Helgarpósturinn - 17.10.1980, Side 27

Helgarpósturinn - 17.10.1980, Side 27
27 ___hpp/lJFirpn<?// irinn Föstudagur 17. október 1980 Um það leyti sem síöustu grösin gulna á Austurvelli og haustnæö- ingurinn feykir siöustu laufunum af trjánum, er eins og gróskan laumist inn um dyr Alþingishúss- ins og leiti þar skjóls meöan Vet- ur konungur rikir utan dyra. Upp spretta þingmenn og blómstra, munnhöggva mann og annan og falla kannski i valinn i dag aöeins til að risa upp á morgun og koma sér i slaginn á nýjan leik. Og úti er friður rikisstjórnar til aö fara öllu sinu fram án þess að þurfa aö standa jafnóðum þingmönnum skil á geröum sinum. Mildur andvari sumarsins hef- ur lika tekið með sér siðustu leyf- arnar af timburmönnum tvennra kosninga, svo að nú er runninn upp sá timi að menn verða að Benedikt Kjartan Munu brædur berjast? horfast i augu við staðreyndir og gera hreint fyrir sinum dyrum. Flokksþing og landsfundir eru á næsta leiti, og geta orðið næsta sögulegir — nema hjá Framsóknarmönnum. Eins og góðum búmönnum sæmir höfðu þeir lokið hreingerningunum af áður en veislan hófst, svo að þeir sitja nú aðeins uppi með harð- sperrurnar. Alþýöuflokksmenn riða á vaðið með flokksþing um næstu mánaðamót, en Alþýðu- bandalagið mun sigla i kjölfarið með flokksþing sitt litlu siðar. Sjálfstæðismenn ætla hins vegar að draga landsfund sinn fram á vorið, en eru þegar farnir að búa sig undir tiltektina, enda biður þeirra mikið verk eins og allir mega vita. Það sem við blasir hjá öllum þessum þremur siðastnefndu flokkum er að koma forustumál- um sinum á hreint. Þar er auðvit- að vandinn mestur hjá Sjálf- stæðismönnum, sem engan þarf að undra og ómögulegt er að spá neinu um hvernig þeim málum reiðir af. Hjá Alþýðubandalaginu er formaður flokksins Lúðvik Jósepsson, sestur i friðarstól nú þegar og hefur lýst þvi yfir að hann verði ekki aftur i kjöri. Hins vegar verða engin átök um eftir- mann hans i formannssætið og varla nema formsatriði eftir til að Svavar Gestsson, félagsmálaráð- herra, geti tyllt sér i það. En at- hyglin beinist nú að flokksþingi Alþýðuflokksins um mánaðamót- in næstu enda skemmst i það. Margt er óljóst um hvaða stefnu flokksþing þeirra Alþýðu- flokksmanna muni taka. Framan af var búist við að þingið yrði eins og hvert annað flokksþing með hefðbundnu sniði, en upp á sið- kastið hafa aukist likurnar á þvi að afgreiðsla venjulegra dag- skrármála muni falla i skugga annarra og stærri tiðinda — þ.e. að Benedikt Gröndal verði ekki einn i framboði i formannskjöri. Þetta á sér sinn aðdraganda. Alþýðuflokkurinn hefur ekki sterka stöbu i islenskum stjórn- málum um þessar mundir. Aróðurslega hefur brotthlaup flokksins úr rikisstjórn Ólafs Jó- hannessonar i fyrrahaust, sem átti að færa kjósendum heim sanninn um að þarna færi flokkur er legði allt I sölurnar til að vera sjálfum sér samkvæmur, ekki skilað þeim árangri sem flokks- menn væntu. Þvert á móti virðist andstæðingunum hafa tekist að snúa þessu áróðursvopni i hönd- um Alþýðuflokksmanna, og kom- ið þvi inn hjá býsna mörgum kjósendum að Alþýðuflokkurinn sé i hæsta máta óábyrgur flokkur og óhæfur til samstarfs. Nýleg skoðanakönnun á fylgi flokkanna virðist staðfesta þetta, þvi að samkvæmt henni mundi Alþýðuflokkurinn tapa enn fylgi frá þvi sem var i siðustu kosning- um, þótt færa megi rök fyrir þvi að flokkurinn geti vænst stærra hlutfalls af atkvæðum hinna fjöl- mörgu sem ekki tóku afstöðu i skoðanakönnuninni. Allt hefur þetta orðið til þess, að innan flokksins sjálfs hefur óánægjan magnast stöðugt með frammi- stööu forustunnar og skuldinni er óhjákvæmilega skellt á leiðtog- ann, sem hefur að auki ekki þótt nægilega skeleggur kappræðu- maður né röggsamur talsmaöur flokksins i opinberri stjórnmála- umræöu upp á siðkastið, en slikt er að verða frumskylda manns i þeirri stöðu á þessari sjónvarps- öld. Benedikt Gröndal á þvi undir högg að sækja jafnt innan flokks og utan um þessar mundir. 