Helgarpósturinn - 29.08.1980, Qupperneq 40
12
Föstudagur 29. ágúst 1980 ISLENSKUR IÐNAÐUR
„Islenzk fiskiskip betri
en erlend”
- Nýsmíði togara ber ad halda hér innan
lands, segir Gunnar Ragnars, forstjóri
Slippstöðvarinnar á Akureyri
Uppi hafa verið ýmsar
skoðanir á nýsmíði tog-
ara í landinu. Heyrzt hafa
þær raddir að þegar sé
floti landsmanna svo stór
að hann beri ekki f leiri ný
skip. Því beri ekki að
smiða skipin hér innan-
lands, heldur erlendis og
selja þá eitt skip út í stað
hvers eins sem inn í
landið kemur. Aðrir eru
alfarið á móti því, og
vilja með smiði skipanna
hér heima stuðla að
framgangi innlends iðn-
aðar.
Slippstöðin á Akureyri
hefur smíðað skip fyrir
innanlandsmarkað um
langt árabil. Slippstöðin
var fyrst stofnuð árið
1952, og var þá mest í við-
gerðum og trébátasmíði.
A árunum 1965-67 var
ráðist í uppbyggingu á
staðnum og hafin smíði
stálskipa.
Hjá Slippstöðinni vinna
nú um 300 manns, að sögn
Gunnars Ragnars, for-
stjóra og er skv. nýlegum
tölum 11. stærsta fyrir-
tækið að mannafla á
landinu.
Að sögn Gunnars eru nú
þrfr skuttogarar í smíð-
um hjá Slippstöðinni, sem
afhendast eiga á næstu
tveimur árum.
„Viö erum bæöi i viögeröum á
skipum og nýsmiöi, og þaö má
segja aö þetta tvennt styöji
hvort annaö. Þaö eru miklar
sveiflur i viögeröunum og ný-
smiöin er aö vissu leyti nauö-
synleg kjölfesta, sagöi Gunnar.
„En þaö er viö ramman reip
aö draga i sambandi viö ný-
smiöi. Þaö er skoöun ýmissa aö
flotinn sé þegar of stór og þaö
eigi ekki aö auka viö skipastól-
inn. Þaö hafa veriö viss von-
brigöi fyrir okkur aö jafnvel
ráöherrar i núverandi rikis-
stjórn hafa látiö falla aö hætta
ætti nýsmiöum hér innanlands,
en smlöa þau frekar erlendis og
selja þá eitt skip út i staöinn
fyrir annaö nýtt. En allar rikis-
stjórnir siöastliöinn áratug hafa
beinlinis haft þaö á stefnuskrá
sinni aö stuöla aö smiöi skipa
hér innanlands”, sagöi Gunnar.
„Þaö þarf aö lita á þetta mál i
miklu viöara samhengi”, sagöi
hann ennfremur. „Viögeröir
veröa aö fara fram hér innan-
lands. Afkastagetan er lítil, þar
sem markaöurinn er ekki mjög
stór, og þaö er mikil skammsýni
aö leggja stein i götu heillar at-
vinnugreinar, sem þegar er búiö
að byggja upp, þó svo þaö -taki
okkur kannsi eitt til tvö ár aö
komast yfir þessar fiskveiöitak-
markanir sem I gildi eru núna.
Þaö er mikil þjóöarheill I húfi
aö halda þessu úti, fyrirtæki
meö ekki stærri framleiöslu en
þetta.
Þaö er alls ekki hægt að halda
þvi fram aö eitt skip, smiöaö hér
heima, sé aukning viö flotann.
Gömlu fiskiskipin okkar eru
mörg oröin þaö gömul aö mörg
þeirra fara aö leggjast niöur.
Núna eru i notkun 255 skip eldri
en 20 ára, og eftir þrjú ár verða
þau orðin 420 talsins. Þaö hefur
alls ekki veriö staöið við þaö aö
selja eitt skip úr landi fyrir
hvert eitt sem smiöað er
erlendis. Og nýju skipin eru,
hvort sem þau eru smiöuö hér
heima eöa erlendis, afkasta-
meiri og betri, svo þaö veröur
veiöiaukning hvort sem er.
