Helgarpósturinn - 29.08.1980, Qupperneq 36

Helgarpósturinn - 29.08.1980, Qupperneq 36
8 Föstudagur 29. ágúst 1980 iSLENSKUR IÐNAÐUR „HORFUM BJORTUM AUGUM TIL FRAMTÍÐARINNAR” — segir forstjóri Nóa-Síríus, sem átt hefur í hardri samkeppni vid innflutninginn á sælgæti Sælgætisverksmiöjan Sírius er komin allvel til ára sinna. Hún var upphaflega starfrækt i frihöfninni i Kaupmannahöfn, og var Sirius þá þekkt vöru- merki eriendis. Hingaö til lands var hún siöan flutt áriö 1932, og var þá hafin framleiösla á Sirius sæigæti hér. Sælgætisverk- smiöja Nóa hf. er nýveriö oröin 60 ára. Þessar tvær verksmiöjur sameinuöust fyrir nokkrum áratugum siöan og eru nú eitt fyrirtæki Nói-SIrlus. Fram- leiösia Nóa-Sirius sælgætis nálg ast nú aö vera um 500 tonn ár- lega og flestir þekkja vist megn- iö af framleiðsiu þeirra, svo sem „sirius-lengjur”, mismun- andi „Siriussúkkulaöi”, Capri, Pipp, Nizza og fleira og fleira. Ingibergur Grimsson verk- stjóri sælgætisdeildar, sagöi okkur til fróðleiks aö af t.d Nizza súkkulaðinu væri fram- leitt yfir tonn á dag, 20 gr rjómasúkkulaðilengjurnar (Siriuslengjur) væru fram- leiddar i um þaö bil 800 kg á dag, Capri i um það bil 8-900 kg og rjómasúkkulaöiplöturnar, 100 gr i um þaö bil 11 þúsund stykkjum. Auk þessa framleiðir Nói-Sirius i kringum 11 tegundir brjóstsykurs, konfekt i 15 mis- munandi kössum og pokum, svo og i kringum 10 tegundir og stæröir af páskaeggjum fyrir hverja páska. En Nói-Sirius fór ekki var- hluta af þvi þegar innflutningur á sælgæti var gefinn frjáls 1. april sl. „Þaö kom geysimikiö högg á okkur 1. april, þvi er ekki aö neita,” sagöi Hallgrimur Björnsson forstjóri. „Salan minnkaöi um þaö bil 30% fyrstu þrjá mánuöina og lager hlóðst upp. En þaö virðist vera aö glaöna eitthvaö yfir sölunni aftur núna. Lager hefur lækkað til muna og salan hefur aukist.” „Fólkið er nýjungagjarnt, vill prófa eitthvaö nýtt,” sagöi Þórir Haraldsson verkstjóri, ,,og það kennir okkur að við þurfum aö fara út I framleiðslu á nýjum tegundum.” — Stendur eitthvað til i þá áttina? „Já, við erum að huga að nýj- um tegundum” sagði þórir ,,og fara þá jafnvel einnig út i nýjar umbúðir, en þær hafa geysi- mikið að segja. Bæöi fjölbreytni og gæði umbúöa höföa alltaf mikiö til þeirra kaupænda sem ekki þekkja vöruna. Þær draga að sér athygli fólks. En þetta á vitanlega ekki við um þá sem þekkja vöru okkar. Við höfum t.a.m. verið með sömu umbúðir á suðusúkkulaðiplötum okkar i yfir 100 ár. Súkkulaðið kom hingað til lands með fyrirtækinu i þessum umbúðum og þær hafa haldist óbreyttar siöan. Hús- mæður sérstaklega, sem nota þetta súkkulaöi mikið i bakstur, þekkja þessa vöru, og biðja sér- staklega um hana”. Hvað um samkeppnina við innflutta sælgætið? „Við erum fullkomlega sam- keppnisfærir viö erlendu fram- leiðendurna, i öllu nema fram- leiðninni. I gæðum er enginn Hér er veriö aö leggja siöustu hönd á pökkun og frágang Sirlus súkkulaöis. vandi að keppa viö þá. En fram- leiönina þarf aö stórauka i framtiöinni. Og eina leiöin til aö auka hana er að finna hag- kvæmari framleiðsluleiðir. Við höfum ekki þurft að fækka starfsfólki i verksmiðjunum, en þaö má samt ekki vera færra, þvi þá dregst framleiönin óneitanlega saman. Við þurfum vissan starfsmannafjölda til að halda framleiöslunni gangandi, og hann má ekki vera minni’.’ „Annars búum við viö allt aðrar aöstæöur en samkeppnis- lönd okkar” sagði Hallgrimur. „Verðbólgan hér og ekki siður tollakerfið sem við búum við, spilár mikiö inn i. Það hefði átt aö gefa innflutning á sælgæti frjálsan fyrir fjórum árum siöan. Þá bjuggum við viö 30% tollvernd, sem við gerum ekki lengur. Viö vorum engan veginn nógu vel undirbúnir undir að taka við þessum frjálsa inn- flutningi. En viö höfum samt ekki séö ástæöu til aö loka. Viö stöndum sjálfsagt betur að vigi en margur annar, og horfum bara björtum augum til framtiðar- innar” sagöi forstjóri Nóa-- Sirius aö lokum — Ai Kaffið alltaf eins og nýtt í lofttæmdum umbúðum Kaffi hefur löngum verið þjóðardrykkur okk- ar islendinga.Fróðlegt væri að fá útreiknað hversu mikið magn við innbyrðum af þeim vökva órlega, en óhætt er að halda fram að það er talsvert mikið magn. Elsta kaffibrennsla á islandi er kaffibrennsla O. Johnson og Kaaber. Fyrirtækið var upphaf- lega stofnað 1924/ en inn- flutningur á kaffi hafði þó hafist nokkru fyrr. Segja má að það sem aöallega auðkennir verksmiðju O. Johnson og Kaaber sé þrennt: hreinlætí,vélvæðing, sjálf- virkni. Hjá fyrirtækinu vinna aöeins fimnrmanns, vélar eru allar þær fullkomnustu og mannlegar hendur koma aldrei nálægt kaffinu, fyrr en þaö er komiö i umbúðir. Þrjár tegundir af kaffi eru framleiddar hjá O. Johnson og Kaaber. Rio, Santos og Kolumbia, allar með mismun- andi bragöi og styrkleika. Rio er sterkt og rammt, framleitt úr kaffibaunum frá Riohéraðinu i Brasiliu. Santos er aftur mild- ara, blandað úr ýmsum tegund- um og kemur einnig frá Brasillu. Þriðja tegundin Kolumbia er svo, aö sögn Gunn- ars Steingrimssonar forstjóra Kaaber, sterkara, dýrara og betra en hinar tegundirnar. Allt kaffi frá Kaaber verk- smiöjunni kemur I lofttæmdum umbúöum, eins og flestir kann- ast viö. Viö inntum Gunnar eftir þvi hvaöa þýðingu það hefði fyr- ir kaffið. „Fólk gerir sér almennt ekki grein fyrir þvi hvað lofttæming umbúðanna hefur mikið að segja. En þannig er hægt að geyma kaffið i allt að sex mán- uði, og þaö helst alltaf eins og nýtt. Þaö á aldrei aö geyma kaffi i opnum umbúðum. Það þránar rétt eins og aðrar baunir sé ekki rétt farið með það. Fólk á alltaf að geyma kaffi i vel lok- uðum ilátum heima hjá sér. Og kaupi þaö kaffi I lofttæmdum umbúðum getur það notfært sér að kaupa kaffi i meira magni og haft jafnframt alltaf nýtt kaffi á boöstólum”, sagöi Gunnar. — AB Héöan kemur Kaaber kaffið i lofttæmdu umbúöunum. ÞAO BORGAR SIG AO NOTA PLASTPOKA PLASTPRENTh.f. Hafið þió kynnst, pú og King Oscar? King Oskar kipper síld, er íslenzk framleiðsla og eitt alódýrasta og bezta áleggið á markaðnum í dag. Góð með brauði og kexi, ágætis uppistaða í salöt og margt fleira. KIPPER SNACKS FILLETS OF HERRING * LIGHTLY SMOKED NET WT. 31Á OZ. 92 g

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.