Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 14.12.1979, Qupperneq 20

Helgarpósturinn - 14.12.1979, Qupperneq 20
20 Flugur og Guðbergur Bergsson: Saga af manni sem fékk flugu I höfuðið. — Helgafeli Rvik. 1979. 140 bls. Guðbergur Bergsson hefur löngum komið mér fyrir sjónir sem efasemdamaðurinn i is- lenskum nútimabókmenntum. Með bókum sinum nýstárlegum hefur hann gjarna orðið fyrstur til að draga i efa flest það sem aðrir hafa talið sjálfgefið. Ekki fleiri dýr þá áttina. En fabúlan krefst þesshelstað maður geti túlkað, sett eitthvað skiljanlegt i stað þess óskiljanlega eða óraun-' verulega. Það gengur f þessu tilfeDi ágætlega framan af og i öllum aðalatriðum. Sagan greinir ljóslega frá rithöfundi sem fær (snjalla?) hugmynd, smíðar um hana laglega um- gjörð (búrið). Verkið vekur at- hygli og smám saman feta f leiri Bókmenntir eftir Heimi Pálsson dregur nýjasta skáldsagan Ur þessu, „bókin sem ritdómarnir fengu i höfuðið”, eins og hún hefur verið kölluð. Þaðskal strax játað að ég er i miklum vafa um tUlkun einstakra atriða i þessari sögu. Eðlilegt er að llta á hana sem fabúlu, dæmisögu eða eitthvað i og fleiri siknu leið. En ný hug- myndendistekki til eilifðamóns og höfundurinn verður nauðug- urviljugurað „endurnýja”,sig, gri'pa til æ róttækari aðgerða til að vekja athygli á sér. Og smám saman er flugan að verða að úlfalda — kemst reyndar ekki alveg svo langt, en er orðin að Föstudagur 14. desember 1979 -Ji'úlaaroásfurinn- Guóbergur Bergsson Saga aímanni sem félili flu$u íhöfuðíð ósýnilegu ljóni i sögulok. En þá verður lika höfundurinn fórnar- lamb hugmyndarinnar, ljónið étur hann. Þráðurinn mun að visuekki rofna, þvi kona skálds- ins er sest við skriftir og það skrifar i gegnum hana... Á leiðinni frá flugu til ljóns verða ýmis dýr, misskáldleg að sönnu. öllum er þeim fylgt með svo gáskafullum gálgahUmor sem sögusniðið leyfir, og úr öllu saman verður bráðskemmtiiegt ævintýri með fjölda snjallra atriða. Efasemdirnar sem bókin vek- ur eru margar og mikilvægar. Hvers virði er skáldskapurinn? Er hann kannski aðeins eins og hver önnur fluga? Jafnvel dægurfluga? Eru sibreytilegar tilraunir höfundanna til að skapa eitthvað nýtt einasta eltingarleikur við tisku — eða eftirsókn eftir vindi? Og hver er hlutur lesendanna? Er það tilviljun að eiginlega virðast þeir veita meiri athygli búrinu en flugunni, þ.e.a.s. forminu meiri áhuga en innihaldinu? Það hefur verið sagt um Guð- berg að hann vinni úr tungunni eins og málari Ur litum sinum. Fyrirfram séu honum litlar reglur settar um samsetningu, hann geri við orðin það sem honum sýnist. Þetta hygg ég sé góð aðferð til að lisa stilgaldri höfundar, og ekki tekst honum lakar að koma lesenda sinum á óvart nú en fyrr. Orðin bókstaf- lega dansa með I þeim gáska sem Guðbergur ástundar, og undirskrifaður lesandi stóð sig býsna oft að þvi að sitja skelli- hlæjandi yfir textanum. Það er i samræmi við þessa hugmynd hvernig málið l&t og spinnur söguna sjálft á stundum. Hugmyndir kvikna af orðum, likingarnar verða til á sakleyislegan en sjálfgefinn hátt. Svona skrifar t.d. grallaraspóinn hér: „Sáermunur á skáldi ogketti að kötturinp blindast aldrei i birtu, sagði kötturinn. En þegar hann sá fýlu fara I svip skáldsins, bætti hann við: Kettir og skáld eiga samt það sameiginlegt að stunda veiðar I myrkri. Kötturinn hafði lagt.sérstaka áherslu á orðið myrkri, svo hugur skáldsins skundaði af stað og hugsaði i hljóði: „Ó, dimmu, djúpu skáld, þið kláru kettir andans!””