Það er mikilvægt fyrir fisk-
veiöiþjóö aö hafa fullkomna
tækniþjónustu, viðgerðarþjón-
ustu og viöhald. Það þýöir ekki
að horfa á ástandiö eins og þaö
er I dag, heldur hvernig þaö
veröur á næstu árum. Þó svo
eitthvaö biási á móti i dag, er
ekki bara hægt að leggja niður
heila atvinnugrein, sem þegar
er búiö aö koma vel undir fót-
unum.
Og islenzk fiskiskip eru betri
en þau sem smiöuð eru erlendis,
bæði hvaö gæði og frágang
varöar”, sagöi Gunnar.
Slippstööin hefur ekkert hugs-
að til útflutnings á skipum?
„Afkastageta skipasmiöa-
stööva I heiminum er mun meiri
en eftirspurn. Þar eru niður-
greiöslur og alls kyns styrkja-
og lánakerfi mun meiri en þekk-
ist á öörum sviðum. Þaö er þvi
erfitt aö komast inn á almennan
erlendan markaö. Þaö hefur
reyndar veriö rekin þróunar-
hjálp á þvi sviöi aö gefa skip til
þróunarlandanna i staö fjár-
magns, en okkar þróunarhjálp
er það litil aö viö komumst ekki
inn á þann markaö.
Islenzkur markaöur er þaö
stór aö viö höfum sérhæft okkur
I smiöum á skipum fyrir innan-
landsmarkaö. Markaöurinn hér
heima er stærri en viö getum
annaö, og þess vegna ber aö
halda þessari framleiöslu hér
innanlands, sagöi Gunnar
Ragnars, forstjóri Slippstöövar-
innar aö lokum.
—AB
Fyrsta flokks hráefni,gæði og
hreinlæti f fyrirrúmi
— segir Eyþór í Lindu
Islenzkur sælgætisiðn-
aður hefur átt mjög i vök
að verjast á síðustu
mánuðum eða allt frá
því að innflutningur var
gefinn frjálsá sælgæti, 1.
apríl síðastliðinn.
Framboð af erlendu
sælgæti er nú ótrúlega
mikið og segir það sig
sjálft að samkeppni
innlendu aðilanna hlýtur
að hafa aukist gífurlega
eftir komu alls þessa
erlenda varnings.
Sælgætisverksmiðjan
Linda á Akureyri hefur
verið starfrækt í 33 ár. Á
þessu tímabili hefur
rekstur verksmiðjunnar
alltaf gengið vel og hefur
aldrei þurft að fækka
starfsfólki fyrr en nú, en
eftir 1. apríl var um
helmingi starfsfólks sagt
upp. Stofnandi og
forstjóri Lindu er Eyþór
Tómasson. Helgarpósts-
menn ræddu við hann á
ferð sinni um Akureyri
fyrir skömmu og við
byrjuðumá þvieð spyrja
hann hvernig honum litist
á ástandið i íslenskum
iðnaðarmálum í dag.
„Ég hef starfaö viö islenzkan
iönaö allt frá árinu 1929, viö alls
konar störf og ég get sagt alveg
eins og er aö ráöamenn þjóöar-
innar hafa aldrei skiliö hvaö
islenzkur iðnaöur er. Þaö var
ráðherra sem sagði á Alþingi
fyrir nokkrum árum aö islenzk-
ur iönaöur ætti engan rétt á sér.
Þetta viöhorf viröist rikjandi
enn I dag. Þessir ráöamenn hafa
aldrei komiö nálægt atvinnuveg
unum, þá vantar alveg aö
komast i samband viö fólkiö i
landinu. Ég er ekki aö deila á
einn né neinn en ég hef reynt aö
ræöa þessi mál viö æöstu menn
þjóöarinnar og þaö er eins og
að tala við grjót. Þeir ætla alltaf
aö athuga allt, en svo er aldrei
neitt gert. Þetta á ekkert við
frekar nú en áöur. Það hefur
aidrei nein stjórn vitaö hvaö
iðnaöur er. Þessir menn koma
beint inn i þjóölifiö og vita
ekkert hvaö fram fer I landinu.
