Helgarpósturinn - 29.08.1980, Síða 3
3
hplrjarpncztl irinn Föstudagur 29. ágúst 1980
mega nota þaö. Happdrættin
þurfa til dæmis aö fá skriflegt
leyfi Hagstofunnar i hvert skipti
sem glróseölar væru áritaöir
samkvæmt þjóöskrá.
Engu aö sföur er þörf á aö hafa
allan vara á, enda vinnum viö
þegar samkvæmt flestum þeim
öryggisreglum sem eru settar i
frumvarpinu, þótt þaö sé enn ekki
oröiö aö lögum!’
Ef maður er nógu glúr-
inn
Páll Jensson forstööumaöur
Reiknistofnunar Háskólans virö-
ist ekki eins viss i sinni sök, en
hann svaraöi spurningunni á
þessa leiö:
„Þaö er oröiö mjög brýnt aö
koma slikum lögum á. Almenn-
ingur villfá aö vita hvaö um hann
er skráö og fá aögang aö þvi, þaö
er grundvallaratriöiö. Stærsta
hættan er, aö prógrömm meö viö-
kvæmum upplýsingum veröi
samkeyrö, t.d. upplýsingar um
skattamál, heilbrigöismál og
sakaskrá. Raun.c^er þannig búiö
um hnútana, aö til þess aö fá aö-
gang aö prógrömmum veröur
viökomandi aö tilkynna sig sem
notandi. Þá fær hann úthlutaö
leynioröi og verknúmeri. En þaö
er hægt aö komast inn á kerfin án
þess, ef maöur er nógu glúrinn.
Mönnum hefur tekist aö komast i
kringum þær afmarkanir sem eru
settar eftir áralanga þjálfun, i
þeim löndum þar sem tölvunotk-
un er komin lengra en hér, t.d. i
Bandarikjunum. En þaö þarf
geysimikla þekkingu og þjálfun
til þess,” segir Páll Jensson.
Neytendasamtökin á
varðbergi
Gisli Jónsson prófessor hefur
talsvert látiö neytendamál til sin
taka undanfariö, eftir aö hann var
kosinn i stjórn Neytendasamtak-
anna, einkum þó hvaö varöar
innri mál „kerfisins”. Viö spyrj-
um hann hvort samtökin hafi
kannaö tölvunotkun frá sjónar-
hóli neytenda.
„Almennt get ég sagt þaö um
tölvunotkun, aö hún getur leitt
tilmargs góös, þótt þaö sé svo, aö
komist inn villur geti veriö erfitt
aöfá leiöréttingar. Ég hef þó ekki
lagt mig sérstaklega eftir aö
kanna tölvunotkun frá þessu sjón-
arhorni, en þaö er samt mitt álit,
aö þar sé fyrst og fremst gætt
hagsmuna þeirra sem skrifa út.
Launaseölar til opinberra starfs-
manna eru þó orönir nokkuö góö-
ir, þar eru allar upplýsingar sem
máli skipta.
Þaö sem er helst varasamt viö
tölvunotkunina er, aö þaö er hægt
aö liggja meö miklar persónuleg-
ar upplýsingar, sem má misnota,
þótt ég viti ekki til aö þaö hafi
veriö gert. Þetta skapar geysi-
mikla möguleika á upplýsinga-
söfnun, þaö er nánast hægt aö
fletta upp hverju sem er. Neyt-
endasamtökin sjá vissulega
ástæöu til aö vera á varöbergi
gagnvart þvi, aö tölvuvæddar
upplýsingar séu misnotaöar. Eld-
urinn er góöur i hæfilegri fjar-
lægt, en þaö er ekki gott aö reka
puttana I hann. Mér finnst sjálf-
sagt aö nota þessa tækni, en þaö
veröur aö fara varlega og ekki
gleyma mannlega þættinumA’
segir Gisli Jónsson prófessor og
stjórnarmaöur I Neytendasam-
tökunum.
Sú gagnrýni á stærstu tölvu-
þjónustuna, Skýrsluvélar hefur
heyrst, aö hún sé oröin of stór og
þung i vöfum. Meðal annars hafa
margir opinberir starfsmenn
kvartaö yfir þvi, að það gangi
seint og Úla aö fá breytingar og
leiöréttíngar á útskriftum.
Skýrr útungunarvél
Einn af stærstu viöskiptavinum
Skýrsluvéla er Reykjavikurborg.
