Helgarpósturinn - 29.08.1980, Page 26
26
Föstudagur 29. ágúst 1980
eftir ióhönnu Þórhallsdóttur
myndir: Einar Gunnar
„Mig hefur alltaf langaft til aö læra mikið. En þaö
er eitt vandamála, ég er svo ferlega latur’’
„Til þess að spila djass þarf að gefa allt”
Viðtal við Rúnar Georgsson saxafónleikara
Rúnar Georgsson saxófónleik-
ari hefur spilaö taisvert i djass-
búllum Reykjavikur i sumar eftir
alllangt hlé. Mér þótti rétt aö
biöja hann um aö spjalia eilitiö
viö mig og var þeirri bón vel
tekiö. Ég var varla búin aö
hringja dyrab jöllunni þegar
Rúnar kom til dyra. Hann bauö
mér inn og sagöi : -'Þau eru stór-
hættuleg þessi viötöl. Ég fer alltaf
illa útúr þeim. Ég hét þvi nú
hérna um áriö aö láta ekki hafa
mig út i þetta aftur. Svo er allt
misskiliö ef maöur er hreinskil-
inn. — Jæja, en þú ert komin,
byrjum. Og viö settumst inni
stofu ásamt eiginkonu Rúnars,
Helgu Markúsdóttur og dóttur
þeirra Elvu Björk. Weather
Report sá um fjöriö. Rúnar segist
ekki lengur nenna aö hlusta á
gamlan djass. Hann vildi hlusta á
ungt fólk, fólk sem heföi ein-
hvern kraft i sér. „Þessir gömlu
eru alltaf aö gera þaö sama”
bætti hann viö.
Byrjaði i Vestmanna-
eyjum
— Af hverjubyrjar þú aö spila á
saxófón?
— Þessari spurningu er auö-
svaraö. Saxófónn er hljóöfæri
sem maöur nær miklu útúr, sér-
staklega í djassinum. Þaö erhægt
aö beitu hverjum tóni á mismun-
andi vegu. Saxófónn er þaö hljóö-
færi sem kemst næst mannsrödd-
inni.
— A hvernig saxófón leikur þú?
— Ég leik á alla saxófóna og
flautu lfka. Ég hef mest lært á
flautu, þó ég spili meira á saxó-
fón.
— Hvenær byrjaöir þú aö spila
djass?
— Ég byrjaöi aö spila djass
þegarég varsjöára. Þaö var meö
Guöjóni Pálssyni í Vestmanna-
eyjum. Frá þeim tima hef ég
veriö algjör djassari. Ég hef litla
tónlistarmenntun, þ.e.a.s. ég hef
litiölært i heföbundnum tónlistar-
skólum. Hins vegar hef ég reynt
aö læra af þeim sem ég hef spilaö
meö.
Bara djassari
— Sföan ég var sjö ára hefur
djass veriö algjörlega rikjandi I
minum huga. Þaö hefur nánast
ekkert annaö komist aö. Ég hef
litiö sem ekkert kynnt mér sögu
djassins. Þaö er rétt svo aö ég
þekki þá sem ég spila meö. Ég lifi
fyrir daginn : dag og býst viö
heimsenda hvern dag. Þetta er
satt!.. ég er bara djassari.
— Meö hverjum hefur þú
spilaö?
— Þú ættir nú frekar aö spyrja
meö hverjum ég hef ekki spilaö.
Ég held aö ég hafi spilaö meö öll-
um.
— Hvaö gerist næst, feröu ekki
til Sviþjóöar?
— Ertu aö taka viötal eöa erum
viö aö skrifa bók? Ég held ég
sleppi því aö tala um þaö, þaö
skiptir engu máli.
Nenni ekki að hafa of
mikið fyrir lifinu
— Hefur þú kennt tónlist?
— Já, undanfarin 3—4 ár hef ég
veriö á Siglufiröi og sl. ár var ég i
Dalvik. Þvi miöur var ég þar ekki
nema eitt ár. Ég heföi gjarnan
viljaö vera þar lengur. Ég vil láta
alla læra aö spila tónlist, og þá
ekki bara spila tómar nótur,
heldur aö spila tónlist, aö fólk lifi
sig inni þaö sem þaö spilar. Ég
kenni þaö sem ég kann.
— Mig hefur alltaf langaö til aö
læra mikiö. En þaö er eitt vanda-
mál, ég er svo feriega latur. Ég
skal segja þér þaö aö ég er nefni-
lega Spánverji i aöra ættina og
nenni ekki aö hafa mikiö fyrir lif-
inu. Þaö má þó koma fram
hérna aö ég er mikiö fyrir mótor-
hjól, flugvélar og sportbila. Og
fyrst viö erum komin út i þessa
sálma máttu llka geta þess aö ég
er bæöi heimspekingur og Lax-
nessisti og hef mjög gaman aö þvi
aö lesa bækur.
