Helgarpósturinn - 07.11.1980, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 07.11.1980, Blaðsíða 3
3 _ hollj^rpn^fl /nnn Fðstudagur 7~ nóvember 1980 Afþrýstiklefi var utn borð i kafarabátnum og urðu kafararnir að dvelja þar inni um tíma, eftir veruna i undirdjúpum. Kafarinn stekkur til starfa sinna undir yfirborðinu. Likan var gert af Alexander Kielland og voru gerðar nákvæmar tilraunir, og öll viðbrögð lik- ansins við ólikustu aðstæður voru skráð á tölvu, sem siðan bar niðurstöður sinar saman við hreyfingar raunverulega pallsins i sjálfri aðgerðinni og virtist þessi tækni hafa komið i góðar þarfir og varnað mörgum vandanum. Scot Kobus ieggur á ráöin viö gamalreyndan björgunarmann, sem er fulltrúi tryggingarfélaganna, sem raunverulega borga brúsann. Kúrekinn fylgist með: er kafari undirbýr sig til að kafa niöur að pallinum. sögulegt afrek „tækniþriller” sögðu margir, þvi aldrei áður hafa menn reynt aö snúa 10.000 tonna þungum hlut i vatni um 180 gráður, með einföldum jafn- vægisaðferöum. Reyndar ekki heldur með neinum öörum að- ferðum, ef út i það er farið. 1 Stavanger hefði heldur enginn látiðsérdettaihug, aðekta káboj frá Texas, yröi fenginn til að stjórna aögerðunum. Scot Kobus ber það ekki með sér, aö hann sé fimmtugur. Hann gengur um meö ekta Stetson-hatt á höfðinu og i augum hans er hægt að sjá blika á viöáttur Texas-- sléttunnar er hann horfir yfir kuldalegan Norðursjóinn. Píreygður eins og forsetafram- bjóðandi, hefur hann unnið sér slika viröingu samstarfsmanna sinna, að þeir hlýða honum í einu og öllu. Stavangerbúar kalla hann kraftaverkamann og kannski ekki að ástæðulausu — ævintýra- maður er hann alla vega. Quite a character .. segja Norðmennirn- ir, hann er fjallgöngumaður og hefur khfiö flesta hæstu tinda i Noregi I fyrra tók hann þátt i Bostonmaraþonhlaupinu og þá var hann 49 ára gamall. Fyrir nokkrum árum gaf hann út ljóðsafnið „The Rhyme of the Modern Offshoreman”, fyrstu til- raun bókmenntasögunnar til að lýsa i bundnu máli daglegu lifi verkamanna á olluborpöllunum. Scot Kobus, er einnig meðlimur i Sierra Club, sem eru ein þekkt- ustu umhverfisverndarsamtök I Bandarikjunum og Kobus hefur þá trú, að olluvinnsla og um- hverfisvernd geti haldist I hend- ur. A milli alls þessa, heldur hann sig við fábrotiö llf á búgaröinum sinum ITexas, þar sem hann elur upp hesta. ScotKobus, er sá, sem kallaöer á, þegar allt er komið I óefni. Þá söðlar hann um, frá hesta- mennskunni i Texas, yfir i hvert það farartæki sem getur flutt hann heimshornanna á milli, til aö bjarga þvl sem bjargað verö- ur. Þegar annar ævintýram'aður, Red Adair sér um aö stööva ollu- rennsli og slökkva elda, þá er Seot Kobus maðurinn sem bjarg- ar þvl sem ferst. Munnharpan Þegar allt viröist komið I óefni og starfsmennirnir eru eins og hengdir upp á þráð, þá tekur Scot fram gamla og slitna munnhörpu sem hann spilar á angurværa sléttusöngva. Þaö er hans háttur á að slappa af og undarlegt nokk, þá virðist það róa félagana. — Þessi munnharpa hefurfylgt mér i mörg ár til sjós og nokkrir tónar úr henni geta gert undra- verk. Það tekur ekki nema 5—6 minútur, að sigla með hraðbátn- um út að pallinum og á meöan slappa ég af með munnhörpuna mina — þaö hreinsar hugann, segir Scot Kobus. — þú skalt ekki halda að þetta séneinn leikur hér, þó allt virðist ganga vel á yfirborðinu. Vinnan erhörð og alvarleg og álagið mik- ið. Það er þrýstingur á okkur frá öllum hliöum, efnahagslegur, tæknilegur og erum við raun- verulega i tfmahraki — haust- veðrið er duttlungafullt hér norðurfrá. — Alagiðáokkurerekkisist til- finningalegt, þvi i landi biða 36 fjölskyldur eftir þvl að geta veitt sinum elskuðu virðulega útför — samt er það afgerandi að við töp- um ekki kimnigáfunni og látum eftir okkur að brosa dálitið. Gott skap, er óskaplega mikilvægt fyrir aðgerð sem þessa. — Við er- um núna búnir aö þræla saman i Við tilkynnum aðserursskipti og nýtt símanúmer: 8 59 55 Með srórbættri aóst("x)u geturn vió txxóið st()rbætci hjónustu, því enh höfum viö harósnúió Ii(\sem bregÖur skptt viö! Nú Parf enqinn aó bióa lengi eftir viögeröamanninum. Pú hrinair og hann er kominn innan sKamms. Einnig önnumst vió nvlaqnir og gerum tilboó.ef oskaö er. • ® • RAFAFL Iramleidslusamvinnu- félag lönaöarmanna SMIÐSHÖFÐA6 - SÍMI:8 59 55 tæpa 3 mánuöi þessi hópur hérna. Fæstir okkar þekktu hver annan i byrjun, en við erum um 100 manns frá 9 löndum sem hafa verðiö ráðnir til að inna af hendi verk —ogviðvitum, aö við getum aöeins frakvæmt þaö i samein- ingu. Meira að segja er einn landi þinn starfandi hér með okkur. Þetta er ekki ólikt og aö vera I herflokk á vigvelli — félagsskap- urinn veitir öryggiskennd og hver maður hefursinn styrk, sem hann miðlar hinum af. Virðing fyrir náttúruöfl- unum Eftir miklar vangaveltur og baktjaldamakk, féllust menná aö veita fulltrúa Helgarpóstsins sérstaka undanþágu. Yfir rjóma- kökum og kaffibolla var sam- þykkt að ég fengi að lara með Scot Kobus yfir að vinnusvæðinu þar sem unnið var af kappi við að bæta nokkrum gráðum við snún- ing Alexanders Kielland. Ég varð að lofa, að ég segði engum starfs- bróður minum frá þessu, fyrr en allt væri um garð gengið. — Maðurinnhefur lagtá sig svo langa leið og kemur frá mikilli náttiiru — hans þjóö þekkir nátt- úruöflin, sagði Scot Kobus, og þar með var það talinn fullgildur að- gangseyrir aö leyndardómnum. Þvi allt fór þetta fram með mikilh leynd og við strangar öryggis- reglur eins og fyrr kemur íram. ALLAR STÆRÐIR af PHILIPSog PHILCO kæliskApum heimilistæki sf HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTÚN 8 — 15855

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.