Helgarpósturinn - 14.12.1979, Side 4

Helgarpósturinn - 14.12.1979, Side 4
Föstudagur 14. desember 1979 —he/garpústurínrL. NAFN: Guðjón Jónsson STARF: Formaður Málm- og skipasmiðasambandsins HEIMILI: Breiða- gerði 23, Rvik HEIMILISHAGIR: Eiginkona, Unnur Benediktsdóttir og eiga þau tvö börn BIFREIÐ: Lada 1600 árg. '68 ÁHUGAMÁL: Félagsmál, ferðalög og sundiðkun „ALGJÖRUM LAUNAJÖFNUÐI VERÐUR ALDREI KOMIÐ Á" Ekki náðist samstaða um láglaunastefnu á kjaramálaráðstefnu Alþýöusambands tslands, sem haidin var fyrir skömmu. Verkamannasambandið bar fram tillögu sem fól þaö i sér, aö veröbætur á taun yrðu i kronutölu ýmissa samtaka mótfallnir. t loftinu liggur ákveðin togstreita milli þeirra verkalýðsfélaga sem hafa innan sinna vébanda launaiægsta fólkið og svo aftur þeirra félaga sem sinna hagsmunum t.d. iönaöarmanna. Margir hafa haldið þvi fram, aö verkalýöshreyfingin á tsiandi sé i raun margkiofin. Þar starfi undir einu nafni, aðiiar sem í veigamikium máium séu ósammála. Þá er og stundum sagt aö forystu- menn verkalýðshreyfingarinnar séu duglausir metoröaklifurkettir.fjarstýrðir af ákveðnum stjórn- málaflokkum. Guðjón Jónsson formaöur Málm-og skipasmfðasambandsins er yfirheyrður um þessi mál. Er Alþýöusamband tsiands að klofna upp f ósamstæðar ein- ingar i afstöðunni til jafnlauna- mála? „Nei, það held ég að sé fjarri lagi. Alþýðusamband íslands var tii og starfaði áður en hin stóru samningasamflot komu til við gerð kjarasamninga. ASl hafði verkefni aö gegna þá og myndi hafa það i dag, enda þótt samningssamflot væru ekki inni i myndinni. Það eru margs konar verkefni önnur sem ASl þarf að vinna að, eins og ýmis félagsleg réttindamál, hiis- næöismál, lifeyrissjóösmál, vinnuverndarmál og fleiri mál- efni sem ASI myndi sinna þó aö það sleppti samflotinu i samningunum um kaup.” Ertu þeirrar skoðunar að ASt eigi að snúa af þeirri braut, að hafa meðhöndum samningamál allra aðildarfélaganna? ,,Já, ég er á þeirri skoðun full- trúa prentarafélagsins að það ætti að afmarka verksvið Alþýðusambandsins betur i sambandi viö þessi samflot.” Sýnir þessi afstaða þín ekki giögglega hvað ASt er raun- verulega ósamstætt og hvað aðildarfélöginhafa mismunandi hagsmuni? Eru þeir launahærri innan sambandsins með þessu að fá frjáisari hendur meö það að hifa upp sin eigin laun? „Nei, Alþýðusambandiö er ekki ósamstætt. Meginhópurinn i Alþýöusambandinu er lág- launafólk. Ég býst viö þvi að meginhlutinn þiggi laun á bilinu frá 230 sem eru lægstu umsamin laun verkamanna og svo aftur 280 þtísund sem eru hæstu laun iðnaðarmanna nú 1. des. Þetta eru að minu viti allt saman lág laun. Það er i sjálfu sér ekki stór hlutur að jafna þetta innbyrðis. Öréttlætið i launamálum liggur ekki innan Alþýðusambandsins heldur utan þess.” Þú talar um iág laun iðnaðar- manna, en eru þessi föstu laun nema hluti raun veruiegra heildarlauna? „Þetta er ágæt spurning og ég er ánægður með að fá tækifæri til að svara henni. Það er ekki nema hluti iönaðarmanna sem býr við tekjur samkvæmt ákvæðisvinnu. Það eru fyrst og fremst byggingariönaðarmenn, sem geta aukið tekjur sinar i ákvæðisvinnu, en svo er aftur annar hópur iðnaðarmanna sem ekki á kost á afkastahvetjandi launakerfi, Þar má t.d. nefna málmiönaðarmenn og prentara, semhafaeinungisföst umsamin iaun og geta ekki aukið við þau nema með þvi aö vinna yfir- vinnu" Þú segir raunverulega launa- misréttið alls ekki vera innan Alþýðu sa m bandsi ns, heidur utan þess. En er ekki rétt að sýna viljann i verki með því að hreinsa fyrsttil á heimaslóðum og jafna þá iaunin i upphafi innan ASl? „Við erum hluti af þjóðfélag- inu. Aðilar innan ASt eru ekki sérpartur, sem á aö meðhöndla á einhvern sérstakan hátt. Og þegar talað er um launajöfnuð, þá þýðir ekki að tala um launa- jöfnuð einungis