Helgarpósturinn - 29.08.1980, Page 43

Helgarpósturinn - 29.08.1980, Page 43
ÍSLENSKUR IÐNAÐUR Föstudagur 29. ágúst 1980 15 ,,Ef lopapeysunnar hefði ekki notið við er óvíst að ullariðnaðurinn væri svona sterkur” Fataframleiðsla Mjög mikill vöxtur hefur verið i fataframleiðslu ullariðn- aðarins. Það er eðlilegt að spurt sé hvers vegna þessi mikla aukning hafi átt sér stað meðan þróun fatasaums í skinnaiðnaði og öðrum iðngreinum hafi verið svo hæg. Frá 1970 til 1979 marg- faldaðist útflutningur prjóna- fatnaðar 3.9 sinnum i tonnum. Höfuðástæðurnar fyrir vel- gengni þessarar greinar tel ég vera þessar: a. Sér islenzkt hráefni og vinnsluaðferð. b. Söguleg hefð. c. Vel heppnuð markaðssetning. d. Tiltölulega góð fjárhagsfyrir- greiðsla. a. Islenzk ull (Icelandic wool) er eins og áður sagði, viðurkennt alþjóðlegt gæðaheiti.Menn geta endalaust deilt um það, hvort þessi sérkenni séu orðin til vegna sérkennileika hráefnisins eða skapist i vinnslu bandsins, sem þróuð hefur verið 1 islenzk- um spunaverksmiðjum. Það, sem skiptir mestu máli, er trú neytandans, sem kaupir vöru úr islenzkri ull og telur sig vera að kaupa vöru úr gæöameira hrá- efni en annarri ull. Umráðarétt- ur sliks vörumerkis er milljarða virði, jafnvel þótt verðlagt sé i dollurum.Tekisthefur einnig að þróa sér islenzka vinnsluaðferð við prónaskapinn, en þar á ég við ýfinguna. b. A Islandi er söguleg hefð i prjónaskap og þá einkum i handprjóni. Þegar útflutningur á islenzkum prjónavörum hófst fyrir alvöru til vesturlanda upp úr 1962 var þegar til vöru- flokkur, sem hefja mátti út- flutning á. A þeim tima þekkti enginn islenzka lopapeysu eöa islenzka ull t.d. i Bandarikj- unum. tslenzk lopapeysa var þaö sérkennileg og skar sig auð- veldlega úr erlendri sam- keppnisvöru og meö þrautseigju tókstaðvinna henni markað. Or þvi varð vel þekkt vöruheiti ,,ís- lenzk lopapeysa”, sem erlendis er tengd Islandi og sögulegri hefð. íslenzka lopapeysan er ágætt dæmi um hvernig skapa má vöru, sem fellur i geð neytand- ans vegna áhuga hans á að kaupa vöru, sem hefur sögulegt baksviö og gefur tilefni til árangursrikrar kynningarstarf- semi. Eins og öllum er sjálfsagt kunnugt, á „íslenzk lopapeysa” i núverandi mynd enga sögu- lega hefð. Mynstrið er græn- lenzkt og aö þvi er best er vitað mun fyrsta peysan hafa verið prjónuð eftir mynd i dönsku vikuriti laust eftir árið 1950. En lopapeysan gegnir afar þýðingarmiklu hlutverki i þróun ullariðnaðarins vegna þess, að hún opnar markaöina fyrir is- lenzkar ullarvörur. Otflutn- ingur hefst og hjólin fara aö snúast. Það liðu t.d. um 7 ár frá þvi að handprjónaútflutningur hefst þar til útflutningur verk- smiöjuframleidds fatnaðar hefst til N-Ameriku. 1 upphafi framleiðslu fatn- aðar þurfti verksmiðjufram- leiddur fatnaöur ekki að standa einn heldur fékk að fljóta með handprjóni, meðan verið var að ná tökum á framleiðslunni. Þetta er það, sem skinnaiön- aður og fleiri iðngreinar hafa skort og þess vegna aldrei kom- izt yfir byrjunar-örðugleikana. Ég tel þvi, að ef margnefndra lopapeysa hefði ekki notiö við, væri óvist að ullariðnaðurinn væri svo sterkur sem hann er I dag. Umrætt danskt vikublað mætti þá telja með verðmætari innflutningi siöustu ára. Eftir 1960 hóf Samband isl. samvinnufélaga útflutning til Rússlands i miklu magni. Þeir stóru samningar komu fótunum undir stórfellda ullarvinnslu á Akureyri. c. Markaðssetning ullarvara hefur tekist með afbrigðum vel. Max regnföt gera munirm Veðrið skiptir ekki öllu máli, ef þú ert í regnfatnaði frá Max. Margar stærðir, margir litir. _ K*ti8$*** ÁRMÚLA 5 — SÍMAR 86020 OG 82833 Hönnun og þá einkum efnis- hönnun er talin sér Islenzk. Kynningarstarf á erlendum mörkuðum hefur verið mjög árangursrikt. Bæöi hefur notið við mjög