Helgarpósturinn - 29.08.1980, Síða 10

Helgarpósturinn - 29.08.1980, Síða 10
10 Föstudagur 29. ágúst 1980 fiQlgarpásturinrL. HAFIÐ SAMBAND! Frlstundapósturinn er opinn lesendum sem viija koma á framfæri hugmyndum, ábend- ingum eöa fyrirspurnum um hvaöeina sem lýtur aö fri- stundaiöju. Veriö dugleg viö aö skrifa. Helgarpósturinn (frlstundapóstur) Slöumúla 11 Heykjavik 105 eöa hringja I sima 81866 ÍÞRÓTTIR Karl mundar kvikmyndavélina Ifjörunni á Seltjarnarnesi. Fyrirsætan er lltil teipa, sem var þar aö leik meö skeljar og brúöur. KVIKMYNDUN: Áhugamaður um íþróttir — en stundar þær þó ekki KVIKMYNDAGERÐ ER EKKI AÐEINS FYRIR ATVINNUMENN Rætt við Karl Jeppesen um SÁK og fleira ,,Ég safna öllum iþróttabók- menntum, mótaskrám, árs- skýrslum, afmælisritum og þvi- liku,” sagöi Eysteinn Hallgrims- son bóndi Grlmshúsum I Mý- vatnssveit, þegar viö hringdum til hans samkvæmt ábendingu frá iþróttasambandinu. Eysteinn kvaöst alltaf hafa haft mikinn áhuga á iþróttum, en vegna vanheilsu heföi hann ekki getaö stundaö neinar iþróttir sjálfur. Fyrir um 10 árum byrjaöi hann fyrir alvöru aö safna heimildarritum varöandi iþróttir. Jafnframt hefur hann undanfarin ár tekiö saman Iþróttaafrekaskrá fyrir Héraössamband S-Þing- eyinga. „Ég hef aöallega áhuga á frjálsum íþróttum,” sagöi hann, „en safna þó öllu sem ég kemst yfir. Þaö vantar mikiö á aö ég eigi fullkomiö safn. Aöalvandamáliö er aö menn halda þessu ekki til haga. Þeir henda þessu yfirleitt. En ef menn eiga þaö til, sem ég leita eftir, eru þeir liölegir aö senda mér þaö.” Eysteinn á núna um þúsund titla og slfellt bætist I safniö. Forystumenn ÍSI hafa mikinn áhuga á þessu starfi Eysteins og aöstoöa hann eftir föngum. Auk þess skrifar hann bréf i allar áttir, eöa til allra sem hann telur von i aö eigi þessa tegund iþrótta- bókmennta i fórum sinum. Ef aö likum lætur er safn Ey- steins hiö eina sinnar tegundar á landinu og má ætla, aö þar varö- veitist margar verömætar heim- ildir um islenska Iþróttamenn. ,,Ég vil vera óháöur þvi, hvort ég get selt myndir mlnar eöa ekki. Meö þvl aö nota 8 mm véiar, er hægt aö hafa þetta eingöngu sem áhugastarf,” sagöi Karl Jeppesen, dagskrárgeröarmaöur hjá Sjónvarpinu, en hann tekur talsvert af kvikmyndum I frl- stundum sfnum. Karl byrjaöi á þessu fyrir 13 árum og þá notaöi hann 16 mm tökuvéi. A þeim tima starfaöi hann sem dagskrárritari hjá Sjónvarpinu og kveöst hafa lært handtökin hjá strákunum þar. „Fljótlega voru filmurnar þó orönar svo dýrar, aö þaö var engin leiö fyrir einstakling aö reka svona vél” sagöi hann. Þó gat hann selt a.m.k. eina mynd, sem hann tók á 16 mm vél- ina. Þaö var stutt heimildarmynd um gamla leiöakerfiö hjá SVR, eins og þaö var fyrir brey tinguna I hægri umferö. Fyrir 10 árum skipti Karl yfir I 8 mm vél. Um svipaö leyti fór hann til Svlþjóöar á vegum Æsku- lýösráös Reykjavíkur á kennara- námskeiö i kvikmyndun, en áöur haföi hann kennt ljósmyndun i tómstundum á vegum ráösins. Eftir utanferöina var hann meö nokkur námskeið, sem bæöi ung- lingar og fulloröiö fólk sótti. „Mér hefur gengiö betur aö vinna meö fullorönu fólki en krökkum viö kvikmyndunina” sagöi hann. „Þaö er mun auö- veldara fyrir krakka aö gera góöa ljósmynd en góöa kvikmynd” Fyrir tveim árum átti Karl aö- ild aö stofnun Samtaka áhuga- manna um kvikmyndagerö. 