Helgarpósturinn - 14.12.1979, Qupperneq 3
3
halrjarpnczti irínn Föstudagur 14. desember 1979
lökin til að komast yfir fangelsis-
múrinn lika, en ég varð að hnýta
annan endann fastan i rimil og
þegar ég hafði bætt beltinu minu
við, náði þetta niður i garðinn.
Það var garðurinn sem við
notuðum til að hreyfa okkur i á
daginn, en utan um hann var bara
girðing, sem ég komst auðveld-
lega yfir. Ég hafði séð múrinn á
einum stað, þar sem ég hélt að
auðvelt væri að komast yfir, en ég
fékk nú brátt að kynnast öðru.
— En þú hefur greinilega kom-
ist yfir.
— Já, við illan leik.
— Eru engir varðmenn i
garðinum, eða við vegginn?
— Ekki varð ég var við þá.
— Hvað gerðirðu þegar þú
varst kominn út fyrir?
— Ég tók nú bara leigubil fyrir
utan fangelsið!
— Þá hefurðu haft peninga
— Já, ég átti 50 krónur (Dkr) i
vasanum.
— Hafði ykkur tekist að fela
eitthvað af peningum frá eitur-
lyfjasölunni?
— Nei, við vorum teknir með
allt.
Nafnlausir hjálparmenn.
— Hvert léstu leigubilinn aka
þér?
— Ég fór á stað sem ég þekkti.
— Þar sem þú þekktir fólk?
— Já, og þar fékk ég að sofa.
— Hvernig tók fólkið á móti
þér?
— Það var bara hissa, annars
tók það vel á móti mér — það hef-
ur eiginlega verið tekið vel á móti
mér alls staðar. Daginn eftir fékk
ég lánaðan passa hjá manni sem
er dökkhærður og á honum komst
ég svo til Þýskalands.
— Voru þetta íslendingar sem
hjálpuðu þér?
— Það segi ég ekki, þetta var
bara fólk sem ég þekki.
— Varstu með islenskt vega-
bréf?
— Það var bara vegabréf, þjóð-
ernið skiptir ekki máli.
— Hafðirðu peninga til Þýska-
landsferðarinnar?
— Ég fékk lánað fyrir farinu.
— Einhvern veginn hefurðu
þurft að lifa, hvernig fékkstu mat
og húsaskjól i Þýskalandi?
— Ég fékk nokkur þúsund krón-
ur (Dkr) lánaðar i Þýskalandi.
— Hver tekur áhættuna á að
lána manni eins og þér nokkur
þúsund krónur?
— Þetta var vinargreiði og ég
fékk 2000 kr, sem fóru i mat og
húsnæði þennan mánuð sem ég
var i Þýskalandi.
— Hvar bjóstu i Þýskalandi?
— Ég bjó á pensjónati. Hvar
það var, skiptir ekki máli.
— Ekki hafa þessir peningar
enst þér þessa rúma þrjá mánuði
á flóttanum.
— Nei, en það er viðast hvar i
Evrópu hægt aö fá ólöglega vinnu
og ég var i mánuð i Þýskalandi á
þessu pensjónati og fór siðan til
Amsterdam og fékk vinnu.
Flúði til að bjarga geð-
heilsunni
Nú hafði Sigurður fengið sér
nokkra „smóka” af stuðinu og
virtist það fara ágætlega saman
með danska bjórnum, þvi hann
gerðist skrafhreifnari.
— Hvernig fer maður að þvi að
fá ólöglega vinnu i Amsterdam?
Ekki hefurðu bara bankað ein-
hvers staðar upp á og beðið um
eitthvert skuggastarf?
— Nei, ég fékk vinnu hjá manni
sem ég þekkti, sem á hótel og ég
afgreiddi á barnum.
— Er það Hollendingur?
— Já.
— Þú hefur ekki tekið til*Við
fyrri iðju, að selja fikniefni?
— Þegar maður er i minni að-
stöðu, hefur maður. ekki efni á að
vera vandfýsinn á hvað maður
tekur sér fyrir hendur. Maður
verður að selja það sem þessir
menn hafa á boðstólnum, annars
er maður bara á götunni.
— Hvers vegna braustu út úr
fangelsinu?
— Það var eiginlega til að
bjarga geðheilsunni. Ég þoldi ein-
faldlega ekki við þarna inni.
— Telur þú það þá vera geðbæt-
andi að vera hundeltur um allar
jarðir og þurfa að lúta afarkost-
um alls konar glæpalýðs til að
lifa?
— Nei, nei, en sækja menn ekki
i þann félagsskap, sem þeir hafa
mesta þörf fyrir?
— Hefur þú þá þörf fyrir að um-
gangast glæpalýð?
