Helgarpósturinn - 29.08.1980, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 29.08.1980, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 29. ágúst 1980 Jie/garpásturinrL_ TOLVAN: Þarfur þjónn — tvíeggjað vopn JBk, .5LAA, Tölvuvæöingin er aö hellast yfir landifi. Bökhald Hestra eöa ellra stofnana rikisins, Reykjavikur- borgar og hinna stserri kaup- staöa, launadtreikningar, útskrift reikninga og ýmissa upplýsinga fyrir almenning er keyrt I gegn- um tölvur. Tölvuþjónustur spretta upp hver af annarri og bjóöa smærri fyrirtækjum þjón- ustu sina og flest stærri fyrirtæki hafa komiö sér upp eigin tölvu- bókhaldi. A siöasta ári bættist Gjald- heimtan i Reykjavik i tölu þeirra, sem notfæra sér tölvutæknina. öll álögö gjöld fyrir áriö 1979 hafa veriö keyrö inn á tölvu, og gjald- endur geta fylgst meö stööu sinni gagnvart skattinum frá degi til dags. Um siöustu mánaöamót bættust iistar borgarfógeta- embættisins yfir vangoidin opin- ber gjöld inn á þetta sama tölvu- kerfi. Hjá Skýrsluvélum rikisins og Reykjavikurborgar er unniö aö þvi aö þetta sama kerfi veröi notaö fyrir alla innheimtumenn rikissjóös. Rafmagnsveita Reykjavikur hefur notfært sér tölvukerfi Skýrsluvéla fyrir hluta verkefna sinna i tvö ár, og Bifreiöaeftirlit rikisins hefur tekiö upp tölvu- vinnsiu á bifreiöaskrám sinum. Hjá tollstjóraembættinu er nií unniö aö undirbúningi þess aö taka upp tölvuskráningu á öllum innfluttum vörum. Gnda þótt „þetta sé þróunin” og tölvuvæöing „þaö sem koma skai” er engin ástæöa tU aö taka þessari nýju tækni gagnrýnis- laust. Hvaöa vanda leysa tölv- urnar, hvaöa hættur hafa þær I för meö sér? Geta þær vaxiö okk- uryfirhöfuö? Þetta eru spurning- ar, sem óhjákvæmilegt er aö reyna aö svara, þegar reynt er aö gera sér grein fyrir þessu fyrir- bæri, sem einkennir nútimann, tölvunum. En umfram allt verö- um viö aö gera okkur grein fyrir grundvallaratriöinu, sem sé þvf, aö tölvurnar eru bara vélar og gera ekki annaö en þaö sem þeim er sagt aö gera. „Rubbish in, rubbish out” (rusl inn, rusl út), eins og tölvumenn segja sjálfir. En þeir bæta þvi viö, aö þaö sé hægt aö segja tölvunum aö gera nánast hvaö sem er, þaö sé aldrei hægtaökenna þeim umófullkom- inn árangur eöa villur, heidur mönnunum sem stjórna þeim. Þau fyrirtæki sem bera höfuö og heröar yfir aöra i tölvuþjón- ustu eru Skýrsluvélar rikisins og Reykjavikurborgar (Skýrr ) og Reiknistofnun Háskólans. Hinir þrir stærstu „Rikiö er helmings eignaraöili aö Skýrsluvélum á móti Reykja- vikurborg og rafmagnsveitum Reykjavikur, sem eiga sin 25 prósentin hvor,” segir Eggert Steingrimsson skrifstofustjóri Skýrr um þá stofnun. „Um 96% vinnunnar er lika fyr- ir þess aöila, sáraiitill hluti er unninn fyrir happdrætti nokkurra liknarfélaga. Vinnan er fyrst og fremst fólgin i launavinnslu fyrir þessa aöila,bókhaldi, skattvinnslu og vinnslu sima- og orkureikn- inga.” Aö sögn Páls Jenssonar for- stööumanns Reiknistofnunar Há- skólans er hún hinsvegar tölvu- índaleg og tækmleg verkefm. Starfsemin er tviþætt. Annars-' vegar er rekstur tölvuþjónustu,’ hinsvegar kerfisskipulag og for-’ ritun. Rúmlega helmingur starK seminnar er fyrir Háskólann. KerilböfU^umg ug ivuuum. lega helmingur starfseminnar er fyrir Háskólann. Af nokkuö öörum toga er Upp- lýsingaþjónusta Rannsóknarráðs rikisins, sem Jón Erlendsson deildarverkfræöingur hjá rann- sóknarráöi veitir forstööu. „Upplýsingaþjónustan var stofnuö sem deild hjá Rannsókn- arráöi 1. október 1978, og tilgang- urhennareraöafla ogmiöla upp- lýsingum, einkum á raunvisinda- ogtæknisviöum. Þjónustan er öll- um opin og veitir mönnum aö- gang aö erlendum upplýsinga- bönkum þar sem eru geymdar 14 milljónir heimilda, og nú er i und- irbúningi aö koma á tengslum viö Euronet, upplýsinganet, sem Efnahagsbandalagiö starfrækir, þar sem eru milli 40 og 50 milljón- ir upplýsinga. Gjald fyrir venju- lega tölvuleit er frá 20 þSund krónum upp i 50 þúsund” segir Jón Erlendsson um starfsemi Upplýsingaþjónustu Rannsókn- arráös. Hætta á samkeyrslu Eins og sjá má af