Helgarpósturinn - 02.05.1980, Síða 23

Helgarpósturinn - 02.05.1980, Síða 23
23 he/garpncztl irinn Vðstudagur 2. maí 1980 Er brotlending Flugleiða á næsta leiti? Þessi spurning brennur á vörum margra eftir aö stjórn flugfélagsins gerði opin- berar geigvænlegar tölur yfir tap á svo til öllum vigstöðvum. 1 kjöl- far þess hefur jafnframt orðiö ljósara en oft áöur, að innan fé- lagsins eru tvær andstæðar fylk- ingar, sem eiga upptök sin i frum- einingum Flugleiða, Loftleiðum og Flugfélagi tsiands. Hvassasta ádeilan á núverandi stjórn Flugleiða, kom á nýlega afstöönum aðalfundi félagsins frá Kristjönu Millu Thorsteinsson. DC-8 þota Flugleiða, sem flýgur á Atlantshafsleiðinni. Sumir telja undravert hvaö félagiö hefur þó haldib út frumskógarsamkeppnina á þessari flugleiö. FLUGLEIÐUM FATAST FLUGIÐ HUn kom „Loftleiðamegin” inn i fyrirtækið. — Mér finnst stjórn Flugleiða ekki hafa gert nógu mikiö til að leita nýrra leiða. Forráðamenn Loftleiða voru bilnir að byggja upp góða þjónustu á Amerikuleiö- inni, og þaö var óþarfi að halda sig alltaf I lægstu fargjöldunum miðaðvið það góða orð sem fór af félaginu. Þennan tima hefði átt að nota til að byggja félagiö upp, sagöi Katrin i samtalivið Helgar- póstinn. — Stjórnin hefur hvergi nærri sýnt næg tilþrif og ekki skeytt um að leita nýrra markaöa, m.a. I leiguflugi. Þaö eina sem hiln hef- ur gert er að segja upp mann- skap, hoggið á báða bóga, án tillits til þess hvað er hag- kvæmast, sagöi hún. Rök stjórnar Flugleiöa fyrir hinu gifurlega rekstrartapi á siðasta ári eru hins vegar fyrst og fremst þau, að gifurleg sam- keppni riki á Norður-Atlantshafs- leiöinni, og öll flugfélög, sem þar fljúga séu rekin með tapi. — Ég skil ekkert i þvi hvaö Flugleiðir hafa getað haldiö áfram i þeirri óskaplegu sam- keppni sem rikir á Atlantshafs- flugleiðunum, sagði maöur, sem ekki vill láta nafns sins getið, en hefur haft mikil afskipti af mál- efnum Flugleiða að undanförnu og hefur góöa innsýn i þær við- ræður, sem hafa farið fram við fulltrúa Luxemborgar. — Eftir að Carter-stofnuninni svonefndu var komiö á, og allt flug I Atlantshafsleiðinni gefið frjálst, ásamt fargjöldunum, hafa allskonar flugfélög farið aö fljúga á þessum leiðum, sem hafa ekkert erindi þangað. Þar á meðal eru til dæmis afrisk flug- félög og félög frá Aslu. Þetta er álika fáránlegt og að Flugleiðir færu aö fljúga á Miöjarðarhafs- leiöunum. — Astæöan fyrir þessari ásókn á þessar flugleiðir er fyrst og fremst sú, aö hún er talin stöðu- tákn. Það þykir ekkert flugfélag með flugfélögum, sem ekki flýgur yfir Atlantshafið. Þeir sem fyrstir fara á hnén eru þeir sem ekki hafa önnur net til aö mjólka þá peninga, sem tapast. Þessvegna er ekkert undarlegt þótt hnén séu farin að kikna undan Flugleiðum. Annars er þvilika haldið fram, að þetta sé ekki einungis Carter að kenna, heldúr hefði þessi vægðar- lausa samkeppni hlotið að koma upp fyrr en seinna, sagði þessi maður úr innsta hring flugmála á Islandi. Flugleiðirhafa varla von um að ná i „mjólkurkú” til að hafa upp I taprekstur, og bæöi Steingrimur Hermannsson samgönguráð- herra og Sigurður Helgason for- stjóri Flugleiða hafa neitað þvi, aö beinn rikisstyrkur hafi komið til tals. Niðurfelling lendingar- gjalda I Luxemburg og I Keflavik virðist vera eina ráöið, sem gripið verður til á næstunni. Að sögn Steingrlms ætti „ekki alltof mikill taprekstur til haustsins 1981 að vera tryggður”. Ýmsir I rööum þeirra sem standa Islenskum flugmálum næst halda þvl þó fram, að I haust standi Flugleiöir frammi fyrir þeirri ákvörðun að leggja út i enn einn bullandi tapveturinn eftir aö sumarumferðin hefur hugsan- lega gengiö þolanlega. Luxem- burgarar hafa heldur ekki áhuga á aö