Helgarpósturinn - 17.10.1980, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 17.10.1980, Blaðsíða 6
6 Föstudagur 17, október WSO jLfiéffjikf*fl'r£ÍcifÍ 'lj-j'nh Þeir eru áreiöanlega fáir, sem ekki vita hver Jón Asgeirsson er. En liklega vefðist þaö fyrir mönn- um, ef þeir væru beöniraö tiltaka nánar hver maðurinn er — til dæmis aö bæta starfsheiti aftan viö nafnið. Hann er nefnilega fyrrum þekktur handboltamaöur, læröur iþróttakennari frá Laugarvatni og sjúkraþjáifari frá Noregi, rak nuddstofu i tiu ár, fréttamaður á útvarpinu i önnur tiu ár, þekkt- astur fyrir útvarpsiýsingar sfnar á fót- og handbolta. Jafnframt geröist hann sérfræöingur i Vestur-lslendingum og peninga- söfnun fyrir kúgaöa, hungraöa og landhelgisgæsluna, og ha-nn reyndi aö búa til forseta. Þaö siöastnefnda án árangurs. Sem stendur stjórnar hann fjársöfnum Rauða krossins fyrir sveltandi fólk I Austur-Afriku. Og hvort sem þaö var honum aö þakka eöa ekki höföu safnast tiu milljónir króna til þess málefnis þegar daginn sem söfnunin hófst. Fjórða söfnunin — Þetta er fjóröa söfnunin min. Sú fyrsta var Herferö gegn hungri áriö 1966, næst flóttamanna- söfnun Sameinuöu þjóöanna 1969. Ariö 1972 fékk rikisstjórnin mig til aö afla peninga i landhelgissjóö, ogsiöan þetta, segir Jón Ásgeirs- son og setur tvær kaffikrúsir á fundarborö Rauöa kross Islands. — Ég byrjaöi á útvarpinu ’68, fyrst i afleysingum, en var fast- ráöinn á fréttastofunni fyrsta desember sama ár. Ég var i al- mennum fréttum, en hafði iþróttafréttirnar alltaf meö. Aukavinna, aukavinna! Eg er stundum aö hugleiöa þaö, aö raunverulega hefur maöur skilaö 40 ára vinnu á 20 árum. Er ekki einhver bilun i þessu? Ég man eftir því, þegar Tómas Helgason á Kleppi hélt þvi fram, aö90 prósent þjóöarinnar ætti viö geöræn vandamál aö striöa. Maöur hló aö þessu þá. En ekki lengur. Meinarðu það? — Svo söölar þú skyndilega um og gerist ritstjóri Lögbergs— Heimskringlu, veröur eftirlæti allra Vestur-tslendinga. Hvernig kom þaö til? — Þaö kom einfaldlega þannig til, aö þaö var hringt i mig og ég spuröur hvort ég vildi fara þetta. Ég sagöi já. Siöan var hringt aftur, og ég spuröur hvort ég væri virkiiega aö meina þetta, og ég sagöi já aftur. Aödragandinn aö þessu hófst á hátiöahöldunum á Þingvöllum ’74, þegar stóri hópurinn kom hingaö frá Kanada. Arið eftir fór hópur héöan vestur, þegar þeir héldu upp á hundraö ára landnám Islendinga i Vesturheimi Fram aö þeim tima var ekki ýkja mikill samgangur milli landanna, en i kjölfar þessarar ferðar var skipuö sérstök nefnd til aö annast samskipti viö Vestur-tslendinga i Kanada. Þá kom upp sú staöa, aö þaö vantaöi einhvern til aö taka viö ritstjórn Lögbergs-Heims- kringlu. Friöa Björnsdóttir á Timanum fór út i september 1976, en voriö eftir vildi hún hætta, og ég fór út um miöjan mars 1977. Ég var ráöinn i eitt ár, en var tæp þrjú. Afturábak i tilverunni Svo kom ég heim i nóvember i fyrra og tók upp min fyrri störf hjá útvarpinu. En mér fannst fljótlega eins og ég væri aö stiga spor afturábak I tilverunni. Þess- vegna hætti ég, og eftir þaö var mitt fyrsta verkefni aö skipu- leggja ferö meö Sigfúsi Halldórs- syni og