Helgarpósturinn - 14.12.1979, Page 28

Helgarpósturinn - 14.12.1979, Page 28
—helgarpósturinrL. Föstudaqur 14. desember 1979. HOLLOGGÓD NÆRING FYRIR LfT OKAO Einu sinni var lítill bókaormur. vondar bækur sem hafi orðið að æðislegum köggli Hann át bókstaflega allar bækur sem hann komst í, í maganum á honum. því hann var algjör bókaormur. En svo fékk hann Ef þú þekkir litla bókaorma þá skalm magapínu. Sumir halda að hann hafi étið of margar kynna þér vel hvaða fóður þú velur þeim. Páll H. Jónsson: AGNARÖGN Agnarögn er átta ára stúlka, og hún á að vera ráðskona hjá Afa meðan Amma fer í ferðalag. Og ýmislegt ber við í Hverfmu þennan tíma . . . Geðþekk saga fyrir unga sem aldna. Páll H. Jónsson hlaut bamabókaverðlaun fræðsluráðs Reykjavíkur fyrir BERJA- BÍT. Þorbjörg Höskuldsdóttir mynd- skreytti Agnarögn. Guðrún Helgadóttir: ÓVITAR Allir þekkja sögur Guðrúnar Helga- dóttur. Nú hefur hún samið leikrit fyrir böm. Það fjaliar aðallega um tvo stráka og heimilislíf þeirra þegar óvæntir atburðir gerast. Guðrún samdi ÓVITA að beiðni Þjóðleikhússins og kemur leikritið á prent samhliða frumsýningu. J.R.R. Tolkiem GVENDUR BÓNDI Á SVÍNA- FELLI Gamansamt ævintýri sem segir frá viðureign Gvendar bónda við drekann Chrysophylax. Sagan er bráðskemmti- leg fyrir lesendur á öllum aldri. Hún er prýdd ágætum teikningum eftir Pauline Baynes. Ingibjörg Jónsdóttir þýddi. Ole Lund Kirkegaard: ALBERT Albert er dálítið óþægur en mikill æringi og finnur upp á ýmsu: hann grefur stelpugildm, glettist við vasaþjóf, kemur upp um frúna sem var söguð sundur og sendir nokkra þorpara upp í loftið með belg. - Eftir sama höfund em FÚSI FROSKAGLEYPIR og GÚMMÍ-TARSAN. Þorvaldur Kristinsson þýddi. LiTLI SVARTI SAMBÓ Hér er hún komin aftur, sagan sem lítil böm gleyptu í sig fyrir nokkrum áratugum. Fallegar litmyndir. Og önnur bók eftir sama höfund, Helen Bannermann, kemur nú út í fyrsta sinn: SAMBÓ OG TVÍBURARNIR. Kjömar bækur fyrir böm sem em að læra að lesa. TUMIOGEMMA Bækur Gunillu Wolde um þau Tuma og Emmu hafa hvarvetna notið gífurlegra vinsælda enda er hér tvímælalaust um að ræða vandað og skemmtilegt lestrarefni fyrir yngstu bömin. Tvær nýjar bækur um Tuma og tvær um Emmu, og fjórar endurprentaðar. BARBAPAPA Barbapapafjölskylduna þarf ekki að kynna. Nú em komin sex ný hefti. Svo höfum við fleira, m.a. bók með hljómplötu þar sem er lagið vinsæla úr sjónvarpinu, ásamt fleirum. Sögumar um barbapapana em eftirlæti allra bama - einkum hinna yngstu. KALLI.OGKATA Tvær nýjar og skemmtilegar bækur um Kalla og Kötu. Þessar bækur em litríkar, einfaldar og fróðlegar fyrir litlu bömin. Þær nýju heita: KALLI OG KATA FLYTJA og KALLI OG KATA FARA í BUÐIR. ÖRKIN HANS NÓA Gullfalleg myndabók eftir virtan amerískan listamann, Peter Spier. Texti bókarinnar er gamalt kvæði eftir hollenskt skáld í snjailri þýðingu Þorsteins frá Hamri. Bræðraborgarstígló Símil2923ogl9156 # Ein gamansaga frá þingsetn- ingunni á miðvikudag sl. Það var eftir að forsetinn hafði talað, að þinginu var skipt niður i þrjár deildir