1 flestum skúmaskotum og á lokuð- um fundum flokksmanna gerast kröfurnar háværari um að skipt verði um formann. Benedikt hef- ur hins vegar lýst þvi afdráttar- laust yfir að hann muni gefa kost á sér aftur og er engan bilbug á honum aö finna. Hann hefur iika i tvigang eftir aö hann varð for- maður þurft að berjast upp á lif og dauða fyrir pólitiskri tilveru sinni og haft betur i bæði skiptin. En i þetta skipti er vigstaða hans sýnu verri. Meðal flokksmanna er Kjartan Jóhannsson óumdeildur arftaki Benedikts. Kjartan liggur nú und- ir gifurlegum þrýstingi frá fjöl- mörgum flokkssystkinum sinum um að setja Benedikt úrslitakosti — að hann dragi sig i hlé og Kjartan taki við formennskunni átakalaust eða skora hann á hólm Flokksþing Verkamanna- flokksins breska i Blackpool i mánaðarbyrjun skildi við flokk- inn I reiöileysi. Samþykkt var á þinginu að gerbreyta stefnu flokksins og umturna vali for- ingja og mótun kosningastefnu- skrár. Hins vegar visaði þingið á bug öllum tillögum sem fyrir lágu um framkvæmd skipulagsbreyt- inganna. NU stendur Verkamanna- flokkurinn þar á ofan uppi höfuð- laus. James Callaghan hefur ákveðið að láta af flokksforustu. Það þýöir að innan mánaðar veröur nýr flokksforingi valinn samkvæmt reglum sem flokks- þing hefurákveðiö að afnema. En siöan skal aö ákvöröun flokks- þingsins heyja aukaþing i janúar um stefnu flokksins. Þó eru niöur- stööur flokksþings i stefnumálum þvi aöeins bindandi, að þær séu gerðar með tveim þriðju at- kvæða. Foringi Verkamannaflokksins erhins vegar valinn i þingflokkn- um, og þar þarf til kjörs hans hreinan meirihluta. Siöan setur flokksforinginn flokknum kosningastefnuskrá, þegar að þingkosningum liður, og það er hún en ekki ályktanir flokksþinga sem liggur til grundvallar stefnu rikisstjórna sem Verkamanna- flokkurinn myndar. Um langan aldur hefur vinstri armur Verkamannaflokksins ráðiö flokksþingum en hægri armurinn þingflokknum. Stjórn- list tveggja siöustu flokksfor- James Callaghan Valdabaráttan magnast í Verkamannaflokknum til aö setja þær reglur um val flokksforingja sem þingfulltrúar I Blackpool reyndust ófærir um aö ákveöa. Þar meö er búiö i haginn fyrir höggorustu um hvort nýval- inn flokksforingi kjörinn með gamla laginu, skuli láta af starfi ogleitakjörsá ný með þeim hætti sem ákveðinn kann aö verða i janúar. Hefur margur flokkur klofnað út af minna. Skipulag Verkamannaflokksins er tviskipt. Annars vegar er flokksþing og hins vegar þing- flokkur. Flokksþingið sitja jöfn- um höndum fulltrúar tiltölulega fámennra flokksfélaga I kjör- dæmunum og fulltrúar verka- lýðssambandanna, sem fara með atkvæöi sem nemur tölu félags- manna i viðkomandi sambandi, hvort sem þeir eru fylgismenn flokksins eöa ekki. Þetta flokks- þing kýs flokksstjórn og ályktar ingja, Harolds Wilsons og James Callaghans, hefur verið i þvi fólgin að hemja þessi sundur- þykku öfl þannig aö flokksmynd væriá.