Helgarpósturinn - 17.10.1980, Side 4
NAFN: Magnús Einar Sigurðsson STARF: Prentari og starfsmaður Hins íslenska prentarafélags
FÆDDUR: 24/4 1949 HEIMILI: Hverfisgata 21 HEIMILISHAGIR: í sambýli við annað fólk
BIFREIÐ: Engin ÁHUGAMÁL: Félagsmál
„Viljum áfram sjá um okkar störf”
Er ekki dálitið undarlegt að
eftir að þið létuð innskriftarborð-
in i Blaðaprenti og á Morgunblað-
inu ganga ykkur úr greipum fyrir
nokkrum árum, aö þið skuliö nú
vilja gera samkomulag um notk-
un skerma?
„bessu er nú þvi fyrst til að
svara, aö við létum aldrei inn-
skriftarborðin ganga okkur úr
greipum á einn eða annan hátt.
Félagsfólk okkar, iðnlært og óiðn-
lært, hefur alltaf unnið við þau.
Hinsvegar er nú uppi á tening-
num"'að flytja arftaka þessara
tækja, tæki sem þjóna sama til-
gangi, yfir á aðrar starfsstéttir.
Við erum þvi aðeins að krefjast
þess að fá sem áður aö fá að sjá
um setningu, sem er undanfari
þess, að framleidd eru blöð,
bækur og aörir prentgripir.”
En það fólk sem vinnur við
þessi innskriftarborö nú,er ófag-
lært, þannig aö þið misstuö þessi
störf raunverulega úr höndum
prentara þá þegar.
„1 félagi okkar, Hinu islenska
prentarafélagi, hefur verið óiðn-
lært fólk i marga áratugi, sem
hefur unniö ýmis störf sem lúta
aö prentiðnaði, þannig aö við höf-
um alls ekki sleppt þessum þátt-
um vinnunnar úr okkar röðum,
siður en svo”.
bað fólk, sem var ráðið tii
starfa við setningu var skrifstofu-
fólk, vélritunarstúlkur. betta fólk
gekk þó inn í störf sem iðnlærðir
prentarar, vélsetjarar, unnu við
áður.
„bað er nú allur gangur á þvi
hvaðan þetta fólk kom, sem var
ráðiö til þessara starfa. Hitt er
aftur alveg ljóst, aö þegar inn-
skriftarborðin komu þá komu i
svo miklum mæli og á svo stutt-
um tima, aö það fólk sem fyrir
'var i okkar grein, hafði ekki tök á
þvi að taka við þessum tækjum.
bað er þvi auðsætt, að það varð
að koma fleira fólk til starfa, og
það þurfti aðráða nýtt fólk. Hvort
það kom af skrifstofum eða ann-
arsstaðar frá veit ég ekki um”.
bið eruö þá fyrst og fremst að
gæta hagsmuna þessa ófaglærða
fólks.
„baö má kannski segja, að við
séum fyrst og fremst að þvi, eins
og málið blasir við i dag. bað er
svo annað mál, aö það er þegar
búið að þróa og byrjað að fram-
leiöa tæki, sem þjóna ekki bara
þeim tilgangi einum að vera setn-
ingartæki, heldur ekki siður tæki
sem eru tengd inn á önnur svið
prentiðnaðarins, sem eingöngu
iönlærðir menn hafa unnið við,
reyndar vernduö af iönlöggjöf-
inni, það er aö segja umbrotiö.
bessi tæki eru aö verða svo sam-
Samningsmenn Vinnuveitcndasambandsins segja, aö samningaviðræðurnar viö Alþýðusambandiö
hafi strandað á þvi, aö ekki hefur náðst samkomulag um tæknimát og atvinnuöryggismál prentara.
bað mál snýst um þá nýju tækni i prentiönaðinum sem nú er byrjuð aö halda innreiö slna á tslandi og
gæti þvf sem næst gert prentara óþarfa. Flest af þeim störfum sem þeir vinna nú veröa unnin I tölvuin,
sem allir geta stjórnað.
En fyrir nokkrum árum varö önnur bylting I islenskum prentiðnaði. baö var þegar offsettið var tekið
upp í stað bfýsetningar. bá eftirlétu prentarar ófaglærðu fólki innskriftarborðin sem komu I stað setj-
aravélanna. Nú risa þeir upp og mótmæla þvi, að btaöamenn ogstarfsmenn auglýsingadeilda blaðanna
skrifi inn á tölvuskerma.
Um þessi mál spyrjum við Magnús E. Sigurösson starfsmann Hins islenska prentarafélags I Yfir-
heyrslu I dag.
tvinnuð, innskriftartæki og um-
brotstæki, að það er algjörlega
undir hælinn lagt, hvort hér er
bara verið að vernda þetta óiðn-
lærða fólk i félagasamtökum
okkar, eða lika þá iðnlærðu.”
