Helgarpósturinn - 29.08.1980, Blaðsíða 16

Helgarpósturinn - 29.08.1980, Blaðsíða 16
Sími86220 85660 Borða- pantanir Hljómsveitin Glæsir Nýr skanki, grillaður Bátaleiga Gisting Kaffi — matur Útigrill Upphringing Heigarpóstsins minnti mig óneitanlega á venju- lega islenska matargerö: Gæt- iröu ekki séö um heigarréttinn fyrir okkur — og skilaö grein- inni til okkar á morgun? Mér fannst sem væri ég kominn i spor islenska lambakjötsins, gripinn degi fyrir notkun gadd- freöinn, beint úr frystinum. Eöa eins og stendur stórum stöfum i glugga einnar stærstu kjötvöru- verslunar borgarinnar: allt i frystirinn! Allar góöar kokkabækur byrja á þvi að fjalla um hrá- efnið. Og mig langar til að nota þetta tækifæri og fjalla örlitið um kjötmetiö á boðstólunum i verslunum. Má biðja kjötkaup- menn aö hafa svo sem tvo eBa þrjá ófreBna kjötbita innan- búBar? Þessari hógværu bón fylgir ekki einu sinni krafa um að kjötiö sé rétt niður- sneitt — min vegna má þaö halda áfram aö lita út eins og járnbrautarslys — bara ef þaö er ekki gaddfreBiö. Hráefni i klakaböndum er óhæft til neyslu og er útflytjendum lambakjöts hér með bént á nýja markaðs- möguleika innanlands. — Jú vist er til fyrirhyggja i innkaup- um, en hún er ekki öllum gefin. Svo er hinir öfgarnir: vel- hangið nautakjöt er lostæti. En hvernig er aftur auglýsingin sem glymur i útvarpinu? „Nautakjöt af nýslátruðu”. Sannarlega er tii hér á landi gnægð góðs hráefnis, sem ekki hefur verið misþyrmt áður en það kemur i hendur neytandans. T.d. kálfakjöt og kálfalifur, sem á veitingahúsum eriendis er i heiðurssæti á matseðlum. Fyrir áhugamenn um hesta- mennsku er ákaflega erfitt að fjalla um hross sem hráefni. Basta. Oðru máli gegnir um svin, enda hefur undirritaður ekki enn skroppið bæjarleið á einu sliku. En svinin, sem hann hefur hesthúsað eru ótrúlega mörg, þar er fvrir að þakka langtimadvöl i Bæjarlandi. Of langt mál yrði að telja alla þá hluta þessarar skepnu, sem þeir Bæjarar snúa I lostæti. Þó skul- um við staldra viö einn þeirra, þvi sá er öðru hvoru tiltækur hér i verslunum. Það er skankinn. Suðurþjóðverjar kalla skanka Schwinshaxn, eöa bara Haxn, en Norðurþjóðverjar salta hann og kalla Eisbein. Hér ,er nýr skanki fáanlegur seinni part vikunnar, en sá saltaði er orðinn fastagestur i flestum skárri kjötbúðum Reykjavikur. Þetta er ódýrt hráefni, kostar tæpar 1000 kr. kilóið. Nýr skanki er einkum mat- reiddur á tvo vegu, bestur er hann grillaður á teini. 1 Miinchen er veitingastaöurinn Haxnbauer, sem um árabil hefur skartað þessu sem aðal- rétti. Þeir á Haxnbauer grilla skankann á snúningsteini yfir viðarkolum i þrjár klukku- stundir. Fyrir þá sem ekki hafa slikt tæki við hendina, t.d. undirritaður, má vel grilla skankann á grind i ofninum eða steikja hann i fati. Akaflega ein- faldur réttur. Og nú kemur loks- ins uppskriftin: Nýr Skanki, grillaður: (4 manneskjur) 2-3 meöalstórir skankar. olia bjór (eöa bara pilsner) salt pipar Skankarnir eru þvegnir og þurrkaðir vel. Til að fá góða skorpu er nauösynlegt aö skera rákir eöa tigullaga teningaform i húðina. Skankinn er látinn á Föstudagur 29. ágúst 1980 —helgarpásturínrL. Að passa ekki passann „Fólk er almennt alltof ógætið með vegabréf siný sagði Jón Arnar Guðmundsson, en hann starfar við það að afgreiða vega- bréf til borgarbúa i lögreglustöö- inni við Hverfisgötu. „Vegabréf eru mikilvægir pappirar, sem brýn þörf er á að hafa á visum stað þegar feröast er til útlanda.” Jón Arnar sagði að fólk þyrfti að endurnýja vegabréfin sin á 10 ára fresti. Nokkuð væri þó um þaö, að Islendingar týndu vega- bréfum sinum og þyrftu þar af leiöandi ný. „Ef sömu menn koma hingað æ ofan i æ og biðja um nýtt vegabréf vegna þess að þeir hafi tapað hinu gamla, þá eru þeir hinir sömu straffaðir og látnir fá vegabréf sem gildir ef til vill ekki nema eitt ár i senn. Fólk verður að gera sérgrein fyrir þvi, að viða i veröldinni kemst fólk varla á milli húsa án þess að sýna vegabréf, svo það er brýn nauö- syn á að gæta þeirra eins og sjá- aldurs augna sinna” Að sögn Jóns Arnar Guðmunds- sonar kæmi það allt of oft fyrir að fólk kæmi á siðustu stundu, kannski degi fyrir brottför og bæði um vegabréf. „Fyrirhyggju- Það er Hörður Eriingsson framkvæmdastjóri sem ieggur helgarréttinn til að þessu sinni: grind neðarlega i oíninum meö fati undir til að súpa spikiö sem drýpur. Hann er grillaður i 2-3 klukkustundir á millihita 18O-2O0‘ C. 1 lokin er rétt að hækka hit- ann, sé skorpan ekki oröin hörð og gullin. Skankanum þarf að snúa oft og pensla. 