Helgarpósturinn - 02.05.1980, Síða 10
10
ódýrasta vinnuafl sem hægt er
aö fá eru ,,au-pair”-stúlkur. Laun
þeirra standa aö engu leyti i
sambandi viö vinnutimann, þvi
þaö fer eftir geöþótta vinnuveit-
andans hvaö þær eru látnar gera
og hvenær þær eiga fri.
Samt sækjast margar stúlkur
eftir þvi aö komast i svona störf.
Astæöan er fyrst og fremst sú,. aö
þau gefa þeim tækifæri til aö
komast út fyrir landsteinana og
kynnast öörum þjóöum.
„Au-pair” þýöir, aö unniö sé
fyrir fæöi og húsnæöi. Samkvæmt
oröanna hljóöan eru allar pen-
ingagreiöslur aukalegar. Þetta
minnir A vinnukonustéttina hér á
landi áöur fyrr.
„Au-þair” stúlkur hafa enga
kjarasamninga þvi eru launakjör
þeirra ákaflega mismunandi.
Hins vegar er yfirleitt gert ráö
fyrir, að feröir séu greiddar fyrir
stúlkurnar aöra leiöina, séu þær i
vistinni lengur en þrjá mánuöi, og
báðar leiöir, ef dvölin veröur ár
eöa meira.
Þessi störf eru ekki kynbund-
in, en þar sem heimilisstörf telj-
ast enn aöallega vera i verka-
hring kvenna, er fremur óskaö
eftir stúlkum i þau. Þaö heyrir til
undantekninga aö piltar starfi
sem. „au-pair”. Helgarpósturinn
hafði aöminnsta kosti ekki spurn-
ir af neinum islenskum pilti, sem
þaö heföi gert. Hins vegar mun
þaö þekkjast erlendis
Flestar „au-pair” stúlkur eru á
aldrinum 16-20 ára og aöalverk-
efni þeirra eru fólgin I barna-
gæslu. Eins og sjá má af þeim
viötölum sem viö áttum viö þrjár
fyrrverandi „au-pair” stúlkur er
þetta þó meö ýmsu móti. Sumum
er ætlaö aö sinna velflestum
heimilisstörfum, aörar eru ein-
göngu barnfóstrur.
Hvort stúlkunum likar vinnan
vel eöa illa fer ekki eftir magni
hennar. Hitt virðist skipta meira
máli hvort litið er á þær sem hluta
fjölskyldunnar eöa vinnukonur.
Þaö eins og annaö fer eftir
vinnuveitendunum. Stúlkurnar
geta ekkert snúiö sér til aö leita
réttar sins. Aö vlsu haföi ein
þeirra, sem viö töluöum viö,
heyrt um einhver samtök i Lond-
on og Paris, en nánari upplýsing-
ar um þau hafði hún ekki. Þab er
þvi mikils um vert fyrir stúlkur,
sem hyggjast leggja þetta starf
fyrir sig um tima, aö kynna sér
vel hvernig væntanlegir
vinnuveitendur þeirra eru
Fostudagur 2. maí 1980 he/garpústurinn.
„Meiri háttar ævintýri,T
segir Ása Hreggviðsdóttir,
sem vann í 1/2 ár i Frakklandi
,?Mér leiddist hræðilega”
segir Fríða Birna Stefánsdóttir
um reynslu sína af dvöl hjá Svíum
„Þetta var meiri háttar
ævintýri”, sagöi Asa Hreggviðs-
dóttir, menntaskólanemi. Hún
vann hálft árið 1979 hjá breskri
fjölskyldu i iitlu þorpi rétt utan
viö Paris.
„Þaö var aö visu óþægilegt að
þurfa aö búa á annarra manna
heimili”, sagbi hún. „En ög var
heppin. £g lenti hjá góöu fólki og
likaði þvi mjög vel. Margar aörar
stúlkur, sem ég hef hitt og hafa
veriö I svona störfum, voru ekki
eins heppnar”.
