Helgarpósturinn - 29.08.1980, Blaðsíða 48

Helgarpósturinn - 29.08.1980, Blaðsíða 48
20 Föstudagur 29. ágúst 1980 ÍSLENSKUR IÐNAÐUR Þórhallur Arason SMIÐJUVEGI 32-34 - 200 KÓPAVOGI - P.O. BOX 62 (Kóp.) SlMAR: 44880-43988 Staðreynd að fólk kaupir frekar innfluttan fatnað — Rætt við Þórhall Arason, forstjóra Solido er fyrirtæki sem fram- leiöir barna-, unglinga og kven- fatnaö. Segja má aö aöalfram- leiöslan séu stakir kvenjakkar, pils, kápur og buxur og svo ýmis annar tizkufatnaöur innan um. Annar forstjóri Solido er Þór- liallur Arason. Viö ræddum viö hann um fyrirtækiö og hljóöiö i mönnum almennt i fataiönaöi. „Þaö er ekkert gott hljóö i mönnum, ég get sagt þér þaö. Þaö er sama gamla tuggan, óstjórnin i efnahagsmálum okkar, þetta vitlausa markaös- gengi, óöaveröbólgan”, sagöi hann. Samkeppnin viö innflutning- inn er lika geysilega hörö, og ég held hún fari versnandi. Þetta býggist allt á þvi aö fatnaöur sem allar þessar fjöl- mörgu verzlanir eru að selja hér er innfluttur. Það er helzt aö viö gripum inn i þar sem verzlanir hafa ekki getaö fengiö pantanir A—Asiu, svo sem Hong Kong, Taiwan, og Suður Kóreu. Allur þessi innflutningur er algerlega óheftur. t öllum V—Evrópu- löndum hafa stjórnvöld sett á svonefnt kvótakerfi, þar sem aöeins er leyft aö flytja inn visst magn frá þessum löndum. Þaö er gert til aö stuöla aö jafnari samkeppni. Þaö er timi til kom- inn aö sööla um hér og breyta um stefnu í þessum málum, en fram til þessa hefur litið sem ekkert verið gert i þvi aö fá þessu breytt. Og annað sem brennur mjög á iönrekendum hér á landi. Þaö er hlutur iðnaöarins i lánamálum. Þaö er svo langt frá þvi aö viö sitjum viö sama borö og hinir aðalatvinnuvegir þjóöarinnar, landbúnaður og sjávarútvegur. Þeir njóta forréttinda sem hljóta aö veröa að hverfa. Viö eigum langt i land með aö ná hliðstæðu viö báöar þessar atvinnugreinar. Þó er iðnaöur- inn langstærsti atvinnuvegurinn hvaö mannafla snertir hér á landi. Nú vinna i kringum 27 þúsund manns aö iönaöi, þaö myndi vera um fjóröi hver vinn- andi tslendingur. Mig langar aö vitna til ræöu sem Jóhannes Nordal, seðla- bankastjóri flutti á ársþingi Félags islenzkra iönrekenda 1978. Þar sagöi hann: „Gera þarf kerfisbundiö átak til þess aö afnema hvers konar mismun sem enn á sér staö milli sjávarútvegs og iönaöar, hvort sem er i skattamálum, opin- berri fyrirgreiöslu, lánskjörum eöa aögangi aö fjármagni. Þetta er eina leiöin sem ég sé liggja aö raunverulegu jafnræöi þessara tveggja höfuöatvinnugreina þjóöarinnar”. Þá langar mig lika til aö vikja aö tveimur sköttum, sem hljóta Framhald á bls. 14 BIFREIÐAEIGENDUR ATHUGIÐ Nú fer í hönd-og tími til að athuga snjóhjólbarðana Eigum fyrirliggjandi sólaða hjólbarða á flestar tegundir bifreiða, m jög hagstætt verð ATH. Einnig NÝJA snjóhjólbarða á gamla verðinu Enginn kemst lengra en munstrið leyfir afgreiddar á réttum tima, svo og svona i einstaka tilfellum þegar um eitthvað sérstakt er aö ræöa. En hvaö er það sem gerir þaö aö verkum aö fólk vill frekar út- lendan fatnaöen islenzkan? Eru isienzkir framleiöendur ekki samkeppnisfærir hinum er- lendu? „Hér gildir hinn sigildi máls- háttur: Fjarlægðin gerir fjöllin blá”, sagði Þórhallur. „Þaö er staöreynd alls staðar, ekki bara hér hjá okkur, aö fólk vill frekar erlent. Þaö má kannski kalla þaö snobb, ég veit þaö ekki, en þetta er svona alls- staðar. Jafnvel þó svo varan framleidd hér heima, sé oft mun betur saumuð og frágengin og jafnvel hönnuö, heldur en inn- flutningurinn. livaö er til ráöa i þessum efn- um? „Þaö eina sem hægt er aö gera, er aö stjórnvöld standi viö þær skuldbindingar sem þau tóku á sig þegar viö gengum i EFTA. Þaö hefur ekki veriö staöiö viö þær nema aö mjög litlu leyti. Viö stöndum i óheftri samkeppni viö þróuðustu iönriki veraldar. Ég er alls ekki aö segja aö aðildin aö EFTA hafi veriö óheillaspor. En ef staðiö heföi veriö viö allt þaö sem gera átti viö inngönguna, þá væru hlutirnir allt ööru visi en þeir eru i dag. Ég tala nú ekki um þá iönþróun sem hér þyrfti aö hafa komiö þegar aölögunartiminn rann út. Hömlulaus innflutningur frá Asiu. Og þaö er annaö sem taka þarf til athugunar i sambandi viö innflutninginn. Þaö er hingaö til lands hömlulaus inn- flutningur frá láglaunalöndum ma

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.