Helgarpósturinn - 29.08.1980, Síða 25
25
ha/rj^irpn^fl irinn F°sfudagur 29. ágúst 1980
„Hva6 er a6 vera Islendingur,
hva6 er aö vera Þjóöver ji. Er þaö
eitthvaö sérkenni? Getum viö al-
hæft um gyöinga, frekar en
lslendinga eöa Þjóöverja? Ég
held aö þaö sé frekar hægt aö
svara þessu meö frekari spum-
ingum, sem er mjög gyöinglegt.
Þaö er mjög erfitt aö svara
þessu.”
— Hver var ástæöan fyrir komu
þinni hingaö?
,Þaö var hrein tilviljun. Faöir
minn var atvinnulaus vegna at-
vinnubanns á gyöingum, og haföi
reynt aö komast til ýmissa landa,
m.a. Bandaríkjanna, en þaö gekk
ekki.
Hann komst aö þvi fyrir til-
viljun, aö hér var veriö aö leita aö
kennara fyrir Tónlistarskólann I
Reykjavik og sellóleikara fyrir
útvarpiö. Þaö var Ragnar i
Smára, sá mæti maöur, sem var
aöleita aö slikum starfskrafti, og
áttum viöfjölskyldan raunarhon-
um lifiö aö þakka. Faöir minn tók
þetta starf áriö 1937 og þá var
ástandiö fariö aö veröa viösjár-
vert. Hann fór einn, þar sem hann
áleit aö þetta væri aöeins til
bráöabirgða. Ari siöar kallaöi
hann á okkur, þar sem ástandiö i
Evrópu leit ófriölega út. Þá var
ég tæplega sjö ára og bróöir minn
niu ára.”
— Hvernig er aö vera gyöingur
á íslandi?
,,Ég tel mig vera frábrugöinn
öörum tslendingum af þvi aö ég
er fæddur erlendis, en ekki af þvi
aö ég er gyöingur”
„Þaöerbaraágætt.Éghef ekki
oröið fyrir neinu aökasti fyrir aö
vera gyðingur i þessu landi, né
hef ég oröiö var viö fordóma
gagnvart gyöingum. Auövitaö
voru til nazistar á tslandi, þaö er
söguleg staöreynd. En mér er
ekki kunnugt um aö þeir hafi haft
antisemitisma á stefnuskrá sinni.
Þaö var frekar aö þeir samsöm-
uöu sig herraþjóðarheimspeki
Þjóöverja. Ég hugsa aö mun
meiri antisemitismi sé til iöörum
löndum, þar sem engir gyöingar
búa. Þaö þarf ekki gyöinga til.”
— En hvaö meö blótsyröi eins
og „helvitis gyöingur”?
,,Ég tel þetta ekki vera anti-
semitisma. Þetta er skammar-
yröi, sem fólk hugsar sér ekkert
meö, enda hef ég mjög sjaldan
heyrt þaö!’
— Teluröu þig vera aö ein-
hverju leyti frábrugöinn öörum
Islendingum, vegna þess aö þú
ert gyöingur?
„Ég tel mig vera frábrugðinn
öörum tslendingum af því aö ég
er fæddur erlendis og hef búiö
mikiöerlendisenekkiaf þvi aöég
er gyöingur. Ég er gagnrýninn á
margt hér heima, en þar meö er
ég ekki aö segja að mér finnist ég
ekki eiga heima hér”
— Er gyöinglegur uppruni þinn
þér hugleikinn?
,,t vaxandi mæli, eftir þvi sem
ég les meira um þessa hluti.
Mér finnst þaö sem gerðist 1
striöinu, vera eittaf þvisem mjög
erfitt er aö útskýra eöa skilja,
a.m.k. sem fyrirbæriá 20. öldinni.
Kerfisbundin útrýming gyöinga
byrjaöi ekki fyrr en veturinn
1941—42, en fangabúöirnar sem
höföu veriö starfræktar fram aö
þeim tfma, vorunógu svakalegar.