Eruð þið á móti þvl, að atvinnu-
rekendur, þá sérstaklega dag-
blaðaútgefendur, reyni að mæta
auknum tilkostnaði með nýrri
tækni, og eruð þið reiðibúnir aö
hætta þannig á þaö, prentarar, að
vinnustöðum ykkar fækki?
bvi hefur töluvert verið haldið
fram, að við viljum berjast gegn
nýrri tækni. Og þá um leið, hamla
gegn þvi að prentsmiðjueigendur
geti hagnýtt sér þau tæki og þá
tækni, sem er á boðstólum
hverju sinni. bessu getum við al-
veg svarað neitandi. Við erum
einungis að fara fram á það, að
þau tæki sem verða tekin i notkun
til þess að framleiða blöð og aðra
prentgripi, fáum við að nota, sem
hingað til höfum séð um þessi
störf. bað er ekki verið að hamla
gegn neinni tækni, og það verður
aldrei gert.”
En er ekki eitt aöal atriðiö I
þessari nýju tækni, að milliliöum
er sleppt? Viljið þið, að blaða-
menn haldi áfram að skrifa sin
handrit, sem þiö siðan skrifiö upp
aftur?
„Við getum alveg eins fært
okkur aftur i timann og sagt, að
blaðamenn hefðu átt að setjast
við setjaravélarnar. bað er alls
ekki um það að ræða, að þessi
tækni sé til þess eins að fækka
milliliðum. Hér er um ákveðna
starfsskiptingu að ræða, sem er
fundin út eftir margra ára
reynslu. Og reynsla ýmissa er-
lendra blaða af þvi að þjappa
þessu of mikið saman og fækka
fólki er sú, að þau hafa versnað.
Otbreiðsla minnkað, auglýsing-
um fækkað og almenn fréttaöflun
versnað. Stefna Alþjóða blaða-
mannasambandsins fellur lika
alveg saman við stefnu Alþjóða
prentiðnaðarsambndsins, þ.e.
að sú verkaskipting sem verið
hefur, þurfi að haldast. bessi
betri prentgripi en áður , bæði
hvað snertir innihald og útlit”.
Ef við snúum okkar að þeim
liluta deilunnar, sem snýst um
starfsfólk auglýsingadeildanna.
Sýnið þið ekki litla stéttarvitund
með þvi fólki, sem nú vinnur við
að skrifa auglýsingar, þegar þið
viljið i rauninni gera það óþarft?
„bað er eins með þetta og allt
annað, aö það hefur verið rang-
túlkað I blöðum. Við höfum alls
ekki farið fram á, að störf fólks i
Verslunarmannafélagi Reykja-
vikur falli niður, siður en svo.
Hinsvegar höfum við gert þá
sjálfsögðu kröfu, að sú setning á
auglýsingum, sem hingað til
hefur alls ekki farið fram á aug-
lýsingadeildunum, heldur tækni-
deildum blaðanna, verði áfram i
höndum þess fólks, sem hingað til
hefur sinnt henni”.
Nú standið þið cingöngu i
samningum við atvinnurekendur
um þessi mál. Heföi ekki verið
eðlilegra að taka inn I viö-
ræöurnar bæði blaðamenn og
verslunarfólk, sem þessi mál
snerta vissulega lika?
„Hér er alls ekki um að ræða
hluti sem koma niður á blaða-
mönnum eða félögum i VR.
Heldur erum við að takast á við
þá stefnu sem félag prentsmiðju-
eigenda hefur viljaö halda fram,
að þeir geti alfarið sjálfir ráðiö
þvi hvernig með þessi mál er far-
ið, og tryggja, að við höldum
þeim störfum sem við höfúm haft
hingað til.
Enhittersvo annað mál, að við
höfum alltaf viljað eiga gott sam-
starf við Blaðamannafélag Is-
lands. Við boðuðum til fundar
með félaginu snemma á árinu,
þar sem þessi mál voru rædd.
Stjórn BI átti að boða næsta fund,
en það hefur ekki verið gert enn-
þá. En viö erum reiöubúnir til
að ræða við Bt um þetta sam-
eiginlega hagsmunamál, þótt þar
geti ekki orðið neinir samningar.
Við erum fyrst og fremst að fást
við kjarasamninga, og um þá get-
um við ekki samið við aðra en
nýja tækni er ekki siður vel til prentsmiðjueigendur”.
þess fallin, sé rétt haldið á mál-
um, að framleiða verulega mikið Hver er afstaða ykkar til þess,
að blaðamcnn á Morgunblaðinu
skrifa nú þegar sjálfir á skerma?
