Helgarpósturinn - 02.05.1980, Page 18

Helgarpósturinn - 02.05.1980, Page 18
18 Föstudagur 2. maí 1980 y T f'» .l * • • • x.-» -* * * • * * U * * * V __helgarpósturínn_ Sma/astúlkan spjarar sig Þjóöleikhúsiö sýnir Smala- stúlkuna og útlagana eftir Sig- urö Guömundsson og Þorgeir Þorgeirsson. Leikstjóri Þórhild- ur Þorleifsdóttir. Leikmynd og búningar: Sigurjón Jóhannsson. Lýsing: Kristinn Danielsson. Leikendur: Baldvin^Jlalldórs- son, Helgi Skúlason, Rúrik Har- aldsson, Þráinn Karlsson, Helga E. Jónsdóttir, Gunnar Eyjólfsson, Guörún Þ. Stephensen, Þóra Friöriksdótt- skemmtilegan hátt grein fyrir vinnuaðgerö sinni og viöhorfum i opnu bréfi til Sigurðar málara, sem prentaö er aftan viö léik- textann i útgáfu Iöunnar. Hann segist hafa búiö til persónu sem hugsaöi á forsendum Siguröar en haföi vitneskju um gang leik- hússins i dag. Þessi náungi hlaut nafn þeirra beggja „enda af báöum okkur kominn”. Breytingar sinar kallar Þorgeir smávægilegar og til þess eins ir, Þórhallur Sigurösson, Ævar R. Kvaran, Jón S. Gunnarsson, Siguröur Skúiason, Arni Blandon, Arnar Jónsson, Róbert Arnfinnsson, Tinna Gunnlaugs- dóttir, Kristbjörg Kjeid, Sig- mundur ÖRN Arngrimsson og Hakon Waage. Sigurður málari Guðmunds- son var merk persóna og viö hann voru bundnar miklar vonir af samtiö hans. Listrænn áhugi hans og hæfileikar leiddu huga hans snemma frá sveitastörfum i Skagafiröi, hann sigldi i kjölfar margra efnilegra landa sinna til Hafnar og komst þarinná Lista- háskólann eða Akademiiö sem svo var nefnt. Siguröur dvaldi tæpan áratug ytra og naut jafn- an fjárhagslegs stuðnings landa sinna. Eftir aö heim var komiö lagði Siggi séni gjörva hönd á margt. Hann var ákafur þjóð- ernissinni, stóð fyrir stofnun forngripasafns og getur meö réttu kgllast guðfaöir islenskrar leikritunar. Það er söguleg staðreynd að Siguröur átti þátt i flestum leiksýningum i Reykja- vik á timabili sem markast af frumsýningu Otilegumannanna 1862 annarsvegar og heldur ömurlegum dauðdaga lista- mannsins þjóðhátiöaráriö 1874 hinsvegar. Siðustu æviárin vann Siguröur viö samningu leikrits- ins Smalastúlkan. Lengi vel leit út fyrir að þessu verki væri ekki ætlaö lengra lif en Sigurði sjálf- um, þess hefur sjaldnast veriö getið i skrifum um islenska leik- ritun. En nú rúmum hundraö árum eftir aö verkið var skrifaö hefur Þorgeir Þorgeirsson graf- iö þaö upp úr rykmenguöum hirslum Þjóöminjasafns og búiö til flutnings. Vissulega er Þor- geiri þarna mikill vandi á hönd- um. Hann er af kynslóö raun- sæishöfunda en fæst viö verk sem hlýtur að skoðast sem afurö rómantikur. Reyndar hefur Þorgeir kallað Sigurð „róman- tiskan raunsæismann”, sá skilningur hefur vafalitiö létt honum verkið. Þorgeir gerir á geröar að færa verkiö nær nú- timaleikhúsi. Ekki er óliklegt að þarna gæti örlitils úrdráttar hjá Þorgeiri, en hitt er jafn liklegt að nýstárleiki uppsetningarinn- ar villi um fyrir þeim sem van- isthefur rómantiskum verkum i klassiskum uppsetningum. Sagan sem verkið flytur er ekki ýkja frumleg og fer ansi hreint nærri Skugga-Sveini Matthiasar. Þrir útlagar standa