Ég lít á þetta sem óskiljanlega
grimmd og reyndar sem óöra
manna verk. Þvi meira sem
maöur les um þessa atburöi, þeim
mun óskiljanlegri veröa þeir, þvi
þaö þarf aö kafa djúpt ofan i sál-
ræna gerö þjóöar til aö skilja þá,
en þaö er eins og aö giska á hvaöa
lögun isjaki hefur. Þaö kemur I
ljós, aö moröingjarnir voru oft
bestu borgarar. Rúdolf Hess, siö-
asti stjórnandi Auschwitz fanga-
búöanna illræmdu var dæmi-
geröur þýskur kaþólskur smá-
borgari, sem þótti vænt um fall-
ega tónlist og dýr. Þeir sem raun-
verulega báru ábyrgö á þessu,
komu aldrei nálægt blóöbaöinu.”
— Vöktu þessir atburöir þig til
meövitundar um sérstööu gyö-
inga?
„Auövitaö geröu þeir þaö.
Móöursystir min og amma i
móöurætt voru drepnar I fanga-
búöunum, og aörir fjarskyldir
ættingjar, sem ég þekkti ekki, en
flestir úr minni ætt björguöu sér
úr landil’
— Hver er skýringin á öllum
þessum ofsóknum?
„Tja, leitaöu svara i sögunni.
Ég held aö kirkjan hafigert sitt til
aö kynda undir gyöingahatur og
ofsóknir og þaö er ekki langt
siöan kaþólska kirkjan tók and-
gyöingleg blæbrigöi úr messu-
gjörö sinni, þvi gyöingar voru jú
þeir, sem áttu aö hafa drepiö
Krist.
Ein skýringin á þessu er sú, aö
gyðingasamfélög voru afskap-
lega lokuö, meö sina lifs- og
trúarsiði, og allt sem er ööruvisi
en það sem er i kring, getur vakiö
forvitni, tortryggni, andúö eöa
jafnvel öfund.
A miööldum var sagt, aö gyö-
ingar eitruöu brunna, og nazistar
breiddu út, aö þeir fremdu trúar-
leg morö á kristnum börnum viö
leynilegar trúariökanir sinar.
Þaö er auðvelt aö koma af staö
svona óhróöri, en þaö er ekki eins
auövelt aö þvo sig af honum. En
segja má, aö antisemitismi sé svo
flókið og margslungiö fyrirbæri,
aðengareinfaldar skýringar dugi
til, þegar allt kemur til alls”.
„Menn þurfa ekki
lengur að velta
sér upp úr þessum
hörmungum”
„Ég er fæddur f Palestinu, þar
sem nú er israel áriö 1941”
sagöi Elias Daviösson kerfis-
fræöingur.
„Foreldrar mfnir voru fæddir i
Þýskalandi, en fluttu siöar til
Palestinu. Faöir minn fór þangaö
áriö 1932-33, áöur en gyöingaof-
sóknirnar byrjuöu, en hann var
trúaöur. Móöir min flutti þangaö
áriö 1935, eftir aö verulega fór aö
þrengja aö gyöingum i Þýska-
landi.”
— Lenti hún kannski I ofsókn-
um?
„Ekki beinlfnis. Hún var aö
læra á pianó og vildi fá aö ljúka
pianókennaraprófi, og fékk þaö I
gegn meö miklu basli, meö þvi
skilyröi, aö hún færi strax úr
landi og stundaöi ekki störf i
Þýskalandi. Til þess aö fá þetta i
gegn, geröi kennari hennar sér
ferö á hendur til Berlinar I höfuö-
stöövar Gestapó til þess aö biöja
um undanþágu.”
— Hvenær kemur þú hingaö og
hvernig bar þaö aö?
„Ég kom hingaöíyrst áriö 1960.