þessum tölum er þaö næsta ótrúlegt magn upp- lýsinga sem má geyma i ástandi, sem er læsilegt fyrir tölvur. Og þeim upplýsingum sem fá slika meöhöndlun fjölgar stööugt. Niö- urstööur vlsindalegra rannsókna, bæöi á sviöi raunvisinda og fé- lagsvisinda og ekki sist læknis- fræöilegar upplýsingar. Enn- fremur eru sifellt itarlegri upp- lýsingar um fjárhag einstaklinga settar á tölvulæsilegt form, af- brotaferill, skoöanir, bæöi I stjórnmálum og pólitík, svo eitt- hvaö sé nefnt. Hvaöa hætta er á þvi, aö einstaklingarnir missi al- gjörlega valdyfir notkun þessara heimilda, og þaö sem alvarlegra er, hvaöa möguleikar eru á þvi aö lesa saman ólíkar upplýsingar, t.d. um greiösluskil, efnahag og hugsanlegan afbrotaferil. Og i hvaða höndum lenda þessar upp- lýsingar? UÍnræöur um þessa möguleika hofust ekki fyrir alvöru hér á: la'ndi fyrr en 1975, eftir aö niöur- stöður undirskriftasöfnunár sam- takanna „Varið land” voru færö- ar I tölvulæsilégt form. Þær leiddu til þess, aö á Alþingi voru lagöar fram tvær þingsályktun- artillögur um, aö settar yröu skoröur viö skráningum heimilda um einkamálefni en þær voru báö- ar felldar. Ariö 1976 var hinsveg- ar skipuð nefnd til aö semja laga- frumvarp um þetta mál. Höfund- •ar frumvarpsins eru þeir Armann Snævarr forseti Hæstaréttar, Hjalti Zophaniasson, deildar- stjóri i dómsmálaráðuneytinu og Þorkell Helgason dósent við Há- skóla Islands. Tölvueftirlit ríkisins „Þaö var byrjaö aö semja þessi lög I árslok 1976, en aöal vinnan fór fram 1977. Eftir aö frumvarp- iö var tilbúiö lá þaö i salti hjá ráöuneytinu fram til vorsins 1978, aö þaö var lagt fram, án þess aö fá afgreiöslu” segir Þorkell Helgason. „Aöalefni frumvarpsins er, aö þar er lagt blátt bann viö þvi aö skrá aörar upplýsingar en nauö- syn krefur I hverju tilviki. Þær upplýsingar sem ekki er heimilt aöskránema meðvissum undan- tekningum eru t.d. upplýsingar um aArotaferil og sjúkdóma. I ööru lagi er reynt aö hamla gegn því að hlutir veröi skráöir af skráningargleöi, og skrár veröi tengdar saman. Þá eru i frumvarpinu ákvæöi um, aö þær tölvumiöstöövar sem eru aö vafstrast meö skráningar, sem heyra undir lögin, þurfi aö láta skrá sig og uppfylla viss ákvæöi um öryggiseftirlit. Ætlun- in er aö koma upp eftirlitsappa- rati, sem veröur llklega kallaö Tölvueftirlit, og skipaö þremur mönnum. Þaö á aö gegna þvl hlutverki að sjá til þess aö ákvæö- um laganna veröi hlýtt. En auö- vitaö veröur áfram allt hægt, ef menn endilega vilja, og þaö er jafn tilgangslaust aö banna tölvu- glæpi eins og aö banna mönnum aö gerast einvaldir” segir Þor- kell Helgason dósent. — Er þetta frumvarp nógu gott til aö gegna þvl hlutverki sem þvl er ætlaö? „Það eru mjög skiptar skoöanir um þaö. Mörgum finnst ekki nógu langt gengiö, og öörum finnst þaö klúöurslegt. Þvl siöara get ég veriö sammála aö vissu leyti. Svona lög eiga að vera þannig, aö þeirsemstarfaeftirþeim getiséö . á. fyrátu siöu hvaö heyrjr. undir þá” ér s'var Þorkels viö þeirri spurriingu. ; Fléifi seinir en við Frumvarpiö, sem ber heitiö „Frumvarp til laga um kerfis- bundna skráningu á upplýsing- um, er varöa einkamálefni”, var ekki lagt fyrir siöasta Alþingi, en hugmyndin er aö reyna aö koma þvi I gegn á komandi þingi, aö sögn Baldurs Möller ráðuneytis- stjóra i dómsmálaráðuneytinu. En hversu mikil þörf er á slik- um lögum? Hliöstæö lög voru sett i Sviþjóö áriö 1973, en á hinum Noröurlöndunum eru þau enn i mótun likt og hér. 1 Bretlandi voru sett lög um meöferö upplýs- inga um einkahagi i tölvum áriö 1975 og einstök rlki i Vestur- Þýskalandi hafa haft svipuö lög allt frá 1970. 1 Bandarikjunum tóku tölvulög af þessu tagi gildi áriö 1975. En hver er afstaöa frammá- manna i tölvufyrirtækjum hér á landi til slikra laga hér? Viö spyrjum fyrst Eggert Stein- grímsson, skrifstofustjóra Skýrr. „Samkeyrsla á skrám er mögu- leg tæknilega en ekki i reynd. Fyrir hverja keyrslu þarf aö liggja vinnslubeiöni og þaö þarf leyfi eiganda hvers kerfis til aö

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.