Helgarpósturinn - 14.12.1979, Síða 21
-Jieí/garpústurinrL Föstudagur 14. desember 1979.
21
BARNABOKASYRPA
Páll H. Jónsson: Agnarögn, 123
bls. Útg. Iðunn.
I fyrra sendi ljóðskáldið Páll
H. Jónsson frá sér fyrstu barna-
bók sfna, söguna af fuglinum
Berjabit og afa sem bjó við
Holtið fyrir norðan. SU saga bar
af öðrum barnabókum sem þá
komu út og fékk verðskulduð
barnabókaverðlaun Reykjavik-
urborgar.
Nú er komin út önnur barna-
bókeftir Pál, Agnarögn, sem er
ekki siðri en sagan af Berjabit
þó hún sé allt öðruvisi. Reyndar
segir þar enn frá afa en nú á
hann heima i Hverfinu sem er
partur af stærri bæ. 1 sögunni
segir frá samskiptum hans við
Agnarögn, afastelpuna, sem er
ráðskona hjá honum meðan
amma, pabbi og mamma fara i
ferðalag, og samskiptum þeirra
við umhverfið.
Höfundur dregur upp mjög
fallega og sanna mynd af sam-
skiptum kynslóðanna, barna og
þeirra sem eru að nálgast ævi-
kvöldið. Sýnir hann skýrt hve
nauðsynleg þessi samskipti eru
fyrir báða aðila, þau afi og Agn-
arögn bæta hvort annað upp og
læra hvort af öðru, eru bæði gef-
endur þó með sitt hverju mótinu
sé.
En það er fleira sem fléttað er
inn í þessa sögu. I henni er
tregablandinn undirtónn. Afi á
ekki húsiösem þau amma búa i
og nú þarf að nota það undir
annað og þvi miöur er engin i-
búð laus i Hverfinu þó „allir”
viljihafa þauþar. bau hafa ekki
unnið sér fullan þegnrétt i sam-
félaginu þar sem þau eiga ekk-
ert. Og samfélagiðyþessir „all-
ir’j friasigábyrgð og þykjast vel
hafa gert að byggja „geymslu
fyrir gamalt fólk”. Þetta er sú
ógn sem að steðjar, að kannski
verðaafiogammaaðfaraburt i
haust.
Samt sem áður er bjart yfir
þessari sögu. Hún ér sögð á fal-
legu, einföldu og tilgerðarlausu
máli og saman við hana fléttast
skemmtilega ljóðræn ævintýri
sem afi segir.
Umhyggja fyrir náttúrinni er
mikil sem kemurfram i afstöðu
Agnaragnar og afa til nýbygg-
inga á fallegu og grónu landi.
Manneskjuleg hlýja einkennir
yfirbragðið á þessari sögu og
virðing fyrir lifinu og rétti alls
sem lifir eða eins og segir á ein-
um stað i sögunni: „Lifið er
sterkara en jarðýta.”
Astrid Lindgren: Ný skamma-
strik Emils i Katthoiti. Vilborg
Dagbjartsdóttir þýddi. 168 bls.
Útg. Mál og menning.
Astrid Lindgren og Ilon Wik-
land: Vist kann Lotta næstum
a 111. Asthildur Egilson þýddi. 30
bls. Útg. Mál og menning.
Um Astrid Lindgren þarf ekki
að fara mörgum orðum. Það
nægir að rif ja upp nöfn eins og
Linu Langsokk, Emil i Katt-
holti, Bróðir minn ljónshjarta
og Elsku Mió minn til þess að
öllum sé ljóst við hvern er átt,
höfund sem fyrir löngu hefur
unnið hug og hjörtu barna og
fullorðinna út um allan heim.
A þessu hausti koma út tvær
bækur hjá Máli og menningu
eftir þennan höfund, um Emil
og Lottu.
