Helgarpósturinn - 17.10.1980, Síða 23
23
helgarpásturinrL. Föstudagur 17. október 1980.
Fálkinn gefur út 5 plötur:
Bessi, Guðrún og Þuríður,
Pónik og fleiri
„Það er sitthvað á döfinni hjá
okkur”, sagði Björn Valdimars-
son hjá Fálkanum, er hann var
beðinn að lýsa þvi hvað fyrir lægi
um hljómplötuútgáfur á vegum
Fálkans á næstu mánuðum, „Við
veröum með hljómplötur fyrir
alla aldurs-og áhugahópa og ættu
held ég allir að geta þar fundiö
eitthvaö við sit hæfi”.
Fálkinn áætlar að gefa út fimm
islenskar hljómplötur fyrir jólin.
Strax i næstu viku er von á barna-
plötu meö Bessa Bjarnasyni. Þar
mun hann lesa nokkrar vinsælar
bamasögur svo sem eins og
„Stigvélaöa köttinn” og fleiri
góöar og slgildar. Þá mun Fálk-
inn gefa út 20 laga breiðskifu I
samvinnu viö Fræblana, þar sem
þeir flytja frumort efni, eins og
þeim einum er lagið. Sú plata á að
koma út um næstu mánaðarmót
ogum svipað leyti er einnig von á
tveggja laga plötu með Jón Rafni
Bjamasyni. Jón þessi er svo til
óþekkt stærö 1 hljómplötubrans-
anum, en á plötunnni syngur hann
tvö lög eftir sjálfan sig og fær al-
vana „session-menn” til liðs við
sig i undirleiknum.
Þá verður sú gamalkunna
hljómsveit Pónik með breiðskifu
á ferðinni I næsta mánuði. Pónik
er með allifsseigustu hljómsveit-
um hér á landi og á þessari plötu
flytja þeir m.a. lög eftir Gunnar
Þórðarson og Jóhann G. Jóhanns-
son og að auk nokkur erlend lög
með islenskum textum.
Loks má geta þess, að fyrir
jólin áætlar Fálkinn að gefa út
plötu Guðrúnar Á. Simonar og
Þurlðar Pálsdóttur þeim hinum
vinsælu og slyngu óperusöng-
konum. Safnað hefur verið saman
gömlum upptökum með þeim, allt
að 25 ára gamlar og gefnar út á
tveimur breiðskifum. Búast má
við, aö þessi hljómplata kæti lund
eldri sem yngri aðdáenda þeirra
GuðrúnarogÞuriðar, — GAS
Hljómplötuútgáfan:
Halli og Laddi
þar á ferð
„Fyrir fáeinum dögum kom i
verslanir plata þeirra Björgvins
Halldórssonar og Ragnhildar
Gisladóttur, „Dagar og nætur” og
hefur fengið góðar viðtökur”,
sagði Halldór Gunnarsson, sem
var fyrir svörum hjá Hljómplötu-
úfgáfunni um útgáfumálin þessar
vikurnar.
Halldór sagði, að einnig hefðu
þeir Halli og Laddi unnið að plötu
undanfarið og væri stefnan að
koma henni á markaðinn fyrir
jólin. „Eflaust hress og skemmti-
leg plata”, sagði Halldór.
Fyrir utan þetta, sér Hljóm-
plötuútgáfan um dreifingu á plötu
Magnúsar Þórs Sigmundssonar
og Jóhanns Helgasonar, sem er
rétt nýkomin út. Sú plata nefnist
einfaldlega „Magnús og Jóhann”
og flytja þeir félagar þar eigin lög
og texta. Þá munu þeir hjá
Hljómplötuútgáfunni einnig
dreifa plötu Mezzeforte, þar sem
flutt eru lög Torfa Magnússonar
við ljóð Steins Steinars. Sigurður
Sigurðsson sér að mestu um söng-
inn á þeirri plötu. óljóst mun enn
um útgáfudag plötunnar.
„Viðtökurnar hafa verið mjög góðar"
segir Guörún Ásmundsdóttir um leikför
Leikfélags Reykjavíkur í grunnskólana
„Viðtökurnar hafa verið mjög
góðar. Maður finnur alitaf fyrir
þvf, þegar maður leikur fyrir
krakka, hvað þau hafa mikla þörf
fyrir leikhús, sagði Guðrún
Asmundsdóttir leikkona i samtali
við Heigarpóstinn, en Guðrún er
einn leikenda i finnsku barna-
leikriti, Hlynur og Svanurinn á
Heijarf ljóti, sem Leikfélag
Reykjavikur sinir nú I grunnskól-
um h öf uðborga rs væðisins.
Höfundur leikritsins heitir
Kristinc Anderson og var það að
miklu leyti unnið I samvinnu við
skóialeikhús i Finnlandi.