Kjartan Gunnarsson hjá endur-
skoöunardeild borgarinnar segir
aö þessu megi bæöi svara neit-
andi og játandi.
„Akveðnir kerfisfræöingar hjá
Skýrsluvélum fá ákveöin verkefni
og taka ástfóstri viö þau. Þaö eru
þvi ekki vandræöi aö fá þá i
breytingar á tölvuforskriftum,
t.d. vegna breytinga á lögum. En
þaö er ekkert launungarmál, aö
þaö er erfitt aö koma á nýjum
verkum, enda má segja aö
Skýrsluvélar séu orönar útungun-
arstöö fyrir kerfisfræðinga, þvi
laun þeirra eru ekki nema um
helmingur þess sem gerist hjá
einkafyrirtækjum. Þetta þýðir,
aö þaö er alltaf veriö aö þjálfa
upp nýtt fólk’,’ segir Kjartan
Gunnarsson hjá endurskoðunar-
deild borgarinnar.
Eggert Steingrfmsson hjá
Skýrsluvélum upplýsir, aö allar
breytingar og leiöréttíngar á
launaseöium rikis og borgar fari
framhjá launadeildum þessara
aöila.
„En allar meiriháttar breyt-
ingar, svosem almennar launa-
hækkanir, visitölubreytingar eöa
breytingar samkvæmt nýjum
lögum, eru geröar hér samkvæmt
beiönum” segir Eggert.
„Stefna okkar er sú aö koma
upp stööluöum kerfum fyrir viö-
skiptavini okkar, sem allir geta
notaö, m.a. er unniö aö sameigin-
legu innheimtukerfi fyrir inn-
heimtumenn rikissjóös um allt
land. Þrátt fyrir þetta höfum viö
ekki getaö sinnt öllum óskum
enda hefur starfsmönnum hjá
okkur ekki fjölgaö um nokkurt
árabil, og viö getum ekki boðiö
sömu launakjör og aörir,” segir
Siguröur Þóröarson, stjórnarfor-
maöur Skýrsluvéla um þá gagn-
rýni, aö stofnunin sé of stór og
þung I vöfum. Auk þess bendir
hann á hagkvæmni þess aö nýta
sameiginlega fjárfestingu og
tækniþekkingu.
„Þessi stofnun okkar er heldur
alls ekki stór mjöaö viö þaö sem
gerist annarsstáöar. A Noröur-
löndunum eru þetta um þúsund
manna stofnanir, hjá ökkur er 80
manns, og tæki okkar eru nánast
litlartölvuri efri kantinum,” seg-
ir Sigurður ennfremur um þetta.
Vanmáttugir
Gunnar Gunnarssón fram-
kvæmdastjóri Starfsmannafélags
rikisstarfsmanna nefnir enn einn
gagnrýnispunktinn á tölvu-
notkunina.
„Þaö er mikill ókostur, aö
margir viöskiptamenn forðast aö
spyrja út ihlutina, þvi þeir standa
vanmáttugir gagnvart vanda-
málunum sökum vanþekkingar.
Þannig er raunverulega hægt aö
féfletta menn, meöan þaö fyrir-
finnst enginn aðili til aö hafa eft-
irlit meö kerfinu” segir Gunnar.
„Þeir sem vinna viö þetta á
vegum viöskiptavinanna eru yfir-
leitt fljótir aö átta sig á hlutunum.
En menn eru náttúrlega misjafn-
lega lengi aö læra á þetta, til
dæmis eins og aö læra á bil” er
svar Eggerts Steingrimssonar,
skrifstofustjóra Skýrsluvéla viö
þessu.
Tölvubyltingin er hafin
íslendingar eru yfirleitt fljótir
aö tileinka sér nýja tækni. Aö ó-
athuguöu máli heföi þó mátt ætla,
aö tölvubyltingin ætlaöi aö láta á
sér standa hér, miðaö viö fréttir
af örri þróun þeirra annarsstaöar
i heiminum.Viö nánari athugun
sést þó, aö viö erum allvel á vegi
stödd, eöa aö minnstakostiá góöri
leiö inn I heim tölvuvæðingarinn-
ar.