Emil i Kattholti er óforbetr-
anlegur prakkari en eins og öll
börn er hann góður og hann veit
alls ekki fyrr en eftirá að hann
hefurverið að gera eitthvað af
sér. Mannlýsingarnar i þessari
sögu eru dregnar fáum en
skýrum dráttum og verða hver
um sig ljóslifandi og umluktar
mannlegri hlýju sem er eitt
sterkasta einkenni þessa höf-
undar. I þessari sögu er einnig
aðfinna ákaflega elskulegan hú-
morsemhöfðar bæðitilyngri og
eldri lesenda.
Mér virðist þýðing Vilborgar
Dagbjartsdóttur býsna vel gerð.
Hún þýðir á lipurt og eðlilegt
mál, það er helst þegar reynt er
að þýða sérkenni smálenskunn-
ar að ekki tekst nógu vel til og
ekki er ég allskostar sáttur við
öll matarheitisem notuð eru, en
þetta eru smálýti á annars góðri
þýðingu.
Sagan af Lottu litlu er mjög
fallegt og vel gert hversdagsæv-
intýri myndskreytt af listfengi.
Þar segir frá litilli buddulegri
stelpu sem er nokkuð drjúg með
sigog telursiggeta næstum þvi
allt.
Eg hélt að það væri eitt af
frumatriðunum i tungumála-
námi að gera sér grein fyrir þvi
að sögnin að kunna i granntung-
um okkar þýðir venjulega á is-
lensku að geta. Samt lætur þýð-
andi bókina heita Vist kann
Lotta næstum allt. Hér er um að
ræða hráa.beina þýðingu. Inn i
textanum notar þýöandi framan
af sögnina aö kunna þar sem
allsstaðar færi betur á að segja
geta, en i miðri bók kemur fyrir
samband þar sem alls ekki er
hægt að nota að kunna og þvi
eðlilega sagt að geta. En úr þvi
notar þýðandinn sögnina að
geta nema i einni af siðustu
setningum sögunnar þar sem
hvorttveggja kemur fyrir. t
bókum sem áður hafa komið út
um Lottu á hún heima við Öláta-
götu en hér býr hún við Skark-
alagötu. Þetta hefði þýðandinn
átt að kynna sér. Ég veit ekki
um neinn sem talar um sorpbil
en hinsvegar vita allir hvað
öskubill er. Þýðingin er viða
aukin málalengingum, óljósu
orðavali og endurtekningum
sem lýta hana mjög. Það er
helst þar sem bein þýðing dugar
að textinn sé þolanlegur.
Vel menntaður þýðandi sem
hefur atvinnu af þvi að kenna
kennaraefnum landsins tungu-
mál á að skammast sin fyrir að
skila svo hroðvirknislegu verki,
að þvi er virðist vegna þess að
börn eru væntanlegir lesendur.
Bókaforlag með sjálfsviröingu á
að skammast sin fyrir að láta
þýðingusem þessa fara óáreitta
i gegnum öll vinnslustig.
Sem betur fer er ævintýri
Lindgren svo gott að hroðvirkn-
isleg þýðing megnar ekki að
skemma það.
Kigildar sögur með litmyndum:
Jules Verne: Leyndardómar
Snæfellsjökuls, myndskreytt af
Gordon King, Jane Carruth end-
ursagði, Andrés Indriðason
þýddi. Útg. örn og Örlygur.
R.D. Blackmore: Lorna Doone,
myndskreytt af John Worsley,
Jane Carruth endursagöi, Stein-
unn Bjarman þýddi. Útg. ö & Ö.
Það hefur lengi verið til siðs
að endursegja margar af sigild-
um skáldsögum 19. aldar fyrir
börn og unglinga og jafnvel
einnig fyrir fullorðna. Þessar
endursagnir og styttingar eru
að sjálfsögðu misvel gerðar en
aldrei veröur samt hjá þvi kom-
ist aö sögurnar missi eitthvað af
seiðmagni sinu við slfka með-
ferð.