styrkja Atlantshafsflug okkar — nema þvl aðeins, að endastöö verði hjá þeim. Það þýddi hinsvegar að ísland færi smám saman út úr mynd- inni sem viðkomustaður, sök- um þess hversu það er dýrt og lltið arðbært aö lenda hér, aö áliti Brynjólfs Ingólfssonar ráðuneyt- isstjóra I samgönguráöuneytinu. EirFlugleiðir virðast hafa annan djöful að draga en hömlulausa samkeppni á Atlantshafsleiðun- um. Eins og fyrr er drepiö á og flestum ætti raunar að vera kunn- ugt, rlkir mikill klofningur innan félagsins, milli Loftleiöamanna og Flugfélagsmanna. Þetta hefur ekki slst komið fram I reipdrætti milli flugmanna þessara tveggja gömlu félaga. Steingrimur Her- mannsson hefur llka bent á, að samkomulag milli flugmannanna og stjórnar félagsins verði að batna ef takast eigi að bjarga rekstri félagsins. Kristjana Milla Thorsteinsson tekur enn dýpra i árinni og heldur þvl fram, aö i stjórn Flugleiða séu „Flugfélags- menn” sex á móti þremur „Loft- leiðamönnum”. Hún heldur þvi fram, að hinir fyrrnefndu ætli sér hreinlega aö þurrka út nafn Loft- leiöa. Ekki skyldi maður ætla, aö þetta geri erfiðleika félagsins auöveldari viöureignar. Enda sagði Brynjólfur Ingólfsson ráöu- neytisstjóri við mig, að sér þyki I meira lagi einkennilegt, að enn sé raunverulega um tvö flugfélög aö ræða. „Þegar ég vann að samein- ingu félaganna 1973 hvarflaði ekki aö mér, aö staöan yröi þessi, sagði hann.. Það bætir heldur ekki úr skák, aö flugmenn Flugleiða hafa að margra dómi oft sett fram held- ur óvægnar kröfur um kaup og kjör sem kunnugt er. Sem dæmi um hversu langt þeir hafa náð þar má nefna, að Islenskir flugmenn hjá Air Bahama hafa I samning- um slnum helmingi færri flug- tlma á ári en bandariskir starfs- bræður þeirra hjá sama fyrir- tæki. „Hvað skal þá til varnar veröa vorum sóma?” kvaö rlmnaskáld- ið. Einn heimildarmaður okkar úr innsta hring flugmála landsins svaraði þessu þannig: — Ef flugsamgöngur við Island dyttu skyndilega niður skyldi maöur ætla, að það væri á ábyrgð rlkisvaldsins að viðhalda þeim, þótt ekkert sé til um þaö I lögum. Það væri nánast mórölsk skylda þeirra að grlpa til einhverra ráða. Möguleikarnireru líklega þeir, aö rlkið gerði samning við innlendan aðila um leiguflug, semdu við aðrar þjóöir um flug hingaö, eða stofnaði eigið flugfélag. Einn kosturinn er að sjálfsögöu sá, að rikisvaldiö sæti meö hendur i skauti og aðheföist ekkert. En ég tel þó, að flestir állti eðlilegast, að undir slikum kringumstæðum yrðu flugsamgöngur við landiö bornar uppi af sameiginlegum sjóði. Steingrlmur Hermannsson samgönguráöherra tók það fram, þegar ég ræddi við hann, að veröi farið út i einhverja samvinnu viö erlend flugfélög yrði bæöi innan- landsflugið og allra nauðsyn- legasta flug til nálægra landa ekki meö I þvl. Hann sagði einnig, að hvernig sem allt veltist færi rlkiö aldrei aö grlpa innl Atlants- hafsflugið. Það yröi frekar látiö falla niður. Ýmsir þeirsem gerst þekkja til flugmáia á Atlantshafsleiðunum eru á þeirri skoðun, að þar sé síður en svo bjart framundan. Aðrir halda I vonina og blöa eftir aö eitthvað greiðist úr flækjunni, og það fari að rofa til. INNLEND YFIRSÝl Einn þeirra er Kristjana Milla' Thorsteinsson. Hún hefur þetta um framtlðarhorfurnar að segja: Flugfargjöldin hafa vissulega lækkað um tlma. En ég held að það sé farið að breytast núna. Forráðamenn flugfélaganna sjá, að það er ekki hægt að reka þau endalaust með tapi, fargjöldin verða aö fylgja oliuveröhækkun- unum. Ef þaö gerist fer þetta að lita betur út”, sagði hún. Það má segja, að þaö komi „vel á vondan”, að flugmálin yfir Atlantshafiö beri á góma einmitt nú, skömmu eftir að einn helsti boöberi frjálshyggjunnar var hér á ferð. Sjálfsagt hefur