Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 14.12.1979, Qupperneq 10

Helgarpósturinn - 14.12.1979, Qupperneq 10
10 Blaðberar óskast Helgarpósturinn og Alþýðublaðið óska eftir blað- berum i eftir- talin hverfi: Miðbæ, Laufásveg, Fríkirkjuveg Upplýsingar i síma 81866 Föstudagur 14. desember 1979 hdlrfp^rpn^furínn Angi af „Fremtiden í váre hender” í útvarpi: BJARGIÐ HUNGR- UÐUM HEIMI! Útgáfa Hagprents: 2 barnabækur, Super- man og Kevin Keegan Helgarpóstinum hafa borist fjórar bækur frá Hagprent. Tvær þeirra eru i flokki barna-og unglingabóka forlagsins — Litla Kisan Pisl eftir Buchi Emecheta og Elvis, Elvis eftir Maria Gripe. Fyrrnefnda bókin er fyrsta barnasaga Emecheta sem var fyrir vinsæll höfundur fullorð- inssagna i heimalandi sinu.Sag- an segir frá því þegar ósköp venjuleg fjölskylda i London eignast dag einn litinn kettling og gengur þá ýmislegt á. Elvis, Elvis er hins vegar framhald bókarinnar Elvis Karlsson sem kom út i fyrra og fékk góðar við- tökur. Hinar bækurnar tvær eru Ofurmennið Supermann eftir Elliot S. Maggin og Kevin Keegan — sá besti i heimi. Sú fyrrnefnda rekur sögu og feril ofurmennisins fræga i anda samnefndrar kvikmyndar, sem sýnd var hér ekki alls fyrir löngu, en i þeirri siðari er fjallað um enska knattspyrnu- snyllinginn Kevin Keegan, skrifuð af honum sjálfum og Iýsir erfiðleikum hans, baráttu og sigrum á ævintýralegum ferli á knattspyrnuvellinum. ,.Til þess að leysa vandamál þriðja heimsins þýðir ekkert að auka hagvöxtinn -i löndum hins iðnvædda heims. Ráðið er að draga Ur ofneyslunni og nota það fé sem þannig sparast til að hjálpa hinum hungraða heimi”. Þetta er inntakið i boðskap Norð- mannsins Erik Dammen, sem hann setti fram f bók sinni „Fremtiden í vSrehendar”, sem kom út árið 1972. Árið 1974 voru stofnuð samtök undir sama nafni, og komst fé- lagatalan þegar upp i tiuþúsund. Núeruum tuttuguþúsund félagar skráðir i samtökin, og systursam- tökerustarfandibæði í Sviþjóð og Danmörku. Helsta verkefni sam- takanna er að opna augu fólks fyrir ástandinu i þriðja heiminum og vekja það til umhugsunar um þá skuldsem við, ibúar velferðar- rikjanna, eigum þar að gjalda. Félagsskapurinn hvetur fólk til að hætta að láta hugsanir sfnar snúast um eigin naflia, en hugsa þess í stað i heimssamhengi. Litill andi af samtökunum „Fremtiden i vSre hender”, sem mundi sennilega verða „Fram- tiðin i okkar höndum” á islensku, hefur nú náð hingað. Engum fé- lagsskap hefur þó verið komið á fót, en tvö undanfarin þriðjudags- kvöld höfum við verið frædd um ástandið i þriðja heiminum frá sjónarhóli fylgismanna Damm- an. Þriðji og síðasti þátturinn um þetta efni verður næsta þriðju- dagskvöld. Stjórnendur þáttarins eru þau Hallgrimur Hróðmars- son, Þórunn óskarsdóttir félags- ráðgjafi og Hafþór Gu-ðjónsson menntaskólakennari. t fyrsta þættinum var tneðal annars sýnt fram á þá mvnd sem skólabörnum er gefin afi þriðja heiminum i skólabókum. 1 mann- kynssögunni var meðal annars sagt frá landkönnuðinum Vasco da Gama og afrekum hans, en ekki vikið einu orði að þeim þjóðum sem hannfann, og menn- ingu þeirra. t öðrum þættinum var lýst á- standinu eins og það er nú. Sagt var frá hungri, hörgulssjúkdóm- um, húsaskorti og ólæsi. Kalkútta á Indlandi var tekin sem dæmi, en þar býr stór hluti ibúanna við sár- ustu neyð og reynir að bjarga sér með því að gramsa f öskuhaugun- um. t þriðja þættinum eru lausnir Dammen gerðar að umtalsefni. Meirihluti landsmanna Damm- ans virðist vera á sama máli og hann. úrslit Gallup-skc ðanakönn- unar i Noregi bendir tu þess, að Norðmenr, séu reiðubúnir til að leggja sitt að mörkum til nýs heims með þvi að draga úr einka- neyslu sinni og nota féð sem þannig sparast handa hungruðum heimi. — ÞG. Sven Hazel: Nýja bókin nefnist Guði gleymdir Flestar bækur Hazels hafa selst upp á fyrsta ári. Af áður útkomnum bókum hans eru nú aðeins fáanlegar: Dauðinn á skriðbeltum — Hersveit hinna for- dæmdu — Martröð undanhaldsins — Monte Cassino og Stríðsfélagar. Fjöldi stríðsbóka hefur verið skrifaður og margar góðar, en f ull- yrða má aðengumer Hazel líkur. Nú er í ráði að kvikmynda bækur hans, hann hefur hlotið hástemmt lof og bækur hans selst í milljóna upplögum í yfir 50 löndum. Ægisútgáfan SVEN HAZEL er stórvlrkasii striOs- bókahöftmdur fyrr og slöar. Hcekur hans seljast i milijóna upplögum í yfir 50 löndum og hafa hlotið einróma lof fíáögert er nú að kvikmynda fyrstu hcekur hans. Cuði gleymdir er 11. hók hans á íslensku. Uafafær fiestar selst upp og allar vel Oegefandi. HUÓMPLÖTIIR, SEM TREYSTA MA Jólasnjór. Allir vinsælustu söngvar- ar og kórar landsins flytja 34 jóla- lög. Þetta eru tvær plötur i albúmi, sem aðeins kosta sama og ein, eða kr. 7.800.- (Einnig á kassettum.) Katia Maria syngur spænsk barna- lög með islenzkum textum. Þetta er skemmtilegasta og vandaðasta barnaplatan, sem við höfum gefið út. Verð kr. 7.800.- (Einnig á kassettu.) Guðrún Á. Simonar fór á kostum á söngafmælis-hljómleikum sinum og gerir að sjálfsögðu hið sama á þessari einstæðu plötu, sem var hljóðrituð á hljómleikunum. Verð kr. 7.800,- (Einnig á kassettu.)

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.