„Ég gef skít í hefð-
bundna tónlistarskóla”
— Hvaö um áhrifavalda?
— Ég hlusta t.d. bæöi á Getz og
Coltraine og ég digga þá báöa
jafnt. Ég hlusta á alla. Ég er t.d.
mjög mikiö fyrir spuna útaf
hljóöfærinu. Spuni gefur aukna
möguleika til aö spila á hljóöfæriö
og ég fæ útrás viö aö spinna.
— Spilar þú ekki eftir nótum?
— Jú, jú, ég spila eftir nótum.
Annars er þaö reginmisskilningur
aö maöur þurfi aö vera tónlistar-
menntaöur til þess aö geta spilaö.
— Hvaö finnst þér um hefö-
bundna tónlistarskóla?
— Þeir eru nauösynlegir. Hins
vegar má gera margt betra, þaö
má t.d. kenna meiri djass. Undir
niöri er ég kannski dálitill
klasslker. En ég er púra djass-
leikari og ég lifi fyrir þaö.
ósköp feiminn
— Hvernig liöur þér þegar þú
spilar?
— Ég er feiminn og á mjög
erfitt meö aö koma mér á fram-
færi. Þaö sem helst bjargar mér I
þeim efnum er aö drekka 1/2
flösku af léttvini áöur en ég byrja
aö spila.
— Finnstþér betra aö spila einn
en meö fleirum?
— Já, ég vil helst spila einn,
þannig er ég algjörlega frjáls. En
hlustaöu á bassaleikinn, segir
Rúnar lokar augunum og hallar
sér aftur i stólnum. Hann bendir
á plötuspilarann þar sem
Weather Report eru enn á fullu.
Eftir góöa stund heldur hann
áfram.
Verður hreinlega vit-
laus
— Aöspila djass er alveghræöi-
lega erfitt, svo erfitt aö stundum
vildi ég helst vera laus viö aö
spila hann. Ef aö fólk heldur aö
þaö sé auövelt aö spila djass, þá
erbest aöleiörétta þá dellu hér og
nú. Aö spila djass er hrikalega
erfittog getur jafnvel veriö niöur-
brjótandi. Til þess aö spila djass
þarf aö gefa allt. Þegar ég er aö
djamma, er kannski búinn aö
djamma i smá stund, þá verö ég
hreinlega vitlaus og hef ekki hug-
mynd um hvaö ég er aö gera.
Æsingurinn er kominn i algjört
hámark. Þaö er ekki hægt aö lýsa
þessu, en þaö er þetta sem ég vil.
Ég spila i raun og veru mest fyrir
sjálfan mig.
— Ég hef lika gaman aö spila
rokk og grófandjass. Þegar ég er
aö spila, þá finnst mér best þegar
fólk er I góöu stuöi. Ég vil fá fólkiö
til aö öskra og æpa meö mér. Ég
er ekki vandvirkur hljóöfæraleik-
ari, ég er meira fyrir fllinguna.
Ég sem algjörlega á staönum
sem ég spila á, spila af fingrum
fram, vegna þess aö ég kann ekki
aö útsetja, segir Rúnar og hlær
viö.
— Hvernig gengur aö lifa af
tónlistinni?
Fariði bara í öskuna
— Þaö er nú varla hægt aö seg ja
aö ég hafi unniö fyrir mér. Þáö
eina sem ég á er kona og barri og
þaö lifi ég fyrir. Þaö sem ég er I
dag á ég konunni minni aö þakka.
— Hvernig finnst þér tónlistar-
lifiö á Islandi?
— Þaö er alveg merkilegt hvaö
tónlistarlifiö I dag er á lágu plani.
Þaöer eins og islenskir popparar
reyni aö pikka upp þaö lélegasta
sem til er og þetta spila þeir svo
inn á plötur. Þetta er satt, þeir
geta sko alveg eins fariö aö keyra
öskutunnur. Og ef ég á aö vera
alveg hreinskilinn, þá liöur mér
alveg eins og falsara þegar ég er
aö spila fyrir þá inn á plötur. Aö
sjálfsögöu geri ég þetta eingöngu
til aö fá peninga sem ég fæ svo
ekki borgaöa fyrr en einhvern
tima og einhvern tima. Ef ég fæ'
þá...
— Hvernig er hægt aö laga
djasslifiö hérna?
— Jú, þaöer auövelt. Viö getum
lagaö þaö meö þvl aö sem flestir
fáiaöspila.Fleirifáitækifæri. Ég
er algjörlega á móti þvi aö sumir
einoki djasslifiö.
Og ekki mundi eyöi-
leggja aö hafa bjórinn, þvi hann
ýtir undir stemmningu.