frammi fyrir lögmanni konungs og rifja upp ástæðurnar fyrir út- legðinni. Ýtarlegast er greint frá lifshlaupi Björns frá Geir- landi. Hann flýr með unnustu sinni þungaöri til fjalla, þar lést hún af barnsförum, en sonurinn Grimur óx upp meö fööur sinum i útlegöinni. Atján ára gamall sér Grimsi kvenmann i fyrsta sinn, það var smalastúlkan Helga. Lengra þarf ekki að rekja söguna. Þaö sem athyglisverðast er, er hversu öll framsetning efnis- ins er raunsæisleg og jafnframt i eðli sinu þjóðfélagsleg. Ráð- andi öfl, erlenda valdiö og kaþólska kirk.jan eiga alla sök á ógæfu þessára manna.Útlag- arnir eru fórnarlömb miskunn- arlausrar kúgunar. Jafnframt er afstaðan þjóöernisleg, útlag- arnir eru Islendingar, höfuð- andstæðan er „útlenda pakkið á Bessastöðum” og innfluttar sið- ferðiskreddur miöaldakirkj- unnar. Þær þjóðlifsmyndir sem upp eru dregnar eru einnig næsta raunsæislegar, þar gætir litillar tilhneigingar til fegrun- ar. Þjóöllfslýsingin er öll heldur trúveröug. Búandliöiö er léttúö- ugt og mátulega breyskt og verkið er blessunarlega laust við þá einföldun að hafa per- sónur annaðhvort góðar eöa ill- ar, svartar eða hvítar, hjöröin er mislit og um leiö sannfær- andi. Eftir þennan raunsæislega framgang efnisins lengst af.fer ekki hjá þvi að hinn fullkomlega hamingjusami rómantiski endir virkar æöi kollhúfulegur. Tinna og Arni i Smalastúlkunni og útlögunum — heilsteypt og vönd- uð sýning segir Siguröur m.a. I umsögn sinni. Fannst mér þar full langt gegn- ið 1 lukkulegum lausnum, t.d. er pungrottan og kvenhatarinn Eldjárn öölaöist á augabragði fullsælu i faðmi griðkunnar Möngu. Ég er þess fullviss aö þetta verk á erindi við fólk i dag og þaö sýndu raunar undirtektir áhorfenda vel. Oft á tiðum er verkiö bráöfyndiö og áherslan er réttilega lögð á þann þátt I uppsetningunni. En það eru einnig viss atriði i boðskap verksins sem bera litil ellimörk. Staða konunnar er mjög til um- ræðu. Einangrunin á fjöllum fyllir útlagana fordómum I garð kvenna, þeir lita jafnvel á konur sem útsendara djöfulsins. Niöri i byggðum blómstrar skipulag feðraveldisins ennþá, en það virðist hrikta i, meðvitund kvennanna er að vakna. Það er einnig gaman að hug- leiða hver viðbrögð verkið heföi vakið á tið Sigurðar rnálara. Adeilan á konungsvaldið er litt dulbúin og óliklegt verður að teljast að valdsmenn hefðu tekið verkinu fagnandi. Spilling kirkjunnar og klausturregln- anna er einnig æði hrikalega út- máluð, en þar er reyndar ein- göngu fjallað um kaþólsku. En hvaö hafa svo þegnarnir til að standa i móti þess- um ógnum? Jú, ástin, hún er „öllum til heilla”,, hana fær ekkert bugað. Ástinni er þó næsta litið sinnt i verkinu sem sliku, hún er aðeins undirtónn sem er talinn sjálfsagður hlutur i rómantiskum veruleik. Hin endasleppa harmræna ást Björns og Sigriöar i upphafi verksins fær þó á sig mynd sak- leysislegrar fullkomnunar undir lok leiksins, þegar ávöxtur ást- ar þeirra er orðinn viðurkennd- ur unnusti stöndugu smala- stúlkunnar. Þá glúpnar valdið. Heildarsvipur þessarar sýn- ingar er mjög' ánægjulegur, á sviöinu rikti samkennd