Guömundi GuÖjónssyni vestur. Þaö var stórkostleg ferö. Viö heimsóttum öll félög Vestur- íslendinga I Bandarikjunum, frá hafi tilhafs, héldum 23konserta á sex vikum og geröum dagskrár fyrir þrjár sjónvarpsstöövar, á Islensku og ensku. — Siöan voru þaö forseta- kosningarnar. Hvernig kom þaö til? — Þaö var meö þaö eins og vesturförina. Ég var spuröur aö þvi hvort ég vildi taka þátt I þessu. Þá haföi ég ekki ákveðiö hvern ég ætlaði aö kjósa. En ég var með Pétri einn dag á Akra- nesi og þaö dugöi mér alveg. Þegar þvi lauk langaöi mig aö auka þessi samskipti milli ís- lands og Kanada. Ég eygöi mögu- leika á feröum til Toronto og talaöi viö Eystein á Samvinnu- feröum, og hann hoppaöi strax á þetta. Straumurinn til Ameriku I minum augum er þetta stór- mál. Ég held aö þaö sé hægt aö auka samskiptin milli íslands og Ameriku verulega, og þaö eigi aö gera þaö. Straumurinn hefur hingaö til legiö til Spánar, vegna þess hvaö þaö hefur veriö hag- kvæmt. En nú hefur þetta breyst, fargjöldin eru oft lægri vestur um haf en austur, og matur og hótel eru miklu ódýrari i Ameriku en Evrópu. En ef á aö auka þessi samskipti þarf fólk aö vita hvað þaö er aö gera. Hér hugsa menn yfirleitt um Bandarikin, þegar Amerika er nefnd, en gleyma, aö Kanada er lika til. Sama er i Ameriku. Þar veit enginn um Island. Ef þú spyrö, vorkenna þeir þér bara og skiija ekki hvaö þú meinar. — Hefur landkynningarstarf- semin I Bandarikjunum þá alveg misst marks? — Nei, þaö er of mikiö sagt. En ég veit, aö Flugleiöamenn I New York segja, aö þaö sé erfitt aö koma prentuöum upplýsingum tii Kanada. Þaöer nefnilega bannaö aö flytja prentaö mál inn I landiö. En þaö þarf aö nota meira útvarp og sjónvarp. Á tveimur árum sýndi ég myndina „They Should not Call Iceland Iceland” nærri hundraöl sinnum, og hún var sýnd fjórum sinnum i sjónvarpi fyrir sex til sjö milljónir áhorfenda. Þegar ég var I Kanada bauöst mér aö gera hálftima þátt á viku á íslensku, og þaö heföi ekki kostaö nema 3000 dollara á ári. Þetta var ein af svonefndum „etniskum” útvarpsstöövum, sem útvarpa mest á öörum tungumálum en ensku og frönsku. Þeim fer mjög fjölgandi, sérstak- lega i Kanada. Þeir eru lika meö slikar sjónvarpsstöövar. Ein þeirra sjónvarpar á 35 erlendum tungumálum — islenska er ekki þar á meöal. En þarna eru miklir möguleikar. Þaö þarf aö upp- fræöa þriöju kynslóö Vestur-ls- lendinga um nútima Island. Þetta eru raunverulega Kanadamenn af Islenskum ættum, alveg eins og til dæmis Kanadamenn af þýskum ættum. Fellur vel að vera á fartinni — Þessi starfsferil þinn er fjöl- breytilegur, svo ekki sé meira sagt. Tekuröu þennan llfsstil framyfir þaö að tryggja þér og fjölskyldunni „tryggan samastaö i tilverunni”? — Ég held þaö, já. Frétta- mennskan var ákaflega fjöl- breytilegt starf, þessvegna féll mér hún vel. En ég hætti vegna þess aö ég felldi mig ekki lengur viö aöstööuleysiö. Ég heföi heldur aldrei getaö veriö i svoleiöis vinnu tileiliföar. Mér fellur vel aö vera mikið á fartinni, enda hef ég verið það undanfarin 25 ár. Þessi hopp min yfir Atlants- hafiö eru heldur ekkert vanda- mál. Ég á tvær dætur, sem eru I menntaskóla. Þær voru hjá okkur á