1 samtökunum eru nú á annað hundrað manns i tveim deildum og eru þegar farnir aö myndast áhugamannaklúbbar innan sam- takanna. Einu sinni á ári er haldin kvikmyndahátfö hjá S.A.K. og hafa komiö 10-12 kvik- myndir á þær i hvort sinn. „Ég tel aö i þessum samtökum sé lagður grunnurinn undir is- lenska kvikmyndagerö fram- tiðarinnar” sagði Karl. „Þarna fá menn sina fyrstu reynslu I gerö kvikmynda og sem dæmi má nefna, aö sá sem vann fyrstu HUGARFLUGIÐ OG SKÁKIN Stundum getur veriö erfitt fyrir okkursem höfum yndi af skák aö skýra þaö fyrir þeim sem ekki kunna aö tefla, hvaö þaö eigin- lega er sem gerir þessa iþrótt svona töfrandi i okkar augum. Margir sem ekki þekkja mikiö til tafls jafna þvi oft til einhvers konar hugarreiknings, og þaö er vissulega rétt og satt aö mikiö af hugarstarfi skákmanns sem er aö tefia er eins konar hugarreikn- ingur: ,,ef ég leik þessu, þá leikur hann hinu...” En ef ekki kæmi neitt annaö tii væri skákin áreiöanlega ekki jafn vinsæl og hún er. Þaö er aö visu a 11 erfitt aö gera nákvæmiega grein fyrir þvl hvaö þetta „annaö” er. Eitt af þvi sem snemma kemur I hugann er aö skákin reynir á hugkvæmni manna, hugarflug þeirra. Ef tveir menn horfa á sömu stööuna á skákboröi, er vis- astaö þeirsjái alls ekki hiösama, annar sér þetta, hinn hitt, annar er meira „skáld” en hinn, hanri eygir fleiri möguleika, skyggnist dýpra ef svo má aö oröi komast. Margt af sllku lærist meö þjálfun, enmenn eru afar misvel úr garöi geröir hvaö þetta snertir, alveg eins og menn eru misgóöir hag- yrðingar og mismikil skáld. Orö sem fljótt kemur i hugann í þessu sambandi er leikflétta sem er ljdmandi góö islenskun á orö- inu kombination, en þaö er notaö um þetta á erlendum málum. Margar skýrgreiningar eru til á leikfléttu, en engin góö. Gagnvart áhorfanda lýsir fléttan sér þannig aö teflandinn leikur leikjum sem hver um sig viröast ekki góöir, oft viröist hann vera aö leika af sér manni eöa mönnum. En svo kemur allt i einu i ljós hiö innra samhengiþessara leikja, þeir eru eins og hlekkir í keöju sem leiöir til hagnaöar eöa jafnvel vinnings. Einfalt dæmi úr taflbyrjun sem margir þekkja er þetta: 1. e4 e5 2. Rf3 d6 3. Bc4 Bg4 4. Rc3 h6 5. Rxe5 Bxdl 6. Bxf7 + Ke7 7. Rd5 mát. Þarna „lék hvítur af sér” drottningunni, en upp kom mát- staöa, sem áreiöanlega kemur öllum á óvænt sem sjá hana i fyrsta skipti. Þessi brella er al- kunnog iýmsummyndum, svoaö jafiivel reyndir meistarar hafa flaskaö á henni og tapaö peöi, eins og svartur heföi getaö gert hér, ef hann heföi veriö aöeins tor- tryggnari og leikiö 5. -dxe5. Mát- staöan er óvænt og snotur: þrir menn máta kónginn á hálfopnu borði. Þaö þarf hugarflug