Þaðhefur tekist bærilega i stjórnarandstööu hingaö til, en þaö orð liggur á að rikisstjórnir WilsonsogCallaghanshafi reynst meö afbrigðum illa vegna stefnu- leysis og athafnalömunar af þess völdum. Svo mikið er víst að stjórnarferli Callaghans lauk i fyrra meö herfilegri útreiði þingkosningum. Þá fékk Verkamannaflokkurinn lægstu hlutdeild i greiddum at- kvæöum siöan 1931. og Margaret Thatcher myndaði siðan ihalds- stjórn með óvigan meirihluta á þingi. Meginástæðan fyrir óförum Verkamannaflokksins i kosning- unum var öngþveiti sem rikti i Bretlandi á útmánuðum 1979 af völdum stjórnlausra verkfalla. Verkalýössamböndin rufu sam- komulag viö rikisstjórnina um kjarastefnu og háðu innbyrðis kjarakapphlaup, sem á hörðum vetri bitnaði harkalega á almenn- ingi, sem slðan hóf Margaret Thatcher til valda, meöal annars af þvi að hún hét þvl aö hafa hemil á verkalýösfélögunum. Hafa þau haft mun hægar um sig siðan járnfrúin settist á valdastól en meöan Callaghan fór með völd. Engu að siður setti Callaghan traust sitt á foringja verkalýös- sambandanna I valdabaráttunni sem braust út i Verkamanna- flokknum i kjölfar kosninga- ósigursins I mai 1979. Þá mótaði vinstri armurinn tillögur þær um skipulagsbreytingar, sem náðu fram að ganga á flokksþinginu I Blackpool. Þær eru þriþættar. I iharðri kosningu á flokksþinginu. Kjartan er ekki I öfundsveröri aðstööu. Það hlýtur að vera allt annað en skemmtilegt að takast á við góðan félaga og samherja um langt skeið, sem helgaö hefur flokknum starfskrafta sina að miklu leyti, og er þekktur fyrir þægilegt viðmót og drenglyndi. En treysti Kjartan sér hins vegar ekki gegn formanninum, á hann það aftur á móti á hættu að liggja undir verulegu ámæli meðal flokkssystkina þróist mál á þann hátt að til kosninga komi, þar sem flokkurinn biði frekara afhroö undir forustu Benedikts. Slikt gæti kostað Kjartan formennsk- una fyrir fullt og allt. Hingað til hefur Kjartan látið sem hann hafi ekki gert upp hug sinn i þessu efni, og á opinberum vettvangi hefur hann svaraö þvi einu til aö hann hafi aldrei skor- ast undan þvi að taka á sig ábyrgð innan flokksins, hafi samherjar hans æskt þess. Þegar þetta er skrifaö eru hins vegar vaxandi likur á þvi að Kjartan muni láta undan þessum þrýstingi og gefa kost á sér i formannsembættið á flokksþinginu. Þá stefnir allt i að kjósa verði milli Benedikts og Kjartans á þinginu, og eftir öllum sólarmerkjum þessa stundina að dæma mundi Kjartan hafa þá kosningu. Þar með mundi flokksþingið jafnframt þurfa að kjósa sér nýjan varaformann flokksins. Þar koma ýmsir til álita en nokkrir eru sigurstranglegri en aðrir. Óhjákvæmilega eru þeir nefndir, Vilmundur Gylfason og Sighvatur Björgvinsson, en hvor- ugur stendur nægilega vel innan flokksins þessa stundina að þeir geti talist liklegir til að hljóta þennan frama. Mun sennilegra er að baráttan geti staðið milli Magnúsar Magnússonar og Jóns Baldvins Hannibalssonar. Hinn siðarnefndi er liklega sá af áhrifamönnum Alþýðuflokksins sem mestrar lýðhylli nýtur, jafnt meðal almennra kjósenda og al- mennra flokksmanna og er manna liklegastur til að höfða til lausafylgisins sem flokkurinn á svo mjög undir komið. Styrkur hans innan þessarar 160 manna samkundu sem flokksþingiö er telst hins vegar óljós. Margir INNLEND YFIRSÝN ERLEND fyrsta lagi er val flokksforingja tekiö úr höndum þingflokksins eins og flokksstjórn og forustu verkalýössambandsins veitt hlut- deild i þvi. I ööru lagi er flokks- foringinn sviptur úrslitavaldi um mótun kosningastefnuskrár og hún falin nefnd sömu aöila og fjalla um foringjakjöriö. 1 þriöja lagi er framboðsnefndum flokks- félaga í' kjördæmunum veitt vald til aö afsegja þingmenn á miöju kjörtimabili og velja aðra til framboös i næstu kosningum. Þessar skioulagsbreytingar skulustanda i þrjú ár að minnsta kosti, og veiröa því enn viö lýöi árið 1984 þegar yfirstandandi kjörtimabil breska þingsins rennur út. Þótt Callaghan færi framá per sónulegar ástæður fyrir afsögn sinni, er enginn vafi á aö ósigur- inn d flokksþinginu veldur mestu um að hann hefur ákveöiö að draga sig í hlé. Og nú kemur til kasta þingflokksins eins að velja nýjan flokksforingja, af þvi flokksþingið gat ekki komiö sér saman um skipun nýju stofnunar- innar, sem það