„Eins og kemur fram i kröfu-
gerð okkar er hún sú, að þessi
tækni verði tekin úr höndum
blaðamanna. En hitt er svo jafn-
framt ljóst, að við höfum ljáð
máls á þvi að semja um þetta á
einn eða annan hátt um nákvæm-
ar reglur”.
bú nefndir áðan gerð prent-
gripa. Er það ekki hæpin rök-
semdafærsla að halda þvi fram,
að hlutur sé orðinn prentgripur
fyrr en efnið er komið á spalta?
Og þið hafið áfram yfirráð yfir
þeim véium sem annast þaö verk.
„Um leið og búið er að setja upp
þann texta sem á að prenta er það
að sjálfsögðu innan þess ramma
sem heitir framleiðsla prent-
gripa”.
biö talið mikið um það, að
grafisk útfærsla á prentuöu máli
eigi að vera I höndum prentara.
En hefur það ekki einmitt verið
alla tið i höndum útlitsteiknara úr
röðum blaöamanna?
„Ég er hjartanlega sammála
þvi, að það sé hlutverk blaða-
manna að ákveða staðsetningu
fréttar eftir fréttagildi. Skv.
kjarasamningi okkar er það lika
sameiginlegur starfsvettvangur
prentara og blaðamanna að gera
svokallaðar útlitsteikningar að
siöunum, og ég á ekki von á að
það breytist. En þróunin i þessari
tækni er sú, að tæknin er öll að
verða samþjappaðri og gefa
fleiri möguleika, sem koma beint
inn á hina prentfræðilegu þekk-
ingu. bessvegna tvinnast þetta
allt meira og minna saman”.
Eruö þið ekki að ganga lengra i
kröfum ykkar en t.d. starfs-
bræður ykkar á hinum Norður-
löndunum?
„bað er mikill misskilningur.
Atvinnurekendur hafa mikið vitn-
að I svokallað danskt samkomu-
lag, sem samningur okkar frá
1977 var töluvert byggður á. En
siöan hafa Danir gert nýjan
samning, sem skerpir rétt prent-
iðnaðarfólk til muna. Og I öðrum
löndum, t.d. Belgiu og Englandi
eru samningar mun skarpari að
þessu leyti en kröfur okkar”.
Ef við Iltum á aðrar prent-
smiðjur en blaðaprentsmiðjur-
nar. Er það ekki ennþá hættulegri
þróun I ykkar augum, að hjá litlu
prentsmiðjunum er farið að senda
vélritunarstúlkum innskriftar-
borðin heim og setningin þannig
gerð að einskonar „heimaprjóna-
skap”?
„Jú, þaðer eitt af þeim málum,
sem við erum að fást við, og
kannski það eina sem einhver ár-
angur hefur fengist út úr”.
bað er stundum taiað um, að
fámennur hópur harðllnumanna
ráði ferðinni, en prentarár al-
mennt vilji ná samkomulagi.
„betta er i anda þess áróðurs,
sem hefur verið að skjóta upp
kollinum aö undanförnu og telja
það, að við viljum gera vélritun
að lögverndaðri iðngrein. Allar
samþykktir okkar eru gerðar á
félagsfundum, og engir harðlinu-
menn ráða einni eða neinni ferð.
Nýjasta dæmið er geysifjöl-
mennur félagsfundur á mánudag-
inn þar sem var algjör smstaða
um þessi mál”.
Ýmsir úr hópi prentsmiðjueig-
enda tala um „óskemmtilega
sendingu” frá Sviþjóð og eiga þar
við þig. Segja þig uppfullan af
skoðunum þaðan, sem henti alls
ekki islenskum aðstæðum.
„bað getur verið, að prent-
smiðjueigendur haldi þessu fram.
Hinsvegar hef ég ekki átt nein
skoðanaskipti við þá um þetta og
tel aö aðrir séu færir um aö dæma
skoðanir minar. Ég hef raunar
aldrei heyrt frá þeim, að ég sé
„óskemmtileg sending”, og það
hefur farið ágætlega á meðokkur
i viðræðunum, þannig að ég held
hljóti að vera grin”.
Eruð þið tilbúnir I löng verkföll
eða aðrar harðar aðgerðir?
„Ég vil bara segja þá skoðun
mina, að það er engum tilhlökk-
unarefni eða kappsmál að fara út
iverkföll. Við vonum svo sannar-
lega i lengstu lög, að atvinnurek-
endur átti sig á þessu máli og
gangi til samninga við okkur. Hitt
er svo aftur annað mál, að við
höfum áttað okkur á þvi, að við
verðum að standa að þessum til-
lögum sem við höfum lagt fram.
bað er lifsspursmál fyrir okkur,
og ekki bara okkur, heldur lika
aöra hópa i þjóðfélaginu, sem ný
tækni mun snerta fyrr eða siðar”.
eftir Þorgrím Gestsson