Hún hófst raunar þegar áriö
1948 meö þvi aö Hagstofan tók
tölvutækni þess tlma i sina þjón-
ustu og skömmu siöar bættust
hita- og rafveiturnar i hóp tölvu-
væddra fyrirtækja. Þaö var þó
ekki fyrr en nýlega aö Hagstofan
tók aö færa upp þjóöskrána sam-
kvæmt nýjustu tækni, eöa á disk-
ettur, og leiðréttir hana fjórum
sinnum á ári. Rafmagnsveita
Reykjavikur hefur notaö tölvu-
tækni fyrir hluta af verkefnum
sinum i tvöár. Gjaldheimtan fékk
tölvuvinnslu á opinberum gjöld-
um I fyrra, og um slöustu mán-
aöamót bættist einn þáttur borg-
arfógeta viö þaö kerfi. Þaö er,
skuldalista fógeta yfir vangoldin
gjöid má kalla fram á skerm hjá
Gjaldheimtunni, og skuldendur
geta lokiö skuldum sinum þar i
staö þess aö gera upp viö fógeta.
Aö sögn Jóns Skaftasonar borg-
arfógeta er i gangi athugun á þvi
hvernig hægt er aö taka upp
tölvunotkun I sambandi við
skráningar þinglesningardeildar.
Sú athugun er á vegum embættis-
ins, Skýrsluvéla og IBM. Inn i
þessa athugun koma lika Fast-
eignamat rikisins og fasteigna-
gjaldadeild Reykjavikurborgar.
„Þetta er talsvert flókiö verk,
þvi tölvan þarf aö geta sýnt allar
þær færslur sem fara fram á
þinglesningardeildinni. Þaö er
lika i athugun aö taka inn I tölvu
allar veömálabækur, sem eru tlu
tilellefu hundruð talsins. Þaö yröi
gifurlegt verk aö vélrita þaö allt
upp, tæki fjórar til fimm mann-
eskjur þrjú til fjögur ár. Enn er-
um viö ekki komin niöur á nægi-
lega gott prógram, en þaö er
stefnt aö þvi að niöurstaöa fáist
ööruhvorumegin viö næstu ára-
móC’ segir Jón Skaftason borg-
arfógeti.
Þá má nefna, að i gangi er at-
hugun á aö tölvuvæöa skráningu
innfluttra vara hjá tollstjóra, en
aö sögn Björns Hermannssonar
tollstjóra er þaö verk mjög
skammt á veg komiö.
Ljósu og dökku hliðarn-
ar
Þaö má ljóst vera, aö tölvuvæö-
ing þjóöfélags okkar er i fullum
gangi, og likt og viöa annarsstaö-
areru stjórnvöld sein aö taka viö
sér aö setja reglur til aö tryggja
öryggi þegnanna gegn hugsan-
legri misnotkun þessara afkasta-
miklu véla. En hvaö sem hugsan-
legri misnotkun liöur fer ekki hjá
þvi, aö tölvuvæöingin setur sitt
spor á þjóðfélagiö. 011 þ jónusta og
fyrirgreiðsla veröa fljótari og
öruggari og vinna viö ýmis leiöin-
leg rútinustörf færist frá mann-
eskjum til véla. Þaö er tilbóta svo
framarlega sem fólkiö veröur
ekki atvinnulaust fyrir bragöiö.
Onnur áhrif eru ekki eins
greinileg. Samt er freistandi aö
velta þvi fyrir sér, hvort sivax-
andi tölvunotkun stuðlar ekki
óbeint aö þvi aö þjóöfélagiö verö-
ur sifellt flóknara. Ráöamenn,
sem móta þjóöfélagiö aö verulegu
leyti, venjast á þaö smátt og
smátt, aö engar upplýsingar eða
fyrirskipanir eru tölvunum of-
viöa. Þær leysa úr öllum dæmum.
En þvi flóknari sem upplýsing-
arnar eru þvi flóknari veröur út-
skriftin til almennings. Þannig er
til dæmis sifellt hægt aö breyta
kjarasamningum, skattalögum
og þviumliku og krukka i það.
Tölvan sér um aö framreikna all-
ar breytingar og skila seölunum
frá sér. En aö lokum fer svo aö
ekki einu sinni verkalýösforkólf-
arnir, atvinnurekendurnir né
skattasérfræöingarnir botna upp
né niöur I sköpunarverkum sin-
um. Kannski er þegar svokomiö?
Eftir Þorgrím Gestsson
Myndir Valdis Óskarsdóttir