Að sögn Guðrúnar var það ætl-
un höfunda að ræða við krakkana
um ástina og dauðann og inn i það
var fléttað gamalli finnskri
þjóðsögu, þar sem segir frá
manni, sem fer til Heljarfljóts i
leit að fjöður af svani til að bjarga
unnustu sinni.
Einn leikenda i sýningunni er
Kristján Viggósson og er þetta
fyrsta hlutverk hans hjá atvinnu-
leikhúsi, en hann hefur nýlega
lokið leiklistarnámi i London. I
samtali við Helgarpóstinn sagði
Kristján, að þetta verkefni væri
spennandi og skemmtilegt.
Kristján hefur áður leikið hjá
Litla leikklúbbnum á Isafirði og i
leiklistaklúbbum i' gagnfræða- og
menntaskóla.
Kristján var spurður að þvi
hvernig atvinnumöguleikarnir
væru fyrir nýútskrifaðan leikara.
„Ég geng ekki að þvi gruflandi,
að óöryggið i atvinnumálum leik-
ara er mikið”, sagði hann, „og
framtiðin hjá mér og minum lik-
um þvi óviss i meira lagi. Ég er
lausráðinn hjá L.R. I þessu
barnaleikriti og ætla mér að
standa mig, þvi ég veit, að þetta
hlutverk getur verið prófsteinn-
inn á það hvort ég fái verkefni i
framtíðinni. Umfram allt er ég þó
bjartsýnn á framtiðina og vona að
áhuginn eigi eftir að fleyta mér
langt”, sagði Kristján Viggósson.
Þetta er i þriðja skipti, sem
Leikfélag Reykjavikur fer með
leikrit i skóla landsins og sagðist
Guörún Ásmundsdóttir vonast til
þess að Leikfélagið sæi sér fært
halda áfram með barnaleikhús.
— GB
Kraftur í Hafnarkróknum
Magnús Kjartansson sýnir í Djúpinu
A sýningu Magnúsar Kjartans-
sonar I Djúpinu er eitt gegnum-
gangandi þema — Hafnarkrókur-
inn. Hafnarkrókurinn er merki,
litill krókur, sem sett er á vörur á
hafnarbakkanum. Merkið þýöir
að vörurnar séu brothættar, og að
það eigi ekki að fara illa með þær,
ekki pota I þær og ekki brjóta þær.
Þetta sama merki var að sögn
Magnúsar einnig notað i pakk-
húsum áður fyrr. Hann var
spurður hvers vegna hafnar-
krókurinn væri þema sýningar-
innar.
„Það er einmitt útaf spurningu
eins og þessari”, sagði Magnús.
„Hann viröist vekja forvitni. Ég
kann vel við seriur og hef eigin-
lega alltaf unnið með einhvers-
konar þema i myndum minum.
Ég notaði til dæmis SS merkið
lengi, og það hafði sömu áhrif og
Hafnarkrókurinn. Ég hafði sett i
myndir minar allskonar hluti, en
þegar SSmerkið birtist þá fór fólk
að spyrja. Það er einhver kraftur
i þvi eins og Hafnarkróknum.
Hann getur verið tákn vinnu,
hann er einskonar framhald af
hendi — hann getur i rauninni
táknað margt. Reyndar er hann
svolitill senuþjófur á þessari
sýningu, þvi að á siðustu mynd-
Magnús Kjartansson í Djúpinu.
unum er hann einn og ekkert
annað. Ég dregst að þessu án þess
að vita af hverju . Eins og fólkið
sem skoðar myndirnar”.
Myndirnar á sýningunni eru
allar gerðar á siðustu tveimur
árum. Þær eru málaðar og silki-
prentaðar, sem er riýmæli hjá
Magnúsi, en hann er þekktastur
fyrir collage-mvndir sinar.
„Það er nú ekki um það að ræöa
að ég hafi breytt um vinnubrögð.
Þessar myndir byggjast á coli-
age-myndgerð, og hún er
Ikveikjan. Segja má að ég máli
eftir slikum myndum.
Sýningu Magnúsar lvkur 2.
nóvember. —GA
Lausn síðustu krossgátu
5 T £ V P fí '
r tí m R N L) / m 0 5 B fí 5 L fí 2> /
’O L fí F U R 5 ’o T /< 0 R N U F 5
5 T fí L L fí R / '0 ö '0 5 fí R 6 fí fí R fí U
fí L fí fí /V <3 R fí Ö L 6 £ R Ð £ R m fí /V N
£ L V U R U /V' & fí R. fí L F fí R r R 3
M fí R 5 6 R fí N N u R ‘fí fí R £ N £ B
■ R fí u 5 fí R fí 6 G £ / T S T R fí N D fí
V K u L R fí 6 J R 5 V fí N u R fí X
■ 7 m o R fí R. R r T fí 5 K £ L L fí G fí
V V R fí 5 7 fn fí U N N fí> R R / F U K
'o L s fí R / m fí /< £ R fí P 5 / N Z> R /9
R fí V fí R N fí 5 K u R G R fí 5 fí 5 N / /V N
KROSSGÁTA