1 pensilinn fer: í meðalstórt vatnsglas (hef enn ekki lært þetta mælikerfi sem bækurnar nota!) fer góöur slatti af salti og pipar, svo sem ein karlmannsfingurbreidd af oliu og glasið fyllt með bjór (OK, pilsner.) Þetta er hrist vel saman, (má lika hræra) og penslað á kjötið. Lika er gott að pensla ööru hvoru með þvi sem drýpur af. Eins og áður sagði, er lika hægt að steikja skanka og er það raunar klassfska þýska að- ferðin. Látið skankann i feiti borið steikarfat og með honum siðasta klukkutimann, 1-2 lauka, skorna i báta og 2-3 tóm- ata. Skankinn er siðan steiktur, hafa skal dálitið vatn i fatinu til að byrja með, i rúma 2 tima á meðalhita. Snúið og penslið kjötið öðru hvoru með þvi sem drýpur af. Þá er hann tekinn úr fatinu og steiktur á grindinni i u.þ.b. 20 min„ penslaöur með áðurnefndri bjórblöndu. Hækkið hitann svolitið og opnið ofnhurö- ina — á þessum 20 minútum á skorpan aö verða þurrari og harðari. Meðlæti: Súrkál (Sauerkraut) er ómissandi. Það má fram- reiða heitt eða kalt. Hér eru til 3 eöa 4 tegundir súrkáls, sú sem kemst næst þvi aö likjast upp- runalega suðurþýska súrkálinu heitir NOVA og er tékknesk. Einnig er hér til ágætt danskt súrkál, sem þó er ekki alveg eins friskandi. Til aö ná rétta bragðinu, finnst mér oft aö þurfi að bæta nýmöluðum pipar og kúmeni i kálið. Þá er einnig borin fram með þessu heit kartöflustappa og hver skammtur þá skreyttur og bragðbættur með þurrum steiktum lauki. Tómatsalat á vel við með skankanum. Skerið tómatana i sneiðar, leggið i oliu og fáeina dropa af vinediki, saltið og stráið yfir söxuðum graslauki og dilli. Með réttinum drekka Þjóðverjar (og raunar allir sem mega) bjór. Hér i bjórútlegðinni hefur rauðvin reynst ágætt, ekki sist það búlgarska, Trakia. Er rétt að opna þetta rauðvín timanlega, ieyfa þvi að „anda” svo sem hálfan dag. Fyrir þá sem kjósa aperitiv (sultar- dropa, ikveikju) leyfi ég mér að stinga upp á iskældu islensku brennivini og sakar ekki þó að sú guðaveig fái að halda áfram að loga á meðan á borðhaldinu stendur — svo segir mér ólygin kona, sem virðist þurfa á slikri fljótandi aðstoð að halda viö svinafituát. Saltaða skankann má meö- höndla eins. og venjulegt is- ienskt lambasaltkjöt, en súr- káliö er einnig þá ómissandi. Veröi ykkur að góðu. P.S. Með vatnið I munninum skrapp ég rétt I þessu I ágæta kjötverslun og vildi fá mér nýja svinaskanka — „Nei, þvi miður, en þú getur fengið þá frysta”. Hörður Erlingsson Helga Thorberg selur lukkumiða Allt brjálað í Tívoli Mannlifið er nú hvergi marg- brotnara en á sýningunni i Laug- ardal, og þá sérstaklega i Tivoli, sem rekið er I tengslum við hana. Þar hefur aðsóknin verið næstum óhugnanleg alla þá daga sem sýn- ingin hefur verið opin. Er vist, að fáir foreldrarkomast upp með að láta sem þeir viti ekki af þvi börnin sjá fyrir því. Tivoli þetta býður uppá nokkur hefðbundin skemmtitæki, hring- ekjur og annað siikt. Þar eru lika skotbakkar, og rúllettur fyrir fólk að freista gæfunnar. Þaö sem einna fyrst vekur at- hygli þarna er hresst og kraft- mikið afgreiðslufólk I þessum fjárhættuspilum. Þar eru á ferö- inni félagar úr Alþýðuleikhúsinu, sem tóku starfið að sér þær þrjár vikur sem sýningin stendur. AB sögn Helgu Thorberg. leikkonu, eru þaö þó aðeins einstaklingar innan Alþýðuleikhússins sem þarna fengu sér aukavinnu, sjálft Alþýðuleikhúsið á þar engan hlut að máli. „Það hefur verið alveg óhemju mikið að gera.” sagði Helga. „Einum of mikið reyndar, vegna þess að við höfum varla tima til að fara i mat og þessháttar”. Helga sagöi fleiri vinninga vera á leiðinni frá Danmörku, þvi þriggja vikna birgðir hefðu bein- linis gufað upp. —GA Einar við hjólin. Galdrakarlar Diskótek Atli snýr plötunum interRent car rental Bílaleiga Akureyrar Akureyri TRYGGVABRAUT 14 S. 21715 23515 Reykjavik SKEIFAN 9 S. 31615 86915 Mesta úrvalið, besta þjónustan. Við utvegum yöur atslátt á bilaleigubilum erlendls.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.