Ég var á leiöinni til Bandarikj-
anna er ég stoppaöi hér i tvo
daga. Þetta var i marsmánuöi og
ekkert spennandi veöur, en ég
varö svo hrifinn af staönum, fólk-
inu og andrúmsloftinu, aö ég
ákvaö aö koma hingaö aftur, þvi
ég var ekkert búinn aö ákveöa
meö mina framtiö, og haföi ekki
lokiö námi.
Ég fór aö vinna i New York,
keypti mér islenska málfræöibók,
og kynntist tslendingum þar. Ég
kom slöan hingaö aftur um haust-
iö og kynntist ég góöri konu,
Kristinu Jónsdóttur, sem varö
siöar meir konan min og eigum
viö 2 dætur, Ester Auöi og Berg-
ljótu.”
— Hvaö er aö vera gyöingur?
„Ég llt á mig sem mann, fyrst
og fremst, siöan get ég haft ýms-
ar skoöanir og gert ýmislegt, en
ég stimpla mig ekki. Mér finnst
þaö aö vera gyöingur vera stimp-
ill, hvort sem þaö er gæöastimpill
eöa ekki, og ég er á móti slikum
stimplum, bæöi þegar menn
stimpla sjálfa sig og aöra.”
— Hefuröu oröiö fyrir ein-
hverju aökasti fyrir þaö aö vera
gyöingur?
„Nei, þvert á móti. Ég tel, aö
Islendingar séu blessunarlega
lausir viö kynþáttafordóma,
a.m.k. hefur þaö veriö svo. Þaö
sem hins vegar er kynlegt, er aö
ýmsir hafa staöhæft I min eyru,
aö svo sé ekki, aö hér séu alls kon-
„Ég held aö menn ættu aö draga
lærdóma, sem heföu gagn fyrir
samtiöina”
ar fordómar. Ég held, aö þaö sé
gagnstætt þvi, sem er i öörum
löndum, þar sem er staöhæft, að
kynþáttafordómar fyrirfinnist
ekki, en þar sem þeir hins vegar
eru grasserandi. Ég hef tekið eft-
ir þvi, aö fyrst þegar útlendingur
kemur til Islands, þá eru menn
tortryggnir gagnvart honum,
vegna þess aö þeir þekkja hann
ekki. En um leið og útlendingar
sýna aö þeir vilja vel, og vilja
vera góðir þegnar, eru þeir teknir
sem slikir, alveg sama hvaöan
þeir koma. Þeir eru virtir fyrir
þaö sem þeir eru.”
— Er gyöinglegur uppruni þinn
þér hugleikinn?
„Ég get ekki sagt, aö hinn gyö-
inglegi uppruni minn sé mér hug-
leikinn, miklu frekar þaö, aö ég er
ættaöur frá landinu Israel. Þótt
fólk sé alið upp I gyöingatrú i
Rússlandi eöa Þýskalandi, þá
finnst mér ég ekki eiga mikið
sameiginlegt meö þvi persónu-
lega, heldur þess ofsóknasögu.”
— Hvaö hefur þú aö segja um
útrýmingarherferöina gegn gyö-
ingum?
„Ég held, aö menn I dag þurfi
ekki lengur aö velta sér upp úr
þessum hörmungum, sem ekki
eiga sinn lfka I mannkynssögunni.
Mér finnst sjálfsagt, aö menn viti
af þessum hörmungum, og aö
þaö sé brýnt fyrir þessari kynslóö
og þeim næstu hvaö þarna átti sér
staö, aö gyöingar og sigaunar
voru drepnir meö köldu blóöi.