— Nei, ekki mundi ég segja það,
en maður neyðist til að umgang-
ast sorann i þjóðfélögunum. Þar
er best að fela sig, en maður fær
svo sem ekki mikið álit á heimin-
um, eða þjóðfélögunum i heild,
þegar maður þarf að lifa eins og
rotta — velta sér upp úr sorpinu
til að lifa.
Kaupmannahöfn — ekki
ferö til f jár
— Hefur þér aldrei dottið i hug
að breyta um liferni — að verða
nýtur þjóðfélagsþegn?
— Það er nú alltaf á stefnu-
skránni, en það er svo sem ekkert
auðvelt, þegar maður er talinn
hafa brennt allar brýr að baki
sér. Það er náttúrulega réttast að
borga skuld sina viö hvern sem
er, i þessu tilfelli samfélagið, en
mér finnst bara skuldin ansi stór.
— Þú gerir þér væntanlega
grein fyrir, að þú næst fyrr eða
seinna. Væri ekki skynsamlegra
tekið fyrir, fyrr en rétt fyrir jólin
og ég hafði ekki þolinmæði til að
biða.
— Hvers vegna komstu aftur
hingað til Kaupmannahafnar?
— Ég þurfti að sækja hingað
verðmætan hlut sem ég átti og
koma honum i peninga.
— Hvað var það? Voru það
fikniefni?
— Nei, það var bara eins og ég
segi, verðmætur hlutur.
— Var það heiðarlega fenginn
hlutur?
— Já, hann var það, en mundi
þó vera talinn óheiðarlega feng-
inn ef út i það væri farið.
— Af hverjum? Lögreglunni?
— Já kannski löggunni.
— Hvað fékkstu svo mikla pen-
inga fyrir hlutinn?
— Ég fékk 5000 danskar krónur,
en það dugði mér nú skammt, þvi
vinur minn stal þeim frá mér.
— Þokkalegir vinir sem þú átt.
Þú getur náttúrulega ekki kært
þjófnaðinn til lögreglunnar.
— Nei — ég á nú óhægt um vik
með það, en svona getur það verið
Siguröur Þór: „Ég flúði úr fangelsinu til aö bjarga geðheilsunni. Ég
þoidi einfaldiega ekki viö þarna inni”.
gagnvart öðrum eiturlyfjum sem
ég tel mig ráða við.
— Finnst þér enginn stigsmun-
ur á að selja hass eða kókain?
— Nei, eiginlega ekki, sjáðu,
þegar maður er búinn að vera
háður efni sem selt er i einkaleyfi
rikisins og dettur svo niður á efni
eins og hass, sem er miklu
ómerkilegra finnst manni allt i
lagi að nota hassið. Svo kemur
það bara af sjálfu sér, að maður
fær sér eina litla „nös” og finnst
það bara ágætt. Þannig missir
maður móralinn gagnvart hverju
efni fyrir sig.
— Finnst þér þá ekkert athuga-
vert að selja t.d. heróin?
— Sko, Hesturinn er bara stigs-
munur frá kókaininu — og ég verð
eiginlega að svara þessu neitandi.
Alla vega ekki eftir að ég var i
Hollandi. Þar nota menn Kók og
Hestinn jöfnum höndum.
— Hesturinn, er það heróin?
— Já, það er það vist kallað.
— Hefur þú sjálfur prófað að
nota heróin?
— Einu sinni já, i fangelsinu.
Ahrifin voru ósköp notaleg , en
með þvi að fá eiturlyf til að selja i
umboðssölu.
— Annars er helsta óskin að fá
að vera i friði.
—- 1 friði með hvað?
— Bara að lifa.
— Hefurðu hugsaö út i, að þú átt
kannski eftir að lifa i 50 ár i við-
bót? Eru 50 ár i og úr fangelsi
eftirsóknarverð?
— Æ, ég veit ekki hvað ég á að
gera, kannski gef ég mig fram
fyrr eða seinna, það snýst ein-
hvern veginn allt fyrir manni. Ég
á bara s vo bágt með að sætta mig
við að fara i' fangelsi næstu árin.
Ég vil lifa, það gerir maður ekki i
fangelsi.
— Það gæti nú verið að þú ættir
fangelsisvistina skilið.
— Já, já, sennilega á ég hana
skilið, en ég hafði bara gert mér
vonir um vægari dóm — svona tvö
ár. Annars á ég að vera farinn i
sólina fyrir löngu, ætliégfari ekki
þangað við fyrsta tækifæri.
— Hvert ferðu héðan?
— Ég veit það ekki, eitthvað
suður á bóginn reikna ég með.
— Þú gerir þér væntanlega
Fióttamanni veröur tamast aö lfta um öxl, — hann getur alltaf búist við
aö veröa gripinn.
að gefa sig fram sjálfviljugur og
reyna að verða þér út um ein-
hverjar málsbætur á þann hátt.