. Eins ogflestverkGuðbergser þessi saga vitnisburður um afar vönduð vinnubrögð, þvi þrátt fyrir gáskann og gálgahúmor- inn virðist ögunin alltaf fyrir hendi, löngunin til að fabúlera er bundin i föstu f ormi og verður aldrei hóflaus. Saga af mannisem fékk flugu i höfuðið er tvimælalaust ein merkasta bók ársins. HP Jó/adjass Bráðum koma blessuð jólin og allir eru i óðaönn að kaupa eða selja nema hvorttveggja sé. Út- varpið er á fuliu með jólalögin á milli auglýsinganna. Amerisk söngleikjajól á hverju heimili! Nokkrir rugludallar sitja þó með rauðvinsglasið sitt og horfa á snjóinn falla til jarðar og hlusta á djass. En þvi miður, þeir sleppa ekki við jólariið. Risaútgáfurnar klæddu nefni- lega Louis Armstrong i jóla- sveinabúning og fengu Ellington til að spila Klukknahljóð. Árið 1962 gaf Columbia út djassjólaplötu, Jingle Bell Jazz (CS 8693). Ekki veit ég hvort plata þessi er fáanleg enn. Trú- iega er djassinn ekki sam- keppnishæfur á jólamarkaðin- um og ber sist að harma það. A þessari plötu eru tólf lög og jafnmargir flytjendur. Flest eru þetta alkunnir jólaslagarar nema Miles Davis á þarna lagið Blue Xmas, sem hann samdi á- samt söngvara sinum Bob Dor- ough. It’s time when the greedy gives a dime to the needy og Wayne Shorter blæs okkur upp- úr skónum,. Þetta jólalag Davis var endurútgefið á CBS-plötunni Facet, sem stundum hefur feng- ist hér. Paul Horn leikur einnig frumsamið verk um vitringana þrjá. Aðrir leika alkunna jólaslag- ara og er þar flest vel gert en fátt eftirminnilegt. Þrennt sker sig þó úr. Lambert-Hendricks og Ross syngja, Deck Us All With Boston Charlie (Skreytum hús með grænum greinum) og fara á kostum. Húlabúla pepsi- kúla halebalú. Hendricks er ein- hver snjallasti spunasöngvari djassins og enn hefur ekki kom- ið fram á sjónarsviðið sönghóp- ur er skipað getur sess L-H-R i djassheiminum. Eiginlega er þetta eini marktæki sönghópur- inn i nútima djassi. Duke Ellington og stórskota- liðið sveifla Jingle Bells og Hodges fer á kostum og flýgur frá jólabjöllunum til hinnar ei- lifu tónalendu djassins. Sópran- saxafónleikarinn Pony Pond- exter leikur Rudolph The Red Nosed Reindeer (Gefðu mér gott i skóinn) og er i fönky stuði. Margir muna eflaust eftir undrabarningu Sugar „Chile” Robinson sem söng þetta lag og lék undir á pianó. Hinum megin á 78 snúninga plötunni var Jóla- búggi. Chico Hamilton, Hamp- ton, Brubeck og fleiri leika lika jólalög en fæst orð.. Aðrir djassmenn hafa leikið jólalög inná plötur og lenti Louis Armstrong i þvi er hann var hjá Decca. Meðal þeirra jólalaga er hann hljóðritaði með hinni hræðilegu hljómsveit Grodon Jenkins var White Christmas. Að visu er léttir að heyra Louis Armstrong syngja það i stað Bing Crosby en betri er túlkun Charlie Parkers og félaga á þessum slagara Berlins, er þeir hljóðrituðu i Royal Rost á jóla- dag 1948. Þeir hespa melódiunni af i þrjátiu töktum siðan vitnar Parker i Klukknahljóð og svo ó- mengað bibopp. Þetta má finna á Groovin’High (Saga Ero 8007) sem hefur stundum fengist i Hljóðfærahúsinu. En það besta sem djassleikari hefur gert i jólabransanum er þó vafalaust túlkun Fats Wallers á Jingle Bells frá 1936. Swing Them Jingle Bells. (Endurútgefin á Fractious Fingering (RCA - Victor LPV-537). En djassinn blómstrar viðar en i Amerlku, ekki sist á Norð- urlöndum og um jólaleytið 1973 situr Niels-Henning Orsted Ped- ersen niðri kjallara heima hjá sér i Ishöj og hugleiðir gamlan jólaópus, Gekk ég yfir sjó og land. Og sjá: Þegar þeir Kenny Drew hljóðrita útsetningu Niels hafa heilagsandahopparar turnað bragnum og klappa og stappa með sveiflu (Duo 2 Steeple Chase SCS-1010). Og læt ég hér lokið frásögn af jóla- föndri djassmanna. Djassglöð jól. Fyrri jólamyndin 1979 Galdrakarlinn í Oz VH) BORGUM EKKI! VH) BORGUM EKKI! Miðnætursýning i Austurbæjarbiói laugar- dagskvöld kl. 23.30. 