Þeir hafa aldrei komið nálægt at
vinnuvegunum, aldrei svo mikiö
sem migiö I sjó, og ég efast um
aö þeir þekki mun á kind og
belju! Þessi embættismanna-
klika lifir i fornaldarstil og þaö
eina sem þeir viröast skilja eru
tölur, sem svo ekkert er aö
marka þegar til kemur. Þaö eru
aldrei teknir athafnamenn úr
iönaöi inn i rikisstjórn. Og allir
þessir menn hugsa um þaö eitt
að afla frá degi til dags, en þaö
er aldrei hugsað neitt fram i
timann.
Mér likar alltaf betur og betur
viö þaö sem Jónas gamli frá
Hriflu sagöi einhvern tima. Þaö
eina sem vantar hér er að koma
upp rikislögreglu og svo ein-
ræöisherra til að hafa stjórn á
þessu öllu saman.”
Hvernig stendur islenzkur
sælgætisiönaöur nú eftir aö
innflutningur á sælgæti hefur
veriö gefinn frjáls?
„Það er ekkert um þaö aö
villast aö þaö varö verulegur
samdráttur núna i vor. Salan
hefur dottiö niöur um allt aö
50%, eftir aö þessi holskefla
kom. Viö hér i Lindu höfum
aldrei haft viö þessi 33 ár sem
viö erum búin aö starfrækja
verksmiöjuna og þaö eru mikil
viöbrigöi aö nú hrúgast allt i
einu upp lager hjá okkur. Ég hef
heldur aldrei allan þennan tima
þurft aö fækka starfsfólki,
heldur alltaf bætt við mig skóla-
fólki á sumrin. En nú hef ég
þurft aö loka verksmiöjunum
yfir sumartimann og fækka
starfsfólki um helming...
En þetta á eftir aö ganga yfir.
Og þaö er smávottur fyrir þvi
núna aö salan er aö aukast
aftur. Þetta er mest nýjunga-
girni svona til aö byrja með, og
þaö er ekkert óeölilegt. En ég
hef trú á þvi aö þetta gangi yfir.
Ég hef dæmi fyrir þvi i
Danmörku aö það tók upp undir
ár fyrir sælgætisiönaöinn aö ná
sér upp aftur. Þetta ástand á
kannski eftir aö vara hér til
áramóta, en ekki mikið lengur.”
En nú hafa islenzkir sælgætis-
framleiöendur setiö lengi einir
aö markaönum. Gátu þeir ekki
gert eitthvaö til aö undirbúa sig
undir þetta ástand sem nú blasir
viö?
„Viö hér vorum viðbúnir
þessari gusu 1. april. Við fórum
út i þaö fyrir um þaö bil 2—3 ár-
um aö vélvæða allt hjá okkur,
endurnýja og kaupa nýjar vél-
ar. Þaö má segja aö nær engin
vinna sé handunnin i verksmiðj-
unni. Fyrirtækiö er tiltölulega
vel stætt og viö munum standa
þetta af okkur. Ég er bjartsýnn
i verunni og dettur ekki i hug að
kvarta. En þaö veröur ekki
horft framhjá þvi aö það er
kreppuástand rfkjandi i þjóöfé-
laginu I dag. Og þegar salan
dettur allt i einu niöur um 50% '
kemur þaö af sjálfu sér aö þaö
er ekki hægt aö borga allt sem
þarf aö borga. Þaö stendur
ekkert fyrirtæki i þvi aö taka lán
á 40—50% vöxtum og þvi varö
ég aö fækka starfsfólki.”
Eru isienzkir sælgætis-
framleiöendur samkeppnisfærir
viö þá erlendu?
„Já, alveg tvimælalaust.
100% samkeppnisfærir.
íslenzka sælgætiö er alls ekki
siöra en þaö sem veriö er aö
flytja inn, nema siöur sé. Þaö er
ekkert óeölilegt viö aö fólk
kaupi meira af þessu erlenda
sælgæti til aö byrja með.
Umbúöirnar hafa til dæmis sitt
aösegja, en fólk boröar nú ekki
umbúöirnar.