Bókaútgáfan örn og örlygur
hefur að undanförnu gefiö út
einn flokk slikra endursagna
sem er ein af afurðum f jölþjóð-
legrar samprentunar á bókum.
Eru þegar komnar út einar 14
bækur.
Þessar bækur eru mikið
myndskreyttar, jafnvel einum
of þvi textinn sjálfur er innan
við fjórðungur af bókunum.
Það gefur þvi auga leið að
sögurnar eru mikið skornar nið-
ur, svo mikið að ekkert er eftir
nema ber söguþráðurinn. Þar
með tapast allt sem finlegt er i
þessum sögum, skemmtileg at-
vik og persónur er látiö hverfa
og jafnvel veigamiklir þræðir i
uppbyggingu sagnanna hverfa
meö öllu. Þvi verður harla litið
eftir til þess að gæða sögurnar
lifi eð aöllu heldur er horfið það
lif sem var i upprunalegu sög-
unum.
Það má helst segja jákvætt
um þessar sögur að i gegnum
þær fá lesendur aö vita að til eru
raunverulegar sögur með sama
nafni og fá þá kannski áhuga á
aðlesa þær. (Flestar þeirra eru
til á islensku.)
Myndskreytingarnar eru yfir-
leitt allt of miklar og megna
ekki að bæta upp það sem vant-
ar á textann. Myndirnar eru
flestar tæknilega vel gerðar, en
verða ofteinum of glannalegar
og stundum er allt of mikill
glassúr yfir öllu saman.
Þýöingarnar virðastmér vera
þokkalegar. —G.Ast..
y
Bókmenntir
eftir Gunnlaug Astgeirsson
g Lystræningjabækur
o
(!) oc
E *
"O >■
•? UJ
I- u.
5 THOR
VILHJALMSSON
I FALDAFEYKP
Magnað safn ádeilugreina.
Islenskt þjóðlíf krufið í grimm-
um texta, sem leiftrar af húmor.
Fæst í „thorsbandi" og sem kil ja.
OC
<
(3
c Z
o 3
<2 Q.
C </)
E o
3 H
O </)
I klóm öiyggisins
Mm Ám»4vo»
Meinfyndin ádeiluskáldsaga
um bræður í pólitískri vímu. Hér
er sagt frá hernámsgróða og
prófkjöri, kvennafari og fyllirii.
Innbundin og kilja.
Metsöluljóðabókin danska i
þýðingu Nínu Bjarkar Árnadótt-
ur. Opinská Ijóð um nútímakon-
una jafnt í bernsku sem
fullvaxta. Kilja.
Leikritið hefur verið sýnt á
annað ár hjá Þjóðleikhúsinu og er
nú að hef ja sigurför um heiminn.
Kilja.
I
<
.. >
Q.
Q Z
c 0C H
O U <
“» U. (/)
a>
<fl
c
(0
Z
tfl
c
(0
X
(/> Z
oS
O z
<1
</) <
Sjáðu sæta
rtaflann
minn
■ ■
E
o
-M
</)
<
<
h
U
o
z o
oc íZ
o o
tt </)
Dýrin taka sig upp og halda til
Sædýrasaf nsins þar sem þau
ætla að stofna dýraríki. Lifandi
lýsingar á landi og dýrum.
fslensk barnabók myndskreytt af
Sigurði Þóri. Innbundin.
Frábær unglingabók. Níundi
bekkur fer í skólaferðalag og
krakkarnir verða ástfangnir.
Kvikmyndin verður sýnd hér
bráðlega. Margrét Aðalsteins-
dóttir og Vernharður Linnet
þýddu. Innbundin.
Skáldsaga um vandamál
gelgjuskeiðsins, vakandi kynlif
og djúpstæðan ótta. Bók sem
bæði foreldrar og unglingar
þurfa að lesa. Vernharður Linnet
þýddi. Kilja.