hjá hluta þjóð- félagsþegnanna.Slikt verður aö ná til allra. Það er hins vegar rangt að stilla málinu þannig, aö ég sé á móti launajöfnuöi innan Alþýðusambandsins. Ég tel aö slikur jöfnuður verði helst framkvæmdur, þannig að strik- aöir verði Ut tveir lægstu taxtar verkamanna oghækka það fólk. Þarnakæmu þar með hækkanir til þeirra sem eru allra lægstir.” Nú telja ýmsir þetta óraun- hæfa leið, þarsem siikar hækk- anir fáist ekki nema dregið verði af öörum. Verkamanna- sambandsmenn viija að sama krónutala komi á allar verð- bætur launa, en ekki htutfails- hækkanir eins og nú er. Þú og fleiri innan ASl eru á moti þess- ari launajöfnunarstefnu. Hvers vegna? „Þessi leið hefur verið reynd áöurog gerði það aö verkum aö launamismunur innan ASl minnkaði,ená sama timafengu allir aðrir þjóðfélagshópar visi- töluhækkanir i hlutfalh. Þetta haföi þær afleiöingar einar að mismunurinn á kjörum fólks i Alþýðusambandinu og t.d. BSRB jókst. Þannig að þegar talað er um að rétta hag þeirra launalægstu að stefna að launa- jöfnuði, þá verður að gera það i þjóðfélaginu iheild. Nei, ég held að aðrar leiðir yrðu mun happa- drýgri i þessum efnum.’ Ertu hlynntur algjörum launajöfnuöi milli alira þegna þjóöfélagsins? „Égheld að það sé ócaunhæft að tala um algjöran launajöfnuð bvi verður aldrei komiöá. Stört manna eru svo mismunandi, jafnvel innan eins félags. Litum til dæmis á Dagsbrún. Þar eru störf. manna svo mismunandi að það verður að hafa mis- munsndi taxta.Störfin geta verið mjög misjöfn. Sum eru vanda- samari, óþrifalegri en önnur. Meðferð á vélum og tækjum kallar á ábyrgð. Þaö segir sig sjálft að það er óeðlilegt að láta þá sem starfa við ólikar aðstæður og að mismunandi verkefnum vera á sama kaupi. Það er eðlilegt að það sé einhver launamismunur. Verkalýðs- félög hafa i' mörgum tilfellum komið sér saman um eðlileg launahlutföll einfaldlega vegna þess að störfin eru mismunandi’.'' Þú réttlætir þarna ákveðinn launamismun m.a. með þvi að tala um mismikla ábyrgð manna. Eru þetta ekki nákvæmlega sömu rök og t.d. atvin nurekendur nota, þegar þeir sýna fram á réttmæti sinna háu launa? „Ég á við ábyrgð verkafólks við verkefni og framleiðslu. HUn er misjöfn”. Þú nefndir i upphafi að þú viidir rjúfa samstöðu aöildar- félaga ASl viö gerð kaupsamn- inga. Viltu rökstyöja þessa skoðun? „Það er alrangt að ég vilji rjufa einhverja samstöðu. Það er ekki min hugmynd. Hins vegar er ágreiningurinn um aðferðir og leiðir að sameigin- legum markmiðum. Hættan er að of mikil miðstýring verði þegar ASl semur fyrir hönd allra aðildarfélaganna. Félags- menn verkalýðsfélaganna og samninganefndir þeirra hafa of lltiláhrif á samningageröina og þannig skapast ákveðið bil á milli verkafólksins, sem verið er að semja fyrir og þeirra manna sem hafa forystu i sam- flotinu og með samningamálin fara. Megingallinn ásamflotinu er sem sagt sá að hinn almenni félagsmaður færekki næg tæki- færi til að fylgjast með gangi mála. Því hefur aldrei verið slegið föstu að það skuli vera verkefni Alþýðusambandsins nú og eillflega að semja um launa- kjör. Þetta fer eftir aðstæöum. Stundum getur verið þörf á að sameinast, stundum er það ekki nauðsynlegt.” Nú haíið þiö verkalýðs- foringjar talað lengi um nauðsyn þess aö bæta kjör þeirra lægst launuðu, en þrátt fyrir það hefur lltið miðað i rétta átt i undanförnum kjara- samningum. Eru þetta aðeins orðin tóm? „Ég vil nU ekki kannast við það, að ekki hafimjakast irétta átt fyrir hina lægst launuðu I undanförnum kjara- samningum. Þvert á móti hafa hækkanir til þeirra verið meiri en þeirra sem eitthvað hærri hafa launin innan ASI. En ég legg áherslu á það, að tómt mál er að tala um há- og láglauna- menn sem eruá bilinu 230 til 280 þUsund, en þar eru flestir launa- menn innan ASI. Þetta fólk er