Carter bandarikjaforseti breytt fullkom- lega I anda doktor Hayeks, þegar hann losaði um allar hömlur og hleypti markaðsöflunum saman, frlum og frjálsum. Hin frjálsa samkeppni hefur gengiö sam- kvæmt áætlun.Verðiöhefur lækk- að, þjónustan oröið fjölbreyttari, og kannski betri en áður. En jafn- vel stærstu flugfélögin berjast I bökkum, þar á meöal PanAm, sem er að draga sig út úr Atlants- hafsleiðinni. Þaö eru litlar likur á að út úr þessum hildarleik komi aörir heilir en þeir stærstu og sterkustu. Rekstur litlu flugfélag- anna er óhagkvæmur og á þvl ekki rétt á sér, samkvæmt kenn- ingunni. Gallinn er bara sá, aö I þessu tilfelli er um okkurað ræöa. Það er eitt allra stærsta fyrirtæki á Islandi, sem tapar, og allar fyrri uppsagnir Flugleiða á starfsfólki verða smáræði hjá þvl sem koma skal. Þessar vangaveltur leikmanns i flugmálum ber þvf allar aö sama brunni: Er ekki eina ráöið, þótt hart sé, aö gefa Atlantshafið upp á bátinn áöur en Flugleiðir kollsteypast og geta ekki einu sinni haldiö uppi innanlandsflugi og samgöngum við næstu ná- grannalönd? Þá er þó betra fyrir okkur að fljúga til dæmis I gegn- um Kaupmannahöfn, ef við ætl- um að skreppa vestur um haf. Eftir Þorgrím Gestsson Hálft ár er liöiö siðan starfslið sendiráðs Bandarikjanna I Teheran var gripiö höndum, og slöan hefur hver tilraunin af ann- arri til að fá þá fimm tugi manna sem I hlut eiga látna lausa með samningum fariö út um þúfur. Tilraun Bandarikjahers til aö hrlfa landa sína úr höndum mannræningjanna I bandarlska sendiráðinu I Teheran hefur orðiö til þess eins að fleiri sllkar til- raunir eru ógerlegar, bandarlsku glslunum hefur veriö dreift um Iran I smáhópum, sem engin vlkingasveit er fær um að smala saman Samningaleiðina verður því að reyna á ný, þótt ekki sé hún Brzezinski og Vance BANDARÍSK ATHAFNASEMI OG EVRÓPSKAR EFASEMDIR vænieg, en einmitt þá segir reyndasti og færasti samninga- maður Bandarlkjanna, Cyrus Vance utanrlkisráðherra, starfi slnu lausu. Ástæðan til brottfarar hans úr rlkisstjórn Carters forseta er að ákvörðunin aö reyna að leysa gíslana úr prlsund með herleiðangri var tekin gegn hans ráöum, og þess vegna afréð hann aö hverfa úr embætti hvernig sem tilrauninni reiddi af. Ljóst hefur verið um skeið, aö Bani Sadr írlandsforseti og sam- starfsmenn hans I rikisstjórninni i Teheran vilja leysa mál glsl- anna, en fá þviekki ráðið fyrir Khomeini erkikierki, sem jafnan hefur tekið afstööu með mannræningjunum. Mat Vance var hiö sama og bandamanna Bandarikjanna I Evrópu, að eina vænlega leiöin til að fá gislana leysta lausa væri að sýna þolin- mæði og vinna aö þvi að hófsam- ari öflin I Teheran gætu fengið vilja slnum framgengt. Þessi afstaöa byggist ekki aðeins á þvl, aö samningaleiöin sé sú eina sem fær sé til aö tryggja líf og öryggi Bandarikja- mannanna sem I hlut eiga. Jafn miklu skiptir aö mati þeirra sem þessa afstöðu taka, að gislamáliö leysist á þann hátt, aö varanlegir hagsmunir Bandarfkjanna og Vestur-Evrópu blöi ekki hnekki af völdum þess. Sovétrikin blða reiöubúin að notfæra sér hvert tækifæri sem býðst til að seilast til aukinna áhrifa i tran, og eiga þess þvi betri kost sem sambúð landsins við Vesturveldin er verri. transstjórn hefur þegar reynt að bæta sér upp viðskipta- bann Bandarlkjanna með þvl að auka aödrætti frá Sovétríkjunum og ollusölu til landa I Austur- Evrópu. Nýlegur viðskiptasamningur trans og Sovétrikjanna hefur ekki verið birtur, en fregnir herma að þar séu ákvæði um aö Sovétríkin selji tran búnað til oltuborana og oliuvinnslu, sem iranski olluiön- aðurinn á ekki lengur kost á að kaupa hjá fyrri viðskiptavinum I Bandarlkjunum. Vaxandi erfiðleikar á aukningu olíu- framleiðslu