sumrin en héldu áfram námi á veturna, en sonur okkar var úti meöokkur. Ég held aö ég sé búinn aögeraþaðuppviömig, aöþaöer ekkert i mlnum huga sem heitir „aö koma sér fyrir”. Ég verö hvort sem er alltaf jafn blankur þaö sem eftir er, — hef aldrei getaö safnaö peningum, nema fyrir aöra. Allir færu til alvörulanda Og þegar maöur er búinn að vera svona mikiö erlendis og feröast um heiminn — ég hef tvis- var búið erlendis um lengri tima og komiö til 25 landa — gefur þaö auga leiö, aö sjóndeildarhring- urinn vikkar og maöur fær samanburö. Sá samanburöur er alltaf neikvæöur fyrir Island. Hér berjast 250 þúsund manns næsta vonlausri baráttu, aö þvi er manni finnst iöulega. Sjávarút- vegurinn skuldar milljaröi, sam- göngumálin aö hrynja i rúst og þvi meir sem flutt er Ut af ullar- vörum þvi meira er tapiö. Svo koma þessir landsfeöur og segja upp i opiö geöiö á okkur aö allt sé I lagi, og maöur á bara aö trUa þessu? Ef fólk gæti selt eigur sinar og flutt úr landi væru allir farnir til alvörulanda. En átthagafjötr- arnir halda þessu saman, ekkert annaö. — Þú hefur stundaö öll þessi óliku störf af sama brennandi áhuganum og eldmóöinum, aö þvi er viröist. Eiga þau eitthvaö sameiginlegt, sem vekur þennan áhuga, eöa....? — Ætli þaö sé ekki keppnis- mómentiö. Mér finnst spennandi að fást við eitthvaö, þegar ég veit ekki fyrirfram hver árangurinn veröur. Ég tel mér aö minstakosti trú um, aö hann fari eftir þvi hvernig ég stend mig sjálfur. Ég hef lika alltaf haft gaman af aö umgangast fólk — og vorkenni þeim sem ekki geta gert það. Þaö er gaman aö kynnast nýju fólki, nýjum viöhorfum. Kynnast nýjum þjóöum, gera eitthvaö nýtt og spennandi. — óttastu ekki elliárin, meö takmörkuö llfeyrisréttindi og allt þetta, sem flestir viröast sækjast svo mjög eftir? — Ég á frænda, sem hefur skilaö sinum fimmtiu ára starfs- degi, en veröur aö borga meira I skatt en hann fær i ellistyrk. Ég hef engan áhuga á sliku. Ekki að bjarga heiminum — Svo viö snúum okkur aö lokum aö þvi sem þú ert aö gera núna. Hjálparstarfsemi af þessu tagi hefur oft veriö gagnrýnd, sumir tala um molana sem hrjóta af allsnægtarborðum iönrikj- anna. Helduröu aö þetta komi virkilega aö notum? — Viö höfum sönnun fyrir þvi, aö Herferö gegn hungri 1966 bar árangur. I annan stað er ekki bara um þaö aö ræöa aö safna peningum og senda þá niöureftir, þaö er lika veriö að leita aö fólki I ýmis störf. Þaö er meöal annars stefnt aö þvi aö senda 40—50 manns héöan til ýmissa starfa i Afriku. Þaö má náttúrlega segja, aö þeir riku veröa alltaf rikari og þeirfátækufátækari. En reynslan sýnir, aö þaö þarf aö hugsa lika um einstaklingana, ekki bara heilar þjóðir. ÞU mundir ekki horfa á sveltandi barn viö hliöina á þér, án þess aö hjálpa þvi. Og þaö breytir engu þótt þaö sé langt I burtu. Ég er ekki hér til þess aö bjarga heiminum. En ef ég get bjargað einhverjum mannslifum, þá er ég ánægöur. Segir Jón Asgeirsson.... Já, hvaö? Þegar fjársöfnun Rauöa krossins lýkur eru áframhaldandi Islands/Amerikutengslá dagskrá og önnur spennandi verkefni. Kannski meiri peningasöfnun — fyrir aöra. Hver veit.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.