Asa haföi áöur unniö sem „au-
pair” stúlka I Bretlandi um
þriggja mánaöa skeið. Hún fékk
bæöi þessi störf I gegnum kunn-
ingsskap og vissi þvi aö hverju
hún gekk. Þegar hún fór til
Frakklands, haföi hún ákveöið aö
taka sér eins árs hvild frá
menntaskóla og henni fannst
skárra ab taka þessu starfi þegar
þaö baubst, fremur en aö fara i
fiskvinnu.
Leit eftir frúnni.
„Ég var frekar ráöin til aö lita
eftir konunni en börnunum”,
sagöi Asa. „Hún haföi fengiö
taugaáfall og gat ekki veriö ein,
en maöurinn hennar vann mjög
mikiö. Ég fylgdi henni i búöir
og .varhenni yfirleitt til félags-
skapar þar til maöurinn kom
heim úr vinnunni. Ég þurfti
aðeins aö gæta barnanna, þegar
hjónin föru i fri til Bretlands. A
kvöldin var fengin barnfóstra, ef
hjónin fóru út”.
— Varstu látin vinna heimilis-
störfin?
„Nei, ég þurfti ekkert aö þrifa
né neitt þess háttar. Heimilis-
fólkiö sá um þaö sjálft. Þaö eina
sem ég þurfti aö gera var aö vera
til staðar frá klukkan 8 á morgn-
ana til 7 á kvöldin. Þaö var að
vísu bindandi til lengdar, en á
kvöldinogumhelgaráttiég alltaf
fri. Þá mátti ég gera þaö sem ég
vildi.
Égátti vinkonur, sem bjuggu I
Paris, og ég fór alltaf til þeirra
um helgar. Paris er ákaflega fall-
eg borg. Þar er lika alltaf eitt-
hvaö aö gerast, sýningar eru
margar og kaffihúsamenningin
skemmtileg. Ég hlakkaði alla
vikuna tii að komast þangaö”.
— Hvernig voru launin?
„Ég fékk 6-700 franka á
mánuði. Þaö nægöi mér alveg I
vasapeninga, en ég tók gjaldeyri
meö út til vonar og vara. Svo
borguðu hjónin aöra leiöina fyrir
mig milli Islands og Frakk-
lands”.
Vikkar sjóndeildar-
hringinn
— Hvaö finnst þér þú helst hafa
haft upp úr þessari dvöl ytra?
„Hún vikkabi skilyröislaust
sjóndeildarhringinn. Þaö er lifs-
reynsla út af fyrir sig aö búa i
störborg, eins og ég gerði um
helgar. Frakkar eru skemmtileg
þjóö og mjög ólikir okkur. Þeir
fylgja alls konar reglum og ef
maöur gleymir þeim, eða kann
þær ekki, þá er manni nánast
fleygt út af veitingastöðum.
Svo læröi ég auövitaö enskuna,
en minna I frönsku en ég ætlaði
mér. Éghaföi ekki tækifæri til aö
fara á frönskunámskeiö svo þaö
sem ég læröi var aöallega aö
bjarga mér i Parls. En það kemur
mér aö gagni núna i skólanum”.
— Myndir þú gera þetta aftur?
„Þetta var mjög gaman, en ég
er alveg búin aö fá nóg. 1 næstu
utanferö býst ég viö aö fara I
skóla eöa i vinnu, sem er betur
borguð. Ég vissi aö hverju ég
gekk og varö þess vegna ekki
fyrir vonbrigöum, en ég myndi
ekki ráöleggja stelpum að fara á
staö, sem þær þekkja ekkert til”.
„Ég heföi rétt eins vel getað
veriö maskina á heimilinu,”
sagöi Friöur Birna Stefánsdóttir,
skrifstofustúlka. Hún var au-pair
stúlka f Sviþjóö fyrir rúmum
tveim árum. Ætlunin var, aö hún
yröi þar I eitt ár, en eftir þrjá
mánuöi gafst hún upp.
A heimilinu voru tvö börn, fjög-
urra ára og 7 mánaöa gömul.