sovétmanna gera aö verkum aö þeir sækjast eftir að- gangi aö ollu frá Persaflóa. Hernám Afghanistans og sovéskur hernaöur gegn islamskri þjóð hefur hlotiö for- dæmingu iranskra valdhafa, en þeir treysta sér ekki til aö liösinna nágrönnum sinum og trúbræörum eins og ástatt er. Eftir því sem Iran einangrast frá Vesturveldunum og viðsjár magnast meö þvl og trak, aukast llkurnar á að sovéskir erindrekar I Teheran geti komið ár sinni fyrir borö. Um þetta snýst i raun og veru tafliö sem nú fer fram við Persa- flóa. A yfirborðinu ber hæst mál fimm tuga bandarlskra sendi- ráðsmanna, en undir niðri er tek- ist á um aögang aö ollulindum og hernaðaraðstöðu á olíuauöugasta ERLEND bletti jarðar. Hernám Afghanistans er sovéskur sóknar- leikur á þessu taflborði, og eins og mál hafa þróast er tran óvaldað. Agreiningurinn sem rlkir milli Bandarikjastjórnar og stjórna helstu ríkja Vestur-Evrópu um áf stöðuna til framvindunnar á þess- um slóðum sprettur af þvl, að Bandarlk jaforseti og þeir ráðunautar hans sem ráða stefn- unni I Washington leggja megin- áherslu á mál bandariska sendi- ráðsfólksins. 1 þvi eru þeir tvlmælalaust I takt bandariskt almenningsálit, sem nú eins og endranær hefur reynst hliðhollt aðgerðum Carters til að reyna að frelsa gislana. Rlkisstjórnir Vestur-Evrópu leggja aftur á móti höfuöáherslu á hina stórpólitlsku hliö málsins, aö afstýra þvl aö sovétstjórnin fái tækifæri til að notfæra sér bylt- inguna I tran og upplausnina sem áeftir fórtilaðná fótfestu á ollu- svæðinu viö Persaflóa. Þegar stjórnir rlkja Efnahags- bandalags Evrópu ákváðu að taka þátt I viðskiptabanni Banda- rlkjanna á tran, var þaö gert I trausti þess aö þar meö fengju þær að hafa áhrif á hvort Banda- rlkjastjórn gripi til annarra ráða gagnvart tran, og þá sér I lagi hernaðaraðgerða. Engu að siður var leiðangurinn misheppnaður til að ná gislunum úr bandariska sendiráðinu i Teheran gerður út án þess að ráðgast væri viö Evrópuriki. Þetta vakti gremju evrópskra rikisstjórna, en eftir þvl sem frá liður verður þess vart, aö þær ályktanir eru dregnar af at- buröunum, að enn verr hefði get- aö farið. Enginn trani hlaut svo mikiö sem skrámu viö komu bandarisku vikingasveitarinnar. Bilanir i þyrlukosti leiðangursins sýndu, aö tækninni er slður en svo að treysta, þegar vegalengdir krefjast ýtrasta álags á flókin flutningatæki. Dreifing gislanna um íran útilokar að unnt sé að gera aðra björgunartilraun. Mið- að við eftirköstin sem blóðbað við bandariska sendiráðið I Teheran hefði haft i för með sér, má þetta teljast vel sloppið. önnur áætlun um hernaöarleg- ar aðgerðir til að auka þrýsting á lran hefur einnig verið uppi I Washington. Hún er sú að kasta niöur úr flugvélum tundurduflum úti fyrir oliuhöfnum á strönd trans, einkum úti fyrir helstu oliuhöfninni á eynni Karg. Um er að ræöa fjarstýrð tundurdufl, sem ekki veröa viric og háskaleg skip- um, nema við merkjasendingu frá herskipum eða flugvélum. Riki Vestur-Evrópu hafa lagst ákveðiö gegn þessu áformi, þvl þau taka alvarlega yfirlýsingu iranskra stjórnvalda, um aö þau muni gera ráðstafanir til aö loka Persaflóa fyrir öllum siglingum, sé reynt aö setja hafnbann á land- iö. Enn sem fyrr binda stjórnir V-Evrópurlkjavonirvið að þau öfl 1 tran, sem vilja leysa gislamálið og þar með komast úr pólitískri og viðskiptalégri klipu, verði yfir- sterkari. Viöskiptabann rlkja Efnahagsbandalagsins gagnvart tran gengur ekki I gildi fyrr en eftir miöjan mai, viku eftir að siöari umferð þingkosninga I Iran er afstaðin. Khomeini erkiklerkur hefur kunngert, að það sé þings- ins sem þá kemur saman, aö taka ákvörðun um hvort gislunum i skuli sleppt.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.