ákvað að fram- vegis skuli faliö að velja leiötog- ann. Atkvæöagreiöslur I þingflokkn- um geta oröiö þrjár ef enginn fær hreinan meirihluta atkvæöa i tveim þeim fyrri. Orslit fyrstu at- kvæöagreiöslu munu liggja fyrir 4. nóvember, en þurfi þrjár at- rennur dragast úrslit fram til 13. nóvember, þingsetningardags I Bretlandi. Mestar sigurlikur hefur Denis Healey, foringjaefni hægri arms þingflokksins. Stafar það meðal annars af þvf hve foringjaefni vinstri armsins eru mörg. Þar hafa ekki gleymt þvl aö Jón er flokkaflakkari, eiginlegur ný- græöingur i flokknum og gæti átt þaö til að vera brokkgengur, eins óghann ákyn til. Þá telja margir hann hægri krata og litlir kær- leikar eru meö honum og verka- lýöshreyfingunni. Eins þykja þeir Kjartan hafa nokkuð svo svipaöan bakgrunn, báöir upp- teknir af efnahagsmálum og þvi velta einhverjir þvl fyrir sér hvort svo svipað þenkjandi menn séu heppilev samsetning flokks- forustu. Magnús Magnússon nýtur á hinn bóginn mikillar virðingar margra traustra flokksmanna — einkum þó þeirra sem töldu rikisstjórnarbrotthlaupið frum- hlaup — og er vinsæll vei innan verkalýðsarmsins. Félagsmálin, hinn forni hornsteinn jafnaðar- stefnunnar, eru hans ær og kýr og hann gæti þannig myndað vísst mótvægi við Kjartan i forustunni. Magnús er hins vegar fulltrúi dreifbýliskjördæmis og það getur orðiðhonum fjötur um fót, þvi að Reykjavíkurliðið mun trauðla vilja láta úr greipum sér ganga i fyrsta sinn öll þrjú höfuðembætti flokksforustunnar, þar sem rit- arinn er einnig Reyknesingur — Karl Steinar Guðnason. Þvi má vel vera að upp komi mála- miðlunarkandidat — þriöji þing- maður Alþýðuflokksins i Reykjavik, Jóhanna Sigurðar- dóttir, vinnusamur stjórnmála- maður með tengsl inn i verka- lýðshreyfinguna og þar með yrði Alþýðuflokkurinn fyrstur flokka hér til að leiða konu til hásætis islensks stjórnmálaflokks á þess- um dögum kvenfrelsis. En allt eru þetta vangaveltur um óorðna hluti, sem ekki skýrast fyrr en næstu daga. Vel má vera að ekkert af þessu komi á daginn og flokksþingið verði eins og hvert annað vinnuþing, þar sem rætt verði um flokksstarfið, islenska atvinnuvegi i fram- tiöinni, um stjórnarskrármálið. stjórnskipun á Islandi og stjórn- málaviöhorfið — og Benedikt verði einn i l.jöri til formanns. En það mim ðlga nndir niöri. eftir Björn Vigni Sigurpálsson koma til greina Michael Foot, Tony Benn, Peter Shore og John Silkin að minnsta kosti, þótt enn sé óvlst aö þeir gefi allir kost á sér. Verði Fealey fyrir valinu I þingflokknumi, stefnir i haröa rimmu á aukaþinginu i janúar, sem setja skal nýju reglurnar um framkvæmd foringjakjörs. Ekki er vafi á aö vinstri armurinn mun krefjast þess aö flokksforinginn, sem þingflokkurinn velur á næstu vikum, gangist undir kjör að nýju eftir breyttum reglum. Jafn víst er að ekkert knýr nýkjörinn flokksforingja til aö verða viö slikri kröfu. Hann er valinn eftir réttum reglum á þeim tima sem kjör fer fram og getur þess vegna setið út kjörtímabilið. Horfur eru þvi þær, aö valda- baráttan i Verkamannaflokknum eigi enn eftir að magnast. Það gerist samtimis þvi að fylgi við ihaldsstjórn frú Thatcher fer stórum rénandi samkvæmt skoö- anakönnunum. Þessari þróun spáði Roy Jenkins, fyrrum Verkamannaflokksráðherra og nú formaður framkvæmda- stjórnar Efnahagsbandalags Ev- rópu, þegar hann lét i ljós fýrir nokkru áhuga á að hefja á ný þátttöku 1 breskum stjórnmálum að liönu ráöningartimabili hjá Efnahagsbandalaginu á næsta ári. Kvaðst Jenkins hafa hug á að mynda nýjan miðflokk i Bret- landi, sem aðstööu hefði til aö safna um sig fylgi þeirra sem af- huga væru að ljá stóru, gömlu flokkunum atkvæði sitt.

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.