Helgarpósturinn - 29.08.1980, Qupperneq 11

Helgarpósturinn - 29.08.1980, Qupperneq 11
11 helgarpósturínn Föstudagur 29. ágúst 1980 Hér er Baldur með hluta af ljósmyndasafni sinu. Myndirnar eru allar af flugvélum. SÖFNUN --------------------------------------(-------- „Ég hef aldrei lært að fljúga” segir Baldur Sveinsscn, sem þó hefur á engu meiri áhuga en flugi verðlaun á fyrstu kvikmynda- hátiðinni er núna að fara út til Sviþjóðar i kvikmyndanám. Sam- tökin ýta lika mjög undir þaö að menn nýti tækin sin á annan hátt en bara til að taka fjölskyldu- myndir. Þótt ég hafi i sjálfu sér ekkert á móti þeim, tel ég mikiö atriði að menn spreyti sig lika á gerð heimildamynda og ljóð- rænna, eða leikinna mynda” Þótt 8 mm vélarnar séu ódýrari en stærri vélarnar, sem áður voru mest notaðar, er kvikmyndun dýrt sport. Þaö er nauðsynlegt að hafa bæði kvikmyndatökuvél og sýningarvél og klippitæki. Auk þess sagði Karl, að þótt það sé ekki nauðsynlegt, sé gott að hafa skoðara til að nota við klipping- arnar. Sem dæmi um það hve miklu dýrara þetta sport er hér en viða erlendis, nefndiKarl, að i Sviþjóð er hægt að fá á þriðju filmu fyrir sama verö og ein kostar hér. Fullan útbúnað fyrir kvik- myndatöku taldi Karl mætti fá fyrir um hálfa milljón króna en ef um góð tæki með hljóðupptöku á að vera að ræða, getur verðið hæglega farið i 2-3 milljónir.Karl sagði, að hljóöið skipti afskaplega miklu máli. Það takmarkaði mjög möguleikana, ef vélarnar væru án hljóðs. Karl hefur gert nokkrar myndir, sem hafa verið nýttar við kennslu kennaranema og sagði hann, að áhugi væri fyrir að gera meira af þvl, enda hefði reynslan verið góð. Næsta verkefni sem fyrir liggur, er að taka heimildarmynd um Hvalfjörð. „Einn svona fjörður gefur ótal möguleika á myndefni” sagði hann. „Konan min ætlar aö að- stoða mig við að afla sögulegra og landfræðilegra heimilda og er ætlunin að flétta sögunni og þjóö- sögum saman viö myndir, sem sýna náttúruna, sögufræga staði og fuglalif, sem er mjög fjöl- skrúðugt þarna” — SJ „Ég safna myndum af öllum is- lenskum flugvélum, en þar fyrir utan safna ég aöallega myndum af herflugvélum,” sagði Baldur Sveinsson kennari, sem hefur I mörg ár verið mikiil áhugamaöur um flug. Þessi áhugi hans kom fyrst fram i þvi að hann setti saman og safnaði flugmódelum og á hann mikið safn af þeim. Fyrir um fimm árum gripu ljósmyndirnar hug hans allan. Þær eru nú orðnar geysimargar. Aðeins „slides” - myndirnar eru aö verða 10 þús- und talsins en I safninu er lika mikið af svart-hvitum myndum. Allar eru myndirnar merktar vandlega með nafni höfundar og „fyrirsætu” og þeim skipulega fyrir komið i kössum og möppum. „Ég hef nú ekki tekið allar þessar myndir sjálfur” sagði Baldur. „Nokkur hluti þeirra er fenginn i skiptum við erlenda áhugamenn. Ég stend i stööugum bréfaskriftum við fjölda manna, aðallega i Bandarikjunum, en einnig nokkra i Belgiu, Þýska- landi og Japan’.’ Baldur hefur lagt sérstaka áherslu á að safna myndum af öllum Orion-vélum. Af þeim voru framleiddar yfir 500 vélar og Baldur á myndir af um 430 þeirra. En hvernig stendur á þessum áhuga? „Éghefhaftáhuga á flugvélum eins lengi og ég man eftir mér. Kannski hef ég smitast af pabba, þvi hann læröi að fljúga. Hins vegar er söfnunaráráttan óskýranlegt fyrirbæri. Menn geta safnað hverju sem er og öllu af sama áhuganum” Þrátt fyrir allan sinn áhuga á flugi, hefur Baldur aldrei lært að fljúga. „Það vantar ekki áhugann” sagöi hann. „En valið hefur staðið milli þess að læra að fljúga eða kaupa filmur. Þetta getur þó breyst og maður verður aldrei of gamall til aö fara i flugnám’’ Eitt af þvi, sem flugáhugi Baldurs hefur leittaf sér er stofn- un Flugsögufélagsins. „Við Ragnar Ragnarsson i Jöfur vorum saman i Plastmódel- samtökunum á sinum tima. Við höföum báðiráhuga á flugsögu og vorum alltaf að bræöa með okkur hvernig hún yrði best varöveitt. 1977 hóuöum viö saman hóp manna, sem allir höföu þennan sama áhuga og upp úr þvi var Flugsögufélagið stofnað I júni sama ár. I þessu félagi eru menn sem sjá ástæðu til að varöveita þennan hluta atvinnusögunnar, en fram til þessa hefur enginn einbeitt sér að þessum þætti. Þó er hann engu siöur merkur en saga útgerðar og búskaparhátta!’ — Eru félagsmenn þá ekki flestir flugmenn? „Nei, fæstir þeirra eru þaö. Félagsmenn eru þverskurður af þjóðfélaginu, menn sem af ein- hverjum orsökum hafa áhuga á flugsögu. Sumir hafa gaman af að klifa fjöll og finna flök, aðrir eiga gamlar flugvélar og svo eru það þessir, sem eru vitlausir i ljós- myndir úr flugi eða safna bók- menntum, sem tengjast fluginu” Flugsögufélagið hefur þegar eignast gamlar flugvélar, eða hluta úr þeim. Auk þess geröi fé - lagið lfyrra út leiðangur til að bjarga herflugvél Ur Þjórsá eftir aö hún haföi legið þar i 36 ár. Fyrsta ársrit félagsins kom út á siðasta ári, en ætlunin er að á hverju ári veröi gefið út rit meö minningabrotum úr flugsögu is- lendinga. — SJ _______________________________VEIÐAR „Góður veiðimaður er náttúruverndarmaður’ ’ segir Finnur Torfi Hjörleifsson formaður Skotfélags íslands Gæsaveiðitiminn er nýhafinn og margir skotveiðimenn komnir i viðbragðsstöðu, ef þeir eru þá ekki þcgar biinir að ieggja land undir fót með byssuna sina. Finnur Torfi Hjörleifsson for- maður Skotveiöifélags Islands sagði, að áætlað væri að mörg þúsund manns færu á veiðar með byssu árlega, en um 12 þúsund byssuleyfi munu vera i landinu. ,,Ég hlakka alltaf mest til haustsins” sagöi hann. „Það er sjálfsagt vegna veiðanna, sem mér finnst haustið skemmti- legasti árstiminn, sérstaklega þegar veðrið er eins og þaö hefur veriö undanfarið, norðankæla með mikilli birtu;’ Finnur Torfi sagði, að sportiö værisiöur ensvo eingöngu fólgið I þvi aö veiða sér til matar. „Veiðim.ennska er flókinn fer- ill. Fyrst kemur skotfimin og öll þau fræði, sem tilheyra þvl að kunna skilá byssu og skotfærum. Veiöimaöurinn þarf að vera með tæki, sem hentar honum, sem hann er vanur og sem hann