dugmikilla einstakl- inga og það hafa myndast til- tölulega stórar sölueiningar. Mjög þýöingarmikiö tel ég hlut- verk Otflutningsm iðstöðvar iðnaðarins. Sú stofnun hefur samræmt markaðslegt átak ullarútflytjenda. d. Islenzkir iönrekendur hafa mjög kvartað yfir lánafyrir- greiðslu og ekki að ósekju. Þótt betur hafi mátt gera gagnvart ullariðnaðinum og lánafyrir- greiðslan sé nú orðin dýr, þá er hitt staðreynd, að iðnaðurinn hefði aldrei komist þangað sem hann er, ef fyrirgreiöslan hefði verið mjög takmörkuð. Eitt atriði er athyglisvert I þróun fata- og prjónafram- leiöslu i ullariðnaðinum. Það hafa verið mjög takmörkuö tengslmilliþess fata- og prjóna- iðnaðar, sem fýrir er i landinu og þessa nýiðnaöar. Við inn- göngu tslands i markaðsbanda- lögtók aö þrengja að islenzkum fataiðnaði. Eðlilegt heföi verið, að þau framleiðslufyrirtæki, sem fyrir voru leituðu inn á ný svið og þá lika, að þegar ný fyrirtæki hófu starfsemi sina, leituðu þau tæknisamstarfs við reyndari aðila. Svo hefur ekki oröið nema að litlu leyti og er þaö miöur, þvi að þaö hefur tafið mjög þróun fatafram- leiöslunnar. Til þessa liggja margar ástæður m.a. byggða- stefnan og lika vanmat á ullar- iðnaði. Það eru óliklegustu menn, sem virðast skipta is- lenzkum fataiðnaði i tvennt, „raunverulegan fataiðnaö” og ullarfataiðnað. Framtíðarhorfur Þegar á að meta framtiðar- horfur ullar- og skinnaiðnaðar- ins er eðlilegt, að settar séu fram ýmsar spurningar um al- mennar forsendur. a. Hver verður umhverfisleg þróun iöngreinanna á íslandi? b. Hvaða þýöingu hefur ullar- og skinnaiðnaðurinn i almennri iðnþróun á tslandi? c. Má vænta þjóðfélagsbreyt- inga, sem hafa áhrif á sölu ullar og skinnavara? a) Þeir tveir stóru þættir, sem munu móta það framtiðarum- hverfi, sem þessar iðngreinar munu þurfa að búa við, eru opinberar ráöstafanir stjórn- valda og velgengni sjávarút- vegsins. Þarf iönaðurinn i framtið- inni að búa við hærri skattlagn- ingu en aðrar útflutningsgrein- ar meðan stjórnvöld i löndum keppinauta okkar hvetja til dáða I iðnþróun og framleiðni- aukningu með skattaafslætti og flýtifyrningum? Ef sú spá verður að veruleika, að framtiðarmarkaðir fyrir frystar fiskafurðir verði ekki i Bandarikjunum heldur i Evrópu.hvaða áhrif mundi slikt hafa á Islenzkt efnahagslif og þar með gengisskráningu krón- unnar? b) Þvihefurverið haldiðfram, að framtið islenzks iðnaðar sé á sviöi stóriðju og aö almennur iðnaöur muni frekar veröa dragbitur á bætt lifskjör en lyftistöng. Ef þetta er hinn stóri dómur þeirra, sem ráða ferðinni i þessu landi, er þá ekki betra fyrir menn að eyða kröftum sin- um á öðrum sviðum en almenns iönaðar? I Bandarikjunum eru það fyrirtæki, sem flokkast undir smáan atvinnurekstur, sem skapa 66% nýrra atvinnutæki- færa. Hversu mikils virði fyrir aörar iðngreinar er sú starfs- reynsla, sem menn fá i útflutn- ingsiönaði eins og ullar- og skinnaiðnaði? c) I vaxandi mæli reyna at- vinnufyrirtæki að spá i þær GEÐI — enn einn si Við höfum ávallt kappkostað að sinna kröfum neytenda og höfum því útbúið nýja merkimiða á vörur okkar Söltuð, þurrkuð og reykt Spgeipylsa PAKKAÐ § ÞYNGD I KÍLÓVERÐ VERÐ <.SÍÐASTI SÖLUOAGUR HYáetni: Svínatita. nautgripa kjöt, svinakjöt, salt. krydd. sykur. Sýrur: Glukono-delta-lakton. ÞráavarnaretnS og jónblndar. Askorbinsýra. Kælivara —Geymist vió 0-4 C Má einnig frysta. Rotvarnaretni: Natriumnitrit. Næringargildií 100 g u.þ.b^: Prótein13g.t'ta50 9.matór salt 2.8 g, hitaeiníngar 450. Sambandsíns er unnin í samráði við Rannsóknarstofu Búvörudeildar, með ýtarlegri upplýsingum en áður hafa þekkst, — enda trygging fyrir góöri vöru. A LÍTTUÁ MIÐANN AÐUR EN ÞÚ VE LUR — J>að borgfar sigf. @ KjanÐNAÖtRSIÖÐ SAMBANDSINS r k

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.