til að yfirfara kjörbréf. Albert Guðmundsson hafði framsögu i þeirri deildinni sem fékk aðsetur i neðrideildarsaln- um en þegar hann kom upp i pont- una með öll sin gögn, kom i ljós að forseti tslands dr. Kristján Eldjárn hafði skilið eftir öll sin gögn i ræðustólnum. Albert tók þau upp og ætlaði að reyna að koma þeim einhversstaðar fyrir en fann hvergi stað fyrir þau. Sagði hann þá stundarhátt — við mikla kátínu þingheims. „Ætli ég taki þetta ekki bara með mér til hans þegar ég fer þangað suður eftir...” # Diskóstaðirnir laða marga að sér , eða öllu heldur reynt er að laða óliklegustu menn að þessum stöðum islensks skemmtanalifs. Nú siðast hefur það frést að tima- ritið Hús og hýbýli hafi boöið forseta Islands i Hollywood næst- komandi mánudagskvöld, en þá mun timaritið vera með uppákomu og kynningu á blaðinu. Ástæðan fyrir þvi að Kristjáni forseta er boðið, er sú að innbúið á Bessastöðum var opinberað I siðasta tölublaöi timaritsins. Enn mun ekki ljóst hvort Kristján Eldjárn þekkistboðiðogskellisér i Hollywood, þar sem „allir eru stjörnur”.... # óheyrilegt auglýsingaflóð hellist nú yfir landslýö i öllum fjölmiðlum, ekki sist sjónvarpi, i tilefni kaupstefnunnar miklu, jólanna . Þar eru bókaauglýsingar eðli máls samkvæmt einna mest áberandi. 1 fyrra var svo miklu fé varið til bókaauglýsinga af hálfu útgefenda að um það var talað i þeirra hóp að úr þessu bæri að draga þar eð þetta væri komið út i öfgar og væri engum til gagns. Ekki virðist þetta hafa náð fram að ganga og ber litið á samdrætti i bókaauglýsingum. Talið er að gróflega áætlað sé um milljarði króna variö i að auglýsa jólabæk- urnar um þessi jól.... # Dýrasta jólabókarauglýsing- in er vafalaust sjónvarpsauglýs- ing Ar»nar og örlyg fyrir bókina i gegnum eld og vatn. 1 sambandi við gerö hennar var sendur flokk- ur manna út á land og sett á svið leikatriði og er sagt að gerð henn- ar hafi kostað eina og hálfa milljón króna. Höfundur bókar- innar fékk hins vegar 300 þúsund i sinn hlut auk prósenta af sölu.... # út af sögunni okkar úr Borgarnesi um að áróðurs- bæklingum Framsóknar fyrir kosningar hafi þar verið dreift með jólapöntunarlista kaupfélagsins, þá hefur komið i ljós að vfðar voru „náin tengsl” þessa kosningadaga. I okkur hringdi kona af Seltjarnarnesi og sagði okkur að þar hefði oröið að flytja dansskólanámskeið úr Félagsheimilinu yfir i anddyri iþróttahússins á annan i kosning- um. Ástæöan: Félagsheimilið var upptekið undir kosningaskrif- stofur D-listans... # Þaö er svissneskur fjármála- maöur, Richard Kutler að nafni sem á nú að redda oliuvanda okk- ar Isiendinga. Hann fór með önund Ásgeirsson hjá OLIS suöur til Nigeriu og sagði þar gnótt oliu á góöum pris. Eitthvaö virðist þó veröiö á oliunni vera margslung- iö, þannig að greiða þarf alls kyns aukagjöld til að kaupin geti náð fram að ganga. Hafa þessi auka- gjöldverið nefnd „aögangseyrir” að markaönum, en aðrir hrein- lega notað islenska orðið „mútur”. Hvað um þaö. Kutler þessi er ekki allsendis óvanur þessum aðgangseyrisbransa. Hér