En þaö er munur á okkur og
verksmiðjum úti sem hafa
kannski 2—3000 manns i vinnu
hjá sér og geta veitt sér aö
setja alls kyns góögæti, svo sem
ekta koniak og annað sem þeir
fá fyrir svo til ekki neitt, I
súkkulaöi. Viö erum ekki nema
um 220 þúsund manna þjóö og
þaö segir sig sjálft aö viö getum
ekki keppt á þeim markaöi. En
aö gæöum til er íslenzka
sælgætiö ekki siöra þvi
erlenda. Hér hjá Lindu
framleiðum viö yfir 40 tegundir
af sælgæti. Viö notum alltaf
fyrsta flokks hráefni. Ef maður
svfkur aldrei vöru og notar allt-
af bezta fáanlega hráefni, þó
svo þaö muni einhverju á veröi
fyrir mann, borgar þaö sig. Ég
er harður húsbóndi hvaö varöar
gæöi og hreinlæti viö vinnuna.
Þaö hefur aldrei komiö til
greina annaö en aö nota 100%
hráefni, aldrei nein gerviefni.
Islenzka sælgætið er lika hlut-
fallslega ódýrara en það
erlenda. Núna I byrjun hefur
þetta verið á niöurboösveröi, en
þaö á eftir aö hækka. Það kemur
til meö aö veröa dýrara en það
islenzka.”
Linda hefur flutt eitthvaö út af
sælgæti.
„Já, viöhöfum gerttalsvert af
þvi aö flytja út. M.a. til Banda-
rikjanna og V-Evrópu viöa og
Noröurlandanna. En útflutning-
urinn er aö minnka. íslenzka
krónan fer siminnkandi aö
verðgildi. Gjaldeyririnn okkar
er aö veröa einskis viröi, svo
þetta borgar sig engan veginn.
— AB.
Til vefnaðar:
Vefstóll nr. 4 frá LERVAD er með 120 eða 140 cm vefbreidd og allt að 12 sköftum.
Þetta er fullkominn gagnbindingastóll, sem hentar vel fyrir heimili, skóla og
aðrarstofnanir.
HANDÍÐ
er flutt
Mánudaginn 1. septembcr opn- vélamódel úr tré, ýmisskonar
ar verslunin Handiö I rúmgóöu föndursett og gjafavörur. Einnig
húsnæöi aö Laugavegi 26, en fást i Handiö allskonar handverk-
verslunin hefur til þessa verið til færi, hefilbekkir og tæki til
húsa aö Laugavegi 168. steinavinnslu. Verslunin selur
Handið hóf starfsemi 13. októ- einnig ýmis útitæki, svo sem úti-
ber 1978, sem sérverslun meö leiktæki fyrir börn, garöyrkju-
vörur til hverskonar tómstunda- áhöld, sláttuvélar og gróöurhús.
iðju. Vöruflokkum hefur fjölgaö Auk þessa býöur Handiö upp á
smátt og smátt og var svo komiö mikiö úrval föndurbóka. Verslun-
að húsnæöið aö Laugavegi 168 var in gefur út vörulista, sem er send-
oröiö of litiö. ur ókeypis þeim er þess óska.
Sem dæmi um vöruflokka má j nýja húsnæöinu aö Laugavegi
nefna: vefstóla, og allskonar hluti 26 er sérstök kennslustofa og
til vefnaöar, vörur til körfugerö- munu föndurnámskeiö i ýmsum
ar, hnýtinga, kertageröar, leir- greinum hefjast I september.
kerasmiöi, brúöugeröar, smelti, Inngangur i verslunina er bæöi
og leöurvinnu. Föndurliti allskon- frá Laugavegi og Grettisgötu og
ar fyrir tauþrykk, tréskreytingu, eru bilastæöi fyrir framan versl-
postúlinsmálun, batik, taulitun, unina viö Grettisgötu.
og glerskreytingu. Þá má nefna Eigandi Handiöar er Bragi
leikföng og föndurvörur fyrir Ragnarsson og verslunarstjóri er
yngstu kynslóöina, skipa og flug- oiafur J. Kolbeins.