Ekki sem jafningjar i baráttunni,
heldur var þetta eins og I slátur-
húsi, og reynt aö nýta likamsleif-
ar þeirra. Þetta varskipulagt iön-
aöarmorð og þvi veröa allir aö
vera klárir á. Hitt finnst mér
meira atriöi, ef menn lita á nútiö-
ina og framtiöina, aö þeir reyni
aö skilja hvernig þjóöfélagiö i
Þýskalandi hefur þróast svo, aö
þetta var hægt. Hvaöa aðstæður
leyföu þróun sliks fyrirbæris og
þar held ég, aö menn ættu aö
draga lærdóma, sem heföu gagn
fyrir samtiðina.
Ég hef reynt aö hugleiöa hvern-
ig hlutirnir gátu þróast svo i
Þýskalandi, og fyrir þvi eru aö
minu áliti ýmsar ástæöur. 1 fyrsta
lagi hafa Þjóöverjar veriö aldir
upp i hlýðni viö valdiö og þaö
helstskilyröislaust. Þegar ég tala
um vald, á ég ekki bara viö
stjórnvöld og lögin, heldur al-
mennt, hina ósýnilegu hönd
valdsins. í ööru lagi er þaö af-
skiptaleysi af mannréttindum
annarra. Þaö er mjög algeng af-
staöa i nútima þjóöfélagi, aö
segja: þetta kemur mér ekki viö,
og ég get ekki bjargaö heimin-
um.”
Sem dæmi um þetta nefndi
Elias, aö á afmælisdegi innrásar
Sovétrikjana i Tékkóslóvakiu
þann 21. ágúst, hafi ekki tekist aö
efna til andófs hér á landi, jafnvel
þótt Sovétmenn væru aö murka
lifiö úr Afgönum og væru meö
hótanir um aö brjóta niöur frels-
isbaráttu I Póllandi.
„1 þriöja lagi”, hélt hann
áfram, „eru þaö þeir, sem fylgja
bara straumnum og þora ekki aö
standa upp. Þaö var mjög greini-
legt i Þýskalandi, aö þeir sem
kallaöir voru menntamenn, réttu
ekki fingur fram til aö standa
vörö um grundvallarmannrétt-
indi og kirkjan hefur sagt, aö hún
skipti sér ekki af pólitík.”
— Hefurðu haft kynni af fólki,
sem lenti i þessum ofsóknum?
„Auövitaö. Frændfólk mömmu
minnar var i fangabúöum og i
tsrael hittir maöur daglega fólk,
sem lenti i þessum ofsóknum. Ég
man t.d. eftir konu, sem bjó hin-
um megini við götuna, og vakn-
aöi upp á nóttinni og fór aö öskra
svo allt nágrenniö vaknaöi. Einn
frændi minn, sem var læknir,
haföi komiö sér fyrir i þeim hluta
Frakklands, sem ekki var her-
numinn af Þjóöverjum. En þeir
komu aö næturlagi og rændu hon-
um.”
— En hver er aö þinu áliti skýr-
ingin á þvi aö gyöingar hafa veriö
ofsóttir i gegnum aldirnar?
„Þú getur sagt, aö þeir séu
vondir, og allt þar fram eftir göt-
unum, en þegar einhver hópur vill
halda sinum einkennum og lifa i
öðru þjóöfélagi, hefur það veriö
tilefni til tortryggni. Og undir
venjulegum kringumstæöum á
þaö aö liðast, aö minnihlutahópar
geti haldiö sinum siöum, en þegar
lýöskrumarar koma, geta þeir
öðlast hylli meö þvi aö koma sök-
inni á öllu þvi sem miöur fer yfir á
einhverja hópa. Þetta er ekki sér-
mál gyöinga, heldur er þetta al-
gengt fyrirbæri I öllum heimsálf-
um.”
— Hvaö finnst þér um
skammaryröi, eins og „helvftis
gyöingur” og fleira i þeim dúr?
„Ég held aö þaö risti grunnt og
þaö snertir mig ekki.”
Handprjónasamband íslands
er félag handprjónafólks um allt land
Verslun þessi hefur á boðstólum alls konar
handunninn prjónafatnað
Verslun Handprjónasambands íslands
Skólavörðustíg 19