hand- leikur sem hluta af sjálfum sér. Þá eru betri horfur með veiði og meiri llkur á að hann særi ekki fugla. Næst I ferlinum er sú áreynsla, spenna og eftirvænting, sem fylgir því aö komast I færi við bráðina. Til að ná þokkalegum árangri i þvi þurfa menn að kunna skil á mörgum þáttum: þekkja veiðidýriö og háttu þess, vera kunnugir landinu, landslagi og landsháttum, kunna nokkur þeir eru aö fáann þessa dagana á Rc-ia gimislínuna Grandagaröi 13 simi 21915 skil á veðráttu og hvaða gildi hún hefur fyrir veiðarnar. Það er notaleg afslöppun sem menn finna I þvi að komast út úr ys og þys og streitu borgarlifsins og upplifa náttúruna. Ég held aö minar fegurstu minningar séu náttúrustemmningar frá veiðum, þegar ég hef legið fyrir gæs frá þvi árla morguns og fylgst með landinu þegar það fæöist úr myrkrinu og allt lif vaknar. Þá er maður einn með sjálfum sér, at- hyglin vakandi og engin truflun. Svo er sjálfsagt risið I ferlinum að fella bráðina og siðan hnig, þegar bráöin er verkuð og sögu- Íok, þegarhún er étin i góðra vina hópi. Ég hef ekki ánægju af aö skjóta þá bráð, sem ég vil ekki nýta” Finnur Torfi sagði, að góður veiðimaður hefði áhuga og ánægju af lifrlkinu i heild sinni, ekki aðeins bráðinni. „Sá, sem er ekki góöur náttúru- verndarmaður er ekki góður veiðimaöur,” sagði hann. 1 siðareglum skotveiðimanna segir, að skotveiðimaöur telji ekki fjölda veiddra dýra mæli- kvarða á góðan veiðimann eöa vel heppnaðan veiðidag. Veiöidagur séhins vegar góður þegar hóflega er veitt, með talsveröri likam- legri áreynslu, vakandi náttúru- skyni og sært dýr liggur ekki eftir að kveldi. „Þaöaölita á lífrikiö sem heild, ætti að leiöa til umburðarlyndis” sagði Finnur Torfi. „Þess sér hins vegar ekki stað i sumri löggjöf um dýraveiðar. Er þar nærtækast að taka dæmi um lög um eyðingar refa og minka. Sáhugsunarháttur, aö mönnum sé nauösynlegt að eyöa þeim dýr- um, sem þeirhalda aö séu i sam- keppni viö sig.held ég að hljóti aö vera góðum veiöimönnum hrein andstyggð” Skotveiðifélagið á aðild að Landvernd, enda er gróðurfar landsins undirstaöa undir dýra- lifið. Meö meiri gróðri yröu hér betri og skemmtilegri veiði- lendur. „Ég ólst aö nokkru leyti upp við veiðar á Vestfjörðum” sagði Finnur Torfi. „Eftir að ég kom til Reykjavikur kom hlé i þetta, en siðan 1964hef éggengiðá veiðar á hverjuhausti. Égbyrja venjulega á þvi aö fara á gæs i september og siðan tekur rjúpan við I október og þá vel ég hana frekar. Mér likar vel við þessar göngur um fjöllin’.’ — SJ Gjörb\iting á sviði alfræðiiítgáfu, - sú fyrsta í 200ár! Encyclopædia Britannica 15.útgáfa Lykill þinn aðframtíðinni! |^[*j^|j|||ra 3 Kynnist þessari gjör- Þrefalt allræöisafn i þrjátiu bindum breyttu útgáfu þekktasta alfræðisafns í heimi, ásamt öðrum bókum frá Encyclopædia Britannica, á sýningunni Heimilið ’80 Orðabókaútgáfan í Laugardalshöllinni 22. Auðbrekku 15, ágúst - 7. september. 200 Kópavogi, sími 40887

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.