Friður Bima átti aö gæta yngra
bamsins og hugmynd hjónanna
var, aö fá jafnaldra leikfélaga
handa þvi á daginn, þannig aö
börnin yröu tvö. Þau auglýstu eft-
ir slfku barni og tóku fram I aug-
lýsingunni að fslensk stúlka
myndi hugsa um þaö. Auglýsing-
in bar þó ekki árangur.
Skrifuðust á i 1/2 ár
Friöur Birna fékk vinnuna i
gegnum auglýsingu I Morgun-
blaöinu. Hún skrifaðist á viö hjón-
in I 1/2 ár áöur en hún fór til
þeirra og leist i alla staði vel á
þau.
„Mér fannst þau sýna mér mik-
inn áhuga i þessum bréfum og
bjóst viö aö þaðhéldi áfram. Þeg-
ar ég svo var komin til þeirra, var
annaö uppi á teningnum. Reyndin
varö sú, aö enginn talaöi viö mig
nema nauösynlegt væri og þvi
leiddist mér hræöilega mikiö. I
bréfunum haföi konan minnst á
Islenskar stúlkur, sem væru I ná-
grenninu og hún ætlaöi aö kynna
mig fyrir. Af þvi varö þó aldrei.
Ég kynntist aöeins tveim konum
þennan tfma. Onnur þeirra var
gömul kona, sem ég hitti á
frönskunámskeiði. Hin bjó hinum
megin viö götuna. Aö öðru leyti
var ég alltaf ein. Fór ein I bió eöa
horföi á sjónvarpiö.”
— Hvaöa verkefni haföir þú auk
þess að gæta litla barnsins?
„Engin. Mérfannst ég hafa allt
of lftið að gera. Þaö þarf ekki
stööugt aö vera aö sinna 7-10
mánaöa gömlu barni. Af einskær-
um leiðindum þyngdist ég um 14
kiló þennan tlma.”
Uppeldi úr bókum
„Konunni hefur sjálfsagt held-
ur ekki likaö viö mig. Ég hafði allt
aörar hugmyndir um barnaupp-
eldi en hún. Þegar ég kom, fékk
hún mér bók, sem hún baö mig aö
lesa. Þar átti ég aö sjá hver
stefna hennar væri I uppeldinu.
Þaö var- allt miöaö viö bækur.
Börnunum var ekki bannað neitt.
Eldra barnið mátti til dæmis fikta
I tökkunum á sjónvarpinu aö vild,
þótt veriö væri aö horfa á þaö.
Þannig átti hann aö læra á takk-
ana. Hann hafði stærsta herberg-
iö I húsinu og þaö var hlaöiö leik-
föngum af öllum geröum.
Ég frétti þaö hjá konunni á
móti, aö húsmóöirin væri aö
skrifa bók um samskipti foreldra
og bama. Sjálf sagöi hún mér
aldrei hvaö hún var aö gera. Ég
varö heldur aldrei vör viö aö hún
heföi nein samskipti viö annaö
fólk.”
— Hvaö fékkstu I kaup þarna?
„Ég fékk fariö út greitt og 800
sænskar krónur á mánuöi. Það
dugöi mér vel I vasapeninga.”
— Hvernig var vinnutlminn?
„Ég haföi hann nú aldrei á
hreinu.Enyfirleittbyrjaöi ég upp
úr kl. 8 á morgnana og hætti kl. 5.
A kvöldin og um helgar átti ég
alltaf fri.”
— Þú hefur sem sagt ekki góöa
reynslu af þessum störfum?
„Nei, engan veginn. Þó hugsa
ég aö maöur hafi gott af aö kynn-
ast einhverju, sem er svona öðru
visi en maöur á aö venjast. En
þaö er h'ka eina gagniö, sem ég
haföi af þvi aö vera þarna.
Sænskuna kunni ég fyrir, þvi ég
hafði áöur dvalist hjá öðru fólki I
Svfþjóö um tima. Þar var ég ekki
i vinnu, heldur sem gestur, og lik-
aöi mjög vel. Ég fór þangaö einu
sinni I heimsókn þessa þrjá mán-
uöi og þaö var eins og aö koma
heim.”