til aö láta sér detta þetta I hug, þótt ekki veröi þaö taliö mikið afrek aö endurtaka svona fléttu ef maður hefur séö hana áöur. í Annaö dæmi um fléttu sést á næstu mynd. Svartur á ofurefli liös og bæöi drottning og biskup hvits eru ibráöri hættu. En hvitur bjargar sér úr kreppunni meö laglegri fléttu. Hann „leikurfyrst af sér” drottningunni, tviskákar siöan og þótt báðir mennirnir sem skáka standi i uppnámi er eina vöm svarts aö færa kónginn úr skák, en I næsta leik er hann mát: 1. Dh8+ !! Kxh8 2. Rxf7+ + Kg8 3. Rh6-mát! Viö skulum svo llta á aöra fléttu, i þetta sinn úr endatafli. Myndin sýnir stööu sem kom upp i skák er var tefld i Osld áriö 1921 (borgin hét vist reyndar Kristianla þá). Það er Nim- zovitsch sem hefur svart gegn Lund. Nimzovitsch var balt- neskur taflmeistari er bjó eftir heimsstyrjöldina fyrri I Kaup- mannahöfn. Hann ferðaðist mikiö um Noröurlönd — nema tsland sem hann kom aldrei til-tefldi fjölskákir og kapptefli af ýmsu tæi — og kenndi skák. Nimzo- vitsch hefur hrók og tvö peö gegn biskupi og riddara. En hvitur hefur búist þannig til varnar að ekki viröist auðvelt aö brjóta hann á bak aftur. En Nimzovitsch geröi þaö meö laglegri fléttu: 1. -b4!! 2. axb4 Hxh4! 3. gxh4- g3!! 4. fxg3 c3+! 5. bxc3 a3. Og Lund gafst upp, þvi aö hann ræöur ekki viö peöin, þótt eigi biskup yfir i bili. Þegar rætt er um hugarflug I skák dettur manni Morphy ósjálf- rátt I hug, þessi geðþekki snill- ingursem aöeinstefldiskák iörfá ár áöur en hann dró sig alveg i hlé, er hann haföi sigraö alla helstu skákmeistara heims meö yfirburöum — „The pride and sorrow of chess” eins og hann var kallaður. Margar glæsilega fléttur eru til frá hans stutta ferli, meðal annars þessi sem mér er einkar minnisstæö og mér finnst enn I dagbera vott um feiknarlegt hugarflug. Staöan er þessi, Morphy hefur svart, andstæðingur hans er Bird, kunnur enskur taflmeistari. Svartur hefur óskastööu meö opnar li'nur fyrir biskcpa sina og hróka. Engu aö siöur er merki- legt—og glæsilegt — hvernig hann vinnur úr: 1. -Hxf2 Hvaö I ósköpunum ætlar hann sér? Bird hiröir hrók- inn aö sjálfsögöu: 2. Bxf 2 Da3!! Þetta var æti- unin, skyndilega er drottningin komin yfir á hinn enda borösins og hótar máti. Hvitur má greini- lega ekkidrepahana: bxa3, Bxa3 mát Bird lék 3. c3 og nú varö framhaldiö svo: 3. -Dxa2 4. b4 Dal+ 5. Kc2 Da4+ 6. Kb2 Bxb4! 7. cxb4 Hxb4+ 8. Dxb4 Dxb4+ 9. Kc2 Aumingja Bird er svo aöfram- kominn eftir þessa leifturárás aö hann finnur ekki besta leíkinn. Heföi hann leikiö Ka2, heföi Morphy oröiö aö láta sér nægja þráskák. 9. -e3 10. Bxe3-Bf5+ 11. Hd3-Dc4+ 12. Kd2-Da2+ 13. Kdl- Dbl+ og Bird gafst upp eftir fá- eina leiki. Dæmiö er úr skák er Morphy tefldi i Evrópuför sinni áriö 1858. m æt ' Skák: Guðmundur Arnlaugsson — Spil: Frlðrlk Dungal T | — Söfnun: Magni R. Magnússon — Bllar: Þorgrímur yjWfk' * Gestsson Skák WKmÍSF 1 dag skrifar Guðmundur Arnlaugsson um skák , Wm-WF'

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.