allt láglaunafólk. Verkefnið er ekki að j af na þetta bil Ut, heldur að bæta kjör alls þess hóps, en ekki togast um einhverjar krónur innan hópsins.” Er verkalýðshreyfingin I úag nokkuð annað en handbendi ákveðinna stjórnmálaflokka? „Þaö er algerlega fráleitt að segja að verkalýðshreyfingin sé handbendi stjórnmálaflokka. Félagsmenn innan verkalýðs- hreyfingarinnar eru að sjálf- sögðu með mjög mismunandi stjórnmálaskoðanir og senni- lega i sama hlutfalli og þegar talið er upp úr kjörkössunum.” Ætlar þú algjörlega að neita þvi að bein eöa óbein tengsl séu á miili stjórnmálaflokkanna og ver kalýðshreyfingarinnar? „Það eru engin bein tengsl á milli verkalýöshreyfingarinnar og f lokkanna. Hitt er svo annað mál, að forystumenn innan verkalýðshreyfingarinnar hafa slnar skoðanir og eru oft settir á oddinn hjá stjórnmálaflokk- unum, enda fara stefnumið verkalýðshreyfingarinnar og ákveðinna stjórnmálaflokka saman. Kjarabaráttan er náttUrlega pólitik — stjórn- málabarátta. En er jafnframt ekki fullijóst að flokkarnir nota verkalýðs- leiðtoga sem skrautfjaðrir á lista sina? „Það er vafalitið gert.” Er þá ekki greinilegt að flokk- arnir eruaö nota sér verkalyðs- hreyfinguna? „Það er auðvitaö alveg ljóst að stjórnmálaflokkar reyna að velja fólk sem nýtur almenns trausts á lista sina. NU, margir verkalýðsleiðtogar hafa þetta traust og veljast þvi á lista flokkanna. En yfirleitter það nU þannig, að þessir sömu menn lenda oftast neöarlega á listunum, hvernig sem á þvi stendur.” Sem sagt eins konar skraut- Qaðrir. Varst þú skrautfjööur á lista Alþýðubandalagsins hér I Reykjavík? „Ég skal ekki neitt um það segja hvort ég er einhver skrautfjöður, eða hafi að- dráttarafl á framboðslista. Hitt er annað, að ég hef verið I Al- þýðubandalaginu frá þvi það var stofnað og unnið að fram- gangi þess og ef flokksmenn telja einhvern ávinning að þvl að ég komi opinberlega fram fyrir Alþýðubandalagiö þá geri ég það.” En yrði þér hampað eins hjá Alþýðubandalaginu ef þú værir ekki i forystu fyrir verkalýðs- félag? „Ég skal ekki um það segja.” Þú talaðir um það að kjara- baráttan væri pólitík. Er það ekki tviskinnungur að starfa viö hlið pólitískra andstæðinga i verkalýðshreyfingunni og síðan kasta á þá stórsprengjum I flokkspólitiskri kosninga- báráttu? „Viö náum markmiðum verkalýðsins fram eftir tveim leiðum, hinni pólitísku og hinni faglegu. Mörgum verkefnum er hægt að vinna að I fullri ein- drægni með pólitískum and- stæðingi.” En varðandi rammpóiitfsk mái eins og kjaramál? Jú, sumir stjórnmálaflokka vilja meina að launin séu höfuð- orsök verðbólgunnar og ekki sé hægt að lækka hana nema með þvi að skerða laun. Þetta teljum við Alþýðubanda- i lagsmenn algjörlega rangt. Verðbætur launa koma eftir á, þegar verðið hefur rokið upp, enda er það svo að kaupmáttur launa hefur lækkað um 13% frá 1977 vegna verðbólgunnar.” Nú ertu dottinn niður i flokks- pólitikina, þú sagðir „við Alþýöubandalagsmenn”. Er svona skammt á milli þess að vera verkalýðsleiðtogi og Alþýöubandalagsmaður? „Kjara-og stjórnmálabarátta er samtvinnuð. Stefna Alþýöu- bandalagsins er aö verja og bæta kjör verkafólks. Ég tel að Alþýðubandalagið hafi sýnt það og sannað. Ég starfa á báðum vlgstöövum, þ.e. er I stéttar- og stjórnmálasamtökum.” Nú ertu búinn að vinna I forystu fyrir þitt félag i' 25 ár. Ertu þar með orðinn skrifstofu- ogkerfisþrællogþá fjarlægst þá sem iðnina stunda? „Fjarri þvi. Mjög fjarri þvi. Það liður ekki sú vika að ég komi ekki inn á þrjá eða fjóra vinnustaði.” Hvað er langt siðan þú hefur skcllt þér i vinnugallann? ,, Ég hef kannski ekki farið I gallann, en það er ekki aðal- málið. Aðalatriðið er að halda góðu sambandi við verkafólkið. eftir Gudmund Arna Stefánsson

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.