92. sýning, næst siðasta sýning. Miðasala i Austurbæjarbíói frá kl. 4 i dag — Simi 11384. Ný bráðfjörug og skemmti- leg söngva og gamanmynd um samnefnt ævintýri. Aðalhlutverk: Diana Ross, Michael Jackson, Nipsey Russel, Ted Ross, Lena Horn og RichaidPryor. Leikstjóri Sidney Lumet Sýnd kl. 5, 7.30 og 10. Sunnudag kl. 2.30, 5, 7.30 og 10. Mánudag kl. 5, 7.30 10. NÝR BOB DYLAN Steve Forbert : Jackrabbit slim Alltaf kemur það fyrir annað slagið að gagnrýnendur tón- listarblaða þykjast hafa uppgötvað nýjan snilling og er þá venjan að likja honum við Bob Dylan. Þetta vekur að visu yfirleitt mikla athygli, en oftast standa snillingarnir nýju ekki undir þeim kröfum sem til þeirra eru gerðar með slikum samjöfnuði. Oftar verður hann til þess að tónlistarsköpun viðkomandi staðnar og hann fellur fljótt i' gleymsku. Undan- tekningareruþótilfrá þessu, og er ein þeirrahinnungi ameriski gitarleikari, texta- og lagasmið- ur Steve Forbert. Þegar fyrsta plata hans kom út fyrir u.þ.b. ári siðan, vakti hún strax mikla hrifningu og fékk víðast hvað mjög lofsam- lega dóma Hann hafði likt og Bob Dylan fimmtán árum áður fyrsta flokks eins og við var að búast. Sjálfur syngur Forbert öll lögin á plötunni.sem bæði er þyngri og meiri rokkplata en sú fyrri. Textarnir eru mjög góðir en nú tekur hann ákveðnari afstöðu til þess sem hann fjallar um. Þetta kemur einna best fram Itveimur bestu lögum plötunn- ar: Say Goodbye to Little Jo, og Make it All so Real. Popp eftir Guðmund Rúnar Guðmundsson komið til New York utan af landsbyggðinni og ætlaði að sigra heiminn með kassagitar einn að vopni. Hann lýsir í lög- um sinum þeirri reynslu sem hann verður fyriri borginni auk minninga frá fyrri timum. Þaðer þvi alls ekki út I loftið að likja honum við Dylan, þar sem hannlýsir lifi og lífsviðhorfum sins tima lfkt og Dylan varð áður frægur fyrir. A þessari fyrstu plötu —- Alive on Arrival — lýsir hann á látlausan og eðli- legan hátt skoðunum sinum á mönnum og þjóðfélaginu og má nefna, m.a.lögin: Itisn’tgonna be that way og Grand Central Staúon, March 18, 1977, þar sem fram kernur umburðarlyndi hans og fordómalaus lifsgleði, sem verður tregablandin vegna vesaldóms samfélagsins. 1 siðasta lagi plötunnar: You Cannot Win if you do not Play, setur hann siðan fram ætlunar- verk sitt og hvernig þvi verði náð, en það kemur vel fram I nafni lagsins Meö þessari plötu skipaði Forbertsér strax i hóp athyglis- verðustu texta- og lagasmiða dagsins i dag, og var beðið með óþreyju eftir nýrri plötu frá honum, sem er nú loksins komin og ber nafnið „Jackrabbit Slim”. Lögin á þessari plötu eru sem fyrr einföld og skemmtileg og mætti einna helst flokka þau sem softrokk þó slik skilgrein- ing segi ekki nema hálfa sög- una. Kassagitarinn er ekki eins áberandi og á fyrri plötunni, en útsetningar eru mjög vandaðar og hljóðfæraleikur og söngur 1 þvi fyrra ávarpar hann mann sem erað tapa konu sinni, og segir m.a.: You’ve shown so much of yourhate she’s seen so much of your greed she’s taken shit for so long you ain’t got nothing she needs... Eins og sjá má er látleysi hans og umburðarlyndi nú ekki eins afgerandi og á fyrri plöt- unni. 1 hinu laginu fjallar hann um söngvara sem syngur sig inn I hjörtu áhorfenda er hann sér stúlkuna sina vera með öðrum manni. Hann bregður upp mynd af hljómleikum og sýnir hvernig áhorfendur njóta örvæntingar söngvarans, sem þeir halda að sé leikin og dást að honum fyrir bragðið. Þetta samband tónlistarmanns og áhorfanda er kjarninn i laginu, en viðlagið er á þessa leið: Sing now man(do your work sing your song, make it hurt sing the tears sing the pain make it all so real Þessidæmi verða að nægja þó þau gefi engan veginn full- nægjandi mynd af tjáningu For- berts á lifinu og tilverunni. Ef verk hans i framtiðinni veröa framhald af þvi sem hann hefur gert fram að þessu, á hann örugglega eftir að skipa sér á bekk með ljóðaskáldum rokks- ins. Ennþá er hann bara rúm- lega tvitugur. Sem sagt, ef hér er ekki kominn Dylan áttunda áratugsins, þá er ég illa svikinn.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.