á upphafsárum skreiðarviðskipta tslendinga við Nigeriumenn, þeg- ar Biafrastriðiö var i algleym- ingi, þá var það einmitt þessi sami Kutler sem var aðalmilli- göngumaður íslendinga i skreiðarsöluferðalögum niðri i Nigeriu. Og þá ekki frekar en i dag, gaf Kutler þjónustu sina. Þá sagði hann engan Nigeriumann hreyfa sig spönn frá rassi nema „aögangseyrinum” góða væri veifað og hluta af þeim „smápen- ingum” átti Kutler einmitt að fá sjálfur. Mjög hafa verið skiptar skoðanir um það, hvort raunveru- iega þurfi að greiða mútur til stjórnvalda i Nigeriu til aö koma viöskiptum i gegn. Hafa sumir Islendingar, — Scanhouse menn og skreiðarseljendur — sagt það pip að punga þurfi út tugum milljóna til þess eins að komast inn á markaðinn. Segja þessir menn að allt þetta aðgangseyris- tal komi frá óábyrgum aöilum, sem siöan mjólki kúna — þ.e. taki sinn skerf sjálfir af „aðgangseyrinum”.... # Ástralski myndaflokkurinn Andstreymi hefur veriö sýndur i sjónvarpinu um skeið og vakið töluverða athygli. Þar hefur kom- ið fyrir maður að nafni Joseph Holt, sem átti að verða leiðtogi irsku fanganna I uppreisn þeirra, og þetta nafn varð til þess að ann- ar Iri hér uppi á Fróni, Brian Holt.ræðismaður Breta á tslandi, fór að sperra eyrun. Hann hefur löngum verið að grufla i ættar- sögu sinni og komst þá að þvi aö einn af ættmönnum hans hét þessu nafni og var uppi á svip- uöum tima og Andstreymi gerist á. Hins vegar gat Brian aldrei fengið á hreint i athugunum sin- um hvort Joseph þessi Holt heföi veriöliflátinn heima á Irlandi eða sendur til fanganýlendunnar. Þegar hins vegar nafn Joseph Holt kom fyrir i ástralska þættin- um vöknuðu hjá Brian Holt vonir um að þarna væri frændi hans frá liðinni öld kominn i leitirnar og hann fór að grafast frekar fyrir um málið. Hins vegar vitum við ekki hvort Brian Holt er ennþá jafn kappsamur við leitina eftir siðasta þátt Andstreymis, þar sem kom i ljós og Joseph Holt reyndist ekki mikil hetja þegar á hólminn var komið.... # A meðan hamagangur jólaverslunarinnar stendur yfir i bókaheiminum liggja niðri viðræður bókaútgefenda og Rithöfundasambands Islands um nýjar launakröfur. Sem fram hef- ur komið splundraðist stjórn félags bókaútgefenda i haust og var lengi vel ekki unnt aö hefja samningaviðræður af þeim sök- um. Nú hefur hins vegar tekist að ná saman samninganefnd fyrir hönd Utgefenda og hafa verið haldnir tveir fundir. Hins vegar er klofningurinn innan félagsins að öðru leyti enn fyrir hendi. I viðræðum við rithöfunda ber mik- ið á milli, en þeir munu m.a. fara fram á 90—100% hækkun höfundarlauna. Þráðurinn i viðræðunum verður tekinn upp að loknu jólastressi í febrúar.... # Kvikmyndahúsin I Reykjavik munu standa frammi fyrir verulegum rekstrarerfiðleikum um þessar mundir. Þau hafa sótt um hækkun aðgöngumiöaverðs en það ekki fengist enn. Hefur komið til tals innan samtaka kvikmyndahúsaeigenda, að bundist verði samtökum um að fella niður sýningar kl. 5 i sparn- aðarskyni...

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.