Helgarpósturinn - 29.08.1980, Qupperneq 13
13
Föstudagur 29. ágúst 1980
Morthens. „En ég hef i engu
breytt um lifsstfl. Ég eyði ennþá
mestum tima með sama fólkinu
og áður, og i tónlistarpælingar.
Ég held að ég sé alveg sannur i
því sem ég er að gera. Og vissu-
lega má nota frægðina og kraftinn
sem henni fylgir til að hafa áhrif
— vekja athygli á málefnum sem
eru manni mikils virði. Ég næ til
unglinganna hef möguleika á að
benda þeim til dæmis á aö þeir
eru afl i þjtíðfélaginu, sem getur
haft áhrif.’
En hvað er það svo i manninum
sem gerir það að verkum að hann
virðist þurfa á einhverskonar
átrúnaðargoði að halda? „Kjarn-
inn í stjörnudýrkun, er eiginlega
það sem kallað hefur verið
identification”, og þýtt sem
samsömun” sagöi Ingvar
Guðnason, sálfræðingur þegar
Helgarpósturinn spurði hann um
það. ,,Ég hef nií aldrei kunnað við
orðið samsömun, en þetta felst
eiginlega i þvi að einstaklingur
finnur sig i einhverjum sem skar-
ar framúr að hans mati. Astæö-
ur fyrir þvi eru þrjár i megin-
dráttum. í fyrsta lagi er hann að
láta drauma rætast, — einstakl-
ingurinn notar þessa persónu til
að lyfta sér upp. Þetta á meðal
annars við um kóngafólk. 1 öðru
lagi er um aö ræöa nokkurskonar
tiskufyrirbrigði — einhver per-
sóna er mjög i hávegum höfð I
einhverjum menningarkima. Og
I þriðja lagi er um þaö aö ræöa að
fólk flykkir sér um ákveðnar per-
sónur sem þvi finnst að geri og
segiréttuhlutina á réttum augna-
blikum. Til dæmis stjórnmála-
menn sem þora að segja það sem
mörgum býr i brjósti,” sagöi Ing-
var.
„Astæðan fyrir þvi að þetta er
einkum áberandi meðal unglinga
er sú að þeir eru ómótaðir að
miklu leyti, og eru reyndar stöð-
ugt á höttunum eftir fyrirmynd.
Þegar fólk eldist breytist viðhorf
þess til stjarnanna, og þær hafa
ekki neitt svipuð áhrif á hegðun
þess’.’
Við höfum mikið úrval skrifstofustóla og að sjálfsögðu
nú með sjálfvirkum hæðarstilli.
Lítið inn og fáið ykkur sæti um leið
og þið skoðið framleiðslu okkar.
STÁLIÐJANhf
SMIÐJUVEGI 5, KÓPAVOGI, SÍMI 43211
GROHE blöndunar- og hitastýritæki eru barnameðfæri. Svo auðvelt erfyrir
börn að skrúfa frá og velja þægilegasta hitastigið. Sérstaki öryggistakki
kemur í veg fyrir að hitinn geti farið upp fyrir 38°, þannig að hætta á bruna af
völdum vatnsins er ekki til staðar. GROHE hitastýritækið heldur þeim hita
stöðugum sem það hefur verið stillt á.
Hitastýritækin frá GROHE spara mikið heita vatnið á tímum orkukreppu.
Veljið GROHE - gæði og öryggi.
RR BYGGINGAVÖRUR HE
SUÐURLANDSBRAUT 4. SÍMI 33331. (H. BEN. HÚSIÐ)