— Ég tel mig hafa jafn mikla
möguleika, hvort sem ég gef mig
sjálfur fram eða verð tekinn. Það
eru náttúrulega til lúxusfangelsi i
Danmörku. Opin fangelsi, þar
sem maður fær helgarleyfi
o.s.frv. en sem útlendingur gat ég
aðeins fengið að velja um lokuðu
fangelsin. Ég sótti um að fá að af-
plána á íslandi og var reyndar
búinn að fá leyfið, þegar ég
strauk.
— Var þá ekki fljótræði að
strjúka?
— Ég nennti bara ekki aö biða
eftir að málið yrði tekið upp að
nýju. Við vorum búnir að áfrýja,
en mér skildist að málið yrði ekki
að vera upp á alls konar fólk kom-
inn, maður getur engum treyst —
það eru eins konar frumskógalög,
sem gilda i þessum heimi.
Kynntist fikniefnum i
Kristjaníu
— Hvenær byrjaðir þú að neyta
fikniefna?
—- Ég kynntist þeim ekki af al-
vöru fyrr en hér i Kaupmanna-
höfn. Það var i Kristjaniu, eins og
allir hinir. Reyndar hef ég verið
háður einkaleyfiseitrinu i mörg
ár. Brennivinið hefur eiginlega
verið stærsti þátturinn i minu lifi.
Allir minir smáglæpir heima á Is-
landi voru framdir til að útvega
meira vin, þannig að ég hef nú
ekki miklar móralskar skoðanir
þó er ég nú dálitið hræddur við
það.
Framtíðin er ekki björt
Þegar Sigurður er spurður um
framtiðaráætlanir sinar, vefst
honum tunga um tönn. Helsti
draumur hans er að komast eitt-
hvað suður á bóginn, eða til
austurlanda. Þar gerir hann sér
vonir um að geta horfið i mann-
fjöldann. Þó togast á löngunin til
að snúa aftur til eðlilegs lifs, sem
hann getur þó ekki án þess að
borga skuld sina við samfélagið
og taka út sinn fangelsisdóm. —
Annars getur maður ekki gert
miklar framtiðaráætlanir, segir
hann.
Helst dettur honum i hug að
fjármagna samfélagsflótta sinn
grein fyrir að ég verð að tilkynna
lögreglunni að viö höfum hist.
— Ætli það ekki. Ætli maður
fari þá ekki að drifa sig af stað.
Eftirmáli
Að vera afbrotamaöur á flótta,
gctur vægast sagt ekki veriö
eftirsóknarvert hlutskipti. Óttinn
viö að verða handtekinn, verður
liluti af dagiegri tiiveru og maöur
verður að blanda geði við mestu
úrhrök mannfélagsins. Fólk sem
hefur litla sem enga siögæöisvit-
und og stelur síöasta eyri frá
besta vini sinum, vegna þess aö
það veit að hann getur ckki kært
þjófnaðinn. Ég reyndi árangurs-
laust að telja Sigurð á að gefa sig
fram við yfirvöldin, en hann kaus
að vera hundeltur eins Icngi og
mögulegt væri.
Texti og myndir: Magnús Guömundsson, Kaupmannahöfn
PER HANSSON:
TEFLTÁ TVÆR HÆTTUR
Þetta er ekki skáldsaga, þetta er skjalfest og sönn frá-
sögn um Norðmanninn Gunvald Tomstad, sem axlaði þá
þungu byrði að gerast nazistaforingi og trúnaðarvinur
Gestapo, — samkvæmt skipunum frá London, — og til
þess að þjóna föðurlandi sinu varð hann að leika hið sví-
virðilega hlutverk svikarans, gerast foringi í einkaher
Quislings. En loks komust Þjóöverjar að hinu sanna um
líf og störf Gunvalds Tomstad og þá varð hann að hverfa.
Og þá hófst leitin að honum og öðrum norskum föður-
landsvinum. Sú leit, framkvæmd af þýzkri nákvæmni,
varð æsilega spennandi og óhugnanleg.
K. SÖRHUS OG R. OTTESEN:
BARÁTTA MILORG D 13
Þetta er æsileg og spennandi frásögn af norskum föður-
landsvinum, harðsoðnum hetjum, sem væntu þess ekki
að frelsið félli þeim í skaut eins og gjöf frá guðunum.
Þeir stóðu augliti til auglitis við dauðann, lifðu í sífelld-
um ugg og ótta um að upp um þá kæmist, að þeir yrðu
handteknir og skotnir eða hnepptir í fangabúðir og
pyndaðir. — Þessir menn börðust af hugrekki og
kænsku, kaldrifjaðri ófyrirleitni og ósvífni, en einnig
skipulagi og aga, fyrirhyggju og snilli. — Þessi bók er
skjalfest og sönn, ógnvekjandi og æsilega spennandi,
— sannkölluð háspennusaga.
PiRHANSSON
HAETTUR
KJfU SORHUS ÐG RDlf OÍTISfN
BARÁTTA