leikara, þvi hún er meira tónlist söngvaranna. En þaö er erfitt aö koma bræöslunni aö á dans- ieikjum, amk. hér á iandi. Landinn vill bara sukk og söng á dansleikjum. Ball er jú alltaf ball.” E: „Islendingar kunna ekki aö njóta tónlistar i rólegheitum. Þaö er alltaf þetta eilifa fylleri og stuö sem þeir sækjast eftir. En vínhúsamenningin hérna býöur svosem ekki uppá annaö. Þaö vantar alveg staöi þarsem fólk getur sest niöur og hlustaö afslappaö á góöa tóniist, og sötraö bjór. Þaö vantar bjórinn, það er svo góð stemmning sem fylgir honum.” Konsert — Hvar ætliö þiö þá aö spila til aö kynna plötuna? E: „Viö ætlum aö fara i skólana, þeir eru einna opnastir fyrir svona starfsemi. Svo ætlum viö lika aö reyna aö halda konsert einhvers staöar hér i Reykjavik daginn áöuren platan kemur i búöirnar.” F: „Þaö má gjarnankoma fram aö þaö standa mannabreytingar fyrir dyrum hjá okkur. Þaö bætist annar hljómborösleikari i hópinn, Björn Thorarensen heitir hann, og Stefán S. Stefánsson spilar sennilega ekki meö okkur á næstunni." — Nú eruö þiö ungir i brans- anum, — hvernig hefur ykkur gengiö aö komast aö td. i sam- bandi viö stúdíóvinnu? E: „Þaö hefur verið erfitt aö komast i stúdió- eöa session- vinnu einsog viö köllum þaö. Þaö eru alltaf sömu mennirnir sem sitja aö henni, og hljóm- plötugerö þvi oröin mjög einhæf hér.” F: „En þaö er einn hlutur i sam- bandi viö sessionmennskuna sem veröur aö taka til greina. Hljömplötugerö er mjög dýr, og krefst þvi þjálfaöra manna sem þekkja stúdióiö og eru fljótir aö vinna. Þegar ég kom fyrst I stúdfóiö, þá þurfti bókstaflega aö gera allt fyrir mig, þvl ég vissi ekki einu sinni hvar ég átti aö staösetja magnarann, hvaö þá hvar átti aö stinga honum i samband. Þaö tekur sinn tlma aö þjálfa menn i þvi að vinna þarna. Viö erum fyrst núna farnir aö kunna eitthvaö til verka, eftir aö hafa tekiö þátt i aö gera nokkrar plötur.” E:„En þaö er mjög skemmti- legt aö vinna viö hljómplötu- gerð, og þaö er góöur mórall suöri Hljóörita. Og þaö má segja aö okkur hafi bara gengið nokkuö vel aö koma okkur áfram miöaö viö aö meöalald- urinn i hljómsveitinni er 18 ár.” F: „Og eftir aö viö geröum Ljósaplöturnar, þá var okkur fyrst boöiö sæmilegt kaup. Áöur spiluöum viö fyrir 50 þúsund á kvöldi, eöa jafnvel ókeypis, en nú fáum viö svona 250 þúsund aö meöaltali fyrir kvöldiö. Þannig aö þaö er ákveöin viöurkenning aö spila á plötum. Þaö gildir lika I þessum bransa aö vera ákveðinn og aö útgefendur finni aö viö vitum hvaö viö erum aö gera. Annars held ég að þaö sem fyrst og fremst hafi komið okkur áfram, er hvaö bandið er fastmótaö hjá okkur. Við erum allir góöir vinir, hlustum á sömu tónlist, og erum eiginlega nokk- urs konar klika.” E: „Já, við störfum eftir fast- ákveönum prinsipum, og þvi er kannski erfitt fyrir aöra aö komast inni þessa kliku. útlönd — Eruö þiö farnir aö hugsa til næstu plötu? F: „Nei, ekki er nú beint hægt aö segja þaö. En ef þessi plata selst eitthvaö og stendur jafnvel undirsér, þá reynum viö náttúr- lega að gera aöra. Og þaö bendir allt til þess aö markaöurinn sé aö stækka fyrir þessa tónlist. Þaö má segja aö viö stefnum á sama markaö og Jakob Magnússon. Hann hefur sýnt okkur mikinn áhuga og vill reyna aö koma okkur á fram- færi úti. Og þaö er auðvitað draumurinn aö komast til Bandarikjanna, þarsem bræöslan stendur i mestum blóma.” — Þiö stefniö þá aö þvi að komast til útlanda? E: „Já, enda enginn grund- völlur hér á landi til aö lifa á þessu. Platan veröur send út til kynningar, og viö erum aö pæla I þvi aö fara eitthvaö útfyrir landsteinana næsta sumar, td. til Noröurlandanna, meö þetta og kannski söngband. Svona til aö vikka sjóndeildarhringinn og selja kannski nokkur eintök i leiðinni. Þaö er ekki nóg aö senda bara plötuna út, þaö þarf aö fylgja henni eftir.” F: „Okkur langar lika út til náms. Þaö eru komnir upp margir djassháskólar i Banda- rikjunum, og þar eru engir komplexar i sambandi viö hvaö þú ert aö spila einsog hér. t tónlistarskólunum hérna kemst ekkert annaö aö en klassik og aftur klassík, og poppurunum er ýtt frá.” Ej „Þaö er heldur engin framtiö hér fyrir læröa menn i djassi, ja nema aö spila i Klúbbnum, og hver filar aö spila þar fertugur?”

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.