og leik- gleði, falslaus gáski. Þórhildur Þorleifsdóttir leikstýrir nú i fyrsta sinn i Þjóðleikhúsinu. Hún má mjög vel við una, stjórnin er styrk og túlkunin sannfærandi. Samvinna hennar og Sigurjóns Jóhannssonar er einnig til fyrirmyndar. Leik- myndin er sérlega skemmtileg, tjöldin eru notuð af smekkvisi og notkun þeirra vitnar um hug- myndaauðgi. Þá eru búningar Sigurjóns ekki siðri. Hann geng- ur þar i smiðju til hollenska 16. aldarmálarans Pieter Bruegels, sem sérstaklega fékkst við lif alþýöu sinnar samtiðar og mál- aði vambsiða, vel kýlda karl- menn og bústnar konur við leik og störf. Steinþór gerir ráð fyrir að klæðnaður Islendinga hafi á 16. öldinni fylgt evrópskri tisku og um leið færir hann mannlifið úr grámósku sauðalitanna yfir i fjörlegri blæbrigði sem hæfir léttúöaryfirbragði sýningarinn- ar. Leikendur stóðu sig allir vel á þessari sýningu, hlutverkin eru flest smá, en gefa þó möguleika á eftirminnilegum persónulýs- ingum. Balvin Halldórsson dró upp kostulega mynd af ger- spilltum priornum, hið sama má segja um Kristbjörgu Kjeld I hlutverki hinnar kynferöislega vannærðu Möngu griðkonu. Arnar Jónsson haföi fullkomin tök á Jóni Guðmundssyni og gerði þann siglda spjátrung að einna kimilegasta karaktern- um. Þau Arni Blandon og Tinna Gunnlaugsdóttir voru sönn i túlkun sinni á ungu elskendun- um og gerðu það úr hlutverkun- um sem hægt var. Gaman var að sjá Þráinn Karlsson á fjölum Þjóðleikhússins og hann gerði hlutverki Björns góð skil sem við var að búast. Allir þátttak- endur eiga þökk skilið fyrir heil- steypta og vandaða sýningu. Otgáfa verksins. Bókaútgáfan Iðunn hefur nú gefið Smalastúlkuna og útlag- ana út i bókarformi. Auk þess hefur fyrirtækiö gefið út 100 ljósrituð eintök af frumgerö verksins og er þar um að ræöa stafréttan texta Sigurðar. Þetta framtak er mjög lofsvert og leikritaútfáfan gerir t.a.m. alla leikritaumfjöllun i skólum aö- gengilegri. Aftur á móti heföi mér fundist eðlilegra að gefa bæði verkin út i einni bók, það hefði aukið bæði sögulegt og kennslufræðilegt gildi útgáfunn- ar. Fáeinum tölusettum eintök- um er ekki ætlað annað en að lenda i hirslum safnara, frum- gerð verksins verðskuldar meiri útbreiðslu. -SS ENDALAUS SAMSONGUR The Beach Boys: Keep- ing The Summer Alive Meðlimir hljómsveitarinnar Beach Boys eru aldir upp I sól- skininu og þægilegheitunum i Suður-Kalifornlu. Þegar hljóm- sveitin var stofnuö áriö 1961 var þar enginn maður meö mönnum, nema hann léki sér á brimbretti (surfing board) I briminu niður við ströndina. Að visu var Dennis Wilson eini meölimur Beach Boys, sem gat taliö sig til þessara brimbrettadrengja. Það var ein- mitt Dennis sem kom þeirri hug- mynd á framfæri viö bróöur sinn Brian Wilson aö hann semdi lag um Iþrótt þessa. Sem hann og geröi. Lagiö heitirSurfin’ og varð þaö mjög vinsælt I Kaliforniu og þar um kring. Brian Wilson var höfuöpaur hljómsveitarinnar. Hann samdi öll lögin, útsettu þau og stjórnaöi upptökum auk þess sem hann lék á bassa og söng. Aðrir I hljómsveitinni voru bræður hans, Carl Wilson, (gitar og söngur), Dennis Wilson (trommur og söngur), frændi þeirra Mike Love (söngur og textagerð) og vinur þeirra Alan Jardine, sem reyndar hætti I hljómsveitinni um tima til aö læra tannlækningar en snéri svo aftur til liös viö þá. Frá þvi i nóv- ember 1962 fram I nóvember 1965 gáfu Beach Boys út 12 LP plötur. A þeim voru lög eins og Sufin’ USA, Little Deuce Coupe, Be True To Your School, Fun Fun Fun, California Girls og Do You Wanna Danee, En eins og nöfnin bera með sér fjölluðu lögin um stelpur, brimreiðar, bila, skólann, partý og dansleiki svo eitthvað sé nefnt. Eins og gefur að skilja urðu krakkarnir þarna suö-vestur frá leiö á þvi aö busla I sjónum allan daginn og kúldrast inn I einhverri bildrusluá „rómantiskum” stað I tunglsskininu. A hinni stórgóöu plötu, Pet Sounds, sem kom út I mai 1966, kveöur viö nýjan tón I ástarmálum ungra Kaliforniu- búa. I laginu Wouldn’t It Be Nice, á plötu þessari er unga pariö fariö aö hugsa um hvaö þaö væri miklu betra aö geta kysst hvort annað góða nótt, án þess að þurfa siöan aö halda hvort i sina áttina, hvort til sins heima. Þau voru aö eldast og vildu fara aö búa hvort með ööru. Ennþá átti þó þetta unga fólk eftir aö ganga gegnum nokkur delluskeiö, áöur en þaö gæti talist ráösettir borgarar. „Strandadrengirnir” sáu siöan vel og dyggilega um aö skrá allt, sem fyrir þau bar, i lög sin og flytja þau heimsbyggðinni. Fyrsta skeiöiö sem gengiö var i gegnum eftir aö bilunum og brim- brettunum haföi verið lagt var hippatimabiliö. Ariö 1966 gáfu Beach Boys út lagið Good Vibrations en texti þess er mjög viö það sem svo tiökaðist á blómatimabilinu. Lag þetta náði óhemju vinsældum og er það allt til þessa dags mest selda litla plata sem þeir hafa gefið út. Eh þaö er meira en þaö, þaö er lika lang besta lag þeirra og eitt af gullkornum popptónlistarinnar. Þegar hér var komiö sögu hófst Brian Wilson, sem var oröin nær einráöur I hljómsveitinni, handa viö aö taka upp plötuna Smile, sem átti aö veröa besta plata, sem gerö haföi veriö. Þvi miöur var hún þó aldrei gefin út. Búiö var aö prenta umslagiö og aöeins átti eftir að finmixa tvö lög, þegar Bitlarnir gáfu út Sgt Pepper’s Lonely Hearts Club Band. Ein- hverra hluta vegna vildi Brian Wilson allt I einu, alls ekki gefa Smile út. Hvort þaö var vegna þess að hann þyröi ekki að gera það, hræddur viö samanburð á henni og plötu Bitlanna veröur liklega alcfrei vitað, þvi hann brenndi allar segulbandsupptök- urnar. Það eina sem varöveittist af upptökum þessum voru tvö áöur útgefin lög, Good Vibrations og Heroes & Villans. Nokkur lag- anna hefur fengist leyfi til aö taka upp aftur og gefa út siöar og eftir þeim aö dæma heföi Smile oröiö mjög góö plata. Strax og ótiöindi þessi uröu kunn var byrjaö aö taka upp nýja plötu og 16 mánuöum eftir útkomu Pet Sounds var platan Smiley Smile gefin út. Enn SÁUR OG MESSUR Mörgum finnst ugglaust frá- leitara en oft ella aö skrifa um tónleika, þegar maður hefur sjálfur verið eitt litið peð i flutn- ingnum. En ýmislegt i þvi sam- bandi ætti ekki siður að koma lesendum við en hefðbundin umfjöllun. Nú er um að ræða Sálumessu á móðurmálinu eftir Brahms, sem. Filharmónja, Guömundur Jónsson og Siðg- linde Kahlman fluttu með SÍn- fóniuhljómsveitinni 24. og 26. april. Trúmenn og listamenn Þaö er þrásöm firra, sem itroðslumenn bandvitlauss kristindóms halda einkum á loft, að góð verk i þágu trúar og kirkju hljóti endilega að vera samin af óbilgjörnum trúmönn um. Rétt einsog menn geti oröiö listamenn af þvi að vera nógu trúaðir. Annað er nær. Miklir snillingar, sem kæra sig kollótta, eru efasemdarfullir, vantrúaöir eða jafnvel trúláusir hafa einatt skapað hin dýrleg- ustu verk I þágu trúar og kirkju. Af þvi þeir settu sér það verk- efni fyrir og fóru sinum lista- mannsstökum um þaö einsog annað. Kalvínisti i klámborg Stjörnubió: Hardcore. Bandarisk. Argerð 1979. Leik- stjórn og handrit: Paul Schrader. Aðalhlutverk: George C. Scott, Peter Boyle og Season Hubley. Paul Schrader er um margt at- hyglisverður kvikmyndamaður. Hann hefur sýnt það á liðnum ár- um (i handriti þvi sem hann geröi aö Taxi Driver og mynd sinni Blue Collar) að hann er óhræddur að takast á'við ýmiss kýli banda- risks þjóðlifs. Þaö gerir hann einnig i þessari mynd.i þar sem klámiðnaðurinn bandariski verður fyrir valinu. Schrader leggur upp nokkuð góðan grunn að þessari mynd. Hann teflir fram George C Scott sem strangtrúuðum kalvinista i miðvesturrikjum Bandarikjanna, sem vaknar skyndilega upp viö það að dóttir hans er horfin. Hann ræöur sér einkaspæjara (Peter Boyle) sem veröur þess visari að stelpan er farin að leika I svæsn- um klámmyndum i Kaliforniu en þann dag i dag kemur mönnum ekkisamanumhvert hérvarum góöa eöa lélega plötu aö ræöa. Hápunktar hennar eru tvimæla- laust lögin tvö, sem varöveittust frá Smile upptökunum. Smiley Smile fékk svo slæma útreiö aö hljómsveitin sá sér ekki anna fært,,en aö rjúka strax i aö gera aöra plötu. Og aöeins þremur mánuöum eftir útkomu Smiley kom platan Wild Honey út. Beach Boys tókst aö halda saman I gegnum þettaerfiöleika- timabil. Aö visu hætti Brian Wilson um þetta leyti aö koma fram opinberlega meö hljóm- sveitinni. I fyrstu var sú skýring gefin á þessu aö hann væri orðinn svo að segja heyrnarlaus á ööru eyra. Seinna kom þó I ljós að hann hafbi þá þegar fengiö tvö taugaáföll og var þar að auki á kafi I eiturlyfjum. 1 hans staö kom fyrst Glen Campell en siöan Bruce Johnston. A næstu árum gáfu Beach Boys út nokkrar ágætar plötur, svo sem Friends, 20/20, Sunflower og Surf’sUp. Hljómsveitarmeölimir tóku á þessum tima aö iöka yoga af miklum móö, undir leiösögn Maharishi Maheshi Yogi. Upp frá þessu geröust þeir einnig miklir náttúrudýrkendur, eins og hefur sýnt sig I mörgum textum þeirra frá þessum tima og allt til þessa dags. I Ariö 1973 sendu þeir frá sér plötuna Holland. Er þaö mál manna ab hún hafi verib siöasta góöa Beach platan. En nú hefur oröiö breyting þar á, þvi eftir þessi sjö mörgu ár, sem liöin eru frá útkomu Holland, viröist nú vera aö rofa til á ný. Aö visu held ég aö hljómsveitin sé búin aö missa samband viö sina kynslóð, þar sem þéir nálgast núóöfluga

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.